Þjóðviljinn - 12.04.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.04.1945, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. apríl 1945. ÞJÓÐVILJINN 3 5reylileg 611 um norðurhöf Þegar vér nú höfum léitazt -við að gera oss ljóst, hverjir verða höfuðstraumar í félags- málum heimsins að styrjöldinm lokinni, þeir er mestu varða um stefnur í alþjóðlegum málum, þá skulum vér nú að lokum líta til vors eigin þjóðfélags, hvemig þeir straumar muni verka hér, og á hvem hátt oss ber að snúast við þeim með til- liti til sjálfstæðis vors og hag- sældar almennings. Lítum fyrst á sakir, eins og þær standa nú. Landið er her- numið, brezkiherinnruddibraut ina, og komu hans var „mót- mælt“, svo kom bandarísk'ur her, samkvæmt „tilmælum“ og tók oss undir „vemd“ sína, því að þá( voru Bandaríkin ekk: komin í stríðið, og Bretar fóru með megnið af her sínurri, þeir þóttust þurfa á öllum sínum hei að halda á öðrum stöðum, og áttu því erfitt með að „vemda“ oss öllu lengur. Sumir hafa á- litið, að þeim hafi ekki verið það eins ljúft og þeir létu að fara héðan, enda dróst burtför þeirra nokkru lengur en til stóð, og aðrir hyggja, að Banda ríkjastjóm hafi sótt það allt eins ákaft að taka að sér vemd- arhlutverkið. En hvað um það, hér er bandarískur her nokkr- um hundruðum sinnum stærri en til þess þarf að gera Islend- inga gersamlega- valdalausa á íslandi. Bandaríkin eiga hér orðið miklar eignir, í hundruð- um milljóna, í ýmis konar verð- mætum, sem ekki verða af landi flutt, og að öllu verðlaus öðr- um en þeim, sem hér hafa að- setur eða eiga hér fulltrúa. Mest eru yerðmæti þessi í vör- um þeim, er hafa sérstaklega mikið' gildi á styrjaldartímum. Mörgum íslendinga þykja þetta ískyggilegir hlutir og í sannleika talað þá eru þeir það. Menn segja sem svo: Er hugsan legt, að Bandaríkin setji þús- undir milljóna í hemaðaraðgerð ir, á Islandi, ef þeir, ætluðu sér að fara alfarið af landi burt ■ styrjaldarlok? Sumum hefur meira að segja dottið í hug. að allur þeirra viðbúnaður gæti ekki verið miðaður við „vernd- un“ vora í þessari styrjöld einni saman, heldur myndi einnig að því stefnt að hafa sem bezta að- stöðu til að halda sams konar vemdarstarfi áfram, ef á þyrfti að halda einhvern tíma fjær eða nær úti í blámóðu framtíð- arinnar. Og sumir íslendingar segja í hjartans einlægm- Bandaríkin fara aldrei framar með her sinn héðan af íslandi. En ég held, að Bandaríkin fari með her sinn héðan af ís- landi, um leið og engin tvímæli eru lengur á því, að sá tími er kominn, sem samningarnir á kveða, og vér krefjumst þess. Hitt er mál út af fyrir sig og getur orðið alvarlegt mál, að nokkur skoðunarmunur getur á því orðið, hvenær sá tími er upprunninn. Það er ástæðulaust að vera með getgátur um fyrir- ætlanir og þrár til framhald- ■<%> Það iná mikið vera ef bók Gunnars Benediktssonar „Hinn gamli Adam í oss“ verður ekki með mest lesnu og vinsælustu bókum ársins. Þetta eru ritgerðir, margar með þeim ótvíræða snilldarbrag sem lesendur ritgerða Gunnars þekkja og meta. Fiest af því sem Gunnar hefur iátið frá sér fara hefur vakið athygli á einn eða annan hátt en um það eru vinir hans og andstæðingar sammála, að ekki semji aðrir núlifandi Éslendingar snjallari ritgerðir en Gunnar, þegar honum tekst upp. Hér birtist kafli úr langri ritgerð í nýju bókinni, og nefnizt ritgerðin „Veðurfræði og félagsvísindi.