Þjóðviljinn - 02.03.1945, Side 2

Þjóðviljinn - 02.03.1945, Side 2
2 Þ JÓÐVIL JINN Föstudagur 2. marz 1945. Framtíðarhöfn á Suðurnesjum í' eftirfarandi grein, sem Þjóðviljanum hefur borizt til birt- ingar ræðir greinarhöfundur um byggngu nýtízku útgerðarbæj- ar í Sandgerði. Þá deilir hann og allhart á aðbúnað þann sem sjómenn í verstöðum á Suðunmesjum verða nú við að búa. Um langan tíma hefur verið útvegur á Suðurnesjum, rekinn við mjög erfið skilyrði, en þó af mjög miklum dugnaði af þeim, semfrar hafa búið. Hafnir hafa engar verið. svo þar af hefur leitt mjög mikla skiptapa og skaða inni á legustöðvum bátanna. Fyrir utan það hve það hefur verið torsótt að sækja sjó undir þeim kringumstæðum, sem sjó- menn hafa gert á áratugi svo sem flutning á stömpum, og áður fyrr á fiski, á litlum bát- um út í bátana í misjöfnu veðri í- svarta myrkri um hávetrar- í tímann, er merkilegt hvað vel hefur til tekizt að ekki hafa fleiri slys af þeim ferðalögum hlotizt. Við þessi skilyrði hefur í- áratugi verið ausið upp afla milljónakróna virði. Fiskitæki, milljónakrónavirði, skókust fyr ir vindi og sjó rétt fyrir utan strand brotsjóina, tilvera þeirra hangandi á hálmstrái og mann- anna með sem í bátunum voru. Áratugir eru liðnir^ engar hafnir; milljónir króna á land af verðmætum úr sjónum á , ó- beizlaða ströndina. Hafnarmann virki hafa komið annarsstaðar. Sumst. á þýðingarminni staði. Borgarnes — Sandur — uppi á landi að mestu leyti — Bolung- arvík^— Hnífsdalur — Skaga- strönd, sem vafalaust á mikla framtíð fyrir sér síðar, en Suð- urnesin eru nær, og fleiri staði er hægt að telja upp sem fyrir hafa gengið í hafnarbótum. Nú er komið að Suðurnesjun- um með hafnargerð, Hvar á sú höfn að vera? Eg tel margt mæla með því að beri að velja öllum stöðum frekast Sand- gerði. Vil ég leitast við að færa mín rök fyrir skoðun minni. 1. Frá Sandgerði er stytzt á ffekimið að öllum jafnaði. 2. Hafnarstæði er sízt lakara hvað snertir dýpt og stærð lík- lega heppilegri botn, sennilega betri til dýpkunar ef marka má við núverandi bryggjur, og síð- ast: að skerin, sem hingað til hafa verið notuð sem varnar- virki, gætu verið sem brimbrjót ar áfram og hin nýju hafnar- rr^annvirki yrðu sett innan við þau. 3. Sandgerði er góð, jafnvel öruggasta og bezta veiðistöð landsins, hefur verið það og verður það líklega langan ald- ur ennþá. Þar er lítið farið að gera sem raskaðist þótt hafizt væri handa méS stórar framkvæmd- ir, gerðar án tillits hvar eldri mannvirki stæðu. Það er nú svo, að aðgerðar- hús, beitingarhús, geymsluhús og líka hraðfrystihúsin hafa verið sett niður út um hvippinn og hvappinn, þar sem útvegs- mönnum hefur hentað í það og það sinnið, án þess að litið væri til þess, sem hagnýtast væri og mest til frambúðar. Það hefði vafalaust verið heppilegast í upphafi að ákveð- in teiknistofa hefði farið hönd- um um öll byggingarplön allra sem byggt hafa vinnuhús. frysti og niðursuðuhús, og ekki leyft nema þau sem möguleiki var á að setja í öll tæknileg þægindi og tryggt væri að kostnaður við væntanlega vinnu yrði sem minnstur. í Sandgerði ætti ríkið eða ný- byggingarráð að koma upp full- komnustu verbúðum með hrað- frystitækjum, niðursuðu, herð- ingu, lýsisbræðslu og nýtingar- tækjum til að nota allt