Þjóðviljinn - 12.04.1945, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 12. apríl 1945
þJÓÐVILJ!
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson.
Ritstjórnarskrifstofa: Austyrstrœti 12, sími 2270.
Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218\\.
Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði.
Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðja: Vílcingsprent h.f., Garðastrœti 17.
Hvaða Reykvíkingar vilja gerast tagl-
hnýtingar Framsóknar?
Fjandskapur Framsóknar við Reykvíkinga er öllum lýðum ljós.
Það er ekki neitt nýtt fyrirbrigði. Og Frámsóknarbroddunum myndi
vart detta önnur eins ósvinna í hug og að ætla að ræna Reykvíkinga
neytendasamtökum þeirra, nema þcir ættu sér visa einhverja fimmtu
herdeild meðal Reykvíkinga sjálfra, til þess að aðstoða þá í þessu
þokkabragði. Og það er nii komið skýrt í ljós, hver þessi fimmta her-
deild er. Það er Alþýðublaðsklíkan.
Alþýðublaðið byrjar í gær opinberlega róginn um átökin í KRON
og skýrir auðvitað jafn rangt frá þar og annars s.taðar. Það sleppir því
alvog að minnast á að Framsóknar- og Al/þýðublaðsmenn hófu smöl-
unina inn í KRON og ætluðu sér að ná pólitískum völdum í þessu al-
menna neytendafélagi Reykvíkinga afturhaldsklíkum sínum til fram-
dráttar, Framsóknanbroddárnir hófu þennan leik. Alþýðan er venju-
lega seinþreytt til stórræðanna, en fyrst Framsóknarhöfðingjarnir hafa
haslað sér völlinn og ögrað henni, þá mun liún koma og sýna þessum
herrum hvar fjöldinn er og liver er hans kraftur, þegar hann stendur
sameinaður.
Það þýðir því lítið fyrir Mökkurkálfa Alþýðublaðsins að vera með
angistaróp út af KRON. Þessir vesælu tagihnýtingar Framsóknar
dönsuðu með henni út í þennan leik, þegar þeir héldu að sigur væri auð-
fenginn. Nú munu þeir fá að kenna á því að alþýðan í Reykjavík er
búin að fá nóg af stjórn Framsóknar- og Alþýðublaðsklíkunnar á kaup-
félögum í Reykjavík.
Ferill þessarar braskaraklíku í kaupfélagsmálum Reykvíkinga er
ekki svo fallegur.
Þessi klíka hefnr í hvert skipti sett kaupfélögin á hausinn
hér í Reykjavík, ef hún hefur fengið að stjóma þeim. Það var
ekki fyrr en verkamenn, alþýðan sjálf, tóku til sinna ráða og
skópu sér neytendasamtök, sem nú eru Kron, að sterkt kaup-
félag reis hér upp.
Eða hver er tilg.angurinn, þegar Alþýðublaðsliðið beitir sér nú með
Framsókn að því að reyna að ná pólitískum völdum í KRON?
Er máski tiigangurinn að ^reyna að fara eins með KRON
eins og með Alþýðubrauðgerðina áður. Hún var eins og kunnugt
er stofnuð til þess að lækka brauðverðið í Reykjavík, en nú hef-
ur einmitt klíkan sem næst stendur Alþýðublaðinu lagt hana
undir sig, selt sér hana og rænt henni úr höndum verkalýðsins?
Reykvísk aliþýða mun vera á verði. Hún mun vernda KRON gegn
'peim skemmdarvörgum, sem eyðilagt hafa hvert kaupfélagið á fætur
iðru og sölsað undir sig persónulega hvert arðvænlegt fyrirtæki, sem
atþýða Reykjavíkur hefur skapað sér.
