Þjóðviljinn - 02.03.1945, Qupperneq 7
Föstudagur 1 narz 1945
Þ JÓÐVILJINN
7
Hagamúsin og húsamúsin
\ (Þýtt).
%
I
og svöng til vinkonu sinnar. Nú verð ég fegin að fá mat-
arbita, hugsaði hún.
Hagamúsin hafði safnað fræjum, berjum og ýmsu
ætilegu og geymdi það í holu sinni. Holan var rétt
hjá uppsprettulind, sem aldrei fraus, þar hafði músin
gott vatnsból allan veturinn.
Hagamúsin bar nógan mat á borð, en húsamúsinni
þótti hann ekki bragðgóður.
„Þú dregur fram lífið á þessu, en ekki er það burð-
ugt,“ sagði hún. „Komdu nú og sjáðu hvernig ég bý.“
Hagamúsin lofaði því. Og það leið ekki á löngu, áð-
ur en hún kom.
Húsamúsin hafði stolið osti, smjöri, kjöti, og brauði
frá kerlingunni, því að úr nógu var að moða um jóla-
leytið. Og hún drakk úr rjómatrogunum. Mýsnar átu
og átu. Hagamúsin hafði aldrei á ævi sinni bragðað
aðrar eins kræsingar. Seinast varð hún þyrst.
„Það er ekki langt að fara,“ sagði húsamúsin. „Nú
skulum við dreypa á jólaölinu.“
Þær gengu að ölkerinu. Húsamúsin vissi, að ölið
var áfengt og drakk hóflega. En hagamúsin hafði aldrei
bragðað annan eins drykk, því að hún var vön að drekka
vatn. Og hún drakk meira og meira þar til hún var orð-
in eitthvað svo einkennileg, kát og fjörug. Hún fór að
hoppa og dansa um borð og bekki og blés og tísti, eins
og hún væri ekki með öllu viti, enda var hún það ekki.
„Þú mátt ekki láta eins og þú sért bandóð,“ sagði
húsamúsin. ^Það eru strangar heimilisreglur hérna og
við kunnum okkur vel.“
En hagamúsin sagðist hvorki gegna guði né mönn-
um, hún væri ekki hrædd við neitt.
Kötturinn sat á kjallarahleranum. Hann heyrði bæði
hávaðann og samtalið. Og hann glotti í kampinn.
Konan gekk niður í kjallarann eftir öli og þá smaug
kötturinn niður með henni. Hann greip hagamúsina
og þá kom annað hljóð í strokkinn.
_____En í sama bili skellti kdhan kjallarahleranum
aftur og kötturinn hrökk við, évo að hann missti mús-
Og á augabragði var hún komin inn í holuna, þar
sem húsamúsin beið. Úr holunni voru göng, sem lágu
út úr veggnum, og hagamúsin var ekki sein að skjót-
ast út.
Danskur ,.homopati“, Kjeld
Bjerg, greip oft til þess að biðja
veikinni óbæna, þegar meðul
dugðu ekki. Gegn „ormaveiki“
notaði hann þessi kjarnyrði:
„Þú, ormur, sem etur hold
þessa manns og nærist á blóði
hans, svo sannarlega, sem jóm-
irú Maria var hrein mær,
ökaltu deyja 1 nótt.“
Fyrr á tímum var mörgum
lyfium gefin dularfull nöfn til
að styrkja menn í trúnni. Til
dæmis var ',,Englafeiti“ svoköll-
uð ekkert annað en svínafeiti,
blönduð ilmefni. Almenningur
ÞETTA
vissi það, en nafnið vakti tiltrú
samt.
★ 1
Gamall maður og lasburða
tók það til bragðs að betla á
götunum. Harln varð fljótt
kunnur um borgina fyrir það,
ef menn ætluðu að gefa honum
tíeyring, þá sagði hann alltaf:
„Eg vil heldur fimmeyring,
hann er stærri “
Þessi maður sagði vini sínum,
að sér yrði gott til fanga og
fengi hann ótal fimmeyringa.
„Fólk hefur svo gaman af að
hitta einhvern, sem það heldur
að sé vitlausari en það sjálft,“
sagði hann.
ERICH MARIA REMARQUE:
VINIR
Hann stóð _ við kommóðuna.
T.vær skúffur voru dregnar út.
„Hasse, þér ættuð að taka
inn „aspirin“ og sofna vel eft-
ir þetta allt saman. Þér sjáið
betur á eftir, hvað þér eigið að
gera í málinu. Núna eruð þér
dauðþreyttur og niðurdreginn.“
Hann sneri sér hægt að mér.