sem úr sjónum kemur. í hverju húsi séu rennibönd sem varan er flutt til og frá á vinnustað, frá bát að bát, svo sljulu vera kran j ar við'hvert skip. ! Það eru dæmi til þess að bif- | reiðakostnaður á bát yfir ver- | tíð hefur orðið 20 þúsund. Milli verstöðva syðra þyrfti að vera járnbraut sem gengi fyrir rafmagni með vogum sem hæglega er hægt <|ð keyra á þá staði sem þörf ér fyrir þá og þá. í fyrsta sinn á íslandi skal skapa íiugmynd að verstöð og nauðsynlegum verksmiðjum í nánu sambandi við höfnina, byggt upp af vísinda- og tækní- legri þekkingu, án þess að horft sé í hvern eyri sem í verstöðina fer. Eftir að stöðin er fullreist skal hún vera til afnota fyrir útvegsmannafélag, rekið á sam vinnugrundvelli, þó þannig, að vel menntaðir sérfræðingar, svo sem í niðursuðuefnafræði og matvælaframleiðslu, verkfræð- ingur og viðskiptafræðingur stjórnuðu fyrirtækinu og væri stöðin verkleg deild frá Háskóla íslands eða Fiskifélaginu, er l tæki að sér að útskrifa fagmenn til annarra stöðva er tækju upp svipaða starfstilhögun Ef ísland á áfram að vera stórt í framleiðslu á fiski verð- ur sú framl'eiðsla alltaf að vera rekin af nýjustu þekkingu á efnafræðilegum möguleikum í nýtingu þess sem við öflum úr sjónum; gjörnýtingu alls og sí- felldri leit að nýrri leið í fram- leiðslu fyrir matborð neytand- ans. I þessari verstöðvamýbygg- ingu skal vera góð tveggja manna herbergi fyrir sjó- og verkamenn, er séu búin ékki minni þægindum en venja er á góðum gisti'húsum fyrir menn sem vinna minna en íslenzkir sjómenn og verkamenn við land róðrabáta. Það er eitt af því óhugnanleg asta hér á landi hvað vermönn- um hefur verið boðið upp á: 10—15 menn látnir sofa í einni stofu, loftræstingarlausri, þar er einnig eldað og þurrkuð föt — alt á sama stað, enda hafa umferðarpestir gert sig heima- komnar á þessum stöðum. Það á að vera sérstakt fata- þurrkunarherbergi og búnings- hefbergi sem sjómenn gætu geymt stígvél og vinnugalla þær stundir er þeirra eru til hví'ldar. Sameiginlegt eldhús ætti að vera og það rekið með vísinda- þekkingu á því hvaða mat og hversu mikinn menn þurfa sem vinna harða vinnu við vosbúð og kulda, en ekki hafa það sem nú er að í þetta starf ráðist stúlkur sem enga faglega þekk- ingu hafa á efnasamfsetningu fæðunnar og í fáum tilfellum hafa auga fyrir góðri fram- leiðslu á mat. Af eðlile^um á- stæðum hafa ekki fengizt stúlk- ur undanfarin ár nema hátt kaup væri í *boði, því það er ekki fýsileg aðbúð, sem þær eiga við matseldun og þrifn- að á húsum innanum allt það, sem fylgir 10—15 manns í einu herbergi, með fatnað hangandi til þerris við eldavélina og kring og í lofti. Þessi mörgu eldhús sem nú eru, eru líka það dýr að ó- skaplegt er, mér telst til, að handa ráðskonum fari ekki minna í kaup yfir eina vertíð en frá kr. 180 000,00 til kr. 250 000,00 í Sandgerði. Minna má nú gagn gera? Ekki væri ólíklegt að heilsa sjómanna batnaði, ef matartil- búningur og samsetning væri undir vísindalegu eftirliti. Mat- stofan ætti að geta útskrifað nokkra starfsmenn í matartil- búningi, sem gætu flutt þekk- inguna út til þjóðarinnar. Ann- ars, þótt það komi ekki þessu máli við, hefur aðbúnaður manna í verstöðvum á íslandi verið okkur til stórháðungar. Mönnum ðr hrúgað í kös í eitt