• ®
Og alþýða Reykjavíkur veit. að það er einnig annað en þétta, sem
verið er að reyna að vinna með árás Framsóknar á KRON. Framsókn-
.uflokkurinn skipuleggur. með aðstoð Alþýðublaðsliðsins, hverja árás-
ina á fjöldasamtökin á fætur 'annarri, til þess að reyna að veikja fjölda-
grundvöll stjórnarsamstarfsins með því. Arásin á Alþýðusambandið í
aaust, — árásin á KRON núna eru þættir í þessari baráttu afturhalds-
ins. Og allar þessar árásir eru háðar undir hinu móðursjúka herópi Hitl-
•rs-apanna á íslandi: Móti kommúnismanum!!
Alþýðulblaðsklíkan sýnir það enn einu sinni þessa dagana hve
djúpt hún er sokkin í undirlægjiíhættinum við Framsókn.
REYKVÍKINGAR!
Hindrið valdabrask Framsóknar í neytendasamtökum Reyk-
víkinga! Elíkert reykvískt alþýðufólk má ljá þeim lið til þess
að eyðileggja samtökin eða sölsa þau undir sig!
Sameinizt um KRON gegn sundrungaröflunum!
Tékkoslovakíð hin
Fimmtudagur 12. apríl 1945 — ÞJÓÐVILJINN
Dr. Edvard Renes forseti og Jan
Mazaryk u tanríki smálaráðherra
eru nú ásamt nokkrum tékkoslov-
öskum stjórnmálamönnum farnir
frá Bretlandi og komnir til Kosioe
í hinum frjálsa hluta Slovakíu. —
Þeir eru nú aftur komnir heim til
föðurlandsins ef.tir margra ára út-
legð. Öll útlegðarárin hefur ekkert
lát orðið á stjórnmálastarfsemi
þeirra.
Á slíkum tímamótum er maður
vanur að líta yfir farinn veg og
skygignast frgm í tímann, gera upp
reikninga og semja áætlanir. —
Áður en Benes forseti fór frá Bret-
landi flutti hann útvarpsávarp til
tékkoslovösku þjóðarinnar. ‘ —
Hann sagði m. a.: „Ef.tir sex
hræðileg stríðsár konnim við aft-
ur með samherjum okkar til lands
okkar, sumir okkar, þegar í stað,
surnir á næstunni og sumir seinna.
Ilermenn okkar munu auðvitað
halda áfram að vera á vígvöllun-
um á meðan bandamenn okkar
óska þess, en þeir munu einnig
konia bráðlega heim, því að við
þörfnumst þeirra líka þar. Við af-
hendum ykkur aftur það umboð,
sem okkur var falið hér erlendis
vegna atburðarásarinnar. Og við
munumi afhenda ykkur ávextina
af vinnu okkar. Það eruð þið —,
þjóðin okkar -—, sem eigið nú að
ákveða, hvað á að gera —, og
Tékkar og Slovakar eiga að gera
það í sameiningu“.
Benes ijiinnti þjóðina á Mún-
chen-dagana, þegar vesturveldin
voru óvígbúin og gátu ekki hjálp-
að Tékkoslovakíu neitt. „Munið
þið“, sagði hann, „hvernig Hitler,
frá því vorið 1938, bjó sig undir
að taka okkur? Munið þið, fram-
koniu Henleins, Franks oig alls
flokks þeirra þá?
Munið þið eftir hinum tryllta
nazistáái'óðri gegn okkur á flokks-
þingi þeirra í Núrnberg í septem-
ber 1938? — Munið þið, hvernig
Hiller jós yfir mig skömmum og
svívirðingum í ræðu sinni í
íþróttahöllinni í Berlín 26. sept-
ember 1938 og æpti, að hann yrði
að gera upp við mig tafarlaust?
