Þjóðviljinn - 12.04.1945, Blaðsíða 1
10. árgangur.
Fimmtudagur 12. apríl 1945.
82. tölublað
-129MHM
MsltiNl
Bandarikjaher fekur Coburg
- 80 km frá Tékkoslovakíu
Skriðdrekasveitir 9. Bandaríkjahersins hafa farið
framhjá Braunschweig og sótt fram allt austur að Elbe-
fljóti norður af Magdeburg og tekið smábæinn Wolmirs-
stedt, en þaðan eru 125 km. til Berlínar, og 200 km. til
Kiistrin við Oder sem er á valdi rauða hersins.
Fótgönguliðssveitir úr 9. hemum hafa brotizt inn
í Braunschweig, og eru þar háðir harðir bardagar.
Norðvestur-Þýzkaland
Her Montgomerys sækir fram í átt til Hamborgar,
og voru brezkar loftfluttar hersveitir í gærkvöld aðeins
3 km. frá borginni Celle, sem er mjög mikilvæg sam-
göngumiðstöð, norður af Hannover. Brezkur her er
kominn að úthverfum stórborgarinnar Bremen, en þar
hefur vöm Þjóðverja verið sérstaklega hörð.
Allt svæðið milli Weser og landamæra Hollands er
orðið varnarlítið fyrir hinni hröðu sókn brezkra og
kanadiskra herja í átt til Emden og Oldenburg. Á ein-
um stað er brezkur her aðeins 20 km. frá Norðursjó, að
því er óstaðfest fregn hermir.
Talið er að Þjóðverjar hafi enn 200 þús. manna her
í Norður- Hollandi, og er hann allur í hættu vegna
þessarar sóknar.
Kanadiski herinn í Hollandi sneri snögglega til vest-
urs í gær eftir töku borgarinnar Deventer og brauzt
vestur yfir Ijesselfljót.
, Mið-Þýzkaland
I Mið-Þýzkalandi heldur sókn Bandamanna áfram
með sama þunga. Þriðji Bandaríkjaherinn hefur brot-
izt inn í Erfurt og skriðdrekasveitir hans sækja í aust-
ur, í átt til Leipzig, og em tæpa 100 km. frá þeirri borg.
Sunnar sækja bandarískar skriðdrekasveitir til
austurs, umkringdu bæinn Schweinefurt og tóku Co-
burg, 80 km. frá landamærum Tékkoslovakíu.
ESSEN ÖLL Á VALDI
BANDAMANNA
Á Ruhrsvæðinu eru háðir harð
ir bardagar og verst _ hið inni-
króaða lið Þjóðverja víða af
mikilli hörku.
«
ilðnaðarborgin Essen er nú öll
á valdi Bandamanna Hin
Luftwaffe missir
1800 flugvélar á
einni viku
í gær höfðu 1000 þýzkar flug-
vélar verið eyðilagðar á 59 flug-
völlum á einni viku. Og 800 höfðu
verið skotnar niður í lofti.
ar miklu vopnaverksmiðjur
Krupps, sem borgin er fræg
fyrir, liggja í rústum og hafa
ekki verið reknar síðan 11.
marz, að Bandamenn gerðu stór
kostlega loftárás á Essen. Mik-
ill hluti borgarinnar er í rúst-
um.
VARIZT TIL ÞRAUTAR í
AUSTURRÍSKU ÖLPUNUM
Undanfarið hafa flugvélar
Bandamanna orðið vara við
mikla hergagna og birgðaflutn-
inga til Salzburgsvæðisins í
Austurríki, og er talið líklegt,
að nazistar hugsi til að halda
vörn áfram í fjallahéruðum
Austurríkis, eftir að vörnin ei
þrotin í Þýzkalandi.
Mestöll Vínarborg á valdí
rauða herslns
Rauði herinn hefur nú umkringt Vínarborg, og er
mestöll borgin á valdi Rússa. Þjóðverjar verjast enn
í tveimur borgarhverfum.
f hemaðartilkynningu sovétstjómarinnar á mið-
nætti segir að rússneskt lið hafi farið yfir Dónárskurð
inn og náð á vald sitt suðausturhelmningnum af land-
inu milli skurðsins og Dónár.
Norður af Vín hafa hersveitir Malínovskís sótt hratt
fram til vesturs og norðvesturs og rofið þær samgöngu-
leiðir til Vínarborgar sem Þjóðverjar áttu opnar.
