Þjóðviljinn - 22.03.1945, Síða 1
VILJINN
10. árgangnr.
Fimmtudagur 22. marz 1945.
68. tölublað.
3. htrin tinin im i
Sbillnlir iHlarillMHii vili Hr illt land iiíIíi Ifnr
3. bandaríski herinn er kominn inn í stórborglna
Ludwigshafen, sem er við Rín, 20 km. fyrir sunnan
Worms, sem hann tók í gær.
Miklir götubardagar geisa í Mainz, og eru um
tveir þriðju hlutar borgarinnar á valdi Bandaríkja-
manna.
Á svæðinu milli Saars og Rínar taka herir Banda-
ríkjanna hvern bæinn á fætur öðrum.
Varnir Þjóðverja eru víðast skipulagslausar, og
sumstaðar eru þeir á stjórnlausum flótta í átt til Rínar,
en ólíklegt er að margir þeirra komist að fljótinu eða
yfir það.
Þjóðverjar hafa þegar eyði-
lagt Rínarbrýrnar á milli Lud-
wigshafe'ns og Mannheims. Er
ljóst, að þeir ætla ekki að láta
það henda sig aftur að vera of
seinir á sér að eyðileggja brýrn-
ar eins og hjá Remagen.
Skriðd'rekar Bandaríkjamanna
hafa farið yfir mestallt svæðið
á milli fljótanna Saars, Mosels
og Rínar. Hafa þeir umkringt
f jölda þýzkra herflokka eða lok-
að undanhaldsleiðum þeirra.
Mikill hluti Siegfriedvarnar-
beltisins er í höndum 7. hersins.
En allstór hluti þess austast er
enn á valdi Þjóðverja.
Flugmenn Bandamanna eru
mikilvirkir. Segja þeir, að orustu
svæðið líkist mest Falaise-fleygn
um í Normandí á sínum tíma. —
í gær eyðilögðu þeir 1700 flutn-
ingabíla fyrir Þjóðverjum og
löskuðu 1500.
Þjóðverjar gefast upp þúsund
um saman. — Síðast liðna tvo
Hverjir verða stofn-
endur Þjóðvilja-
prentsmið j unnar ?
Fyrsti hluthafafundur
Þjóöviljaprentsmiðjunnar
verður n. k. sunnudag á
Skólavörðustíg 19.
Á fundinum verður geng-
ið frá ýmsum atriðum varð-
andi stofnun hlutafélagsins.
Þeir, sem œtla að gerast
fyrstu stofnendur prent-
smiðjunnar, ættu að kaupa
hlutabréf i dag eða fyrir
hluthafafundinn, þeir sem
vilja geta einnig keypt
hlutabréf á sunnudaginn.
Kvittanir fyrir innborguðu
hlutafé, gilda sem aðgöngu-
miðar að stofnfundinum.
Hlutabréfin fást á Skóla-
vörðustíg 19, í afgreiðslu
Þjóðviljans og skrifstofu
Sósíalistaflokksins.
daga hefur 3. herinn tekið 30
þúsund fanga, en 7. herinn 1700.
Þeir hafa frelsað 20 þúsund er-
lenda verkamenn úr ánauð.
íbúarnir í Worms tóku á móti
Bandaríkjamönnum með hvít-
um fánum og hrópuðu: Danke!
BÆR vTEKINN AUSTAN
RÍNAR
Hersveitir 1. hersins, sem eru
fyrir austan Rín, hafa tekið bæ-
inn Beuel, sem er gegnt Bonn.
— Bandaríkjamenn eru komnir
5 km austur fyrir bílabrautina
miklu.
Sundmót K. R
Sundmót K.R. fór fram í
Sundhöllinni í gærkvöld. Þátt-
takendur voru nær 60 frá 6 fé
lögum. Keppt var um nýja bik-
ara í 100 m. frj. aðferð, 200 m.
bringusundi kvenna og 100 m.
bringusundi karla.
Úrslit urðu þessi:
100 m. skriðsund karla.
1. Sigurg. Guðjónss. K.R 1,07,0
2. Rafn Sigurvinss. K.R. 1,09,1
3. Einar Hjartarson 1,10.7
100 m. bringusund karla.
Sigurður Jónsson, K.R. 1,20,7
Halldór Láruss., Aftureld. 1,22.5
Hörður Jóhannesson, Æ. 1,22,3
50 m. frjáls aðferð drengja.
Guðm. Ingólfsson Í.R. 31,4 sek.
Gunnar Valgeirss. KR. 33,9 sek
Magnús R. Gíslas. K.R. 34,2 sek.
200 m. bringusund, konur
Anna Ólafsdóttir, Á. 3,32
Unnur Ágústsdóttir, K.R 3,32,5
Halldóra Einarsdóttir Æ. 3,41
100 m. bringusund drengja
Atli Steinarsson, Í.R. 1,27,9
Þórir Konráðsson, Æ. 1,34,9
Sæmundur Óskarsson, KR 1,36,3
Skorað á Bandamenn
að bjóða Sýrlandi og
Lýbanon til San Fran-
cisco
Fundur arabiskra utanríkis-
ráðherra í Kairo hefur skorað
á forystuþjóðir bandamanna að
bjóða Sýrlandi og Lýbanon, sem
bæði höfðu sagt Þjóðverjum
stríð á hendur fyrir 1. marz, á
ráðstefnu í San Francisco. Öðr
um arabiskum ríkjum hefur
þegar verið boðið.
