Þjóðviljinn - 22.03.1945, Síða 3

Þjóðviljinn - 22.03.1945, Síða 3
Fimtntudagur 22 marz 1945. ÞTÓÐVJLJINN 3 Verðandi, - iímarít um þjódleg efni og alhtída menningarmál TimarlHð HBlnaiell Nokkru eftir áramótin síðustu hóf göngu sína nýtt tímarit er Verðandi nefnist. Ritstjóri þesi er Ólafur B. Bjömsson Akra- nesi. í ávarpsorðum segir ritstjór- inn m. a. svo: „Síðan hið þjóð- lega og merkilega rit „Óðinn“, leið, hefur ekkert tímarit gert þeim þætti skil, sem ,,Óðinn“ rækti. Það mun því verða eitc höfuðverkefni þessa rits, að gera sem bezt skil persónusögu þess fólks, — sem víðast hér á landi — sem betur er geymd «n gleymd. — Annað höfuð- verkefni ritsins verður að gefa íslenzkum lesendum yfirsýn yf- ir það, sem árlega gerist um víða veröld. Verður verulegum hluta ritsins varið til þess að gera í samanþjöppuðu máli sem gleggsta grein fyrir öllu því markverðasta sem árlega gerist í umheiminum í heild“. Þá segir ennfremur að ritið •eigi „að leggja áherzlu á þessi tvö verkefni: Kirkjan í lífi þjóð arinnar á umliðnum öldum — íslenzka kirkjusiðafræði er 'Guðbrandi Jónssyni er ætlað að rita. Og — íslenzka konan á umliðnum öldum. Um þann kafla segir svo: „Því miður verður ekki hægt að byrja fræðilega á þessum kafla strax. Á meðan verður reynt eftir þvl sem föng standa til að birta þætti um innlendar ágætis konur“. Verðandi er ætlað að koma út tvisvar á ári, samtals 200 bls. Þetta hefti, sem er I. árg. er ársett 1944, en tafðist vegna prentaraverkfallsins. Forsíðumyndin, gerð af Rík- harði Jónssyni, er mjög við- felldin og viðeigandi á tíma- riti er að meginefni skal fjalla um þjóðleg fræði. Sést þar „aldinn halur, hærugrár — skyggn þulur, — sem tekur ó - skyggnan ungling undir hönd sér og bendir honum út í dimmu fortíðarinnar“. Myndirn ar sem hann bendir á eru: Jarð líkan, kirkja (Skálholtskirkja Brynjólfs biskups?) kona á .skautbúningi og bækur. Þáttinn Um víða veröld skrif ar Jón Magnússon, fréttastjóri útvarpsins. Fjallar hann um Evrópustyrjöldina og hefst frá- sögnin í árslok 1943 og er at- burðaröðin rakin, þar til 25. ág- úst s. 1. er De Gaulle hélt inn reið sína í París eftir að franski heimaherinn, undir stjórn Kön igs hershöfðingja, hafði frelsað hana undan oki nazista. Þessu umfangsmikla efni er þjappað saman, en það er hraði í frá- sögninni; hún er skýr, skemmti- leg og lifandi. Því er heitið að Jón Magnússon skrifi framveg- is þennan þátt ritsins. Lesend- nr munu áreiðanlega leggja á- herzlu á að það verði efnt. Gils Guðmundsson hefur tek- íð að sér að skrifa um hin marg víslegu þjóðlegu efni og per- sónusöguna. Er framlag hans til þessa fyrsta árgangs bæði mikið og gott. Ritar hann þama grein er hann nefnir Sjö aldir, þar sem hann bregður upp svipmyndum úr þjóðarsögunm frá því er Noregskonungur náði yfirráðum á íslandi 1262 og fram til lýðveldisstofnunarinn- ar 1944. Þessi hluti greinarinn- ar nær fram til aldamótanna 1800 og mun framhaldið birt- ast í nsesta hefti. Þá ritar hann tveggja alda minningu Jóns Þorlákssonar á Bægisá. Auk þess eru birt í heftinu sýnis- horn af kvæðum og lausavís- um Jóns Þorlákssonar og einr- ig þýðingum hans. Lítið hefur enn verið skrifað um íslenzka blaðamennsku. Gils skrifar þarna grein: Þegar íslendinga- bragur var kveðinn og fjallar um Jón Ólafsson ritstjóra fram til þess er hann varð að flýja til Ameríku vegna blaðaskrifa sinna. Lofar Gils framhaldi í næsta hefti, og þar sem hann merkir ritgerð sína Þættir um íslenzka blaðamennsku I„ má vænta þess að hann láti ekki staðar numið við frásögnina af blaðamennsku Jóns Ólafssonar, heldur skrifi ritgerðaflokk um j.etta efni. — Gils Guðmunds- son skrifar einnig þáttinn um bókmenntir. Að loknu inngangs rabbi um bókagerð og þýðing- ar skrifar hann, að þessu sinni, einungis um rit sögulegt efnis og þau sem teljast til þjóðlegra fræða. Af persónusögu er þarns grein um Þorstein Jónsson járn smið og konu hans, Guðninu Bjamadóttúr. Eigi verður séð hver er höfundur greinarinnár, — nema hún sé eftir ritstjór- i ann. Þá flytur ritið ræðu, kryddaða guðsorði, er sr. Þorsteinn Briem flutti á Akranesi 18. júní 1944. Ennfremur aðra ræðu er Guð- brandur Jónsson flutti í Saur- j bæ 15.