Í Vínarskógi er enn barizt, en étherinn hafi með skjótri sókn
þar verjast einangraðir og um-
kringdir hópar þýzkra her-
manna.
í Suður-Austurríki sækja
sovéthersveitir fram í átt til
Graz, og eru komnar nálægt
þeirri borg. Skriðdrekasveitir
rauða hersins, sem fóru fram
hjá Vín, nálgast borgina Linz.
Það þykir merki um lamaðan
varnarmátt þýzka hersins hve
skyndilega vörnin brást í Vín,
én jafnframt er bent á, að sov-
*
Litli drengurinn
fannst í gærkvöld
Þriggja ára gamall drengur
týndist frá heimili sinu, Njálsgötu
53, síðari hluta dagst í gær.
Hann fannst inni við stöð Rauða
Ki'ossins bandaríska um hálfníu-
leytið í gærkvöld, eða skömmu
eftir að tilkynningin um hvarf
hans var flutt í útvarpinu.
og framúrskarandi samvinnu
herja Tolbúkíns og Malínovskís,
náð óvæntum og ágætum
árangrr í hinni miklu sókn f
Austurríki og Tékkoslovakíu.
Svíar senda Þjóð-
verja heim
Stokkhólmsútvarpið skýrir frá
því, að sænska stjórnin hafi vísað
50 Þjóðverjum, sem nýlega komu
til Svíþjóðar, úr landi.
Það segir, að stjórnin ætli að
setja alla danska og norska kvisl-
inga, sem þangað kúnni að koma,
í varðhald og afhenda þá svo
stjórnarvöldum, Danmerkur og
Noregs að stríðinu loknu.
Verkfræðingai' Bandamanna
hafa nú komið upp svo góðum
brúm á Rin, að járnbrautalestir
geta farið yfir hana. Er það afar
mikils virði fyrir sóknarherina,
sem þurfa feiknamiklar birgðir.
r
60 Islendingar fá flug'
far til Ameríku frá
apríl til júníloka
Ríkisstjórnin hefur unnið að því
að fá leyst úr þeim miklu flutn-
ingaörðugleikum, sem orðið hafa
á leiðinni til Ameríku, síðan þeim
íslenzku skipum, sem þangað
sigldu, hefur verið sökkt.
Hlutaðeigandi amerísk hernað-
aryfirvöld ásamt sendiráði Banda-
ríkjanna í Reykjavík hafa sýnt
mikinn skilning og góðan sam-
starfsvilja í þessum efnum. Að
undanfömu hafa 32 íslendingar
fengið flugfar vestur til Ameríku.
Þá hefur utanríkisráðuneytinu
borizt símskeyti frá sendiherra ís-
lands í Washington, þar sem hann
skýrir frá því, að hann hafi fengið
loforð War Department fyrir því
að 60 íslendingar fái flugfar frá
Ameríku til íslands á tímabilinu
frá apríl til júníloka.
Sendiherrann segir að þetta
leysi í bili algjörlega flutningaörð-
ugleika íslendinga, sem dvelja
vestra.
(Frcttatilkynning jrá ríkisstjórninni).
Churchill skýrir frá
Póllandsmálunum
Anthony Eden tilkynnti í gæi
að Churchill muni á þingfundi
í næstu viku skýra frá því sem
gerzt hefur á fundum þriggja
manna nefndarinnar í Moskva
sem haft hefur til meðferðar
Póllandsmálin frá því að Krím
ráðstefnan var haldin, en i
þeirri nefnd eru Molotoff, ut-
anríkisþjóðfulltrúi Sovétríkj-
anna, og sendiherrar Bretlands
og Bandaríkjanna í Moskva.
Churchill mun einnig ræða
styrjaldarmálin almennt og um
ræður verða um þau ef þing-
menn óska þess.
Ekki haldið upp á
afmæli Hitlers
Þýzka stjórnin hefur tilkynnt,
að ekki verði haldið opinberlega
upp á afmælisdag Hitlers, eins og
venjia hefur verið, þann 20. apríl
næstkomandi. Segir hún, að há-
tíðahöldin falli niður að þessu
sinni vegna „stríðsnauðsynjar“.
SOVETRIKIN hafa ferígið mihið af bandarislcum flugvélum í styrjöldinni. - MYNDIN:
Bandarískur flugmaður kermir sovétflugmanni að fara með einaslíka flugvél.