“ öllum skilyrðum til nokkurra ráða á Atlanzhafi. Sovétríkin eiga lí'ka hagsmuna að gæta vegna siglinga til íshafshafna sinna auk möguleikans á því að burfa að standa 1 broddi fylk ingar til að verja rauða Evrópu fyrir bandarísku herveldi ein hvern tíma í framtíðinni. Norð- menn myndu grípa í sama streng af öllum mætti, ekki ein ungis fyrir frændsemissakir, þeim má það ljóst vera, að ef Bandaríkin lentu einhvern tíma í styrjöld, sem háð yrði yfir andi dvalar hér, enda er ekki neinum gátum til að dreifa um þá hluti, það er augljóst mál, að Bandaríkjaauðvaldið mun langa til að hafa áfram umráð yfir herstöðvum hér á landi, og þegar þeir verða farnir, þi munu þeir eiga þá ósk heitasta að fá að koma hingað aftur. Um hitt er aðeins að ræða. hvað Bandaríkjastjóm getur leyff sér hér á landi, og ég held _iún geti ekki annað en farið með her sinn héðan að styrjöld lok- inni, að minnsta kosti í þeim mæli, sem íslenzk stjórnarvöld gera kröfu til. Við verðum að gæta þess, að styrjöld þessi er háð fyrir frelsi smáþjóðanna meðal annars og ekki sízt, og þó að alþingismenn á íslandi geti svikið öll sín kosningaloforð áð- ur en þeir hafa meðtekið kjör- bréf sín, þá horfir öðruvísi við að ganga beint gegn loforðum sem vígð hafa verið í blóð- straumi milljóna manna. Um- ræðumar um það, hvort Banda- ríkjaherinn verður fluttur héð- an, fara heldur ekki aðeins fram í Reykjavík og Washing- ton, það verður líka rætt um það í Lundúnum og Moskvu og ekki sízt á hinum mikla stað, þar sem þjóðfulltrúar sigurveg aranna koma saman að styrjöld lokinni, til að koma sér saman um, hvernig vinna skuli friðinn Finnist oss vér órétti beittir. I þá verður þar hlustað á mál | vort, þar verða fulltrúar, sem finna sér bæði ljúft og skylt að hjálpa þessari bláfátæku menntaþjóð á norðurhjara heims til að halda rétti sínum og starfa sjálfstæð og óáreitt og í órafjarlægðum frá öllum vopnaburði, eins og hjarta henn ar þráir heitast. Það er nú eitt sinn þannig ástatt með þess? sögueyju, eins og alþjóð um ei kunnugt, að hver sá aðili, sem hefur einokunaraðstöðu yfir flugvöllum og flotastöðvum á íslandi og nægilegan hernaðar- mátt til að notfæra sér þá að- stöðu, hann er einvaldur um norðanvert Atlanzhaf. Og svo girnilegt sem það væri hverjurr og einum að hljóta þá aðstöðu, þá er það hverjum og einun. jafnófýsilegt að leyfa einhverj- um öðrum að njóta hennar. Og á væ'ntanlegu ráðstefnunni verða areiðanlega margir því líkir. Leyfi Bretar Bandaríkja- mönnum að sitja að hernaðar aðstöðu þeirri, sem ísland á yf- ir að búa, þá afsalar það sér Nú skulum vér gera ráð fyrir, að Bandaríkin fari með hei sinn héðan þegar að stríðinu loknu, það er ekki nema sjálf- sagt mál, segir maðurinn í hvíta húsinu, hvað sem hann heitir á þeim tíma, það er nú helzt, að vér stöndum ekki við samninga, sem vér höfum gert við lítil- magnann. Vér erum farnir, af- skiptum vorum lokið, þetta er yðar land. En nú eiga