Þjóðviljinn - 11.03.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.03.1945, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN. — Sunnudagur 11. marz 1945. (MÓÐVIIJI Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Emar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 21 S.’t. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastræti 17. Djóðfylking Indlands í frelsisbaráltunni Lygaherferð íslenzku möndulblaðanna Lygamöndullinn á íslandi snýst hratt um þessar mundir. Daglega dreifir hann blöðum sínum: Vísi, Alþýðublaðinu qg Tímanum út til fólksins, til þess að reyna að fylla það með lyg- um um viðkvæmasta utanríkismál íslands: það hvort ísland skuli taka þátt í samstarfi hinna sameinuðu þjóða eða vera útilok að frá því. Þessi íslenzku möndulblöð birtast ekki svo að þau séu ekki barmafull af þvættingi og óhróðri um þetta mál. Og til- gangurinn er auðsær: í fyrsta lagi á að reyna að rægja Sósíalistaflokkinn með því að telja fólki trú um að hann hafi heimtað að Möndulveldun- um væri sagt stríð á hendur. í öðru lagi á að reyna að sverta íslenzku þjóðina í augum hinna sameinuðu þjóða, þessi möndulblöð 'hamra sífellt á því í greinum sínum, sem þau vita að þýddar eru á erlend mál, að íslendingar vilji ekkert á sig leggja fyrir hinar sameinuðu þjóð- ir. Með þessu eru íslenzku möndulblöðin að reyna að dylja þá staðreynd að Jslendingar hafa fært meiri fórnir og lagt meira fram til styrjaldarrekstursins en t. d. þær sameinuðu þjóðir, sem nú á síðasta augnabliki hafa sagt Þýzkalandi stríð á hendur. Tilgangur möndulblaðanna með því að níða íslenzku þjóðina í augum hinna sameinuðu þjóða, er að reyna að einangra hana svo að hún verði útilokuð frá samstarfi þeirra um nýsköpun atvinnulífsins í heiminum og geti ekki fengið keypt nógu snemma m tæki þau, sem hún þarf að fá til^ess að umskapa atvinnulíf sitt. Þessi landráðailýður svífst einskis til þess að reyna að spilla fyrir framkvæmd nýbyggingaráformanna, hve dýrt sem það kynni að verða þjóðinni. í þriðja lagi á svo að reyna að sverta hinar sameinuðu þjóð- ir í augum íslendinga — og gengur Alþýðublaðið þar fram fyr- ir skjöldu með vísvitandi lygum sínum um hinar sameinuðu þjóðir, er það segir að þær hafi sett íslendingum þau skilyrði fyrir þátttöku í San Fransisco-ráðstefnunni að segja Möndul- veldunum stríð á hendur eða heyja styrjöld gegn þeim. Það er varlaAúð betra að búast en slíkum ósannindum frá hálfu þessa fyrirlitlega ofstækissnepils, sem óskaði Hitler sigurs 1 -stríðinu og áleit eyðingu hans á Sovétríkjunum „menningarafrek“. Þessi möndulblöð hafa nú í hálfan mánuð haldið áfram lyg- um sínum um þessi mál, þrátt fyrir óskir ábyrgra aði-lja um það að helzt verði um þau þagað. Tilgangur þeirra er auðsjáan- lega að berja lygina svo rækilega inn í fólkið á þeim stutta tíma sem þjóðinni er þörf á að þagað sé um málið, að enginn trúi sannleikanum, þegar hann verður birtur. Þessi brögð skulu ekki takast. Vér-setjum hér fram eftirfarandi staðhæfingu í dag og ætlum að það muni sannast á sínum tíma að hún hafi