— Munið þið ailar stríðsræður
hans, þegar hann var búinn að
troða allt undir fótum, hafði geng-
ið milli bols og höfuðs á andstæð-
ingum sínum og var alls staðar sig-
urvegari —, og þar sem hann var
ekki orðinn sigurv.egari ennþá,
átti þriðja ríkið hans, sem átti að
standa í þúsund ár, að brjóta alla
mótspyrnu á bak aftur miskunn-
arlaust? — Og munið þið hinar
viðbjóðslegu, villimannlegu hót-
anir í garð þjóðár okkar frá slík-
um óþjóðalýð sem Ilenlein og
Frank á stríðsárunum sex? —
Munið þið hin ómannlegu, trylltu,
djöfullegu æðisköst þeirra —,
Gestapo-fangelsin þeirra og pynd-
ingaklefana, fangabúðirnar, Lidice,
Lezaky og öll fjöldamorðin, sem
þeir hafa haldið áfram fra.m á
þennan dag —, ægilegri morð eri
þekkzt hafa nokkurn tíma áður í
sögunni? — Munið þið hina dag-
legu eyðileggingu á menningn
okkar, skólum, þjóðlífi —, hinar.
daglegu móðganir,_ lítilsvirðingu
og misþyrmingar?
Allt þetta gerði Ilitler' — og
auðvitað líka Þjóðverjarnir í okk-
ar eigin landi — okkur. Núna,
þegar allur heimurinn veit um á-
kvarðanir Krimskaga-ráðstefn-
unnar og um endanlegan dóm yf-
ir Hitler, nazismanum og Þýzka-
landi, verðið þið að muna þetta.
allt“.
PÓLITÍBK REIKNINGSSKIL.
Ilvaða þýðingu hafa útlegðarár
stjórnarinnar haft fvrir utanríkis-
stjórnmál Tékkoslovakíu? — „Við
byrjuðum að vinna hér erlendis",
sagði Benes, „á önigþveitistíma-
bilinu eftir Múnchen, þegar Evr-
ópa vissi ekki, hvað hún vildi og
hafði ekkert visst markmið, ^og
þegar við, bæði heima og erlend-
is, vorum kvíðnir og hikandi.
Þjóðin var vonsvikin, sthndum
næstum örvingluð eftir atburðina
í september 1938.
Við komum því til leiðar, að
stórveklin höfnuðu alveg Mún-
chen-ákvörðununum og lofuðu, að
landamæri okkar skyldu verða
þau sömu og þau voru fyrir
Múnchen-fundinn. Þetta loforð
var efnt í vopnahléssamningunum
við Ungverjaland. Undirrituðum
við þá ásamt bandamönnum okk-
ar. í þeim éru ákvæði um skaða-
b^tur okkur til handa. Þetta lof-
orð mun líka verða efnt í væntan-
legum vopnahlésskilmálum.
Við höfum einnig undirritað all-
marga samninga um hermál, fjár-
mál og viðskiptamál. Við erum
nú að semja um fjárhagslega og
viðskiptalega aðstoð eftir stríðið
og um að fá mikla hjálp frá
UNNRA á fyrstu mánuðunum
ef.tir stríðslokin“.
HEIMAVÍGSTÖÐVARNAR,
Baráttan gegn hinum sameigin-
legu fjandmönnum var ekki aðeins
háð erlendis, en líka heima á laun.
jóttalaust og ærlega fyrir því“,
| segir Benes. „Fyrsta sporið í þessa
| átt er ekki það að byrja innbyrðis-
deilur, hvorki sem einstaklingar
eða flokkar, og ekki það að lenda
í sama
veiti og sumar
eru nu i
Eftir b P, Hodín
Við hérna í útlegðinni skipu-
lögðum þjóðina —, fyrst og fremst
komurn við henni aftur í pólitískt
og réttarfarslegt jafnvægi. — Eft-
ir 15. marz skildi þjóðin líka fylli-
lega það, sem hafði komið fyrir.
(15. marz rauf Hitler Múnchen-
samningana og hertók alla Tékko-
slovakíu).
Við byrjuðum að undirbúa
myndun landhers og flughers. Við
skipulögðum pólitíska, og opin-
bera starfsemi okkar og sömdum
áætlun um öll síðari störf okkar.
Við komum föstu sambandi á við
fólkið, og hefur það samband aldrei
slitnað síðan og hefur tryggt okk-
ur það, að við ynnum alltaf í sam-
ræmi við vilja þjóðarinnar.
Við tókum það alltaf sem gefið,
að þjóðin myndi aldrei gefast upp,
og að hún myndi aldrei bregðast
vonum okkar, og að hún háði
heima á fósturjörðinni einhverja
hörðustu baráttu í sögu sinni.
