Þjóðviljinn - 01.03.1945, Page 2

Þjóðviljinn - 01.03.1945, Page 2
2 ÞJÓÐVILJI N*N Fimmtudagur 1. marz 1945. ,Fargans mikiir karl í Alþýðublaðinu Piltarnir við Alþýðublaðið eru víst farnir að fá einhvern pata af því, aðalmenningur taki orðið lít ið mark á níðskrifum þeirra um verkalýðshreyfinguna og for- ystumenn Alþýðusambandsins. Þeir þykjast því aldeilis menn með mönnum, ef þeim tekst að fá einhvern fáráðling til að setja nafn sitt undir slíkar greinar í blaði þeirra. 19. febr. s. 1. birt- ist í Alþýðubl. grein, sem nefn- ist „Síðasta Alþýðusambands- þing“ eftir, Guðm. Þ. Sigurgeirs son nokkurn, ásam't mynd af höfundi. Eins og til er ætlast, lýsir Guðm. yfir algeru stríði á hend- ur „Kommúnistum" 1 Alþýðu- sambandinu. — En svo hatram- ur berserksgangur grípur stríðs- manninn, þegar í fyrstu lotu, að hann greinir ekki vini frá óvin- um, og fær því margur skeinu, sem' ætluð var öðrum. Með skírskotun til kunnug- leika síns af sambandsþingum kratanna í gamla daga, gefur Guðm. virðingu þeirra Sigurjóns Ólafssonar, Jóns Sigurðssonar o. fl. fyrir lýðræðinu í verkalýðs- samtökuhum og lögum þeirra, þann ágæta vitnisburð að ef þessir menn hefðu ráðið á síð- asta sambandsþingi, hefði öllum rétttrúuðum ólöglega kosnum og sjálfskipuðum gerfifulltrúum verið veitt full þingréttindi „með fullkomlega löglegum afbrigð- um“!!1 Úr því eklji náðist samkomu- lag við ótuktans „Kommúnist- ana“ á þeim „heilbrigða grund- velli“ að virða lög Alþýðusam- bandsins að vettugi, segir Guð- mundur að þeir „andstæðingar upplausnarinnar“ hafi ákveð- ið að „eiga ekki meiri þátttöku 1 þingstörfum og engan þátt heldur í sambandsstjórn" m. ö. o. — að beygja sig ekki undir vilja meiri hlutans, neita að taka við kosningu í trúnað- arstörf — Þ. e. gera uppistand! Eftir að hafa greitt samherj- um sínum þetta mikla axarhögg beint í hausinn, gerist skammt högga milli hjá Guðmundi. — Rifjar hann upp ngeð sterkum orðum óheilla viðburði s. 1. árs og nefnir í því sambandi tvo: stofnun lýðveldisins og kosn- ingu Hermanns Guðmundsson- ar - sem forseta Alþýðusam- bandsins — og klykkir út þenn- an þátt styrjaldarinnar á hin- um alkunnu ljóðlínum: „íslands óhamingju verður allt að vopni“ og telur sig hafa þar með fært sönnur á, að þessi orð skáldsins „séu orðin örlagaþrungin á- hrínsorð á þjóð vorri“!! — 0 Þessar andlegu yfirholning- ar og rassaköst endar Guðmund- ur með því, að líkja núverandi forseta Alþýðusambands íslands við Hákon Hlaðajarl, en ritara þess við Kark — og kveður þá hafa verið „fargans“ mikla karla. Kark gefur hann fyrirheit um, að ekki skuli hann vanta hnífinn! Vér undrumst. Ekki af því að svona hugsmíðar séu einhver ný bóla í Alþyðublaðinu, heldur vegna þess, að hér var um að ræða aðsenda grein undir fullu manrxsnafni. Hver er hann, þessi „fargans“ mikli karl í Alþýðublaðinu? — verður oss á að spyrja, og vér virðum fyrir oss andlitsmynd höfundar, sem skartar á fjórðu síðu þessa heillum horfna blaðs, sem er kennt við alþýðu. Þetta sauðmeinleysislega andlit minn- ir ekkert á hið oft nefnda, stór- brotna andli-t Dagsbrúnarfor- mannsins. í En við athugun rennur upp fyrir oss ljós: Á öðrum degi kom til þings, einhversstaðar af ströndum norð ur, ölvaður maður, og fékk þing- heimur að heyra ölæðishjal j hans úr ræðustól. — Að þess- I um gesti hændust Hannibalar þingsins eins og hákarlar að hrossakjötsbeitu, sem legið hef- ur missirislangt