við rök að styðjast. íslandi hafa ekki verið sett nein skilyrði um að segja Möndulveldunum stríð á hendur eða heyja styrj- öld. , Enginn stjórnmálaflokkur hefur lagt það til að segja Möndulveldunum stríð á hendur eða vopna Is- lendinga til að heyja stríð. Allur óhróður íslenzku Möndulblaðanna um stefnu ríkis- stjórnarinnar í þessurn málum, um hinar sameinuðu þjóðir og um Sósíalistaflokkinn, eru fyrirlitlegar tilraunir til lýðæsinga, byggðar á forsendum, sem upphafsmenn skrifanna vita að eru lognar, og framdar í þeim höfuðtilgangi að eyðileggja fyrir íslandi út á við og einangra þjóðina í heiminum. Éslenzka þjóðin þarf að gjalda varhuga við þessum ábyrgðar- lausa afturhaldslýð, sem einskis svífst, til þess að reyna að maka krókinn fyrir sig. Það, sem nú er að gerast í utanríkismálum, er einn prófsteinninn á það hve vel fær þjóð vor er til þess að vera sjálfstæð og stjóma utanríkismálum sínum sjálf. Mönd- ulblöðin íslenzku eru að reyna að einangra hana og eyðileggja. Og það má þeim ekki takast. Það er komið í Ijós, að akuryrkja og iðnaður Indlands eru ekki þéss megnug að fullnægja kröfum stríðs ins eða tryggja íbúunum velmeg- un á friðartímum. Þessu verður ekki breytt með öðru móti en að frelsa Indland úr hinum drepandi greipum hins erlenda auðvalds. Það er ekki hægt að framkvæma áætlanirnar um blómlegan og sam- einaðan heims'búskap á grundvelli friðar og allsnægta, nema Indland verði leyst undan hinu sligandi oki hinnar erlendu sérhagsmuna- klíku, sem styðst við nakið vopna- valdið. Nýlendugræðgi heimsyaldasinn- anna kom fyrri héimsstyrjöldinni áf stað. Sama græðgin og löngun éftir að kæfa byltingar alþýðunn- ar kom þeirri síðari af stað. Við þurfum á frjálsu Indlandi að halda til að koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina. En þó að við ræðum við brezka iýðræðissinna um rök mannkyns- sögunnar, þá munum við vel, að engin þjóð eða stétt hefur fengið frelsi sitt með rökræðum einum. Indverska þjóðin sviptir hinum siðferðilega grundvelli undan drottnurum sínum með því að sýna fram á hið ómótmælanlega réttmæti krafna sinna, en hún hef- ur heldur ekki gleymt að smíða frelsisvopnin. Fyrsta vopnið er vitundin um hið sögulega hlutverk sitt og skyldu. Hinum fjölmörgu milljón- um Indverja af öllum stéttum og stigum, þjóðflokkum og trúarflokk um er orðin frelsisnauðsynin ljós. „Við verðum að ha'fa okkar eigin stjórn“, er viðkvæði allra Ind- verja. En sannfæring er ekki nóg, við þurfum skipulagningu og hún verð ur að leiða til athafna. Indverska þjóðin er líka búin að smítfa þetta vopn, — skipulagn- inguna. í áratuga efnáhags- og stjórnmálabaráttu hefur hún mynd að Congress-flokkinn, sem er hin voldugasta þjóðfylking frelsisvina úr öllum stéttum. Congressinn er fyrst og fremst alþýðleg hreyfing, sem vill sjálf- stætt Indland með stjórnarskrá, sem sé samin af þjóðfundi, og hann sé kosinn á grundvelli almenns kosningaréttar, en ekki á grund- velli séáhagsmunasamtaka, eins og fólst í hinum alræmdu Cripps-til- lögum. Þar sem máttarstólpi hreyfing- arinnar er