Þjóðviljinn - 11.03.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.03.1945, Blaðsíða 3
Sunnudagur 11. marz 1945. Þ JÓÐVILJINN 3 TjAÐ var árið 1935, og krepp- an var í algleymingi. Eg lá fram á borðið í litlu herbergi, dapur í huga. Krepp- an, þetta furðulega afkvæmi aukinnar tækni og úreltra fram leiðsluhátta hafði leitt til þess að ég var búinn að vera at- vinnulaus í marga mánuði. Eg var farinn að finna það glöggí, að ég var ekki lengur ■ neinn aufúsugestur á heimili vanda- marina minna, og það svo, að mér hafði verið ráðlagt að leita mér atvinnu við vinnumennsku í sveit fremur en vera ómagi á heimilinu. Mér þótti illa horfa um minn hag og fannst mér of- aukið í heiminum. Eg sló í borðið. Eg hafði þó alténd lokið burtfararprófi frá Vélstjóraskólanum, og mig skorti aðeins nokkurra mánaða tíma við kyndingu til þess að 'öðlast vélstjóraréttindi. f fjós- ið skyldi ég aldrei, hvað sem tautaði. Eg reis á fætur og ætl- aði út, áður en fítonsandinn rynni af mér, en mundi bá •skyndilega, að í buddunni var stórstraumsfjara, en það þoldi fítonsandinn ekki, svo ég sett- ist aftur og tók að reyna að hlakka til blessaðra jólanna, því nú var messa heilags Þo.- láks. Eg gafst fljótlega upp og komst að þeirri niðurstöðu, að þótt börnin, presturinn og kaup maðurinn ættu hægt með að hlakka til jólanna, væri það of- ætlun atvinnulausu fórnar- lambi heimskreppunnar. í þessum svifum hringdi sím- inn og varð ég fyrir svörum. í símanum var togarakyndari ndlckur, sem'mæltist til þess, að ég leysti sig af hólmi næstu íerð, því að hann langaði til að vera heima um jólin. Eg tók boðinu, fegnari en frá megi segja, og tilkynnti heimilisfólk inu fagnaðarefnið. Lögskráningin tók einar fimm mínútur, og mér var tilkynnt að skipið léti úr höfn á mið- nætti. Síðan skundaði ég heim, tók saman pjönkur mínar, kvaddi og hélt um borð. í skipinu yar hálf kaldrana- legt um að litast. Skipshöfnin var önnum kafin að sjóbúa skipið, því allt var~á tjá og tundri eftir hina stuttu inni- ^vist. Allt lauslegt var reyrt nið- ur, lestarop skálkuð og kola- stíum vandlega lokað. Öll þessi störf voru unnin af þaulæfðum höndum, og var þeim lokið ó- trúlega fljótt. Loks hringdi vélarsíminn á „Tilbúið“ og að svo búnu var siglt út á úfið haf í vetrar- ham. Eg staulaðist aftur í ká etu. Þar ægði saman matföng- um til ferðarinnar. sem mat- sveinninn var í óða önn að koma fyrir, falnaði og hvers- kyns farangri skipshafnarinn- ar, því að skipverjar urðu að sjá um að koma skipinu úr höfn áður en þeir gætu sinnt eigin þörfum. Eg var að smeygja mér í sam festing þegar smávaxinn, ung- gæðislegur maður vatt sér að mér og spurði, hvort ég væri nýi kyndarinn, og játti ég því „Farðu þá niður á fýrpláss og mokaðu öskunni í. Eg ætla að hífa hana upp, þyí betra er að vera búinn að ljúka því af, áð- [ CR LÍFI ALÞÝÐUNNAR I Nokkrar stundir úr lííi meistarans ,ur en komið er út fyrir eyjar“ Eg var á báðum áttum, ándar- tak. Maðurinn, sem ávarpaði mig var sýnilega ölvaður, og auk þess spariklæddur. Þetta hlaut að vera hinn kyndarinn. Vélstjórarnir voru