Japanar búast við
innrás
Japanski hermálaráðherranr.
i hélt ræðu í þinginu í gær og
sagði, að Japan sjálft mynd;
verða stríðsvettvangur í úrslita
þætti styrjaldarinnar. Sagði.
hann, að búið væri að koma upp
miklum varnarvirkjum, en
fleiri væri þó þörf.
Smuts fer sjálfur
Smuts, forsætisráðherra Suður-
Afríku, tilkynnti nýlega að hann
myndi sjálfur sitja á ráðstefnunni
í San Francisco. En á undan mun
hann taka þátt í ráðstefnu brezka
heimsveldisins í London.
F ræðslunámskeið
Æskulýðsfykingar-
innar
Fræðslunámskeið Æsku-
lýðsfylkingarinnar hefst 1
kvöld að Skólavörðustíg 19
kl. 9.
Erindin, sem flutt verða að
þessu sinni eru:
1. Fyrstu ár verklýðshreyf-
ingarinnar á íslandi,
flutt af einum af elztu for-
vígismönnum ísl. verklýðs-
hreyfingar.
2. Hin nýja Evrópa 1.
(Frakkland, Grikkland,
Ítalía),
flutt af Sigurði Guðmunds-
syni, ritstjóra.
Námskeiðið er fyrst og
fremst miðað við meðlimi
Æskulýðsfylkingarinnar en
5 öllum sósíalistum er heim-
ij ill aðgangur meðan húsrúm
I| leyfir.
Fulltrúar norsku stjórnarvaldanna flytja burtu nokkuð af íbú-
unum frá Gamvík á Finnmörk. (Sjá grein á 4. síðu blaðsins).
Húsi Gestapos I Kaupmanna-
höfn jafnað við jörðu -
Mosquito-flugvélar réðust á ,,Shellhúsið“ í gær.
Rétt fyrir hádegi í gær réðust 5—6 brezkar Mosquitoflug-
vélar á „Shellhúsið“ í Kaupmannahöfn. Hefur það um langt
skeið verið aðalmiðstöð þýzku lögreglunnar og margir danskir
föðurlandsvinir verið kvaldir til bana í kjallara þess. — Húsið
eyðilagðist að mestu.
Flugvélarnar komu úr vestri
og rétt fyrir ofan þök húsanna.
Köstuðu þær sex sprengjum á
húsið, og hæfðu þær allar mark
ið. Fjórar sprungu strax, en
400 m. baksund karla
Guðihundur Ingólfsson, ÍR 6,35,5
Leifur Eiríksson, KR 6,59,8
Einar Sigurvinsson, KR, 7,31,3
50 m. frjáls aðferð, konur
Villa María Einarsdóttir, Æ, 38,7
Ingibjörg Pálsdóttir, KR, 39,0
Auður Pálsdóttir, KR, 46,0
4 x 50 m. bringusund,
boðsund karla
Sveit KR, 2,24,7
Sveit Ægis 2,28,4
Sveit Ármanns 2,29,5
tvær (tímasprengjur) sprungu
nokkru síðar.
Húsið var fimm hæða hátt.
Eyðilagðist önnur álma þess al-
veg, en hin heldur minna.
Flugvélarnar flugu aftur til
vesturs, og hafði árásin staðið í
þrjár mínútur.
Ein þeirra kom of nærri hús-
þaki, og laskaðist annar væng
urinn. Reyndi flugmaðurinn að
lenda í Friðriksbergsgarði, en
tókst ekki og hrapaði á götu. —
Önnur flugvél sást hrapa í sjó
niður. Ekki er enn kunnugt un,
afdrif áhafnanna.
Flugmennirnir sáu stóran hóp
vopnaðra borgara saman kom-
inn nálægt húsinu og halda
þangað að árásinni lokinni, en
ekki er kunnugt um erind!
þeirra.
Rauði herinn í
Heiligenbeil
Rauði herinn heldur áfram að
þrengja að þýzku herflokkunum
fyrir suðvestan Königsberg. Er
hann kominn inn í Heiligenbeil
við Frisches Haff, — síðustu
jámbrautarstöðina d ualdi Þjóð
verja.
Mörg þorp voru tekin þarna í
gær.
í Braunsberg tók rauði herinn
mikið herfang, — m. a. næstum
200 skriðdreka, 1000 vörubíla og
600 járnbrautarvagna.
136 skriðdrekar voru eyðilagð
ir fyrir Þjóðverjum í gær á aust
urvígstöðvunum.
Onnur söngskemmtun
ungfrú Guðrúnar A.
Símonar í kvöld
Ungfrú Guðrún Á. Símonar
hélt fyrstu söngskemmtun sínaí
fyrrakvöld í Gamla Bíó, fyrir
fullu húsi áheyrenda', er klöpp-
uðu söngkonuna fram aftur og
aftur. Varð Guðrún að syngja
mörg aukalög. Söngkonunni bár
ust um 30 blómvendir og blóma
karfa að gjöf fyrir sönginn.
Ungfrú Guðrún endurtekur
söngskemmtun sína í kvöld kl.
11.30 í Gamla Bíó.