Þjóðviljinn - 02.03.1945, Qupperneq 1
10. árgangur.
Föstudagur 2. marz 1945.
51. tölublað.
Þessí míkla ídnadar- og samgöngumíðsiöd var tékín
naesium án bardaga
Árnaðaróskir Banda-
ríkjaforseta til forseta
íslands og íslenzku
þjóðarinnar
Forseta íslands barst þ.
27. þ. m. svohljóðandi sím-
skeyti frá forseta Banda-
rikjanna:
,,Leyfiö mér aö færa yð-
ur einlœgar árnaðaróskir
mínar í tilefni af afmæli yð-
ar og beztu óskir um ham-
ingju yður til hanfia og vel-
farnað íslenzku þjóðarinn-
ar.
Franklin D. Roosevelt“.
9. bandaríski herinn, sem litlar opinberar fregnir
hafa farið af að undanförnu, tók borgina Miinchen-
Gladbach í gær næstum bardagalaust.
Borgin er mikilvæg vefnaðariðnaðarmiðstöð og sam-
göngumiðstöð. — Koma bar saman 5 jámbrautir og 3
þjóðvegir. — Borgin hafði 120.000 íbúa fyrir stríð, en
hefur haft a. m. k. 200.000 íbúa á stríðsárunum.
1. herinn færðist nær Köln í gær, þrátt fyrir harð-
vítuga mótspyrnu, og tók 26 bæi og þorp á leiðinni.
3. herinn er kominn inn í úthverfi Triers.
Mundhen-Gladbach er 20 km.
fyrir suðvestan borgina Diisseldori'
sem er á eystri bakka Rínar. —
Seint í gærkveldi fréttist, að 9.
herinn héldi á'fram sókn í átt til
Rínar. — Hann tók 9 bæi að auki.
Miinchen-Gladbach var ein af
aðalvarnarstöðvum Þjóðverja
vestan Rínar. — Miklar loftárás-
ir hafa verið gerðar á hána, m. a.
var varpað niður á hana 240000
íkveikjusprengjum nótt cina í
septembér s. 1.
Fótgöngulið 9. hersins tók borg-
ina klukkan 6 í gærkveldi. Virð-
ist þýzki herinn þá hafa verið hörf
aður úr henni að mestu.
8 KM. FRÁ KÖLN
1. bandaríski herinn tók 26 bæi
og þorþ á leiðinni til Kölnar og
er nú um 8 km. frá borginni.
Yfirherstjórn Bandamanna lét
útvarpa í gær ávarpi til íbúa
Kölnar. Voru þeir varaðir við að
flýja borgina, — miklar loftárásir
. yrðu gerðár á járnbrautir og brýr
austan börgarinnar.
1. herinn er kominn yfir ána
Erft á 3 stöðum og hefur 22 km.
kafla af ánni á sínu valdi.
í ÚTHVERFUM TRIERS
3. lierinn komst í gær inn í út-
liverfi Triers frá tveimur hliðum.
— ILann tók 50 bæi og þorp í gær
og um 3000 fanga.
BARIZT í KREWENIIEIM OG
WESSEL ,
Nyrzt á vésturvígstöðvunum
Her Rokossovskis sagður vera í þann veg
inn að króa íjölda Þjóðverja inni
Hersveitir Rokossovskis héldu áfram sókn í gær
norðvestur og norður frá Neustettin. — Segja frétta-
ritarar, að þær séu komnar nálægt borginni Köstin,
sem síðustu járnbrautirnar, sem enn eru á valdi Þjóð-
verja milli Danzig og Stettin, liggja í gegnum. — Flug-
vélar eru þegar sagðar hafa stöðvað alla umferð eftir
þessari leið. >
Er talið, að 250.000—300.000 þýzkra hermanna
séu í innikróunarhættu.
Iler Rokossovskis hefur breikk-
að svo mjög fleyg sinn í Pommern,
að þar er í rauninni ekki lengur
um fleyg að ræða, heldur stóra
geil, 30—50 km breiða, sem veitir
þeim mikið svigrúm. — Sóttu þær
fram um a. m. 8 kpi í hvorum fylk-
ingararníi í gær samkvæmt opin-
berum fréttum.
VIÐBÚNAÐUR í DANZIG.
Forstet, héraðsstjóri nazista í
Danzig, hefur skipað öllum, sem
vettlingi geta valdið, að vinna að
því* að efla víggirðingar Danzigs.
— Flóttafólki er líka skipað að
vera með.
Þjóðverjar segja þýzka flotann
hafa flutt 650.000 fÍóttamenn frá
Austur-Prússlandi.
2 ÚTHVERFI BRESLAUS.
Raúði herinn tók enn 2 af út-
hverfum Breslauí og 10 húsasam-
stæður í borginni.
VINNUR Á í SLOVAKÍU.
Rauði herinn sækir fram fyrir
vestan Lucinets í Tékkoslovakíu
yfir mjög torvelt land. — Tók
harin 7 bæi þar.
