Þjóðviljinn - 22.04.1945, Page 1
10. árgangur.
Sunnudagur 22. apríl 1945.
90. tölublað.
m h í mm m\w
so
Moskva bíður með eftirvæntingu
sameiningu herjanna að austan og
vestan
Rauði herinn berst í uthverfum Berlínar og mikili
hluti borgarinar liggur undir skothríð rússneska stór-
skotaliðsins. Þetta var opinberlega tilkynnt í miðnæt-
urtilkynningu sovétstjórnarinnar.
Sovétherirnir sækja að höfuðborg Þýzkalands úr
norðaustri og austri, og jafnframt hafa rússneskar og
brezkar sprengjuflugvélar gert stórkostlegar loftárásir
á borgina.
Sovétherirnir sem sækja úr norðaustri voru um
20 km. frá miðju Berlínar í gærkvöld og um 6 km. frá
útborgunum. Þýzkar fregnir sögðu Rússa komna inn í
norðurúthverfin Pankow og Weissensee.
Að austan hefur sókn sovétherjanna verið mjög
hröð. Snemma í gær tóku þeir bæina Buckow, Munce-
berg og Fiirstenwalde, fóru yfir aðalþjóðveginn frá
Berlín til Frankfurt og inn í austurúthverfin. Þar eru
nú háðir harðir bardagar og reyna Þjóðverjar að verja
hverja götu og hvert hús, en hafa ekki getað stöðvað
hina þungu sókn sovétherjanna.
Suður af Berlín sækja sovétherirnir hratt fram og
tóku í gær Júterbog, en þaðan eru aðeins 50 km. til
Dessau, sem Bandaríkjaher tók ígær.
Her Konéffs sækir fram í
tveim fylkingarörmum og stefn
ir annar til norðvesturs, og eru
framsveitir hans um 70 km.
suðaustur af Berlín.
í Catbus er varnarlið Þjóð-
verja einangrað, og á sér ekki
undankomu von.
Syðri fylkingararmur hers
Konéffs stefnir til suðvesturs
og var í gærkvöld kominn að
Königsbruck.
Á Dresdensvæðinu hefur her
Konéffs tekið Bautzen og er
á þeim hluta vígstöðvanna að-
eins 50 km. milli sovétherjanna
og Bandaríkjahersins.
Hernaðartilkynning Rússa
skýrir einnig frá sigrum norður
og norðvestur af Vín.
345 flu.gvéiar síðustu þrjá dagana
í horðum loftbardögum.
Rauði herinn nýtur nú árang-
nrs af rnargra mánaða undirbún-
ingi. Iiin vitfirrta vörn þýka naz-
istabersins aiustan Berlínar er bar
inn niður og þungi sovétsóknar-
innar vex með hverjum degi.
Sunnar er baráttan um Dresd-
en að hefjast. Her Konéffs. mar-
skálks^er kominn vesbur yfir Spree.
Það líbur út fyrir að það verði á
þessum hluta vígstöðvanna að
sovétherir og bandamahhaherirn-
ir að vestan mætast. Þess fundar
er beðið í Moskva með mikilli eft
irvætingu, og hann mun haldinn
hátíðlegur í Sovétríkjunum sem
ein af mestu hamingjustundium
sty r j a 1 darin n ar“.
Berlín og útborgir hennar. Pankow, sem minnst er á í jréttum í dag,
sést á miðri myndinni.
Bandaríkjaher sækir fram á 300
km samfelldri víglínu
Bandamannaher sækir austur og suður eftir Þýzka-
landi á yfir 300 km. samfelldri víglínu.
„Rauði herinn hamrar á hlið
Berl'ínar, fallbyssuskol dynja á
norða ustu rúthverf um borgarinn
ar“, sagði rússneskur fréttaritari
í Moskvaútvarpið í gær. „Rússn-
eski iflugherinn á aninríkit yfir víg
stöðvunium og gtyður sókn land-
hersins. Er nú um litla mótspyrnu
í lofti að ræða fyrir austan Berlín,
því þýzki flugherinn hefur misst
Kol frá Ruhr
Byrjað er aftur að starfrækja
sumar hinna miklu kolanáma
í Rúhr, en í þetta skipti fyrir
hergagnaiðnað Bandamanna.
Fyrsti járnbrautarfarmurinn
er þegar lagður á stað vestur
yfir Rín.
Bandaríkjaher sækir í átt tii
Dresden gegn harðri mót-
spyrnu, og þaðan nær víglínan
vestur fyrir Berlín í stórum
boga. Borgin Dessau er á valdi
Bandamanna. Suður af Magde-
burg eru háðir harðir bardagar
Bandamenn taka
Bologna
8. brezki herinn og 5. banda
ríski herinn hafa tekið borgina
Bologna á Ítalíu.
Pólskar hersveitir komust ínn
í borgina í gærmorgun og banda
rískar skömmu seinna frá ann
arri hlið.