Þegar stríðið hófst í september
1939, tókum við fullan þátt í því
í nafni Tékkoslovakiu. Ilermenn
okkar berjast Iíka á næstum öll-
um vigstöðvum í þessari heims-
styrjöld.
Nýja tékkoslovaska stjórnin
hlaut alþjóðlega viðurkenningu,
landið varð samherji Banda-
manna. Við höfðum því tryggt
lýðveldinu fyrri stöðu sína á al-
þjóðlegum vettvangi, en lög þess
og alþjóðlegar skuldbindingar höf-
um við aldrei hætt að virða.
Með þessu móti björguðum við
Slovakíu frá því að vera skoðuð
sem fjandmannaland og meðhöndl-
uð sem slík eftir landráð Tisos,
Tuka og glæpafélaga þeirra.
Við liófum fljótlega viðræðúr
við stjórn Sovétríkjanna og gerð-
um nýjan bandalagssáttmála við
þau. Og við mynduðum hinn nýja
her okkar á sovétlandi.
Benes forseti sagði þetta um leyni-
hreyfinguna:X,.Ég ætla ekki að fara
mörgum orðum um þá erfiðu bar-
áttu, sem þið hafið háð heima. Það
er ótæmandi efni. Þar var um lífið
að tefla. Stunduir var baráttan
ægileg, en hún var alltaf hetjuleg;
Slík barátta hvorki eyðileggur
þjóðina eða gerir hana siðspillta.
Hún gerir hana harðskeytta og ó-
daúðlega. — Þið eigið sjálf eftir
að segja hverir öðrum og komandi
kynslóðum, hvernig baráttan var“.
DÆMI RÉTT.
„Það mun alltaf verða mér mik-
ið ánægjuefni“, sagði forsetinn,
„að mér skjátlaðist aldrei í því að
sjá. hvað fasisminn var, og að ég
mat Sovétríkin og hina komandi
þróun í Evrópu rétt. Jafnvel þeg-
ar sigrar Hitlers voru allra mest-
ir, trúði ég ekki. að liinn pangerm-
anski Hitlerismi, nazismi. myndi
verða landlífur. Og ég lét aldrei
blekkjast af falli Frakklands, því
að ég var viss urii, að Stóra-Bret-
larid myndi standast sókn Þjóð-
verja, og að Bandaríkin mundu
fara í stríðið, að Sovétríkin
mundu aldrei Játa undan Þýzka-
landi, en hins vegar sigra Þýzka-
land að lokum vegna þess, hvað
þau voru máttug og auðug. É»
vissi, að þetta mýndi taka langan
tí'ma, en óg verð að játa, að ég
hélt. að stríðið myndi ekki standa
lemgur en í fjögur ár.
ÁSKORUN.
Endalok þessarar hræðilegu
styrjaldar eru nú að nálgast. Hún
þyrjaði sem tilraun til að eyði-
leggja tékkoslovaska ríkið, skilja
Tékka frá Slovökum og binda
enda á tékkoslovaskt þjóðlif.
„Trúið á hið nýja líf. Verið
hugrökk. Berjizt karlmannlega,
HVER.NIG VERÐUR
TÉKKOSLOVASKA RÍKIÐ?
„Ríki akkar verður Iýðræðis-
ríki". sagði dr. Benes, „þar sem
boiigararnir njóta fulls frelsis og
öryggis, og það á að vera alþýð-
legt lýðræðisríki. Skipulag þess
sköpum við sjálf í samræmi við
þjóðarviljann.
Hlustið ekki á Þjóðverjana, þeg-
af þeir eru að reyna að hræða
ykkur með fullyrðingum um ógna-
stjórn bolsévikka og kommúnista.
Það er uppspuni þýzku áróðurs-
mannanna, að einhver ætli að
segja okkur fyrir um skipulag inn-
anlandsmála okkar. Ríki ,okkar
verður auðvitað öllum óháð og
1 með sínum sérstöku tékkoslov-
ösku einkennum, og ykkur er ó-
hætt að hlæja að tilraunum Þjóð-
verja tii að hræða ykkur.