báðir í vélarúminu þegar ég fór í gegn um það á leið til kyndistöðvar skipsins. Fyrsti vélstjóri var smávaxinn, góðlegur maðn", sagður snillingur að fást við vélar, en lítið eitt uppstökkur. Annar vélstjóri var þybbinn, búlduleitur maður, í meðallagi hár. Eg bauð þeim gott kvöld. Þeir tóku kveðju minni vin- gjarnlega, og sögðu mér, að ég ætti að kynda á vöku fyrsta vélstjóra, en hún er klukkan 7.30 til 12.30 og 18.30 til 1.30. Eg tók nú til óspilltra mál- anna að moka öskunni í ílát. Askan er dregin upp um loft- rásir, sem eru sitt hvoru meg- in upp úr kyndistöðinni, tekin út um dyr á rásunum og fleygt í rennur, sem liggja frá vélar- reisn skipsins út á borstokkinn. Þetta þykir fullgóður útbúnað- ur, og með ágætum, ef hurðim- ar eru þéttar, en það hef ég aldrei vitað af eigin reynd þarin tíma, sem ég hef stundað sjó- mennsku. Heldur finnst mér þó hráslagalegt á vetrum í illviðr- um að fara löðursveittur frá kyndingunni upp í kuldann og eiga von á köldu sjóbaði þegar minnst varir. Litli kyndarinn lauk við cð draga upp öskuna, og kallaði niður um opna hurðina: „Gefðu mér eina eða tvær áfýringar. meðan ég hef fataskipti“. Skammt er öfgarina milli, hugsaði ég, þegar kyndarinn birtist í vinnufötum. Nú var hann kominn í óhreinar nan- kinsbuxur, girtur belti, sundur- flakandi hálfermaskyrtu, með svitaklút um hálsinn, húfu- ræksni skakka á höfðinu og í skóm, sem virtust einhvern tíma hafa verið götuskór. en voru nú reimalausir og hæla- lausir. Eg bauð góða vakt og fór aftur í káetu. Þar voru margir af káetubúum fyrir, og voru sumir þeirra að koma fvr • ir pjönkum sínum, en aðrir gengnir til náða. Eg flýtti mér í háttinn til að hvíla mig sem bezt fyrir næstu vöku, sem ég hálf kveið fyrir Skipið hjó mikið, og mér fannst mótkvikan fara vaxandi. Eg bylti mér á allar hliðar í rekkj- ' unni, en fékk hvorki notið hvíldar né svefns fyrir velting skipsins og skarkala frá vél þess og skrúfu. Nokkru fyrir vökuskiptin um morguninri heyrði ég til háseta, sem var að vekja matsveininn. Syfjuleg rödd spurði um veðrið. „Hann er nokkuð hvass og er kominn þvert. Eg held, að hon- um sé vel lensandi“. „Hve langt erum við komn- ir?“ „Reykjanesviti skammt fram j undan“. Guði sé lof, veðrið er þá ekki alveg ófært, hugsaði ég og féll á mig mók, unz ég var vakinn rétt fyrir morgunverð, skömmu síðar. Skipið valt nú mjög, og skorðuðu skipverjar sig við borðið þannig, að þeir spyrntu hnjám í borðröndina og hölluðu sér að bekkjarbakinu, en héldu á matardiskunum. Eg var sjóveikur og ringlað- ur af næturvökunni, og eftir að ég hafði neytt ofan í mig ofur- lítilli grautarsleikju, snaraði ég mér upp á þiljur til að koma henni útbyrðis. „Ertu sjóveikur?