Þjóðviljinn - 01.03.1945, Side 7

Þjóðviljinn - 01.03.1945, Side 7
Fimmtudagur 1. marz 1945 ÞJÓÐVIL JINN 7 F. A. FRIIS: Vaggan þangað sem eltingaleikurinn hafði byrjað. Þau sáu líka hvar stúlkan hafði oltið af sleðanum og þá komu þau auga á rák í snjónum. Hún lá niður brekkuna. Þau fylgdu rákinni og sáu vögguna niður við ána. Móðirin rak upp hljóð, hljóp að vöggunni og fleygði sér niður hjá henni. Vaggan var tóm. Netið yfir vöggurmi var rifið og þegar þau gáðu betur að, sáu þau úlfaslóðir. Ekkert þeirra efaðist um, að barnið hefði orðið úlfunum að bráð. Foreldrarnir foru með tóma vögguna heim í sælu- húsið. Nú áttu þau ekkert erindi til Kautokeino. Dag- inr> eftir fóru þau sorgbitin heijn til Karasjok aftur. En þau höfðu ekki tekið eftir skíðaslóð, sem lá fram hjá vöggunni og upp með ánni. (Seinna í sögunni er sagt frá manni, sem varð á undan úlfunum og bjargaði barninu). Hagamúsin og húsamúsin (Þýtt). Einu sinni hittust húsamús og hagamús ofan við tún- garðinn. Hagamúsin var að tína krummaber. „Þú átt annríkt, veslingurinný4 sagði hagamúsin. „Eg er að fara til næsta bæjar að finna frændfólkið mitt.“ „Það er svo,“ sagði hagamúsin. „Þú ert að draga í búið,“ sagði húsamúsin. „Eg verð að safna til vetrarins,“ svaraði hagamúsin, og lét vel af búskap sínum. Húsamúsin sagði að sér liði miklu beíur og þær þraéttu lengi um, hvort betra væri að vera heima við bæi eða úti um hagann. Seinast kom þeim saman um að heimsækja hvor aðra á jólunum, til þess að ganga úr skugga um hvorri liði betur. Húsamúsin átti að fara fyrst í heimboðið. Hún gekk yfir holt og hæðir í djúpum snjó og kom bæði þreytt ÞETTA ERICH MARIA REMARQUE: VINIR Kaupmaður nokkur átti búð- arholu í kjallara í lítilfjörlegri götu. „Tóbak og vindlingar“ skrifaði hann á hurðina og var sín villan í hvoru orði. Kunn- ingi hans fann að þessu við hann oftar en einu sinni, en kaupmaðurinn breytti engu. „Eg geri þetta ekki út í blá- inn,“ sagði hann seinast. „Menn gera sér erindi inn í búðina til að vekja athygli mína á þessu og láta bera á því, að þeir viti betur. Eg þakka þeim alltaf innilega fyrir og í gleði sinni yfir því að vera betur að sér í réttritun en ég, kaupa þeir lallt- af eitthvað af mér.“ Emile Girardin, ritstjóri franska blaðsins La Presse, fann upp á því fyrstur manna, að birta auglýsingar kaupsýslu- manna í blaðinu gegn borgun. Önnur blöð víttu þetta mjög og sögðu að það væri „köllun“ dag blaðanna ekki samboðið, að birta jafn óvirðulegt efni og auglýsingar. * Orðatiltækið að tala „undir rós“ á að sögn uppruna sinn í því, að meðal Rómverja var rósin tákn þagnarinnar. Var það venja í samkvæmum að hengja rós yfir borðið til merk- is um, að það sem sagt yrði í veizlunni, færi ekki lengra. „Komdu til mín á nóttunni, þegar þú ert andvaka. Það er betra að vera tvö saman, þegar rigning er og myrkur úti,“ sagði ég. „En líður okkur annars ekki vel? Hér sitjum við í hlýrri, fallegri stofu, drekkum kaffi og eigum allan daginn framund- an. Við megurn eyða deginum, hvernig sem okkur langar til.