í brennivíni, og héldust dáleikar þeirra við þennan ógáða gest þingið út. Gátan er hér með ráðin, og ráðning hennar felst í einu orði: ölæði. Þetta er afsökun Guðmundar, en sök hinna. „Fargans miklir karlar“ þeir Alþýðublaðspiltar. » Ópoiaiidi Síðan farið var að skipuleggja fólksflutninga, sem kallað er, hafa Bifreiðastöð Steindórs og Páll Guðjónssoh annast fólks- flutninga á milli Stokkseyrar og Reykiavíkur og tilheyrandi við- komustaða, A milli þessara staða á að fara 2 ferðir á dag að vetri til, sín ferð frá hvorum til og frá, en mörgum hefir þótt vilja bregða út af undafarna vetur, en þó hefir alveg keyrt urn þverbak í vetur og skal ég néfna dæmi því til sönnunar og er mál til komið að á það mál sé minnzt. Strax og snjóa tók í vetur fóru þessir bílar að dragast aft- ur úi\ öðrum og það meira að segja svo að þeir hreyfðu sig ekki og kenndu um ófærð þegar Iv. A. bílarnir fóru til og frá Rvík og Selfossi á 5 tímum. Svo var far- ið að fara 1 ferð á dag og mæt- ast í Skíðáskálanum ef farin var Hellisheiði. Þessi breyting var tekin upp þegjandi og hljóðalaust, enginn var látinn vita svo vitað sé (eða hvar var það auglýst?) Fólk sem þarf aðj skreppa til Reykjavíkur að Ijúká smáerindi og ætlar sér að koma austur að kvöldi, verður nú að gjöra svo *vel og verða nóttina, það er svo gott að fá inni í Reykjavík núna/ j Fólk kcmur að Selfossi með mjólk- urbílunum að morgni utan úr sveitum og þarf að leita læknis og ætlar með Steindórsbíl niðrá Bakka um hádegið og uppeftir að kvöldi. Steindórsbíll kemur enginn en Palsbíll kemur um kl. 2. Því hann hefúr snúið við, með honum er hægt að komast niðreftir, en ekki uppéftir sama dag því hans dagsverki eriokið, það var bára að Samgöngustöðvun og m,jólkurleysi, Það þykja næstum því stórtíðindi hér í Reykjavík, ef ökutæki komast ekki leiðar sinnar fyrir snjó á göt- unum. Gamlir menn fara að hugsa aftur í tímann og bera veðurfarið sem nú er, saman við bað sem ver- ið hafi fyrir þetta 10—20 árum hér í Reykjavík. Þá hafi þó komið meiri sniór ,en nú. Þannig bolla- leggjá mfenn_um þetta fram og aft- ur. 'Öðrum finnast þetta bara smá- munir samanborið við það sem þeir hafi bekkt, fyrir vestan, norðan eða sunnan, og hafi mátt heita daglegt brauð á hverjum vetri. Reykjavik er orðin það1 'stór bær, að ef bifreiðar komast ekki um göturnar, þykír vá fyrir dyrum. Lög reglan er fengin til að koma fólki til heimila sinna,' því stöðvar fólks- bifreiða hætta akstri — og'jafnvel strætisvagnar verða að hætta för- um. Það sem veldur bæjarbúum til- finnanlegastra vandræða er þó stöðvun á samgöngum við sveitirn- ar austan fialls, sem leiðir af sér mjólkurleysi í bænum. Aldre; verð- ur kapphlaupið um hvern mjólk- ursopa er í búðunum fæst, eins harðvítugt og þá. Úr þessu mætti þó bæta verulega ef til væru birgðir af niðursoðinni mjólk og þurrmjólk. En það fer ekki mikið fyrir þeirri framleiðslu hér hjá okkur. Frakklandssöfnunin Vinir Frakklands og aðrir þeir, sem vilja hjálpa bágstöddu fólki í Frafcklandi, hafa sent út ávarp til íslenzku þjóðarinnar. Þó skammt sé nú orðið á milli slíkra safnana, og hætt sé við að mörgum byki nóg um, er ástæða til að ætla að söfnun þessi mæti skiln- ■ ingi og velvild landsmanna yfirleitt. Ber þar margt til. Þjóðirnar báðar hafa haft töluverð kynni hvor af annarri og sú kynning hefur verið á þann veg, að íslenzka þjóðin ber hlýjan hug til frönsku