Þjóðviljinn - 12.04.1945, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. apríl 1945.
ÞJÖÐVILJINIÍ
Johannes Buchholtz:.s
imimiiiiiniiiiiiiiimuimiiiiiiiiDiiiiiiminuiiimiiiiiiiiiiuaiuiiiiiiiiiuiiiiimiiiiDiiiiiiiiminmiimiiiiaiiinniiiiiuiuuuiuiiaiuiuHiioi#
(
Mikkjel Fönhus:
Hrakningar bjóraf jölskyldunnar
Þarna sat hann langt fram á kvöld og heyrði mörg
undarleg hljóð utan af tjörninni. Það hefði ekki komið
sér vel að vera myrkfælinn.
Stundum heyrðust háir smellir, sem bergmáluðu
í ásunum í kring. Svo varð allt hljótt. Þá heyrðist dauft
brak, sem enti í háum, snöggum bresti. Stundum komu
ískur- og ýlfurhljóð.
Þetta er algengt þegar vötn er að leggja.
Þegar Eysteinn héít loksins heimleiðis, heyrði hann
enn eitt hljóð, sem hann kannaðist við. Það var eins og
eitthvað þungt væri dregið með skrykkjóttum átökum
eftir frosinni jörðinni.
Þetta var bjór að draga tré einhvers staðar inni í skóg
inum.
Kvöldið eftir sat hann.við ósinn, þar til hann sveið
'í tærnar og hríðskalf af kulda. Þetta kvöld heyrði hann
ekki einu sinni til bjóranna, hvað þá hann sæi þá.
Nú var honum nóg boðið. Hann rak niður staura,
þar sem hann hafði lagt gildrurnar hans Jóns gamla,
svo að hann gæti sent eftir þeim og þær fyndust.
Síðan fór hann niður að Miklavatni aftur og kom að
Kvarnardal. Það var gamalt sýslumannssetur og rúm-
góð húsakynni. Árni skógfræðingur átti þar heima.
„Þetta er meiri kuldinn. Það er verra en á freðmýr-
unum í Kanada,“ sagði Eysteinn. „Þar klæddi ég mig
líka eftir veðráttunni.“
Wt 0$ ÞETX4
Verkamenn í yíngarði „and-
ans“ eru oft allvel launaðir:
Ameríska jazztónskáldið Ray
mond Scott hafði 2 millj. kr.
tekjur á ári. H. G. Wells fékk
75,000 pund fyrir mannkyns-
sögu sína og Lloyd George 100
þúsund pund fyrir Endurminn-
ingar ófriðarins. Einhver hefur
reiknað það út, að Bemhard
Shaw fái tíu krónur fyrir hvert
orð, sem hann skrifar. Erfingja"
Hall Caines fengu 100 þúsund
pund fyrir handritið Bulldog
Drummond. Ameríska útvarps-
félagið N. B. C. bauð Gretu
Garbo 20 þús. dollara fyrir að
taka þátt í tuttugu mínútna út-
varpi. En hún afþakkaði.
Pranska dægurlagasöngkonan
Mistinguette, .opnaði aldrei
munninn fyrir minna en 20 þús
franka framan við hljóðnem-
ann.
i
’MiiiniiiiiiiiiiiiniiiiuiiHiic*
Tengdadóttirin
’MmiuiumciiiimimiC*
Þessi saga hefur oft verið
birt á prenti óstundvísum mönr.
um til viðvörunar:
Nokkrir menn voru að leita
að silfri í Kanada, en höfðu á-
kveðið að selja land, sem þeir
áttu, og fara heim. Kaupand-
inn haíði lofað að koma fyrir
klukkan fimm ákveðinn dag
og greiða verðið. Eigendurnir
voru þó að grafa í rgoldinni
fram á siðustu stund, og vildi
loksins svo til, að þeir fundu
mikla silfuræð. Þá var klukkar
hálf fimm. Nú iðruðust þeir
þess sárlega, að hafa selt landið.
Eina vonin var að kaupandinn
kæmi of seint. Hann kom held
ur ekki fyrr en klukkan sex og
fékk tafarlaust að vita, að hann
hefði orðið af kpupunum fyrir
óstundvísi. Maðurinn skild:
ekki þeísa reglusemi fyrr er,
hann frétti, að mikil auðæfi
hefðu fundist í moldinni.
Sólin skein á leysingarvatn-
ið í hjólsporunum á veginum
Það var vor. Hvítu kúlurnar á
símastaurunum glitruðu og
þráðurinn var eins og skínandi
silfur.