herbergi, köld, jafnvel í kjallara, þakhæðir og illa gerða bragga, með aðgerðarhús á neðstu hæð. Upphitun engin nema frá mask- ínu, sem hrúgað er þá að og við blautum og skítugum fatnaði. Gullgrafarar hafa alla tíð ekki átt sjö dagana sæla. Margiy mun víst segja: ekki á að gera lítið. En ég vil aðeins segja það, að dýrara getur ver- ið að gera þetta ekki. Bátaflot- inn í Sandgerði og á Suðurnesj- pm getur einn vondan dag und- dr núverandi ástandi allur verið í klettunum eða á botninum, ef ekki kemur höfn og það hið bráðasta. Milljónir verðmæta auk mannslífa hrekjast innan við brimgarðfnn hangandi við hálmstrá, á sama tíma látum við eftir okkur í stjórnarlcostnað um eða jafnvel yfir 100 milljón- ir króna, verjum mjög miklu í fánýt skrifstofu- og verzlunar- hús að ógleymdri kirkjubygg- ingarplágunni og síðast hug- mynd biskups að byggja kirkju- lega byggingu á Skólavörðu- hæð, sem hann og hans skrif- stofur eiga að búa í með sauma- stofum á klæðnaði presta í land- inu. Má ég biðja um það hagnýta fyrst: nýtízku höfn með stórvirk ari, hagkvæmari frystihúsum, íshúsum, lýsisbræðslum, lýsis- hreinsunarstöðvum, herzluhús- um, beitingarhúsum, aðgerðar- húsum og veiðarfærageymslum, fullkomnustu bröggum ásamt .*-• l, Ui* feo**g!nni i Næturl'eknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki. Ljósatími ökutækja er frá kl. 18,05 til kl. 7,15. Næturakstur: Hreyfill, sími 1633. Noregssöfnunin Sigríður Sigfúsdóttir frá Arn- heiðarst. kr. 100. N. N. kr. 50. Anna Sveinsdóttir, Laugaveg 97 kr. 200. Guðbjörg Guðbrandsd., Týsg. 1 kr. 100. Ásm. Magnússon og fjölsk., Týsg. 1 kr. 600. Einar Ólafsson, Freyjug. kr. 500. Jó- hannes Jónsson kr. 50. N. N kr. 200. Kona á' Rangárvöllum kr. 50. Frá Trésmíðafél. Reykjavík- ur, samskot á Hótel Borg í af- mæli kr. 2.535. Jón Kristjánsson trésm., ísafirði kr. 1.000. Páll Sigurðsson, prestur, Bol.v. kr. 200. Kristinn Daníelsson kr. 100. Frá vinnuflokkum í flugvellin- um í Rvík kr. 6.042. María Hjart- ar, Þingeyri, frá Kvenfél. Von kr. 500. Thóra Friðriksson kr. 50. Guðrún, Frakkast. 21 kr. 50. N. N. kr. 50. N. N. kr. 100. Kristín Eyjólfsdóttir, Fjólug. 25 kr. 25. K. G. kr. 1|L Frú Halldóra Guð- mundsd., Miðengi kr. 100. Hjón- in í Selkoti, Þingv. kr. 150. G. í. Á. kr. 75. Sigurbjörg Kristjánsd. Hafr^arf. kr. 500. Ingunn og Hjalti, Hofi, Vatnsd. kr. 150. Frá sjómanni kr. 300. N. N. kr. 170. Vilhj. Þorsteinsson, Meiritungu, Rangárv. kr. 100. Frá kennurum, nemendum og starfsfólki Reykjaskóla í Hrútaf. kr. 3.000. Astrid, Wivi, Guðbjörg og Mika- elj Berufirði, Reykhólahr. kr. 200. Þ. Briem kr. 100. Jónína Jónatansd. kr. 100. Guðfinna Hannesd. kr. 300. Ingólfur Jóns- son kr. 50. Rauðakrossdeild Akraness kr. 3.133. Ingvar Þór- oddsson, Hrútaf. kr. 20. Starfs- menn Olíustöðvarinnar í Hval- firði kr. 620. Grétar, Ottó, ' Gunna, Erlingur kr. 100. Guðrún Jóhannsd. frá Brautarh. kr. 100. Áheit kr. 50. Saumastofa Henry Ottoson kr. 200. Ól. Guðnason, Miðtún 38 kr. 100. Afhent af Þorst. Björnsson, Þing. kr. 110. Pétur Björnsson, skipstj. kr. 300. Til minningar um Ole Tynes kr. 50. Timburverzl. Völundur h.f. kr. 5.00. Magnús Ólafsson og fjölsk., Eyja, Kjós kr. 100. N. N. kr. 50. Kapt. I. C. Nielsen, Hardal kr. 500. Guðbr. Sigurðs- son, Svelgsá kr. 120. Frá sveita- konu, sem jólakortin náðu ekki til kr. 100. Gjöf frá Laugarvatns skólanum kr. 500. Kvenfélágið Brynja, Flateyri kr. 200. U. M. F. Svarfdæla, Dalvík (og föt) kr. 1.500. Halldóra Sigurjónsdóttir, Varmahl., S.