alþýðan, er sjálfstæði Indlands og frelsi alþýðunnar óað- skiljanleg samstæða í hugmyndum hennar um framtíðina. Þar sem þetta er sam'fylking allra stétta, baga henni stéttamót- setningar, þegar þeir ríku reyna að nota mátt hennar sér til framdrátt- ar. En fjöldinn er nógu sterkur og varkár til að koma í veg fyrir, að hún verði verkfæri arðræningja. Milljónir Indverja hafa sýnt hreyf- ingunni óibuganlega hollustu og hafa dáið fyrir hana og farið í fang- elsi fyrir hana hundruðum og þús- undum saman. 1 } I sjálfstæðisbaráttunni hafa ýms ar þjóðir Indlands vaknað til nýrr- ar meðvitundar og byrjað að hugsa sér frelsið sem rétt sinn til að mynda óháð þjóðríki á grundvelli sameiginlegra lífsskoðana og sam- eiginlegrar sögu. Fimm þessara þjóða, sem eiga sameiginlega trú og trúarsögu og eru skipulagðar í Múselmanna- bandalaginu, litu á sjálfstæðið sem rétt til að stofna fullvalda ríki, sem þær kalla Pakistan, — við hlið hins sjálfstæða Ilindustans, þar sem Múselmenn eru ekki í meiri hluta. En þótt Pakistan sé sveipað skikkju Islamstrúar, er lýðræðið og óibeitin á heimsveldis’hyggjunni lýðræðissinnáfIokkurinn“, „ind- ver.ska verkamannasambandið“, Hindu Máhasabha o. s. frv., sem lifa á stuðningi landeigendanna og lögreglunnar, hafa öll farið hinar mestu hrakfarir í hvert sinn sem þau hafa ráðizt á hin miklu þjóð- legu fjöldasamtök. ★ Nú er það hinnar lýðræðissinn- uðu brezku þjóðar að ákveða, hvort það sé í samræmi við hags- muni hennar að láta það viðgang- ast, að frelsis- og hagsmunabaráttu samtök Indverja séu moluð af harðstjórninni fneð lögregluofsókn- um. Indverska sjálfstæðishreyfingin það, sem gefur því kraftinn til at- hafna. Sameiginleg markmið alþýðunn- ar knýja hana til sameiginlegra á- taka. ★ Ýmsar stéttir í þjóðfrelsishreyf- ingunni háfa líka myndað sín eig- in stéttasamtök. Hin kúgaða verkalýðsstétt hef- ur skipulagt voldugt verkalýðsfé- lagasamband og veit vel, að brezku einokrararnir og indversku sér- hagsmunaklíkurnar taka höndum saman um að halda hinu miskunn- arlausa arðráni við. Verkalýðsstéttin, sem er fram- sæknasta stétt nútímans og fram- herji sósíalismans og höfuðsmiður hins nýja heims hefur líka mynd- að sinn eigin Kommúnistaflokk á Indlandi. Ilann er sterkasti flokk- urinn í indversku verkalýðs'hrevf- ingunni og á ítök í Congress-hreyf- ingunni og Múselmannabandalag- inu. Ilin kúgaða bændastétt treystir samtök sín í bændafélögunum. Iienni er það vel ljóst, að hinir er- lendu drottnarar og hinir innlendu landeigendur eru samherjar, og að peningalánararnir og landeigend- urnir eru öflugustu þjóðfélagsstoð- ir hins erlcnda, spillta stjórnkerfis í Indlandi. Allri samtakaorku stéttanna og þjóðarbrotanna er beitt í baráttu fyrir einu og sama takmarki, — frelsun Indlands undan hinu er- lenda oki. l Ilinum niiskwnnarlau.su lögreglu ofsóknum hefur ekkþ tekizt að rjúfa samtökin. Lævíslegar klofningstilraunir flokka, sem stofnaðir hafa verið með stuðningi lögreglunnar, leyni- legra fjárframlaga frá ríkisstjórn- inni og leigðra liðsmanna úr hópi