Piltur og stúlka komu gang-
andi eftir veginum og voru að
tala um, hvað þetta væri fal-
legt. Þau voru rúmlega tvítug.
Hvílíkt sólskin og blíðviðri
sögðu þau brosandi hvort við
annað og lygndu augunum ör
af sólskini og ást.
Þau voru alyeg nýtrúlofuð.
Það voru tæpar fimm mínútor
síðan það gerðist. Reynda'-
•höfðu þau verið að bræða þetta
með sér í marga mánuði, en
það var ekki fyrr en í dag, að
hann sagði: „Ertu viss um að
þú viljir eiga mig — að við
eigum að halda áfram að vera
vinir og gifta okkur þegar við
höfum ráð á því?“
Þá hafði hún sagt já, viknað
við, þurrkað sér um augun og
litið brosandi á hann. Svo fór
hún að reyta mosa. Þau sátu í
brekku, þar sem mikill mosi
yar og sina frá því sumrinu áð
ur.
Hann gekk hratt og hún varð
stundum að hlaupa við fót, til
að geta fylgt honum eftir. En
öðru hvoru stökk hún fram fyr-
ir hann, gekk fáein skref aftur
á bak, horfði í augu hans, tal-
aði og hló.
Hún talaði um fuglana —
starra'hópinn, sem flaug upp úr
sefinu, sagði að starrinn væri
eftirlætisfugl sinn, hann væri
svo lífsglaður. Það væri auðséð
á honum, þegar hann dillaði
stélinu og skríkti eins og hann
vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Það
var syo sem hægt að missa vit
ið af eintómri hamingju, sagði
hún. Ekki til lengdar, en allra
fyrst, og svo tæki sjálf ham-
ingjan við.
„Já,“ sagði hann og laut höfði
eins og hann hefði í fyrsta sinn
heyrt dýrmætan sannleika.
Allt í einu nam hún staðar
og greip í treyjuermi hans. ,.Þú
mátt ekki ganga svona hratt,“
sagði hún og blés mæðinni. ,,Eg
er ekki eins leggjalöng og þú.“
„Fyrirgefðu," sagði hann
Þau námu staðar.
Þá varð hann alvarlegur á
svipinn, tók um hönd henna.;
og sveiflaði handlegg' hennar
fram og aftur. „Já, ég veit það.
Eg hleyp eins og ég væri að
flýja eitthvert afbrot — og hver
veit nema —.“
„Ertu strax farinn að iðrast?“
Hún hló, en þó komu ósjálf-
ráðir drættir kringum munninn.
, „Nei, Elsa. Að minnsta kosti
ekki hvað mig snertir. En þín
vegna, kannski — ef ég mætti
segja það “
„Nei þú mátt ekki segja það“.
svaraði hún og hristi höfuðið.
„Þú veizt ekki, að hverju þú
gengur. Enginn maður á sjálf-
an sig að öllu leyti einn. Ein-
hverjir eiga hlut í honum.“
„Já, það er annað mál,“ sagði I
hún. „Ef þú'ert eitthvað bund-
inn — þá —. En mér skildist
■_ U
Eg er ekki bundinn neinni
stúlku. Það er fjölskylda mín
— eða réttara sagt faðir minn.“
„Finnst honum ég ekki nógu
góð handa þér?“
„Eg get ekki skýrt það fyrir
þér, hvernig þessu er farið.
Það nálgast brjálsemi. En það
getur lagast. Það verður að lag
ast.“
Hann sveiflaði handlegg henn
ar enn og hló við. En hún sá,
að honum var órótt. Og þá
missti hún kjarkinn líka.
„Hvað er þetta, sem þú ert
allt í einu farinn að hugsa um?
Þú hefur einmitt sagt mér svo
margt skemmtilegt um mömmu
þína og pabba. Eg var farin að
hlakka til að kynnast þeim, þeg
ar við förum bæði til að heim-
sækja þau.“
„Nei, nei. Það gerum við
ekki,“ sagði Niels fljótmæitur.
„Ekki fyrst um, sinn að minnsta
kosti. Það er frekar seinna, þeg
ar þau hafa áttað sig betur. Þú
spyrð, hvers vegna ég sé allt
1 einu farinn að hugsa urn
þetta. Eg fékk bréf í morgun.“
„Hvað var í því?“
„Það voru tvö bréf. Annað
var frá mömmu. Þú mátt lesa
það. Mamma er alveg eins og
hún á að vera, nema að því
leyti, að -hún er þræll pabba.
En þetta vill kvenfólkið.“
„Nei, það viljum við ekki.“
sagði Elsa og leit glettnisléga' á
hann.
