Þjóðviljinn - 06.05.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.05.1945, Blaðsíða 1
10. árgangur. Sunnudagur 6. maí 1945. 101. tölublað. t------------------------' Sósíalistar! Munið eftir fundinum í Tjamarbíó á miðvikudaginn. Nánar auglýst á öðrum stað í blaðinu. m Vörnum Þjóðverja í Suður-Þýzkalandi er nú lokið. Tveir þýzkir herir, 1. og 19., gáfust upp fyrir Bandamönnum þar í gær. Einn þýzkur her enn gafst upp fyrir 1. franska hernum í gær. Er Vestur-Tékkoslóvakía, eina varnarsvæðið auk Nor egs sem I’jóðverjar hafa á valdi sínu, nú algerlega umkringd af Bandamönnum. Fréttir hafa borizt um uppreisn í Tékkoslóvakíu og talið að höfuð- borgin, Prag, sé, á valdi tékkneska þjóðfrelsishers- ÖFLUGASTIR EN SAMT — Eins og áður er sagt eru öfl- ugustu herir Þjóðverja í Tékko- slóvakíu, en samt hörfa þeir skjótt undan hersveitum Banda manna sem sækja fram úr öll- um áttum. Þýzka herstjórnin sagði í gær. að þýzkar hersveit- ir í Moravíu hefðu hörfað und- an samkvæmt áætlun. Hersveit ir Pattons sækja hratt fram að vestan og stefna til Pitzen og Prag á 170 km. víglínu og hafa sótt 25 km. inn yfir landa- mærin. ms. .Til dæmis um það, hve þýzka herstjórnin er gersamlega búin að missa alla stjórn á hemum er það, að þýzki hershöfðinginn sem gafst upp fyrir Bandamönn um í gær, hafði ekki hugmvnd um hve herir þeir, sem upp gáf ust voru fjölmennir. Hann taldi þá vera eitthvað milli 200 —400 þús. — 3. herinn hefur tek ið Linz, og talið líklegt að hann muni hafa sameinazt hersveit- um rauða hersins sem sóttu að borginni að sunnan. TÉKKOSLÖVAKÍA Útvarpið í Prag sendi síðdeg- is í gær dularfulla beiðni um. hjálp. Skömmu áður sendi út- varpsstöð nálægt Prag út áskor un til Bandamanna á iensku rússnesku og tékknesku um að senda flugvélar til aðstoðar tékkneska þjóðfrelsishernum’ sem ætti í vök að verjast gegn Þjóðverjum. Fulltrúi tékknesku stjórnar- innar sem hélt ræðu í útvarpið í London í gær, þar sem hann sagði að Prag væri nú aftur orð in höfuðborg tékkneska ríkis ins. Mátti skilja af orðum hans. að borgin væri nú þegar í hönd- um þjóðfrelsishersins. Álitið er að uppreisnin : Tékkoslóvakíu hafi hafizt 1. maí með verkfalli í Skodavopna verksmiðjunni sem síðar ha+'ði breiðzt út um allt land. Er þýzki herinn í Noregi að gefast upp? Talið er líklegt að þýzki lierinn í Noregi muni gef- ast upp á hverri stundu, Sumar fréttir segja að á- kvörðunin um uppgjöfina hafi þegar verið tekin, Kvisling hélt ræðu í „t- varpið í Osló í gær og sagði þá, að öllum árásum utan- að frá mundi verða hrund- ið. Fréttirnar uxn uppgjö'f þýzka liersins í Noregi hafa aðallega komið frá Svíþjóð, og segir Nor- man Mac Donald fréttaritari •brezka útvarpsins þar; að þær séu eftir heimiklum sem jafnan hafi reynzt áreiðanlegar. Þegar emibættismaður i sænska utan- rí'kisiiáðuneytinu var spurður að því í gær, hvort þessar fréttir myndu háfa við rök að stvðjast, svaraði hann aðeins: Þær koma of fljótt. RÆÐA KVISLINGS Ekki var það þó að heyra á ræðu Kvislings sem hann hélt í nors'ka útvarpið í gærkvöld, að upp gjöf þýzka hersins í Noregi væri væntanleg. Hann hctf mál sitt með Framhald á 