“ Það birti yfir andliti hennar. „Já, okkur líður vel. Það er satt. Og þegar ég ber þetta saman við fyrri daga. Drottinn minn góður.. Þá dreymdi mig ekki um, að mér mundi nokk- urn tíma framar geta liðið svona vel,“ sagði ég. „Það gleður mig að heyra þig segja það. Mér finnst þetta líka. En þú verður að segja það miklu oftar, til að minna mig á það.“ Við héldum áfram að drekka kaffið. Pat háttaði aftur. Hún var þreytuleg og svaf mikið nú orðið. „Verðurðu hjá mér?“ spurði hún. „Já, ef þú vilt,“ sagði ég og settist á rúmstokkinn. „En einu sinni sagðirðu, að þú vildir ekki að neinn horfði á þig sofandi.11 Já, einu sinni. En nú er ég hrædd við einveruna.“ Svona var það líka þegar ég var skorinn upp og lá á herspí- talanum. Þá þorði ég ekki að sofna alla nóttina. Ekki fyrr en fór að birta. Þá lét ég loksins aftur augun. Er það ekki hlægi legt?“ „Eg skil það vel. Við erum hrædd um að vakna ekki aft- ur.“ ■ „Já, en svo vaknar maður allt af aftur. Líttu bara á mig. Allt- af hef ég vaknað aftur — bara ekki al'ltaf á sama stað.“ Já, það er einmitt það,“ sagði hún og lokaði augunum til hálfs. „Eg er einmitt hrædd um -það. Þú verður að gá að því, að ég hverfi ekki alveg einn góðan veðurdag.“ ' „Eg gái að því,“ sagði ég og strauk hendinni yfir enni henn- ar og hár. „Eg er gamall varð- maður.“ Hún dró andann djúpt, bylti sér á hliðina og var sofnuð eft- ir litla stund. Eg settist við gluggann og horfði á rigninguna. Mér var órótt, því að ég var viss um, að Pat hafði verið hrygg og kvíðafull allan morguninn. En þá datt mér í hug, hvað hún hafði verið kát og ánægð fyr- ir nokkrum dögum. Það gat vel verið, að hún vaknaði aftur glöð og hress. Eg vissi, að hún hugsaði mikið um heilsu sína. Og Jaffé hafði sagt mér, að hún væri enn ekki á batavegi. En ég hafði séð marga menn deyja og mér fannst að sá, sem bara var veikur, gæti eins hald ið áfram að lifa. Eg hafði séð mönnum blæða út af svöðusár- um og það var eðlilegt. En manneskja, sem var að öllu leyti heil að sjá og ósærð, hlaut að gefa góðar vonir, saman- borið við þann sem er sundur- rifinn af sprengjubroti. Það var þessi ósjálfráðí sam anburður. sem oft gaf mér hug rekki. Það var barið að dyrum. Hasse kom inn. Eg bað hann að hafa hljótt um sig og opnaði dyrnar inní mittherbergi.Hasse stóð á þröskuldinum náfölur í framan. Mér virtist hann minni vexti en hann hafði verið áður. „Eg ætlaði bara að segja yð- ur, að við þurfum ekki að leita,“ sagði hann. Það var varla hægt að sjá varir hans bærast. „Komið þér bara inn. Fröken Hollmann sefur,“ sagði ég. „Lesið þér það heldur sjálf- ur,“ sagði hann lágt og rétti mér bréf. Það var frá frú Hasse, aðeins örfáar línur. Hún sagði honum, að nú hefði hún ákveðið að njóta einhvers í lífinu og ætlaði ekki að koma aftur. Hún sagð- ist vera þar sem hún mætti meiri skilningi en hjá honum. Það var tilgangslaust, sagði hún, að hann bæði hana að koma aftur, hann mætti líka vera ánægður, nú þyrfti hann ekki framar að hafa áhyggjur af, hvort launin entust handa tveimur. Að síðustu sagði hún, að hún hefði haft með sér sumt af dóti sínu. Afganginn ætlaði hún að sækja seinna. Þetta var greinilegt bréf. Eg fékk Hasse það aftur. Hann mændi á mig, eins og það hefði 'einhverja þýðingu, hvernig ég liti á málið. Loks spurði hann | lágt og stillilega, hvað hann gæti nú gert. „Þér verðið að bíða og sjá hverju fram vindur,“ sagði ég. Hann- hristi höfuðið. „Hvað hafið þér þá hugsað yður að þér gætuð gert?