Hann leit í kringum sig. Eng-
inn maður var sjáanlegur —
og svo kyssti hann hana. Þau
roðnuðu bæði. Þetta var svc
nýtt.
„Nei,“ sagði hann með á-
herzlu. „Þú átt ekki að verða
ambátt mín, heldur félagi minn
En við getum aldrei gift okkur.
Við eigum ekkert, nema tvær
hendur tómar. Eg hef lítið
kaup og þú átt ekki neitt.“
„Það er satt. En koma tímar
og koma ráð. Okkur liggur ekki
á að gifta okkur“.
„Jú, ekki ber ég á móti því.
að mig langar til að við giftum
okkur sem fyrst,“ sagði hann.
Hún heyrði á röddinni, að
honum var hjartans alvara o?
henni vöknaði um augu af
gleði. Það var hún, sem hann
vildi eiga fyrir konu.
Hún lagði handlegginn yfir
herðar hans, gerði sig þunga og
dró hann ofurlítið niður. Þai.
áttu hvort annað og héðan af
ætluðu þau ekki að hugsa um
annað en geta gift sig sem
fyrst og vera hvort öðru góðir
förunautaru lífinu.
Þau nálguðust bæinn og þá
tók hún handlegginn af herðum
hans. En þau gengu þétt saman, !
hlið við hlið. Nú máttu allir j
sjá þau saman. Nú gat fólkið j
hætt að stríða þeim. Og þau !
áttu eftir að sigra alla erfið-
leikana, sem framundan voru.
„Má ég koma inn í herbergið
þitt?“ spurði hann, þegar þau
komu heim að húsdyrum henn
ar.
„Hvort þú mátt — um há-
bjartan dag.“
„Nei,“ sagði hann hikandi.
En þó varð hann glaður. Þetta
var eins og gjöf frá henni.
Stiginn var dökkur, gljáandi
og olíuborinn. Lykillinn hékk
á nagla við dyrnar. Þetta vav
hennar aðferð við að gæta eigna
sinna, hugsaði hann og brosti.
Herbergið var lítið, en það
var hreint og vel um gengið.
'Á kommóðunni var skál með
blómum, sem flutu í vatni með
höfuðið upp úr.
' „Þetta eru falleg blóm,“ sagði
hann og kom við þau með fingr
unum.
„Það eru þau, sem þú gafst
mér á miðvikudaginn “
„Nei, eru það þaU?“ sagðr
hann hrifinn. En hvað hún
hafði hlynnt vel að blómunum.
„Sýndu mér nú bréfin,“ sagði
hún ákveðin og rétti fram hönd
ina.
„Æ, eigum við ekki að láta
það bíða?“
„Nei."
Hann tók umslag upp úr
brjóstvasa sínum, náði fyrst í
bréf mömmu sinnar, og tók bað
úr brotunum. „Hún er nú alltaf
svo einlæg og barnaleg, þú verð
ur að skilja það,“ sagði hann
feiminn. „Hún byrjar alltaf
svona: „Elsku, góði sonur
minn.“
„Hvað er athugavert við það?
Svona mundi ég skrifa, ef és
ætti dr'eng. — Nei, hvað er gam
an að sjá þessa gömlu stafagerð
—. Hún hugsar fyrir öllu — ■
sokkum, skyrtum. — Og svo er
hún hrædd um, að þér sé ekki
nógu hlýtt. Drottinn minn' —
Hvað er þetta? Hún segir, að
þú skulir ekki skipta þér neitt
af því sem pabbi þinn skrifar
— Svona, komdu nú með hans
bréf, Niels. Þá er því lokið.“
„Já,“ sagði Niels ,og rétti
henni bréf föður síns saman
brotið. Síðan vék hann sér lítið
eitt frá, eins og hann vildi sem
minnst af bréfinu via.
Kæri sonur!
Mamma þín hefur hvað eftir
annað gefið mér í skyn, að þú
værir að draga þig eftir stúlkn
þarna í bænum, þar sem þú átt
heima. Eg ber ekk'i á móti því.
að mér hefur gramizt þetía
Eg hef líka heyrt, að þetta sé
umkomulaus unglingsstúlka,
sem verði að vinna fyrir sér. Ef
þetta er rétt, þá leyfi ég mér
að spyrja þig: Hefurðu gleymí
öllu sem ég hef sagt við þig?
Og hefurðu gleymt að láta ó-
gæfu föður þíns verða þér til
varnaðar? Eg vona að svo sé
ekki. Fátæktin er vondur föru-
nautur, sá versti, sem til er.
Hér talar reyndur maður. Eg
hef enga ánægju af lífinu, allt,
sjm yyy^u^i,
4