“ spurði vél- stjórinn þegar ég kom niður. „O — lítið hefur nú borið á því enn“, svaraði ég, og reyndi að sýnast borginmannlegur. Á katlinum var fullur eim- þrýstingur, og ég spurði litla kyndarann hvort hann væri þungur. i „Blessaður vertu, það er leik ur að halda honum, síðan skipt var um yfirhitun“. Hann geisp- aði átakanlega, bauð síðan góða vakt og fór. Það fór um mig, er ég var skilinn einn eftir á kyndistöð- inni, þar sem ég gat ekki einu sinni staðið óstuddur. Hugboð mitt rættist líka fljótlega, því að nálin á eimþrýstimælinum tók von bráðar að síga niður fýrir eimþrýstimerkið, og hófst þá þegar hörð viðureign miUi mín og nálarinnar, og virtist mér það ójafn leikur. Eg vissi naumast, hvernig hefja skyldi hernaðaraðgerðimar, en ákvað að moka á eldana. Eg stóð gleitt og studdist við skófluna renndi henni eftir járngólfinu, beið síðan með hana fulla af • kolum, unz lagið kom. Þá rétti ég snöggt úr mér og renndi skóflunni inn í opið á eldhol- inu. Eg sagði inn í opið á eld- holinu. Þangað átti blaðið á ó- fétis skóflunni að fara, en það hafði óviðráðanlega fýsn til að stangast á við brúnirnar sitt hvoru megin, svo að meiri hlut- inn af kolunum fór á gólfið aftur. Þetta voru mér vonbrigði, en ég hélt áfram, þótt þrótturinn væri lítill. Sjóveikin ágerðist, og gekk í lið með þeim aðilan- um í þessari viðureign, sem lík- legri var til sigurs, en það var nálin á eimþrýstimælinum. Sjó- veikin þröngváði mér til að kúgast, en nú hafði ég ekki lengur neitt, sem ég gæti selt upp. Á meðan fór nálarskömm- in sínu fram. Upp úr mér vætl- aði grænleitur, viðbjóðslegur vökvi, bg mér fannst stór rembi hnútur hafa verið hnýttur á magann í mér. Eg staulaðist aftur í eldhús og fékk könnu af köldu hafraseyði hjá mat- sveininum, því að kalt vatn þorði ég ekki að drekka. Þeg- ar ég kom aftur á kvalastaðinn neðan þilja, var þar óhugnan- legt um að litast. Mikill vatns- agi var á gól^inu, og flutu kol- inu í honum yfir þvera kyndi- stöðina: Sjórinn kom í gusum niður um þá loftrásina, sem var áveðurs, og venjulega hag- aði svo til, að ég stóð beint undir loftrásinni, þegar stærstu gusurnar komu, og fannst mér það allt annað en notalegt steypibað. í eimkatli þessum voru aðeins tvö eldhol, og er venja að hreinsa gjallið úr öðrum eldio- um á hverri vöku. Hreinsunin er hin hroðalegasta „eld“-raun hverjum óvönum kyndara. Hann^reynir að hraða sér sem mest má verða við hana, því að venjulega fellur eimþrýsingui- inn talsvert meðan hreinsunin fer fram. Hreinsunin fer fram á þann hátt, að glóðinni er rak- að yfir 1 aðra hlið eldholsins ofan af gjallinu, sem safnast á ristarnar. Síðan er þungri járn- stöng, sem á kyndaramáli nefn- ist „slæs“, rennt undir gjallið og það losað frá ristunum. Loks er gjallinu rakað út úr eldhol- inu, glóðinni rakað yfir í þá hlið eldholsins, sem hrein er orðin, bætt á hana kolum til þess að eldurinn kulni ekki út. og hin hlið eldholsins hreinsuð á sama hátt. Vanur kyndari virðist vinna þetta yerk létt og þrautalítið. Hann kann venjulega svo gott lag á eldunum, að hann getur gefið gjallinu tíma til að kólna sæmilega, áður en hann rakar því út, án þess að eimþrýstíng- urinn falli tilfinnanlega. Þegar að því var komið, að ég gat ekki lengur hliðrað mér hjá að hefja hreinsunina,. var eim- þrýstingurinn ískyggilega lít- ill. Hann mátti því síður «en svo við að falla mikið meðan ég var að hreinsa eldinn. Eg hagræddi þeim eldinum, sem ekkd þurfti að hreinsa, eins