Við verðum auðvitað í banda-
lagi við Sovétríkin, og við mun-
um halda allar skuldbindingar
okkar í orði og á borði, alveg eins
og þau munu gera. Sovétríkin óska
þess eins, að við séum tryggir vin-
ir og bandamenn, en þau óska
þess líka, að við séurn óháðir,
máttugir og á framfarabraut. Og
þess óskuni við líka sjálfir“.
CHEVALIER
INGUR
EKKI KVISL-
Þær fréttir bárust hingað í fyrra
að hinn jfrægi franski gamanleikari,
Maurice Chevalier, hefði verið
handtekinn af franska heimahern-
um og dæmdur til dauða fyrir land-
ráð og tekinn af lífi. Ekki löngu
seinna komu þó fréttir um það, að
hann væri enn á lífi. Fyrir stuttu
kom skýring á þessum fréttum.
EINS OG AÐRIR
Chevalier hafði í upphafi her-
námsins tekið sömu afstöðu til Þióð
verjanna og megnið af frönsku
menntamönnunum, þ. e. að taka
nærveru þeirra sem óþægilega en
samt óflýjandi staðreynd. Hann
söng fyrir þá og skemmti þeim, og
fékk því á sig slæmt orð hjá hinum
frönsku föðurlandsvinum. Skáldið
Louis Aragon, kommúnistinn sem
skipulagði mótspyrnuhreyfingu
frönsku menntamannanna, hafði tal
af honum og varð það til þess að
Chevalier tók að starfa fyrir mót-
spyrnuhreyfinguna.
ENGINN VISSI . ..
En enginn annar en Aragon vissi
um starf Chevaliers og því varð
það, að, franski heimaherinn tók
hann fastan og dæmdi til dauða,
en Aragon kom honum til hjálpar.
Chevalier er því enn sem fyrr „dýr-
lingur Parísarbúa".
„Samvinnan skrifar’*
„Þegar Samvinnan stækkaði um næst siðiistu áramót,
gerði ég mér far um að benda á markalínurnar milli samvinnu-
stefnunnar og andstæðinga hennar og keppinauta. Ég komst að
þeirri niðurstöðu, að kommúnistar væru nú höfuðandstæðingar
samvinnunnar, því þeir stefndu að tortímingu og algerðri eyði-
leggingu hins frjálsa samstarfs“. ... „Áður fyrir hefur einstaka
mönnum í báðum þessum herbúðum dottið í hug, að þeir gætu
algerlega sigrað hinn aðilann, en nú vita allir skynsamir menn,
að sá sigur getur ekki unnizt nema með allsherjar landsverzlun,
en það hentar hvorki samvinnu- né samkeppnismönnum. Þvert
á móti geta kaupfélög og kaupmenn ekki annað, þegar á reynir,
heldur en staðið hlið við hlið, til að sjálfsbjörgun niæti ásókn
þeirra, sem vilja eyðileggja báða þessa aðila.' Niðurstaða máls-
ins verður því sú, að samvinnumenn og kaupmenn berjast af
alefli móti ríkisverzluij kommúnista“. ...
(Febrúar-hefti Samvinnunnar 1945 — Kaupfélög og kaup-
men-n).
Þainnig farast Samvinnunni orð. Ilvorki Framsóknarmenn
né Alþýðuflokksmenn hafa séð ástæðu til andmæla þessum og
þessu líkum skrifum, samanber frammistöðu þeirra á síðasta
S.I.S.-fundi. er þeir neituðu að flytja og styðja tillögu urn að
mótmæla því að Samvinnan væri notuð til flokkslegs áróðurs
og saman'ber ennfremur að aðeins 5 af 9 stjórnendum KRON
féllust á eftirfarandi kafla úr ársskýrslu stjórnarinnar, sem
Theodór Líndal samdi:
„Eins og framkom á síðasta aðalfundi og fulltrúafundi í
haust, hefur málgagn S.I.S., Samvinnan, að ýinsu leyti verið
rituð með þeim hætti. að ekki er til þess fallið að efla gott
samstarf, og afgreiðsla aðalfundar S.Í.S. á þessu máli var mjög
á /anrian veg en ætla mátti. Því miður virðist aðalritstjóri
Samvinnunnar halda uppteknum hætti í skrifum sínum og
getur að því rekið, að félagið verði að taka ákveðnari afstöðu
til þessa háttalags, heldur en verið hefur.