“ Hann vissi það ekki. Eg þagði. Það var erfitt að gefa honum nokkur ráð. Mest reið á að hann yrði rólegur. Seinna varð hann sjálfur að finna upp, hvernig hann ætti að haga lífi sínu. Honum þótti sennilega ekki vænt um konuna. Hann var orðinn henni vanur. Og bókhaldarasál hans var vaninn meira virði en ástin. Honum varð smámsaman létt ara 'um málbeinið. Hann ásak- aði sjálfan sig fyrir að hafa þreytt konuna með áhyggjum sínum og hræðslu við atvinnu- leysi. „Hvað gat ég boðið henni? Ekkert! Ekkert!“ sagði hann örvinglaður. Eg sót'ti kognakflösku og sagði við hann, að enginn hefði misst vini sína að fullu og öllu fyrr en þeir væru dánir. Hann tók snarlega við flösk- unni en lagði hana frá sér aft- ur án þess að bragða vínið „Eg var gerður að skrifstofustjóra í gær — yfirbókhaldara og skrif stofustjóra. Mér var tilkynnt það í gærkvöld. Eg varð fyrir valinu vegna þess, að ég hef unnið svo mikið fram yfir tím- ann þessa síðustu mánuði. Tvær skrifstofur voru sameinaðar. Annar skrifstofustjórinn var lát inn fara. Eg fæ fimmtíu mörk- um hærri laun en ég hef haft.“ Hann leit allt í einu hvasst á mig með örvæntingu í augna- ráðinu og spurði, hvort ég héldi að konan hefði orðið kyrr, ef hún hefði vitað þetta nógu snemma. „Nei,“ sagði ég. Hann hélt áfram og sagði að þessi fimmtíu mörk hefði hann getað látið hana hafa fyrir vasa peninga. Hvað dugði það nú, að ' hann hafði sparað saman handa henni tólf hundruð mörk ef svo færi, að hann yrði at- vinnulaus? Eg reyndi að gera honum skiljanlegt, að mest riði á því að hann reyndi að vera róleg- ur fyrstu dagana, síðan mundi hann átta sig betur á öllu. Og hver vissi nema konan kæmi aftur í dag eða á morgun? Hún hugsaði áreiðanlega margt, al- veg eins og hann, sagði ég. ,„Hún kemur ekki aftur.“ „Það vitið þér ekki.“ „En ef ég gæti látið hana vita að ég hefði fengið launahækk- un og að við gætum farið í sumarleyfi —.“ „Þér getið auðvitað sagt henni það. Þið skiljið varla án þess að talast við.“ Eg skildi ekkert í því, að hon- um skyldi ekki detta í hug að annar maður væri kominn til sögunnar. En hann var ekki far inn að hugsa svo langt. Það eina, sem hann vissi, var að kon an var farin. Allt annað var í þoku. Mig langaði til að segja honum að hann yrði því ef til vill feginn eftir nokkrar vikur, að hún skyldi vera farin. En hann var of innilega örvinglað- ur til þess að skilja það öðru vísi en sem, ónærgtetni. Sannleikurinn er alltaf rudda leg ónærgætni í eyrum þeirra, sem eiga við harm að búa. Eg lofaði honum að tala enn um stund. Hann varð líka ofur- lítið rólegri. Þá kallaði Pat * á mig. Eg bað hann afsökunar og sagðist koma aftur. Eg gekk inn til Pat. Hún var hress og útsofin og sagðist ætla að klæða sig. Eg sagði henni, að Hasse væri inni í herberginu mínu, en mundi sjálfsagt fara bráðum. Svo gekk ég þangað inn aftur. Þá var Hasse farinn. Eg fór fram í ganginn og barði að dyrum hjá honum. Hann svaraði ekki. Eg opnaði dyrnar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.