vel og ég 1 kunni, og byrjaði síðan að | hreinsa hinn eldinn. Versta hug boð mitt virtist ætla að rætast Jafnskjótt og ég var tekinn að bylta glóðinni, tók eimþrýsti- nálin á rás niður á við. Eg ham aðist eins og óður maður, í þessu kapphlaupi við nálina Eg gaf gjallinu engan tíma til að kólna, áður en ég rakaði því út, og var það því haugur af | hvítglóandi eimyrju, sem safn- | aðist við fætur mína. Upp af þessari iðandi hrúgu af brenn- andi kolaleifum og hvítglóandi gjaili, lagði að vitum mínum andstyggilega svækju, sem ég fann ekki betur, en blandaðist lykt af sviðnu hári og holdi. Fyrir blóðhlaupnum augum mínum hoppuðu og skoppuðu allskonar kynjamyndir, og bar þarUiæst skrítna ófreskju, með klaufir, horn og hala, enda hlaut það að vera svoleiðis skratti sem réð hér ríkjum. Þegar ég loks var kominn gegnum þennan hreinsunareld, var ég of máttfarinn til þess að hafa sinnu á að huga að atferli nálarinnar á eimþrýstimælin- um. Eg fleygði mér útaf í þurra kolahrúgu í einu horninu sem vatnið að ofan virtist ekki hafa tekið eftir. Hvílík sæla! Um stund gleymdi ég öllu öðru en því, að njóta hvíldarinnar. Loks opnaði ég augun, og blasti þá við mér nálin á eimþrýsti- mælinum. Eg sá ekki betur, en að hún glotti illyrmislega. Nú benti hún hróðug á 150 punda þrýsting í stað 190, sem hún hefði átt að gera, ef allt hefði verið með felldu. Eg rauk á íætur og hljóp fram í vélarúm. i liðsbón. Sá ég þar á iljar fyrsta vélstjóra upp um gólf- ið. Gat ég mér þess til, að aska og annar álíka skítur hefði sezt í síumar í austursleiðslunum og að hann ætti fullt 1 fangi að hreinsa þær. Bezt að hver búi að sínu, hugsaði ég um leið og ég skundaði fram á kyndistöð aftur. Þannig leið það sem eftir var vökunnar, í harðri viðureign við eimþrýstinálina, og veitti ýmsum betur. Þegar kom að #ökuskiptum, þóttist ég sjá fyr ir óumflýjanlegan ósigur henn- ar, og var langt frá, að mér fyndist hún jafn borubrött oj- áður. Litli kyndaririn tók við störfum, en ég lagðist til svefns. Um leið og ég festi blund, hugsaði ég eimþrýstinálinni þegjandi þörfina/á næstu vöku. ___________A. M. Kvöldskemmtun Máls og menningar Mál og menning heldur opin- bera kvöldskemmtun í Odd- fellowhúsinu í dag, og hefst hún kl. 9. Á skemmtuninni eru úrvals skemmtikraftar: Jóhannes úr ! Kötlum flytur kvæði. Dr. Sig- j urður Þórarinsson, jarðfræðing- I ur og Sigurður Jóhannsson | verkfræðingur segja fréttir frá Norðurlöndum. Halldór Stef- ' ánsson rithöfundur les upp og Guðmundur Jónsson syngur einsöng. / íþróttakvikmynda- sýning íþróttasam- bandsins íþróttasamband íslands sýn- ir íþróttkvikmynd í Hafnar- fjarðarbíó í dag kl. 1.30 e. h. Sýningarskráin er breytt frá því sem var á siðustu sýningu Hún er nú þessi: 1. Kennslu- mynd í köstum. 2. Sund ,(dýf- ingar). 3. Kennslumynd í stökk um. 4. Skautamynd (amerísk) 5. Fimleikasýning (íslenzk lit- mynd). 6. Sundmyndir (lit- mynd úr Sundhöllinni). 7. : Skíðalitmyndir úr Henglafjöl!- j um. 8. Landsmót í handknatt- leik kvenna í Hafnarfirði 1944.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.