Bandaríkin mikl- ar eignir hér á landi, þúsunda milljóna yirði. Auðvitað hafa þeir engan rétt á þessu á vorri lóð, frekar en oss sýnist, þeir geta flutt þær með sér, ef þeir vilja, en þeir hafa ekkert leyfi fyrir' þeim hér á voru landi frekar en vér gefum samþykki til. Alveg rétt, vér erum í vorum fullkomna rétti, þótt smáir sé- um, því að nú er það úr móð að láta kenna aflsmunar. En þar sem vér nú höfum þannig ráð Bandaríkjanna í hendi vorri, að þeir eiga það undir oss einum komið, hvort þeim verða þessar eignir nokkurs virði, þá beygja ★ EFTIR IVWVWWWV^VWWWWW Gunnar Benediktsson Atlanzála og hefði þá traustar bækistöðvar á íslandi, þá myndi hinum aðilanum verða freistingin rík að afla sér svip- aðrar aðstöðu á norðanverðum Noregsströndum, og Norðmenr vita af reynslu, hvaða áhrif slík ar freistingar geta haft gagn- vart vamarlitlum smáþjóðum Vér höfum tæplega leyfi til að gera ráð fyrir þeim möguleika, að Bandaríkjastjórn færi aðláta það berast út um sjálfa sig á tímum háttstemmdustu frelsis- vímunnar, að styrjöld lokinni. að hún væri að tregðast við að standa við samninga við fá- mennasta þjóðfélag veraldarinn ar, sem gefið hafði sig undir vernd hennar á stund hættunn- ar og gaf bandamönnum í hend- ur einhvern þýðingarmesta blettinn á einu meginhafi jarð- arinnar. Á þennan hátt er líklegt að á málum yrði tekið, ef vér þætt- umst órétti beittir og höfðuðum máli voru á alþjóðlegan vett- vang. Meðal bandamanna gæti aldrei náðst samkomulag á þeim grundvelli, að einn hefði öðrum sterkari aðstöðu á Is- landi, það næðist aldrei sam- komulag um neitt annað en það, að ísland yrði ,frjálst og sjálfstætt ríki“, samkvæmt eig in kröfu. En málið horfir dálít- ið öðruvísi við, ef Bandarikja- stjórn næði samningum við stjórnarvöld á íslandi, auðvitað verður líka að fara mjög var- lega í bað að takmarka rétt smáþjóðanna, sem styrjöldin var eigi sízt háð fyrir, til að gera, samninga við aðrar þjóðir á þann hátt, er þær sjálfar á- kveða. þeir kné sín og mælast til þess mjög auðmjúklega að fá að semja við oss á nýján leik. Og vér, sem fengið höfum reynslu fyrir því. hvemig öll þeirra orð standa eins og stafur á bók, tökum þessum tilmælum þeirra vitan- lega á hinn vinsamlegasta hátt. Og það, sem Bandaríkin fara fram á, er ákaflega útgjaldalítið fyrir oss að láta af hendi. Það er nú fyrst og fremst það, að þeir fái að skrifast fyrir þessum flugvöllum og hafnarmannvirkj um, sem þeir geta ekki haft neitt gagn af, og öðru smávegis, sem þeir geta ekki flutt með sér. Sitt af hverju gætum vér fengið að nota í vorar þarfir, 1 svo sem bryggjur í Reykjavík, en aðrir eru þeir hlutir, sem þeir verða að hafa leyfi til að j áskilja sér rétt til að friða. Þeir j gætu rétt ýjað í þá átt, að sum- í ir eru þeir staðir, sem þeir vilja i helzt ekki að nokkur maður i komi nærri, en það eru staðir, sem oss eru með öllu verðlaus- ir, ekki einu sinni'hægt að rækta þar kartöflur. Og svo þurfa þeir auðvitað að fá að hafa menn til að gæta þessara eigna, og af því að þær eru þýðingarmiklar og mennirnir eru eins og þeir eru, þá væri þeim mikill greiði ! gerður, ef vér gætum veitt mönnum þeirra leyfi