þjóðarinnar. Það er góð hugmynd hjá fram- kvæmdanefnd söfnunarinnar og lík- legt til að efla gengf hennar, að fé því er safnast,* skuli verða varið til hjálpar íbúum tiltekins þorps í Frakklandi, sem er ekki fjölmenn- ara en bað, að Islendingum ætti að vera í lófa lagið að rétta þar hjálp- arhönd, svo um munaði. Fréttirnar sem borist hafa frá hinum frelsaða hluta Frakklands, eru ægilegri en orð fá lýst. Fólk sem snúið hefur heim aftur til eyði- lagðra borga, verður að hafast við i húsarústum og neðanjarðarbyrgj- um, hungrað, klæðlítið og sjúkt af farsóttum. Jafnvel vatnsleysi þjak- ar þá sem sloppið hafa lifandi frá styrjaldarógnunum til þessa. Þessu fólki verður að hjálpa, og það svo fljótt sem auðið er. ástand fara út í Skíðaskála. Viðkomandi sjúklingur verður að gjöra eitt af tvennu að vera á Bakkanum um nóttina og þar með missa af mjólk- urbílnum heim til sín næsta dag, svo þ‘að fara 3 dagar í ferðalagið, — eða kaupa sér bíl að Selfossi fyrir fleiri tugi króna, ef þá hægt er að fá hann. Fólk hefur enga hugmynd um þessa breytingu og kemur með seinni mjólkurbílnum utan úr sveit um og ætlar með Steindórsbíl frá Selfossi kb 5. Fólkið má gjöra svo vel og gista við Olfusá, ef jiá hægt er að fá þar húsaskjól. Það tekur 2 daga að komast til Reykjavík- ur og skotferð þriðja daginn frá R'eykjavík að Selfossi, fjórða dag- inn lieim. Sjómaður kemur af sjó, skrepp- ur heim til sín austur á Eyrar- bakka meðan skipið stendur við. Fer með Pálsbíl daginn eftir og ætlar að nú íi skipið í tæka tíð, en Pálsbíll fer upp að Selfossi. Bíl- stjórinn sírnar til „reiðarans“ sem er orðinn fínn maður og fluttur til höfuðstaðarins og ekur þar í sínum lúxusbíl, já blessaður snúðu bara við ])að er ófært! Sjóinaðurinn kemst ekki til Reykjavíkúr fyrr en daginn eftir; skipið farið! Sama dag fara bílar K. Á. frá Selfossi kl. 10 og koma aftur að kvöldi. Þæfingúr fyrir fyrstu bílana svo búið. Þetta sem ég nú hef sagt er ekki gripið úr lausu lofti heldur blá- kaldar staðreyndir og hið síðasta gerðist síðast liðinn sunnudag. Okkur, sem eigúm við þetta að búa, þj7kir þetta æði hart og því vil ég spyrja háttvirta. póst- og símamálastjórn : Hafa jiessir herr- ar tekið þetta upp hjá sjálfum sér, og þurfa þcir j>á engum reglum eða boðum að hlýða, eða hafa þeir kannski fengið undanlþágu, eða hafa jiessir herrar sérréttind.i í við- urkenningarskyni fyrir að neita fólki um sæti joótt laust sæti sé í bílunum, eða fyrir að verða ben- /zínlausir á miðri Mosfellsheiði um hánótt í hörku frosti og fólkið verður að hir,ast í bílunum megnið af nóttinni eða ganga tveggja stunda gang til næsta bæjar, eða kannski fyrir að selja fólki farseðla og tiltaka brottfarartíma kl. 6, en svo þegar fólkið kemur laust fyrir kl. (5 ])á fær það að vita að bíl'linn hafi farið kl. 5! óg fólkið má bíða til næsta dags. Allt er þetta til ásamt mörgu fleiru, sjálf sagt viðu'rkenningarvert, en ég ætk ekki að tína fleira til í jietta sinn. En okkur sem verðúm að skipta. við jæssa menn finns.t nú allt annað og kréfjumst ])ess að jiessir menn verði látnir halda uppi reglu- legum ferðúm eins og aðrir, á meðan hægt er. það munu B. S. R. bílarnir ha'fa gert og ekki er mér kunnugt um annað en mjólkur- flutningum hafi verið haldið uppi í allan vetur. Þessir menn ættu að geta haldið uppi ferðum hér á milli éins og aðrir, en geti þeir ])að ekki þá verða aðrir að taka við og ])að tafarlaust, því jjetta ástand er ó- þolandi. ✓ (i. febrúar 1945 Árnesingur. Ur borglnni Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Naeturvörður er i Laugavegsapó- teki. Ljósatími ökutækja er frá kl. 18,05 til kl. 7,15. Næturakstur: Hreyfill, sími 1633. Utvarpið í dag: 20.50 Lestur íslendingasagna (dr.. \ Einar Ól. Sveinsson). 