Þing. kr. 100. Frá Rotaryklubb Siglufjarðar, til minningar um óle Tunes kr. 1.400. Til minningar um Betsy Petersen kr. 200. Áheit frá N. N. kr. 30. Júlíanna Sigmundsdóttir kr. 30. Áheit frá N. N. kr. 125. Sigrún Sveinsdóttir kr. 40. Sip- valdi Ragnarsson kr. 5. Ingólf- , ur Ragnarsson. kr. 5. Ragnar j Jónsson kr. 60. Hildur Guð- i mundsdóttir kr. 25. Evelía, Vil- borg og Ellen Þóra kr. 16. Kona sameiginlegu eldhúsi fyrir alla þá sem vilja. Þessu verkefni ætti nýbygg- ingarráð að beita sér fyrir það allra fyrsta og ef það ekki vill sinna þessu, ættu Suðurnesja- menn allir að hefjast handa og framkvæma planið. Fs. Frú Churchill fer til Sovétríkjanna Frú Churchill jer í vor í heim- sókn til Sovétríkjanna í boði rúss neska rauða krossins og sovét- stjómarinnar. — Mún hún jyrst og jremst kynna sér starjsemi rauða lirossins og heimsœkja sjúkrahús. Frú Ohurcíhill er formaður néfnd ar þejrrar í Bretlandi, sem safnar >fé handa rússneska rauða krossin- um til lyfja og lækningaáhalda- kaupa. — Ilafa safnazt margar milljónir króna. í Hafnarf. kr. 50. Áheit frá S. S. kr. 25. Frá Gunnu litlu, Hafn- arf. kr. 100. Frá Magga litla kr. 100. Frá pabba og mömmu þeirra kr. 1.000. Söfnun á Ak- ureyri hjá Norræna fél. kr. 2.380. Kjartan Konráðsson, í minningar um Ole Tynes kr. Þorgrímur Eiríksson, Sogamýr- arbl. 33 kr. 22. Tvær konur í Rauðasandshr. kr. 200. Þórhall- ur Gunnlaugsson, símstj., Vest- mannaeyjum kr. 200. Þprbjörg Sigurðard. kr. 200. Steinunn Sig- urðard., Elliheimilinu kr. 10. Heimilisiðnaðarfél Seyðisf. kr. 1.000. Þ. J. kr. 50. Þrjú börn kr. 30. J. J. kr. 200. Kvennadeild Slisavarnafél. Sæljós, Flateyri, kr. 500. Safnað af sr. Einari Stur- laugssyni, Patreksf. kr. 830. Kristinn Jónsson, Dalvík kr. 200. K. S. kr. 100. Eftirgefin gjöld af lýsi kr. 672. Guðrún Olafsd. kr. 50. Til minningar um Ole Tynes kr. 100. Safnað af Rauðakrossdeil Sauðárkróks kr. 1.130. Kvenfél. Líkn, Vestm.eyj- um kr. 2.200. Anna Hertvig, Siglufirði kr. 1.850. Norræna fél. á Isafirði, söfnun kr. 2.480. Samtals kr. 49.090,60. Útvarpið í dag: 18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 1. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 20.25 Útvarpssagan: „Kotbýlið og Kornsléttan“ eftir Johan Boj- er, XV. (Helgi Hjörvar). 21.00 Píanókvintett útvarpsins: Kvintett í Es-dúr eftir Schu- mann. j 21.15 íþróttáerindi Í.S.Í. (Úlfar Þórðarson læknir). 21.40 Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (dr. Bjöín Sigfús- son). 22.05 Symnfóníutónleikar (plötur): a) Mazeppa-symfónía eftir Liszt. b) Píanókonsert nr. 1 í d-moll eftir Brahms. Verðlagsbrot Nýlega hefur William F. Pálsson, kaupmaður, Laxárdal, verið sektað- ure fyrir of hátt verð á vefnaðar- vöru. Sekt og ólöglegur hagnaður nam kr. 200.00. (Frá skrifstofu verðlagsstjóra). Bálför Frá Edinborg Crematorium er til- kynnt, að bálför Björns Ólafssonar, fjtrrverandi símritara, hafi farið fram þann 21. febrúar. (Frá Bálfarafélagi fslands). KAUPID ÞJÖÐVILJANlV /VW/WW/.V/.V.-AV.VA-^V

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.