„Tillaga um að fella þetta atriði úr skýrslunni var felld
í stjórninni með 5 atkvæðum gegn 1)“.
Ársskýrsla KRON 1944 bls. 16.
Svo er aumingja Alþýðublaðið að tala um „að kommúm-
istar hafi með undirferli og áróðri um KRON efnt til þeirra
átaka, sem eigi sér stað“. Sér er nú hver hræsnin.
Allir frjálshuga samvinnumenn mótmæla harðlega
þeim pólitíska áróðri, sem Samvinnan hefur verið notuð
til, þeir mótmæla allir sem einn herferð hinna afturhalds-
sömu samvinnumanna fyrir bandalagi kaupmanna og
hægri arms samvinnuhreyfingarinnar.
Þeir, sem ekki sjá og viðurkenna út á hvílíkar villi-
götur samvinnan er hér komin, eiga að víkja úr forustu-
sveitum hennar.
Eitt af mestu afrekum
danskra föðurlandsvina:
Sigla 18 skipum til
Svíþjóðar
Danskii’ föðurlandsvinir minnt-
ust hernámsafmælisins s.l. mánud.
með því að vinna eitthvert mesta
afrek sitt fram að þessu. — Þeir
sigldu 18 skipum til Svíþjóðar.
Eitt þeirra er 3000 smálésta gufu-
skip.
Föðuirlandsvinirnir höfðu falið
sig í gufuskipinu og komu skyndi-
lega fram úr fylgsnum sínum, þeg-
ar skipið .var statt nálægt Sví-
þjóð, og tóku yfirráð þess í 'sínar
hendur. S'íðan sigldu þeir þvi í
strand, án þess að stofna þvi i
voða. og báðust hjálpar með loft-
skeytum. Hin skipin komu þá á
vettvang, og tóku föðurlandsvin-
irnir þau líka á sitt vald og sigldu
svo öllum flotanum til Svíþjóðar.
Þjóðverjum kemur mjög illa að
missa björgunarskipin, þvi að þeir
hafa riú flutt mikið af Eystrasalts-
flota sínum til danskra hafna og
þurfa á öllum tækjum þeirra að
halda.
Elsa
Vörumóttaka til
mannaeyja árdegis í
Vest-
dag.
Manntjón brezka
heimsveldisins
Churchill forsætisráðherra hefur
gefið upplýsingar um manntjón
brezka heimsveldisins í tilefni af
fyrirspurn í brezka þinginu.
Manntjónið er sa,mtals 1 milljón,
128 þúsundir og 802. Af þessum
fjöldá hafa 307.000 fallið. Skiptist
tala þeirra þannig: Sameinaða
konungsríkið 216.000, Kanada
31.000, Ástralía 19.000, Nýja Sjá-
land 9000, Suður-Afríka 6000, Ind-
land 19.000, nýíendurnar 5000.
Ilinir eru særðir, stríðsfangar
eða týndir.
Tölurnar ná til febrúarloka 1945.
Þýzku orustuskipi
sökkt
Brezkir njósnaflugmenn hafa
komizt að því, að þýzka vasaor-
ustuskipinu Admiral von Scherer
liafi verið sökkt í loftárás brezka
flughersins á Kiel fyrir tveimur
dögum síðan. Skipið hafði áður
hafzt við í pólsfcu hafiiarborginni
Gdynia. Hefur það tekið mjög lít-
inn þátt í hernaðaraðgerðum.
