Þjóðviljinn - 11.03.1945, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 11.03.1945, Qupperneq 8
% Óveipmiki! vatnsílóð í Borgarfirði #g Skagafirði Óvenjumikil vatnsflóð eru nú í Borgarfirði og Skagafirði. Stafa þau sjálfsagt af því þíðviðri sem nú stendur yfir eftir hina miklu snjókomu fyrir skömmu. Ekki hefur þó frétzt um óvenjuleg vatnsflóð annars staðar á landinu. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær flæddi Hjaltadalsá yfir bakka ■Sína og sprengdi af sér brúna. Skolaði liún burt bilinu milli tveggja stöpla, en eftir því sem vegamálaskrifstofan skýrði blaðinu frá í gær, mun þó líklegt að hægt verði að gera fljótt við brúna, þegar er vatnsflóðið rénar, en með- an brúin er brotin eru samgöngur austur í fljót tepptar. í Borgarfirði er flóðið einna mest í Norðurárdalnum, þar sem Norðurá hefur flætt yfir bakka sína og er þar allt á kafi í vatni. Hvítá hefur • flætt yfir bakka sína og er Ferjukotssíkisbrúin öll í kafi og óttast um að flóðið muni brjóta hana, ef það rénar ekki fljót- lega. Brúin yfir Andakílsá er í kafi og talin í hættu. Er blaðið talaði við vegam'ála- skri'fstofuna í gær taldi hún, að Deila um sjálfsákvörð- unarrétt verkamanna í Hafnarfirði Deila er risin upp í Hafnarfirði milli Hlífar og bæjarstjórnarinn- ar um sjálfsákvörðunarrétt verka- manna. Þann 13. fyrra mánaðar sam- þykkti og tilkynnti bæjarstjórnin verkamönnum í bæjarvinnunni, að þeir væru skyldir til þess að fara í skipaafgreiðslu þegar þess væri ósk að, að öðrum kosti yrðu þeir að hætta bæjarvinnunni. Meiri hluti stjórnar Hlífar mót- mælti þessu á þeim forsendum, að hér væri um valdboð að ræða er bryti í bág við sjálfsákvörðunar- rétt verkamanna og auk þess brot á samkomulagi er Hlíf gerði við atvinnurekendur á s. 1. vetri um þetta mál. Ekkert 9var barst frá bæjar- stjórninni, en nokkrum dögum síð- ar neituðu nokkrir verkamenn að hlýða slíkri fyrirskipun, ekki vegna þess að þeir vildu ekki vinna við skipin, heldur vegna þess að þeir j töldu slikt valdboð brot á sjálfsá- kvörðunarrétti sínum. Voru þeir ' þá reknir úr bæjarvinnunni, þar á meðal trúnaðarmaður Hlífar. Verkamenn i bæjarvinnunni héldu þá fund og mótmæltu brott- rekstrum verkamannanna. Hlíf hélt fund í fyrrakvöld til að ræða þetta mál. Var þar samþykkt tillaga frá meiri hluta stjórnarinnar, þar sem þvingunarráðstöfun þessi var for- dæmd og brottrekstrum verka- mannanna var mótmælt. Jafnframt var viðurkennd nauðsyn þess að vinna við framleiðsluna sitji fyrir, en hinsvegar krafizt að sjálfsá- kvörðunarréttur verkamanna sé í heiðri hafður. ekki væri ástæða til að óttast um að vegasamband i Borgarfirði tepptist alvarlega, ef flóðið rénaði ‘bráðlega, en vegir eru nú allir gadd frosnir og standa því flóðið betur af sér; en þó hlýtur að skolazt mikið af ofaníburðinum úr þeim, meðan vatnselgurinn er svona mikill, en eðlilega gegnir öðru máli éf vatnsflóðið tekur brýrnar með sér. Vísitalan óbreytt Visitala jramfœrslukostnaðar jyr ir marzmánuð liefur verið reilcnuð út og reyndist hún vera 27 U stig, eða hin sama og í janúar og jebrú- ' armánuði. FLOKKURINN SÓSÍALISTAFÉLAG 'HAFNAR- FJARÐAR. — Fundur á mánudag í Góðtemplarahúsinu. — Félagsmál l Tillaga þessi var samþykkt með j 69 atkv.. gegn 16, 1 seðill var auð- ( ur. 1 Mótmæli þessi verða send bæjar- stjórninni. — Þjóðviljinn mun skýra nánar frá þessu máli