-- um Hallgrím Péturs- son. Ritið flytur að þessu sinni okkert um „íslenzku konuna 4 umliðnnm öldum“. Um hug- myrdina að þeim þætti tíma- ritsins er ekki nema gott eitt að segia. en eigi mun með öllu vandalaust að skrifa þann þátt svo ve! sé. Ritið flvtur heldur ekkert af þættinuin um „íslenzka kirkju- siðafræði“ og mun það lítt grát ið og vart valda tilfinnanlegu lesendatjóni, því fyrirheitið um stofnun tímarits til birtingar á kirkjulegri helgisiðasögu Guð- brandar Jónsson verkar nánasf sem illa endursögð lygasaga efl ir vellygna Bjarna. Haldi Verðandi hins vegar áfram að birta greinar um er- lenda atburði og þjóðleg efni, eins og þeir skrifa hér* Jón Magnússon og Gils Guðmunds- son, mun tímaritið áreiðanlega Síðara hefti tímaritsins Helgafells 1944 er stærðar bók, 240 blaðsíður, og flytur marg- víslegt efni. Ritstjórarnir Magn- ús Ásgeirsson og Tómas Guð- mundsson, rita leiðara um „fyrstu þingræðisstjórn hins ís- lenzka lýðveldis“. og þykir þeim vel hafa tekizt stjórnar- myndunin. „En vafalaust ræð ur það samt mestu um, hversu vel hinni nýju stjórn hefu: verið tekið af almenningi, að starfsskrá hennar er í senn víð- tæk og tímabær, mörkuð af djörfung og bjartsýni og beT vott um vaxandi skilning á verkefnum og viðhorfum hins nýja tíma. Allir þeir, sem beittu sér sérstaklega fyrir myndun slíkrar samvinnustjómar eiga því að svo stöddu þakkir skyla ar fyrir stórhug sinn og hleypi- dómaleysi“. Hinsvegar finnst ritstjórunum að nýja stjómin hafi ekki nógu ákveðna stefnu í menningarmálum, og færa þav til rithöfundalaunin: „fremst skáldum og listamönnum þjóð- | arinnar mun nú ætlað að starfa fyrir árlega lausastyrki, er sam svara föstum launum í 15. og lægsta flokki, eftir hinum væntanlegu launalögum“. En í greinarlok er látin í ljós sú von, að „þrátt fyrir það, sem héT hefúr verið sagt, þykjumst við fullvissir um, að hvorki skorti núverandi menntamálastjóm góðan vilja í þessum efnum né fjárveitingavaldið getu til úr- bóta. Og í því trausti, sem við viljum mega bera til samvinnu ráðuneytanna í anda þeirrar jákvæði raunsæi, er virðis*: hafa markað samkomulagið un. myndun og stefnu ríkisstjórn- arinnar að öðru leyti, væntum við, að meiri hluti þess Alþing- is, sem nú situr, bregðist hér svo líklega við, að ekki þurfi að líta svo á, að andstöðuflokkn um hafi verið falin áframhald- andi forsjá skáldmennta og lista í landinu, með tilstyrk þeirra þingmanna úr liði stjórn arinnar, sem enn eru einnu minnst endurfæddir“. Vonandi verða rithöfundarnir ekki fyr- ir vonbrigðum, þrátt fyrir þá raunalegu staðreynd, að allveru legur hluti þeira virðist ekkert vilja fremur en forsjá Hriflu- mennskunnar 1 málum sínunr. Klofning Rithöfundafélags ís lands bendir ekki til almennr- ar endurfæðingar 1 þeirri merku stétt. Margir rithöfund- ar virðast ekki skilja þau ein földu sannindi að samheldni starfsfélaga er 'fvrsta skilyrðið til árangursríkrar baráttu fvr ir viðurkenningu og hagsmun um. Af innlendu efni í heftinu má nefna grein Þorvaldar Þórar- inssonar, Stefnuskrá lýðveldis- ins, og er ætlazt til að hún ekki þurfa að óttast hungurs- dauða vegna lesendaskorts.' — Þetta fyrst'a hefti lofar góðu. J. B. verði fyrsta grein í flokki um lýðveldisstjórparskrá íslands, og er tilætlunin að málið verð^ rætt frá sjónarmiði allra stjórn