kvislinga, sem reknir hafa verið úr Congress-hreýfingunni og öðr- um samtökum, liafa ekki orðið harðistjórninni að liði. Samtök verkfallsbrjóta og aft- urhaldssinna, svo sem „róttæki hefur verið vinveitt baráttu þjóð- anna fyrir lýðræðinu. Hún hefur verið sú fyrsta til að lýsa óbeit sinni á fasismanum, og það er harðstjórnin, sem hefur hindrað hervæðingu henmir í stríðinu gegn fasismanum. Ásamt Kínverjum er hún heilbrigðasta og öflugasta stoð velmegunar og lýðræðis í heim inum. í dag er sjálfstæðisdagur Ind- lands (greinin birtist 26. janúar, — þýð.) haldinn hátíðlegur af ó- vopnuðum milljónunr alþýðunnar, en bannaður áf hinum vojjmuðu h undruðum harðst jórnarinnar. Brezkir lýðræðissinnar verða að halda upp á hann með því að krefj- ast þess, að pólitísku fangarnir séu látnir lausir tafarlaust, að bundinn sé endir á lögregluofsókn- irnar og að stofnuð sé frjáls, inn- lend stjórn, sem útrými öngþveit- inu með hungursneyðinni. Þá er hægt að nota alla‘orku þessa meginlands, sem nú er lam- að af örvæntingu og eymd, í hinni miklu baráttu fvrir heimi friðar og allsnægta. F rakklandssöf nunin Eftirfarandi gjafir hafa borizt: Sigurgeir Sigurðsson biskup 100 kr., Jóhannes Gunnarsson biskup 100 kr., Ragnhildur Pétursdóttir, Háteig 100 kr., Alexander Jóhann- esson 100 kr., Brynjólfur Magnús- son , Flókagötu 14, 500 kr., Einar Einarsson skipherra 500 kr., Valder mar Guðmundsson, Holtsgötu 16, 50 kr., Karl Magnússon læknir, Keflavík, 100 kr., Eiríkur Eiríksson, Vesturvallag. 4, 10 kr., starfsfólk hjá Klæðav. Andr. Andréssonar 755 kr., Kristín Jensdóttir, Elliheimil- inu, 30 kr., Lýður Illugason, Karlag. 2, 50 kr., N. N. (afhent frú Aðalbj. Sigurðard.) 1000 kr. — Miklar fata- gjafir hafa borizt, auk þeirra er ungfrú Thora Friðriksson hefur safnað, m. a. frá Katrínu Jónsd., Hringbr. 141, Rannveigu Runólfs- dóttur, Klæðav. Andr. Andréssonar, Dagbjört Jónsdóttir, Bjargarst. 6, Maríu Elíasdóttur, Grundarstíg 19, Gerði Hjörleifsdóttur, Þórdísi Daní- elsdóttur, Hrannarstíg 3, Þóru Á- gústsdóttur, Bræðraborgarstíg 11, Guðrúnu Heiðberg, Austurstræti 14, Fjórða og síðasta greinin um sjálfstæðis- baráttu Indverja eftir S. A. Dange, forseta indverska verkalýðsfélagasambandsins ANNAÐ SAMSÆRI ÞYZKU HERFORINGJANNA Enn hefur komizt upp um nýtt samsæri innan þýzka hersins gegn Hitler, eftir því sem brezka blaðið Cavalcade skýrir frá. Sextán háttsettir þýzkir herfoi- ingjar hafa reynt að taka völdin handtaka -,,foringjann“ og semja frið við Bandamenn. Uppreisnin átti að hefjast þegar tilkynnt væri um fund Roosevelts, Stalins og Churchills og friðarskiL málarnir áttu að leggjast undir þá En Hitler varð fyrri til og for- ingjar samsærismannanna voru hand teknir áður en til uppreisnarinnar kæmi. „Hreinsuninni" var lokið, þegar Himmler gerði sér nýlega ferð til austurvígstöðvanná. Hann var sendur þangað til að koma í veg fyrir uppreisnina. HINN ILLI ANDI Handtaka og aftaka a. m. k tveggja háttsettra herforingja á austurvígstöðvunum jók á glund- roðann í þýzka hernum þar og varð rauða hernum til hjálpar í sókn hans. Himmler komst yfir ávarp, sem undirritað var af 16 háttsettum þýzk úm herforingjum. í því var Hitler kallaður „hinn illi andi“ þýzka rík- isins, og að „stríðsstefna hans cg hrottaskapur hefði sett óafmáanleg- an blett á Þýzkaland.11 „Nazisminn er á milli Þýzkalands og heimsfriðsins,“ stóð ennfremur í ávarpinu. „Þessvegna verður hann að upprætast miskunnarlaust.