SlÐUSTU fréttir.
Ostaðfestar fregnir herma, að
her Kohéffs sœlci fram á 60 km
víglínu í Slésíu og geri áhlauy á
borgimar Cottbus og Görlitz.
framsókn Bandamanna að undan-
förnu.
Þarna eru háðir harðir fótgöngu-
liðsbardagar.
/ febrúar tóku Bandamenn nœst-
um 76.000 fanga á vesturvígstöðv-
unum.
;
. / gœr komu helztu hershöfðingj-
amir saman til viðrœðna í aðal-
stöðvum Montgomerys.
Álit 2500 Dana á
dauðarefsingu
í Danmörku hafa 2500 menn í
öllum stéttum verið spurðir, hvort
þeir óskuðu eftir, að dauðahegning
væri lögtekin aftur. — 33% svör-
uðn já, 55% svöruðu nei.
Á meðal verkamanna vom að-
eins 30% meðmæltir dauða'hegn-
ingu, og meðal kvenna aðeins 22%.
Aftur á móti svöruðu 74% af öll-
um aðspui'ðum því játandi. að
rétt væri að gera 'dönsku hegning-
arlögin miklu strangari.
Innrás á Palawan
Hersveitir MacArthurs hafa
ráðizt til landgöngu á Palawan,
fimmtu stærstu ey Filippseyja.
Bandaríkjamenn hafa eytt
helmingi setuliðs Japana á
eynni Oví.
Kínverjum í strandhéruðum
Kína, sem eru á valdi Japana,
hefur verið sagt að vera við
því búnir, að Bandamenn geri
innrás þar, — og hjálpa þeiin
þá eftir mætti.
Cripps verður leyft að
ganga aftur í Verka-
mannaflokkinn
Einn af starfsmöpnum brezka
Verkamannaflokksins hefúr skýrt
svo frá, að Sir Stafford Cripps
flugvélaframleiðsluráðherra yrði
bráðlega leyft að ganga aftur i
flokkin n.
Sir Stafford sótti fyrir nokkrtim
mánuðum síðan um inngöngu aft-
ur í flokkinn.
Honum var vikið úr flokknum
fyrir nokkrum árum vegna þess
að flokksstjórninni þótti hann of
róttækur.
hafa Bandamenn brotizt inn í
bæina Krewenheim og Wessel. —
Eru þeir meðal þeirra virkja
Þjóðverja, sem mest hafa tafið. manndrápafangabúðum
Þúsundum bjargað úr
Rauði herinn hefur bjargað all-
mörgum þúsundum af fólki úr
hinni alræmdu manndrápaverk-
smiðju nazista í Oswiecim’ í Pól-
landi, þar sem þeir eru taldir hafa
myrt hálfa aðra milljón manna.
Þetta sláturhús nazistanna var
búið fljótvirkum tækjum, hafði
nokkra gasklefa og rafmagnaðar
rennibrautir, sem drápu fólkið og
fluttu það ^amstundis inn í lík-
brennsluofnana. Það hafði sjérstak-
an útbúnað til að drepa ungbörn.
Á meðan fangabúðirnar voru í
Fimm Islendingar
komnir beim frá
Svíþjóð
Fimm íslendmgar eru nýkommr
heim frá Svíþjóð. i
Eru það þeir dr. Sigurður Þór-
arinsson, Sigurður Jóhannesson
veikfræðingur, Þorbjörn Sigur-
gei sson magister, Ásgeir Einars-
son og Regína Metúsalemsdóttir.
notkun komu þangað 5—8 lokaðar
járnbrautarlestir með fólk frá her-
numdum héruðum Sovétríkjanna,
Póllandi, Frakklandi, Júgoslavíu
og Tékkoslovakíu. — Lestirnar
fóru alltaf tómar aftur frá fanga-
búðunum.
Arshátíð Sósíalistafélags Reykjavíkur ij
Sósíalistafélag Reykjavíkur minnist 6 ára afmælis fé-
lagsins með árshátíð í Listamannaskálanum í kvöld.
Hefst árshátíðin kl. 8.30 með því að formaður félagsins,
Ársæll Sigurðsson, flytur ræðu um Sósíalistafélag Reykja-
víkur 6 ára.
Einar Olgeirsson talar um
Krím-ráðstefnuna og Sígfús
Sigurhjartarson um prent-
smiðju handa Þjóðviljanum.
Þá sýnir Sif Þórz listdans
og leikið verður á guitar. Að
lokum verður dansað.
Aðgöngumiðar að árshátíð-
inni eru seldir í skrifstofu
Sósíalistafélagsins á Skóla-
vörðustíg 19, og verður það
sem óselt kann að vera selt
þar í dag kl. 4—7. Er því
ekki seinna vænna fyrir þá,
sem ætla að tryggja sér að-
göngumiða, að gera það á
þeim tíma, því lítið er óselt.