í næsta i blaði. F ulltr úaráðsf undur Fulltrúaráð verklýðsfélaganna í Reykjavík heldur fund n. k. þriðju dag kl. 8,30 á Skólavörðustíg 19. Dagskrá: Kosning 1. maínefndar. Rætt um lesstofu Fulltrúaráðsins. Reikningar Fulltrúaráðsins. Björn Bjarnason og Guðg. Jóns- son segja fréttir af Alþjóðaverk- lýðsráðstefnunni. Aðalfundur Aftureld- ingar, Sandi Iíjálmar Elíeserson Verkalýðsfélagið Afturelding, Sandi hélt aðalfund sinn 9. marz s. I.'Stjórn félagsins skipa nú: Hjálmar Elíeserson formaður, Júlí us Þórarinsson, varaform., Sigur- jón Illugason, ritari, Kristín Odds- dóbtir gjaldkeri og Sigríður Krist- insdóttir meðstjórnandi. Vantraust á stjórn stúdentaráðs fellt A Stúdentaráðsfundi, sem hald- inn var í gærmorgun, gerðust' þau tíðindi, að „Vökumenn“ (sjálf- stæðismenn) báru fram vantraust á núverandi stjórn ráðsins. Vantrauststillagan var felld með jöfnum atkvæðum. Gegn vantraustinu greiddu at- kvæði fulltrúar Félags róttækra stúdenta og fulltrúi Félags frjáls- lyndra stúdenta. Fulltrúi Alþýðuflokksféíags há- skólastúdenta, Jón Emilsson, sat hjá við atkvæðagreiðsluna, og er sú afstaða hans öll hin kynlegasta, þar sem framkoma þessa manns er eina ástæðan fyrir því, að van- trauststillagan kom fram. Skíðamótið Skíðamót Reykjavíkur hélt á- fram í gær. Var keppt í göngu karla 20—32 ára í A- og B-flokki. Gangan var um 16 km. Þátttakendur voru 15 og voru fyrstir Gísli Kristjánsson í. R. á 1 klst. 7 mín. og 33 sek., Björn Blöndal K. R. á 1 klst, 8 mín og 47 sek. og Arni Ivjartansson A. á 1 klst. 9 mín. og .17 sek. í göngunni var einnig keppt um Smárabikarinn, en hann er veitt- ur því félagi, sem á fjóra menn með bezta samanlagðan tíma. Hlaut K. R, bikarinn að þessu kinni, átti 2., 4., 5. og 7. mann. í gær fór einnig fram keppni í göngu karla 17—19 ára og voru fyrstir Ragnar Ingólfsson K. R. á 48 mín. og 20 sek. Mótið hófst kl. 5 og stóð fram eftir kvöldi. Áhorfendur voru milli 50—60 en ve0ur var heldur óhag- stætt. í dag heldur skíðamótið áfram og fer þá fram keppni í stökki karla í öllum flokkum og brun í A-, B- og C-flokki. Bandaríski hershöfðing- inn hér þakkar aðstoð Sendiráð Bandaríkjanna á ís- landi h.efur fyrir tilmæli hershöfð- ingja Bandaríkjahers borið fram þakkir til íslenzkra borgara sem veittu veigamikla aðstoð þegar amerísk flugvél neyddist til að nauðlenda nálægt Borgárnesi. Hér fara á eftir nöfn þeirra, er hers'höfðinginn þakkar sérstaklega: Jenny A. Guðbrandsdóttir, símastúlka, Reykjavík. Lulla Bjarnadóttir, símastúlka, Borgar- nesi. Margrét Jónsdóttir Stein- grímssonar sýslumanns í Borgar- nesi. Haraldur Bjarnason, bóndi að Álftaneái og Axel Hallgrímsson bóndi að Grímsstöðum. Berklaskoðunin / s. I. viku voru slcoðaðir 1861 maður og hafa þá alls verið rönt,- genmyndaðir á Lands’pítalanum síðan berldaskoðunin liójst jyrir 7 vikum 12.329 manm. Áætlun hefur algerlega verið fylgt og vel þao og aðsókn er mjög góð. Á mánudag verður skoðað fólk við Lækjargötu, Fríkirkjuveg og nokkrar fleiri götur, en síðar verð- ur fólk í Norðurmýri skoðað og svo fólk í miðþænum. Fri ulgnosIOðoim di isrtaliðlélðiiBi Þjóðviliinn Eining þríveldanna skilyrði fyrir varanlegum friði pRAVDA, aðalmálgagn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, og qnnur sovétblöð ræða mjög ákvarðanir Krímfund- arins í ritstjórnargrein. í Pravda segir m. a.: gTYRJALpARLOKIN færast