“ HÁTTSETTIR FORINGJAR Meðal þeirra sem undirrituðu á- varpið voru marskálkarnir Walter von Brauchitsch, fyrrverandi yfir- hershöfðingi þýzka hersins, von Blomberg, fyrrv. hernaðarmálaráf:- herra, Fritz Zeitzler, fyrrv. yfirmað- ur herforingjaráðsins og von Falk- enhorst hershöfðingi, yfirmaður þýzka hersins í Noregi. Einnig er talið, að Guderian hershöfðingi, yf- iramaður þýzka hersins á austu:- vígstöðvúnum hafi vitað um og ver- ið hlynntur samsærinu. Álitið er, að Werner von der Schul enberg, fyrrv. sendiherra Þjóðverja í Moskva hafi átt að vera diplomat- iskur erindreki samsærismannanna. HITLER SLÆR FRÁ SÉR Hitler gerði þegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir uppreisnina, von Falkenhorst tókst að komast undan til Svíþjóðar í flugvél. Nokkr ir aðrir herforingjar voru handtekn ir og drepnir. Von der Schulenberg greifi var dreginn í fangelsiíBerlín Tilkynnt hefur verið að Albert Vögler, hinn 67 ára gamli forstjóri die Vereinigte Stahlmarke, hins gríðarmikla járn-, stál- og kolafyr- irtækis, sem studdi uppreisnarmenn ina, sé látinn, og svo er einnig um dr. Franz Haniel, annan iðjuhöld Franz von Papen, fyrrv. vara- kanzlari í fyrsta ráðuneyti Hitlers og einn færasti diplomat þriðja rík- isins, er meðal þeirra, sem sagðir hafa verið handteknir eða drepnir Skýrt er frá því, að á listanum yfir þá, sem grunaðir séu um að hafa verið við riðnir uppreisnina séu 504 nöfn. , Glundroðinn í Berlín gerði blaðp mönnum frá hlutlausu löndunpm auðvelt að afla sér upplýsinga um uppreisnina. TogarasjómaðurAlþýðublaðs ins minntur á staðreyndir Birni Jóhannssyni, Hafnarfirð^ og mörgum öðrum nafnlausum gefend- um. Gjöfum veitir mótttöku verzl. París, Hafnarstræti 14, Pétur Þ. J. Gunnarsson, Mjóstr. 6 og öll dag- blöð bæjarins. Fatagjafir verða sótt ar ef þess er óskað, og eru menn beðnir að hringja í síma 2012. Gjafakortin koma í verzlanir á miðvikudag. „Togarasjómaður“ Alþýðublaðs- ins rausar mikið þessa dagana. Ollu er að fara aftur síðan á'hrif bless- aðra Alþýðuflokksmannanna minnkuðu í verkalýðs'hreyfingunni segir hann. Þar voru nú mennirnir, sem höfðu vit á hverju máli og ekki vantaði dugnaðinn til fram- kvæmda. í Sjómannafélagi Reykja víkur, þar er nú allt í lagi, enda eru það þaulreyndir Alþýðuflokks- menn, sem þar stjórna. Enda hef- ur ekki samningum verið sagt upp síðan 1942, svo menn geta á því séð hvað góðir þeir eru. Forysta Sigurjóns og Co. í launamálum sjómanna og forysta Sæmundar Ól- afssonar í öryggismálunum það eru fyrirmyndir, seni vert er að verð- launa. Þetta er- tónninn í lang- hundi „togarasjómanns“ Alþýðu- blaðsins. Það skal nú lítillega at- hugað, á hve góðum grundvelli