„— Eg verð einn hvert einasta
kvöld — eins og í gærkvöld —
aleinn. Getið þér hugsað yður
það?“
Eg sagði honum, að hann
hætti að taka það nærri sér
eftir nokkra daga, það yrðu líka
margir að sætta sig við að vera
einir.
Hann svaraði því engu, en ég
. endurtók að hann yrði að reyna
að sofa — konan yrði ef til
vill komin þegar hann vaknaði
aftur. Hann kinkaði kolli og
tók í hönd mér að skilnaði.
,„Eg lít inn í kvöld,“ sagði ég.
En mér þótti vænt um að kom
ast loksins frá honum.
Það var hætt að rigna. Pat
langaði til að fara eitthvað út.
Hún hfði heyrt getið um sýn-
ingu á persneskum gólfábreið-
um á safni nokkru. Hún var
hrifin af þesskonar. „Leiðist þér
að fara þangað?“ spurði hún.
„Nei,“ svaraði ég. „í svona
veðri er ekki annað að gera en
auðga anda sinn.“ • v
Loftið var tært og ilmaði af
skógarlaufi. Þegar við fórum
framhjá Kafé International, sat
Rósa þar og drakk súkkulaði.
eins og hún var vön á sunnu-
. dögum. Hún hafði böggul fyrir
framan sig á borðinu og ætlaði
áreiðanlega að fara að heim-
sækja telpuna sína. Það var svo
langt síðan ég hafði komið á
Kafé International, að mér kom
það undarlega fyrir sjónir, að
Rósa skyldi sitja þar enn. Til-
vera mín var orðin svo gjör-
breytt, að ég undraðist það ó-
sjálfrátt, að hagir annarra
skyldu sitja við það sama.
Mér til mikillar undrunar var
fjölmennt á safninu. Hvað kom
til — um þetta leyti dags? Við
nánari athugun varð mér ljóst,
að þetta voru atvinnuleysingj-
ar. Þeir voru komnir vegna hlýj
unnar. Á veturna var líka alltaf
■ troðfullt af fólki hér.
Við gengum inn í salinn þar
sem ábr^iðurnar voru til sýnis.
Hann var afskekktur. Út um
gluggana sást út í garð með há-
vöxnum trjám í hadistgulum
skrúða. Ábreiðurnar voru mjög
fallegar. Aldurinn hafði deyft
alla liti í þeim, svo að þeir
runnu saman í fögru, ævintýra-
legu samræmi. Þær voru áhrifa
meiri en málverk. Gula trjá-
krónan utan við gluggann og
grár hausthiminninn áttu svo
vel við þess liti, að úr því varð
heilsteypt listaverk.
„Þetta er fallegt,“ sagði ég.
„En það er fjarlægt. Við lifum
á öld, þar sem öllu er ofaukið.
Við gengum um safnið á eftir*
Nú var komið enn fleira fólk.
Það var greinilegt, að þessir
menn áttu ekki heima hér. Þeir
voru fölir í andliti, illa klæddir,
með hendurnar aftan við bak-
ið og litu hvorki á málverk end
urreisnartímabilsins né högg-
myndir fornaldarinnar. Margir
sátu á bekkjunum. Þeir sátu,
eins og þeir væru reiðubúnir að
spretta á fætur, ef einhver
kæmi til að visa þeim út. Þeim
var það tæplega skiljanlegt, að
þeim væri heimilt að sitja þér
ókeypis og óáreittir. Þeir voru
ekki slíkri dýrð vanir.
Þrátt fyrir mannfjöldann var
mjög hljótt. En þó fannst mér
miskunnarlaus barátta liggja í
loftinu — barátta þeirra, sem
úggja óvígir en hafa þó ekki
gefizt upp. Þeir höfðu verið
hraktir fráatvinnusinni ogfram
tíðarvonum. Nú leituðu þeir
hingað í kyrrðarumhverfi list-
arinnar til þess að forða sér frá
örvæntingu.
Þeir hugsuðu um brauð —
vinnu og brauð. En þeir voru
komnir hingað til að gleyma
hugsunum sínum litla stund.
Þeir reikuðu framhjá rómversk
•um, drátthreinum andlitsmynd-
umog fagurvöxnum grískum
kvenlíkneskjum, þreytulegir í
spori og lotnir í herðum, þeir
lötruðu áfram hugsunarlaust og
tilgangslaust.
Þetta var átakanleg heildar-
mynd af þroska mahnkynsins
og niðurlægingu: Hámark fag-
urra lista og hungraðir menn.