til að hafa eitthvað í höndunum, svo að þeir gætu varið sig, ef á þá væri leitað. Lóðarleigu er sjálfsagt að borga ríflega, en auk þess geta Bandaríkin veitt oss hina þýðingarmestu hjálp í viðskipta legu og atvinnulegu tilliti. Á ís- landi eru margir athafnasamir framkvæmdamenn, sem hafa komið auga á ein og önnur auð æfi, sem fósturjörðin ber í skauti sínu, með vinnslu þeirra er hægt að uppræta allt atvinnu leysi á íslandi, auka stórlega tekjur þjóðarinnar, auk þess sem eigendur geta grætt ó- hemju fé. Bandaríkjamenr. gætu boðizt til að yeita fé í stríðum straumi jnn í landið, til að greiða fyrir því, að beizl- uð sé ónotuð orka ættjarðarinn ar og ónotuð auðæfi grafin úr skauti hennar. Hráefni geta þeir látið oss í té eftir ýtrustu þörfum vorum. Viðskipti myndu þeir ekki síður geta veitt oss hin hagkvæmustu, af- urðir vorar allar gætu þau keypt mjög góðu verði. Með þeirra hjálp myndi þessi hólmi geta orðið hið mesta Gózenland á örskömmum tíma. Það er þýð ingarmikið fyrjr oss að sýna það á einhvern hátt í verki, að vér viljum standa í vinsamlegu sambandi við auðugasta stór- veldi heimsins. Hvernig munum vér nú taka þessum málaleitunum? Það muiui verða skiptar skoðanir um, hvern- ig svara skuli, enda myndi verða hægt að gera málið allflókið. Mörgum verður hugsað til Ein- ars Þveræings, það geta fleiri staðir verið verðmætir en Gríms- ey og það meira að segja staðir, sam eru mörguin sinnum hrjóst- ugri en útsker það. Þeir myndu líta á það, að herstöðvar erlends ríkis á Islandi geta orðið stór- hættulegar sjálfstæði voru, en litil herstöð er á svipstundu orð- in stjórnarráðsbygging ríkisins, þegar henni býður svo við að horfa. Þá dylst heldur ekki hætt- an, sem af því stafar, ef ríki, ®em á herstöðvar hér á landi. lendir í styrjöld, þá er landið þegar orðið styrjaldarvéttvang- ur með öllum þeim ógnum, er því fy.lgja fyrir íbúa þess. Suniir iþessara manna eru einnig mjög á móti auðvaldinu, og ef svo færi, sem teljast v.erður mjög senni- legt, að Ameríka verði höfuðvigi kapitalismans í heiminum að .styrjöld þessari lokinni, þá sjá þeir ennfremur hættuina af því að lenda mjög undir áhrifum Viestmanna,, það myndi gefa kapitalistum á íslandi aukinn styrk til að viðhalda völdum sín- ium og áþján auðvaldsskipulagsins, Margir myndu á það líta, að menn ingarsambönd vor hafa fyrst og fremst legið í austurátt til ann- arra Norðurlanda, þau sambönd eru oss' á allan hátt eðlileg.ust, enda eigum vér þangað að rekja uppruma vorn. Nú þegar er af þessnm sökum risin sterk andúð- aralda gegn Vesturheimsdýrkun- inni, sem þe.gar er ískyggilega mik ið farin að skjóta upp kóllinum í þjóðlífi voru og farin að koma fram sem pólitiskt stefnumið í stjórnmálaiblöðum landsins. — Fjöldinn allra sannra islendinga án gæsalappa myndi taka þannig lagaða afstöðu ,til málsins af öll.um þeim ástæðum sameiginlegum, sem nú hafa verið taldar. En innan gæsalappa mvndi aft- ur á móti vera annar hópur sannra Islendinga, sem væri gagnstæðrar skoðunar á málinu og ftiyndi standa þétlari f.yrir en Guðmund- ur ríki í gamla daga. Hugsuin oss Framhald á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.