þessar staðhæfingar eru byggðar. Forysta Sjómannafélagsins barð- ist á móti launahækkunum fyrstu ár styrjaldarinnar á meðan mesta gróðanum var ausið upp. Það er ekki fyrr en seint á árinu 1942 að nokkur veruleg leiðrétting fékkst á þessu. Ilverjir voru það þá, sem gengu fram f.yrir skjöldu og knúðu fram hækkað áhættufé, var forysta Sigurjóns og Co. þar að verki? Nei, ó nei. Hásetar og kyndarar fragtskipanna eiga nú þann heiður sjálfir. Og því má bæta við’ að hin glæsta forysta Sjómannafélags íteykjavíkur barð- ist á móti því máli eins lengi og hún þorði. Á eftir komu svo samningarn- ir við togaraeigendur, knúðir fram fyrir vilja- mannanna á skipunum, það var ehki lengur hægt að standa á móti. En forysta Sjómannafé- lagsins er fullkomlega ábyrg fvrir því, að í gegnum þá samninga, sem geriðir voru 1942, náðust ekki raun verulegar kjara'bætur, ég meina grunnkaupúhækkun í samræmi við hækkað grunnkaup annarra stétta. Eg tel það ekki hólsvert að við svo búið hefur verið látið sitja síð- an. Þegar nú styrjöldin verður um garð gengin og áhættuféð fellur niður, þá .munum við sjómenn finna hvar við erum staddir á vegi í launamálunum, samanborið við aðrar stéttir þjóðfélagsins. Það er ckki hægt að fá mig til að trúa því að léttara verði eftir stríðið að fá slíka leiðréttingu og munu þó allir sjómenn á flotanum vera sam- m'ála um að hennar sé full þörf. 1 öryggismálum okkar ríkir sama sleifarlagið. Sæmundur Ólafsson túlkaði á Alþýðusambandsþingi stefnuleysi ,,forystunnar“ í þeim málum. Nálægt þeim málum mega að hans dómi ekki koma starf- andi sjómenn eða stéttarsam- tök þeirra. Það er að fela söku dólgunum löggæzluna eins og hann komst svo eftirminnilega að orði. Þétta eru staðreyndir sem tala sínu máli og sýna okk ur hvar við erum á vegi stadd ir með forystuleysið í samtök- um okkar. Eg get ekki skilizt svo við þetta mál að ég minnist ekki á framkvæmd togarasamn inganna frá 1942. Það sorglega er, að visst atriði þeirra samn- inga hefur verið og er brotið á sumum skipunum, og það með fullri vitund forystunnar í Sjé- mannafélagi Reykjavíkur. Mér er ekki kunnugt um það, hve margir sjómenn hafa kært til Sjómannafélagsins yfir því að Englandsferðunum hefur ekki verið réttilega skipt á milli há- seta eins og gildandi samningar mæla fyrir, en það hefur verið gert. Hvað hefur þá „forystan“ gert? Hún hefur ekkert gert ti'l þess að gildandi samningar væru 1 heiðri hafðir. Þetta er ótrúlegt en satt. Togarasjómað- ur Alþýðubláðsins getur nú velt fyrir sér þeim staðreyndum sem hér hafa verið raktar áður en hann semur næsta langhund sinn. Sjómaður. Sunnudagur 11. marz 1945. —' ÞJÓÐVILJINN ■ Hundar hjálpa brezkuvi hermönnum í jarosprengjuleit í Frakldandi Tillaga um að sænski herinn takí sér stöðu við iandamæri Noregs Aulen bískup eggjar landa sina fil hfálpar Nordmönnum Einn af kunnustu mönnum sænsku kirkjxmnar, Áulen biskup, hefur lagt til að sænskur her taki sér stöðu við allar aðalleiðimar frá Svíþjóð til Noregs. Kvenfélag Sósíalistaflokksíns Aðalfundur verður haldinn á Skólavörðustíg 19 n.k. mánudag kl. 8V2. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Félagsmál. Skorað á konur að mæta. STJÓRNIN. ~~r~ - * i~ " n—ii— ~-|~rm—iinmfi.mr Aulen biskup ritaði grein í „Eskiltuna Kuriren“ sem var endurprentuð í „Dagens Nyhet- et“ og „Stockholms-Tidningen“. Biskupinn segir, að sú örvænt- ing, sem nú grípi um sig með- al nazista, auki hættuna fyrir Norðmenn. Eins og nú sé komið, séu eng- in líkindi til að Svíþjóð geti með diplomatiskum viðræðum afstýrt brennum og morðum nazista. Það er ekki annað en gott að segja um vinnuna sem lögð er í að koma upp sænskri sjálfboðasveit, en nú dugar að- eins ein aðferð, að láta nægi- legan hluta hins ágæta sænska hers taka sér stöðu við leiðimar til Noregs, í Vármland, Hjemt- land og Norður-Svíþjóð. Telja má líklegt að þó væri ekki nema nærvera sænskra her- sveita við landamærin nægði BELGISK BÖRN jœra Montgomerý marskálki blúm eftir að hann hafði sœmt belgiska föðúrlandsvini heiðursmerkjum. það til að hafa góð áhrif á menn örvæntingarinnar. Með því móti er hugsanlegt að morð ingjaklíkan í Osló hugsi sig um áuðr en hún heldur áfram með óþokkaiðju sína, Grein Aulens biskups lýkur þannig: „,Með þessu sýndu Sví- ar í verki að þeir geta ekki það rólegir og aðgerðalausir að náskyld þjóð tortímist vegna bakað sér þá smán að horfa á framferðis tillitslausra vitfirr- inga.“ BÆJARPÓSTURINN Framhald af 2. síðu. góða tónlist og njóti hennar á sinn hátt nú en nokkru sinni áður. Og það er meira að segja sama æsku- fólkið sem hefur óblandna ánægju af því að dansa eftir jasshrynjandi og tónum. Þetta æskufólk lifir eft- ir þeirri heilþrigðu lífsreglu, að kjósa ekki annað hvort skemmtun eða vinnu, gleði eða alvöru, dans- músík eða „æðri músík“, heldur hvort tveggja. Og skyldu þetta ekki vera heilbrigðari og sannari menn, þessi æska, en nöldrarar og nátt- tröll sem halda sig hápunkt þró- unarinnar og að nútímaæskan hljóti að vera á helvítisbraut ef hún opn- ar eyru sín og skynjun fyrir anu- arri hrynjandi en þeirp úr lögum Óla Bulls. Torfi.“ Hljómleikar Árna Kristjánssonar Árni Kristjánsson píanóleikari heldur Beethoven-tónleika í dag, fyrir styrktarfélaga Tónlistarfé- lagsins. Viðfangsefnin eru: Sónata op. 27 nr. 2 cis-moll (Tunglskins- sónatan), Sónata op. 109 E-dur, 32 tilbrigði í c-moll og Sónata app- assonata op. 57 f-moll. S. (t. T. - dansleikur í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—7. — Sími 3008. Danssýning: Kl. 11,30 sýna nemendur Rigmor Hanson samkvæmisdansa, þar á meðal nýjasta dansinn La Samba. S. Ií. T. -- dansleikur % Gömlu og nýju dansarnir verða í Góðtemplarahúsinu í kvöld kl. 10. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6V2, sími 3355. Nýja hannyrðabókin. Kross - saumur kom í bóka- og hannyrðaverzlanir í gær, í Reykjavík og Hafnarfirði. Dásamlega falleg munstur. MUNSTURÚTGÁFAN. — *mmm mm, — , "HrnnncUTir^i^R. UngllBg vantar! tii að bera blaðið út til kaupenda í LANGHOLT. Afgreiðsla Þjóðviljans, Skóíav.st. 19. Sími 2184.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.