Við borðuðum í ítölsku mat-
söluhúsi og sátum þannig, að
við sáum út á götuna. Það
þótti Pat skeinmtilegt. Við vor-
um þar lengi. Eftir það fórum
við í kvikmyndahús. Mér
fannst það reyndar hálf skrítið,
að sitja þar að degi tih En
sunnudeginum varð ekki betur
varið, út því að jllviðri var.
Myndin var frá Kaliforníu.
Þar var sólskin og sumar. Við
sáum skrúðgarða, pálma og
fólk, sem undi sér í gleði og
glaumi á fagurri sjávarströnd.
Mig langaði til að fara leiðar
minnar, út úr þessum dimma
sal, loftilla, burt frá öllu þessu
fólki, sem sat og tuggði súkku-
laði — yfirgefa þetta þrönga
lítilmótlega umhverfi og lifa
lífi mínu eins og glaða fólkið
á sjávarströndinni.
Þetta var rökkrinu, hljómlist-
inni, haustinu og Pat að kenná,
að þessari hugmynd s£aut upp.
Þegar við komum út var stytt
upp og himinninn var blágrænn
Ljós voru þegar komin í alla
búðarglugga. Við gengum hægt
heimleiðis. Eg staðnæmdist fyr-
ir framan sýningarglugga og
spurði Pat, hvernig henni litist
á loðkápu, sem var þar. Henni
þótti kápan falleg.
„Langar þig til að eiga
hapa?“
Hún leit á mig. „Hefurðu hug
mynd um hvað loðkápa kostar,
góði?“
„Nei, það skiptir heldur epgu.
Hvers vegna ætti ég ekki að
mega gefa þér einu sinni það,
sem mig langar til? Hversvegna
eru það alltaf aðrir, sem geta
veitt sér allt — til dæmis fólk-
ið í bíómyndunum?“
Hún horfði rannsakandi á
mig. „En ég vil ekki eiga neina
loðkápu.“
,„Þú skalt-fá hana samt. Við
látum senda hana heim á morg-
un.“
„Þakka þér fyrir, elskan,“
sagði hún og kyssti mig þarna
á götunni. „Og svo kemur röðin
að þér,“ hélt hún áfram. ,.Þessi
kjólföt mundu fara þér vel.
Þú verður að vera í einhverju,
sem. samsvarar loðkápunni
minni. Nú gef ég þér þennan
kjól,“ sagði hún hlæjandi og
nam staðar framán við glugga
þar, sem karlmannaföt voru.
Eg leit á það sem í gluggan-
um var. Þetta var búðin, þar
sem ég hafði keypt hálsbindið
mitt í vor, þegar ég sótti Pat
heim í fyrsta sinni. Mér varð
erfitt um andardráttinn. — í
vor. Það var í vor. Og þá grun-
aði okkur ekki neitt. Eg tók
þétt um höndina á Pat. „Eg
ætla að gefa þér miklu fleira.
Loðkápan ein væri eins og vél-
arlaus bíll. Þú verður að fá tvo,
þrjá kvöldkjóla."
„Já, það segirðu satt, Kvöld-
kjólar eru mín veika hli.“ Hún
stanzaði við skrautfegan sýn-
ingarglugga og augu hennar
ljómuðu af kæti.
Við gengum milli glugganna
og völdum okkur það, sem okk
ur leizt bezt á. Þetta var leik-
ur, sem Pat hafði gaman af.
Hún valdi sér skó, handtöskur
og allt, sem við átti. Við leidd-
umst, mösuðum og hlógum, en
þó gat ég eklfi annað en hugsað
um, hvað það væri sárt, að .eiga
unnustu og vera bláfátækur.
Við héldum áfram, þar til að
við komum að skartgripaverzl-
un. Eg gaf Pat armband úr
smarögðum, gullhring og eyrna
lokka. Hún gaf mér úr og
skyrtuhnappa úr perlum við
kjólfötin mín.
„Eg gef þér alla búðina,“ sagði
ég seinast.
Hún hló og sagði: . Hvers
vegna erum við ekki rík? Við
mundum kunna að nota pening
Kana. Aðrir grafa þá í bönkum.“
„Þessvegna eru þeir ríkir. Við
mundum hafa vit á að evða pen
ngunum.“
„Það held ég. Við mundum
tapa öllu undir eins.“
„Það getur annars vel verið
að við hefðum enga ánægju af
þeim af eintómrj hræðslu við að
tapa þeim. Það krefst mikillar