Sigur þessi er mjög mikilvæg
ur. Setulið Þjóðverja í Bologna
hefur tafið framsókn Banda-
manna í 8 mánuði.
Brezkur fréttaritari segir, að
taka Bologna hafi verið loka-
mark mikillar, samræmdrar
sóknar Bandamanna. Tóku þátt
í henni brezkar, bandarískar,
pólskar og nýsjálenzkar her-
sveitir og auk þess herdeildir
Gyðinga og Brasilíumanna. —
Segir hann, að þetta sé mikill
sigur, af því að borgina hafi
verið mikil birgðamiðstöð og
virki Þjóðverja. '
og vinur Bandaríkjaherinn þar
stöðugt á.
Her Montgomerys sækir norð
ur að hafnarborgunum miklu.
Brezkur her berst í Bremen og
er kominn svo nærri Hamborg
að brezku fallbyssurnar ná til
borgarinnar.
í Hollandi veret þýzka setu-
liðið harðlega.
Bandamannaher sækir nú inn
í Tékkoslóvakíu og tók banda-
rískur her í gær bæinn Asch,
sem er um 150 km. vestur af
Prag.
7. þýzki herinn sækir frá
Nurnberg í átt til Regensburg
og Munchen og verður vel á-
gengt þrátt fyrir harða mót-
spyrnu. Franskur og bandarísk-
ur her hefur umkringt Stútt-
gart.
----^---------------------
Dentz hershöfðingi
dæmdur til dauða
• /
Franski hershöjðinginn Dentz,
s emvar landstjóri í Sýrlcmdi og
Lihanon árið 1941. og stjómaði
þá hernaðaraðgerðum gegn Bret-
um og jrjálsum Frökkum, var í
gœr dœmdur til dauða í París.
Hofur enginn j.afn háttsettuir
hershöfðingi fransikur verið dæmd
ur til dauða.
t---------------------------
Vísir krefst lækk-
unar fiskverðsins
Vísir segir í leiðara í gœr:
„Liggur þvi eklci annað jyr-
ir en að stöðva skipin, nema
því aðeins að ríkisstjómin
hlutizt til um að verðlœlclcun á
fiski verði komið á liér á inn-
anlandsmarkaðinum“.
Þar með er gríman faUm.
Visir hcjur vonast ejtir verð-
lœkkun á jislci á erlenda mark-
aðinum, spáð slíkri verðlœkk-
un, beðið um hana — en elcki
jengið. Visir hejur krajizt þess
að spekúlantar jengju jisk-
jlutningaskipin í hendur— en
elcki jengið það. Og nú lieimt-
ar Vísir að skipin verði stöðv-
uð nema ríkisstjómin láti lœkka
jiskverðið!
Þannig er innrœti Coca-cola
blaðsins í garð sjómanna.
^--------------------------1
Bandamenn kynnast
fangabúðum Þýzka-
lands
Bandamenn hafa náð á vald
sitt ýmsum illræmdustu fanga-
búðum Þýzkalands, þar á með-
al íangabúðunum í Buchen-
walde.
Þar hafa nú verið staðfestar
þær ægilegu lýsingar, sem þýzk-
ir andfasistar hafa gefið af þess-
um fangabúðum. Þar hefur þús
undum karla, kvenna og bama
verið misþyrmt á hinn hryUi-
legasta hátt, og haft á allan hátt
sóðalegan og heilsuspillandi að-
búnað.
Taugaveiki geisar í fangabúð
unum og hafa þúsundir manna
látið lífið. Fjöldi manna hefur
látið lífið úr hungri.
Eisenhower hershöfðingi hef-
ur boðið nefnd brezkra og
bandarískra þingmanna til
Þýzkalands, til að kynmast af
eigin raun ástandinu í fanga-
búðunum.
Útflutningurinii í
marz
Samkvœmt skýrslu Hagstof-
unnar nam verðmœti útfluttra
ajurða í marz kr. 36 187 450,00 og
og innjluttar vörur á sama tíma
verzlunarjöfnuðurinn í ryiánuð-
inum verið hagstœður um 18,8
millj. kr.
Á tímabilinu jan.—marz. nam
útflutningurinn kr. 66 934 300,00.
en innjlutningurinn 58 032 000,00
um 8,9 millj. kr. — Á sama tíma
s. I. ár nam útjlutningurinn kr.
47,6 millj., en innflutningurinn
kr. 47,9 millj.
Af útflutningnum nemur ís-
fiskurinn mestu, 18,4 millj., freð-
fiskur 8,1 mill., lýsi 4,3 millj.,
saltsíld 2,8 millj. og saltaðar gær
ur 1,4 millj.
Mest hefur verið flutt til Bret-
lands, eða fyrir 26,9 millj., þar
næst til Bandaríkjanna, fyrir
5,2 millj. og til Frakklands fyr-
ir 3,9 millj.