málaflokkanna fjögurra, Þor- valdur virðist vera að ná sér eftir Ameríkuförina og forustu- hlutverkið í undarihaldsliðinu í fyrra, og er margt ekki óskyn samlegt í greininni. Hér skai ekki farið út í að ræða efni hennar, en til gamans má geta þess að höfundur vill setja i stjórnarskrá lýðveldisins það á- kvæði að öllum skuli heimilt að ganga í hvern stjórnmála flokk sem þeir yilji. (Þorvaldur mun vera utanflokka sem stendur). Þórbergur Þórðarson ritar langa grein „Einum kennt — öðrum bent“, og er tilefni grein- arinnar Hornstrendingabók Þor leifs Bjamasonar, en út af því er lagt svo að úr verður lær- dómskver í þeirri erfiðu mennt að rita íslenzku, og er þar margt ágætlega hugsað og sagt. Heitin „lágkúra", „ruglandi“, og „uppskafning“ og skilgrein- ing þeirra hafa þegar náð nokkru af tilgangi sínum, fá á- reiðanlega hefðarsess í málinu, þó hætt sé við að menn sjái þá galla einkum í ritum annarra (er það ekki ruglandi að smygla áróðri fyrir andatrúar„vísindi“ inn í slíka grein?). Barði Guðmundsson ritar um „grundvöll fornnorræns tíma- tals“, og bendir á fomirskar heimildir því til stuðnings, að „tímatalskerfi Ara hins fróða í fornsögu íslands og Noregs“ sé „rétt í öllum meginatriðum“. í bókmenntakafla heftisins vekur mesta athygli „bréf" Snorra Hjartarsonar til Magn úsar Ásgeirssonar; ber bréfið merki þaulmenntaðs listamanns og lesanda. Ritdómarnir em ó- jafnir að gæðum, en leiðinlegast er að sjá Tómas Guðmundsson birta langan ritdóm í lofgerðar- stil um nauðaómerkilega bók, (Thorvaldsen), þar sem reynt er með skoplegri ákefð að rök- styðja rétt íslendinga til helm- ings eignar í Thorvaldsen. Væri meiri þörf að kynna álit nú- tímalistfræðinga á Thoi'valdser. en viðhalda þeirri hérlendu hjátrú að hann hafi verið mesti listamaður heimsins. Það hefði r ekki farið vel fyrir Snæbimt eða Gunnari Ben. ef þeir hefðu skrifað þannig: „En hvað sem þjóðerni Thorvaldsens líður, og hvort sem oss gengur betur eða ver að sannfæra heiminn um það, að hann var og vildi vera íslendingur, ætti það að vera oss öllum metnaðarmál og á- vinningur að kynnast lífi og list þessa fágæta og stórbrotna manns, sem hóf sig til æðstu tignar í heimi fegurðarinnar og sveigði samtíð sína alla til svo skilyrðislausrar aðdáunar, að hann gat leyft sér átölulaust að umgangast konunga og keisara með nákvæmlega sama hispurs- leysinu og aðra kunningja sína og samverkamenn“. Það fer að verða skiljanlegra, hvers vegna jafn ágætum og stórhuga lista- manni og Tómasi var sárt að slíta sambandinu við Dana- kóng! Myndlist á mikið rúm í þessu hefti Helgafells. Gunnlaugur Ó. Scheving ritar grein um Ed- ward Muneh, Hjörvarður Árna- son um listastefnur í Evrópu og Ameríku, Snorri Hjartarson um Njálumyndir eftir íslenzka lista menn. Fjöldi mynda af lista- verkum fylgir greinunum. Merkur þáttur hefst í Helga- felli með birtingu greinaflokks- ins Aldahvörf, en það á að vera „samfelldur flokkur alþýðlegra úrvalsgreina um viðhorf og verkefni þeirar nýaldar, sem í vændum er eða þegar runnin“. Þrir fyrstu þættirnir birtast í þessu hefti, í anddyri nýrrar aldar (Herbert Read), Ný vís- indaviðhorf (J. D. Bernal) og Þróun lífsins (Joseph Need- ham). Eru greinarnar hinar merkustu, einkum greinar þeirra Bernals og Needhams, en þeir eru með fremstu núlif andi vísindamönnum Breta. Verði framhald þessa greina - flokks jafngott, er mikill feng- ur að birtingu hans fyrir þá, sem vilja kynna sér ný viðhorf í vísindum og listum. Af skáldmenntum flytur hefc ið sögu eftir Guðmund Daníels- son, kvæði eftir Nordahl Grieg (M. Á. þýddi), Jón Jóhannes- scon, Fríðu Einars, Paul Sör- ensen, Einar Ól. Sveinsson, Sigurð Einarsson og Ólöfu frá Hlöðum. S. G.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.