Admiral von Scherer og Graf
von Spee, sem brezki flotinn
rieyddi Þjóðverja til að sökkva í
ósi fljótsins La Plata snemma i
stríðinu, voru systurskip. Var lok-
ið við smíði þess fyrrá árið 1933.
Breytileg átt um norðurhöf
Frá vinnustöðvum
og verkalýðs-
Fundur húsgagnasmiða
Sveinafélag húsgagnasmiða
heldur fund í kvöld, fimmtu
dag, kl. 8V2 í Kaupþingssalnum
í Eimskipafélagshúsinu.
Verklýðsfélag Hríseyjar
semur
Verklýðsfélag Hríseyjar hef-
ur nýlega gert nýja samninga
við atvinnurekendur.
Samkvæmt þeim hækkar
grunnkaup í almennri dag
vinnu úr kr. 1.90 í kr. 2.15.
Manntjón Japana
Bandaríkjamenn segja, að Jap-
anar hafi misst 850.000 manns í
stríðinu fram að þessu.
Frarnh. af 3. siðu.
þann möguleika, sem ekki getur
talizt ósennilegur, að sú ógn vofi
yfir me.ginhluta meginlands Evr-
ópu, að hann 'rísi eldrauður upp
úr rústum styrjaldarinnar og
fasismans. Þá yrðu nú Rússar víð-
ar en í Rússlandi, allt í einu gætu
öll frændsemisbönd við Norður-
lönd verið landráð, Finnar yrðu
ekki skyldari oss en hverjir aðrir
Mongólar, austrið allt yrði ein
ógnþrungin hætta, og það eina,
sem bjargað gæti kapitalistum á
íslandi og mönnunum, sem ekk-
ert kunna annað en að verzla með
samvizkuslitur sín, er örugg vernd
úr vesturvegi.
Hugsum oss, að svona menn
sætu í stjórnarráði á íslandi um
það bil, þegar mest á riði með
uppger þessara mála. Ilugsum oss,
að Evrópa logaði öll í stéttaátök-
urn um það bil, er forystumenn
sigurvegaranna kæmu saman til
ráðstafana um lausn hinna ótal
mörgu vandamála mannkynsins.
ísland myndi ekki fara varhluta
af þeim stéttarátökum, þrenging-
ar eru áskollnar og standa fyrir
dyrum, átök harðna um það, á
liverra herðum þær þrengingar
skulu skella undir formi auðvalds-
skipulagsins, eða livort þær þreng-
ingar skulu sniðgengnar að meiru
eða minna leyti með úrræðum
sósíalismans. Hér geta orðið hörð
átök, rétt eins og hvar annars
staðar, átök af öllum kröftum á
báðar hliðar. Og alþýðan á Is-
landi væri máske svo samstillt
og sterk, að auðstéttin gæti
haft alvarlega ástæðu til að ótt-
ast, að völdin yrðu af hcnni tekin.
Þá myndi auðstéttinni vera góð
ráð dýr. Og segjuin þá svo, að
utanríkismálaráðherra Íslands
væri allt í senn, rótgróinn auð-
valdssinni, ætti yfir stórkostlegum
fjársjóðum að ráða, ætti lítið heita
ættjarðarást, svo sem oft vill
henda um mikla fjármála- og
fjáraflamenn, en byggi yfir hjar.ta-
gróinni aðdáun á bandarískri
menningu og væri t.engdur nán-
um böndum háttstandandi öflum
þar vestra. Aleð einni einustu und-
irskrift gæti þessi maður gert
samning við Bandaríkjastjórn, í
umboði íslenzku ríkisstjórnarinn-
ar og þar með í umboði íslenzka
ríkisins, itm leyfi fyrir að hafa her
á landi hér enn um stund og hafa
not þeirra herstöðva, sem Banda-
ríkin hafa komið hér upp, samn-
ingurinn þarf ekki að vera af-
skaplega ljótur að orðanna hljóð-
an og ekki nema til bráðabirgða.