óðum nær. Því mikilvæg- ari verða eftirstríðsmálin og öryggismál fiýðartímans. Ákvarðanir Krímfundarins um þau mál eru ákaflega þýð- ingarmikil fyrir framtíð mannkynsins. Ákvarðanir þessar miða að því að afstýra friðrofi og afnema pólitískar, þjóðhagslegar og félagslegar orsakir styrjaldar með nánu og framhaldandi samstarfi hinna frið- sömu þjóða. Á Krímfundinum gáfu Bandamannastórveldin yfirlýsingu um hma leystu Evrópu, og er yfirlýsingin um samstillingu á afstöðu þríveldanna og sameiginlegar að- gerðir þeirra að lausn pólitískra og þjóðhagslegra vanda- mála hinnar frjálsu Evrópu, á lýðræðisgrundvelli. ( * ^ Á ráðstefnunni var rætt um mál Póllands og Júgo- slavíu. Þríveldin ítrekuðu enn þá sameiginlegu ósk að Pól- .land verði sterkt, frjálst og sjálfstætt lýðræðisríki. í Pól- landi hafa skapazt nýjar aðstæður við það að rauði her- inn hefur leyst allt landið undan þýzka okinu, og því stendur nú til endurskipulagning pólitísku bráðabirgða- stjórnarinnar á breiðari lýðræðisgrundvelli en áður. Hvað snerti Júgoslavíu taldi fáðstefnan naúðsyn að leggja til við Tito marskálk og dr. Subasic að framkvæma þegar samkomulagið, sem þeir hefðu gert, og mynda sam- einaða bráðabirgðastjóm á grundvelli þess samkomulags. ^KVARÐANIR Krímfundarins hafa heimssögulega þýð- ingu. Árangur hans mun koma í ljós í skjótum loka- ósigri Hitlers-Þýzkalands, og í framhaldandi samvinnu hinna þriggja stórvelda að sköpun varanlegs friðar. Samstarf og samhugur þríveldanna sem skapazt hefur í stríðinu, verður að eflast í framtíðinni, við skilyrði frið- < axins. Krímfundurinn hefur undirstrikað eins vel og hægt er úrslitaþýðingu einingarirmar jafnt að skipulagningu frið- arins og rekstri stríðsins. Einungis með framhaldandi og vaxandi samvinnu og skilningi milli hina þriggju þjóða vorra og milli allra friðsamra þjóða getur mannkynið fengið uppfyllta heit- ustu ósk sína — öruggan og varanlegan frið. Krímfund- urinn hefur enn staðfekt að bandalag stórveldanna þriggja á sér ekki einungis sögulega fortíð og sigursæla nútíð. heldur einnig mikla framtíð.“’ Sjálfseignarbílstjórar á Akranesi stofna samvinnufélag Sjálfseignarbílstjórar á Akranesi sem eru alls 20 að tölu hafa nýlega stofnað samvinnufélag, sem þeir nefna „Þjótur“. i Tilgangur félagsins er að | veita þílstjórum alhliða aðstoð um hagsmunamál þeirra, svo sem að annast innkaup á bifreið um, varahlutum o. s. frv., og mun félagið vera í þann veginn að sækja um gjaldeyrisleyfi í því skyni. Ætlun félagsins mun einnig vera að reka benzín- geymi og hafa í hendi sölu á smurningsolíu. Félagið hefur hug á að taka að sér afgreiðslu sérleyfisferða og langferða. * Félagið á þegar myndarlegt stöðvarhús .nálægt höfninni. Er það 7x8 metrar að stærð. í því er herbergi fyrir afgreiðslu- mann, biðstofa fyrir farþega, stór stofa fyrir bifreiðarstjóra, og geymsla. Kostnaðarverð hússins var ca. kr. 27.000. 00. í stjórn félagsins eru: Bjarni Kristmannsson, form., Haraldur Kristmannsson, gjald keri, Ragnar Leósson, ritari og meðstjómendur: Magnús Nor- dal og Ármann Halldórsson. Félagið rekur nú Bifreiðastöð Akraness og er stöðvarstjóri Árni Sigurðsson. Síðan félagið var stofnað hafa félagsmenn starfað af miklum áhuga og eindrægni að þessum framkvæmdum og vænta þeir sér hins bezta af félagsstofnun- inni. k *

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.