21.20 Hljómplötur: Danssýningarlög eftir Gretry. 21.30 Frá útlöndum (Axel Thor- steinsson). 21.50 Hljómplötur: Paul Robeson syngur. J ólagjaf akort N oregssöf nunarinn- ar. Thorvaldsensfélagið kr. 1,000,00. Kennaraskólinn kr. 169,00. Laugar- nesskólinn kr. 704,00. Landakots- skólinn kr. 1.555,00. Stýrimannaskól inn kr. 1.000,00. Samvinnuskólinn kr. 35p,00. Iðnskólinn og Har. Á- gústsson 100/— kr. 1.100,00. L. H. hjá Guðl. RóMnkranz kr. 115,00. Morgunblaðið kr. 2.843,00. L. H. Múller kr. 14.200,00. S. Ólafsson & Co. Selfoss, kr. 1.262,50. Bókaverzl. Braga Brynjólfssonar kr. 2.414,00. Flóra, blómaverzl. kr. 707,00. Faa- berg kr. 6.041,50. Fálkinn, vikublað kr.1 986,00. Miðbæjarbamaskólinn' kr. 90,00. Kaupfél. Árnesinga kr. 11.008,00. Þuríður Sæmundsdóttir, Blönduósi kr. 1.718,60. Helgafell, bókabúð kr. 1.181,00, 'lngólfur Þor- valdsson, Ólafsfirði kr. 77,00. Mál og menning, Laugav. 19 kr. 2.496,95. Eimreiðin, bókast. kr. 684,00. Kaup- fél. Héraðsbúa, Þorst Jónsson kr. 344,00. Kaupfél. Borgfirðinga kr. 405,00. Kaupfél. Fram, Neskaupst. kr. 670,00. Bókaverzl. Lárusar Blön dal kr. 3.369,10. Valdemar Össurar- son, Sandg. kr. 793,00. Bókav. Þór. B. Þorlákss. ky. 1.809,00. Bókav. Kron kr. 1 983,55. Gagnfræðaskólí Reykv'íkinga kr. 330,00. Bókaverzl. ísafoldar kr. 4.242,75. L. H. Múller- kr. 555,00. H.f. Miðnes, Sandgerði,. Sv. Jónss. kr. 503,00. Kaupfél. Skaft. fellinga, Vík kr. 1.087,00. Mennía- skólinn kr. 1.000,00. Jónas Ingvars- son, Stokkseyri kr. 174,50. Dagbl. Vísir kr. 700,00. Bókaverzl. Krist- jáns Kristjánss. kr. 566,00. Laugar- vatnsskólinn kr. 1.213,00. Þórarinn Stefánsson, Húsavík kr. 300,00. Aust urbæjarbarnaskólinn, Rvík kr.. 620,75. Andrés Níelsson, Akranesi kr. 3.000,00,Finnur Einarsson, bóka- verzl. 1.991,00. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundsson kr. 8.597,75. N. N.. 10,00. Herbert Jónsson, Hveragerði kr. 385,00. Baldvin Jóhannsson, Dal'. vík kr. 405,00. Skóli ísaks Jónssonar- kr. 4.813,00. Starfsfólk Bókbands- stofu, Borgartúni 4 Rvk. kr. 250,00. Bókaverzl. Þorv. Bjarnason, H.f. kr. 1.038,00. Kaupfélag Stykkishólms,, Stykkishólmi kr. 294,00. Miðbæjar- skólinn kr. 10,00. Sigurður Pálma- son, Hvammstanga kr. 500,00. Kjart an Ólafsson, Eyrarbakka kr. 541,00. Alþýðublaðið kr. 368,50. Sveinn Bjarman v/ Norræna fél., Akureyrí kr. 8.236,04. Laugarnesskólinn v/ Vigdís Blöndal kr. 30,00. Einar Ein- arsson, Grindavík kr. 472,60. Kaup- félag Dýrfirðinga kr. 370,00. Bóka- búðin Þórsg. 4 kr. 394,00. Þjóðvilj- inn kr. 734,00. Benedikt Jónasson, Seyðisf. kr. 230,00. Tíminn kr. 180,00. Gagnfræðaskóli Reykjavíkur (Ingim.) kr. 500,00. Kaupfélag Ön- firðinga kr. 204,00. Kron, Keflavík kr. 451,00. Guðm. frá Mosdal, ísaf. kr. 250,00. Bókabúð Æskunnar kr. 627,00. Baldursbrá, Skólav.st. 4 kr. 400,00. Hvanneyrarskólinn kr. 143,00. Bókav. Guðm. Gamalíelsson- ar kr. 463,00. Valdimar Long, Hafn- arf., kr. 599,00. Norræna fél., Siglu- firði kr. 2.091,75. Verzlunarskólinn kr. 248,00. — Samtals kr. 109.923,84.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.