Það er ekki erini sinni víst, að
það þyrfti að skrifa uridir neinn
samning, það gæti verið nóg að
vanrækja að setja kröfu um að
staðið .sé við eldri samninga, það
gæti 1-íka verið einföld yfirlýsing
um það, að ísland og Bandaríkin
hefðu komið sér saman um gagn-
kvæm viðskipti, og milli þessara
tveggja ríkja væru engin ágrein-
ingsmál. En vöntun á kröfum frá
vorri hendi gætu veikt svo að-
stöðu þeirra aðila, sem teldu sér
hag í að standa á rétti yorum, að
í öllum flækjum ágreiningsmál-
anna á friðarráðstefnunni verði sá
kosturinn tekinn að láta sitja við
samkomulag tveggja ríkja um
'bandalag, sem hefur þó alþjóðlega
þýðingu og gæti valdið úrslitum
um örlagarík átök um menning-
aiþróun mannkynsins, réði máske
úrslitum um, hvort kapitalisnri
heimsins sæi sér fært að leggja til
nýrrar styrjaldar að nokkrum ár-
um liðnum, eða þessi. sem nú geis-
ar, yrði hin síðasta, sem skráð
verður í sögu mannkynsins. Um
isjálfstæði og friðhelgi ættjarðar
vorrar, eftir að svona væri komið,
þurfum vér ekki að fjölyrða.
Þessir eru sveipir í lofti varð-
andi hag ættjarðar vorrar. Óvænt-
ar hættur af því tagi, sem lýst
hefur verið, gætu skjótlega að bor-
ið. Það, sem vér þegar getum gert
til öryggis, er að gera út sjálf-
stæðisyfirlýsingu og koma á stofn
voru lýðveldisskipulagi og hafa
lokið því að fullu áður en vanda-
mál styrjaldarlokanna eru komin
í algleyming, fá viðurkenningu
bandamánna'þjóðanna fyrir sjálf-
stæðisrótti vorum og ábyrgðarvf-
irlýsingu hinna þriggja stórvelda
við Atlants- og Norðurhaf um að
sá réttur vor verði eigi fótum troð-
inn af einum eða öðrum árásar-
aðila. Þetta er því meir aðkall-
andi, því skýrar sem það kemur í
ljós, að meðal íslendinga sjálfra
eru til mcnn, sem ekki hafa getað
stillt sig að lýsa ósk sinni um ein-
hliða vernd vestan um haf, svo
sem Visir og Jónas Jónsson, en
slík einhliða vernd gæti rialdrei í
reyndinni orðið annað en stjórn-
arfarslega háð afstaða til „vernd-
ar“-landsins. Og þótt sjónarmiðið
sé ekki eins Ijóst hjá þeim. sem
leggja áherzlu á það eitt, að frest-
að sé lýðveldisyfirlýsingu, og vér
skulum bíða þess að fá konung
yfir oss á nýjan leik. svo sem Al-
þýðublaðið og Stefán Jóhann, þá
getur vart verið um annað sjón-
armið að ræða en þetta hið sania,
óttann við svo fullkomið sjálf-
stæði, að alþýðan á Islandi geti
hindrunarlaust af erlendu valdi
skijiað málum á landi hér að sinni
vild, eftir því sem félagsmála-
þroski hennar gefur aðstöðu til.
Læknablaðið 1. hefti 30. árgangs,
er nýkomið út. Blaðið flytur að
þessu sinni grein um penicillin, eft-
ir Kristinn Stefánsson, minningar-
grein um Gunnlaug Einarsson, éftir
Helga Tómasson; ennfremur ýmis-
legt um stéttar- og félagsmál lækna.
ÞJÓÐVERJAR eru búnir að koma sér uvp öflugum neðan-
sjávarflota.
Hafnarfjörður
/
Fóðurskoðun á búpeningi í. Hafnarfirði, fer fram sem
hér segir:
Fyrir sunnan Læk: Föstudaginn 13. þ, m.
Fyrir norðan Læk: Laugardaginn 14. þ. m.
Búfjáreigendum ber að hafa hross og sauðfé við hús
þann dag, sem skoðun fer fram.
BÆJARSTJÓRINN.
kM