5. síðu. Póllandsdeilan Enn gengur ekkert né rekur í PóHandsdeil'unni. Stettinius og Ed en hafa neitað að ræða frekar að sinni ti’llögur Sta'lins um mvndun nýrrar stjórnar í Póllandi. — Kont ið hefur í ljós. að ’fulltrúarnir sem pólska afturhaldsstjórnin sendi til viðræðna við sovétstjórnina hafa notað tækifærið til að vinna skemmdarverk gegn rauða hern- um í Póllaudi og hafa þeir verið settir í varðhald meðan mál þeirra er í rannsókn. Síðasta varnarsvæðið - auk Noregs ýDRESDEN 'Co0z% ^Oiemnitz^ . ■^SSi , BRESi 'Zatec \ ^^Kortjófdu^^itomerice Trutnovs:% jGlafe ’Mtada < m « .JHradec \ mmr %Miœ ^ftfyM %Hn' •Chrudim ^ K A I A U‘1 UU/trt^ aenesm JKJLöEN i \\ rt, ^ L. t > KOR Ti!) >S YNIR cinn varnarsvœðið, sem Þjóðverjdr eiga eftir auk Noregs, Vestur-Tékkoslovakíu, Rauði herinn sœkir að hersveitum Þjóð- verja að sunnan og austan en h-er Pattons aS vestan. Martin Nielsen ■*>. Axel Larsen Axel Larsen, helzti leiðtogi danska Kommúnistaflokksms er komin til Danmerkur eftir langa dvöl í fangabúðum Þjóð verja. Hann var leystur úr haldi af rauða hernum. Larsen ior lengi huldu höfði í Danmörku áður en Þjóðvérjum tókst að ná í hann. Iíann átti við tál við dönsku fréttaþjónustuna í Svíþjóð áður en hann kom til Danmerkúr. Sagði hann, að allar innbyrgðisdeihir milli flokka yrðu að víkja fyrir raunhæfu uppbygg ingarstarfi og lagði áherzlu á það, að það væri fyrst og fremst Þjóð- frelsishreyfingin h'eima fyrir, sem barizt hefði gegn Þjóðverjum her niámsárin, sem ætti að ráða málum Danmerkur þangað til danska þjóðin hefur fengið að láta vilja sinn í ijós í almennum kosning- um. í gær bárust einnig þær frétt ir, að Martin Nielsen, annar að- alleiðtogi danskra kommúnista hefði verið leystur úr fangabúð um Þjóðverja. Hann er nú í Moskva. imel imi UDnlnn til laapnanna- Mn - Nirlli melsia i Mestui Brezlv fallhlífahersveit komin til K áupmannahaf nar Fyrstu brezku hermennirnir eru komnir til Kaup- mannahafnar. Var það fallhiífasveit sem lenti þar síð- degis í gær. Einnig er hernaðarsendinefnd Bandamanna komin til Kaupmannahafnar til að ræða við yfirforingia þýzka hersins í Danmörku arskilmálanna. Til nokkurra höfn í gær. Nokkrir þýzkir hermenn hafa ncitað að láta vopn sín af hendi og kom til smábardaga víðs vegar um borgina. Enu fremur hafa sjó- liðar á þýzkum skipum í höfninni skotið alf loftvarnábyssum á borg ina. Óstaðfestar fréttir segja að 34 manns hafi látizt a’f afleiðing- um þessara vopnaviðskipta en 100 : særzt. varþdfélagsins í Bandaríkjunum útvarpaði í gær frá Kaupmanna- höfn, en þangað kom hann hálf- tima áður en uppgjöf þýzka hers- ins átti að fara fram. Ilann sagði ! að þýzku hermennirnir hefðu stað ið kyrrir á varðstöðum sínum og beðið einungís eftir merki um að j um framkvæmd uppgjaf- bardaga kom í Kaupmanna íara til herbúða sinna. Svipur þeirra var þrjóskulegur eins og þeir æ'ttu bágt með að trúa því, að hinn „ósigrandi“ þýzki her liefði verið sigraður. Ljósmyndari, sem með honum var spurði þýzk- an hermann, sem var með vél- byssu hvort hann mætti taka mynd áf honum. Þjóðverjinn neibaði. Ljósmyndarinn sagðist þá bíða þangað til klukkan væri orðin 8. Þjóðverjinn fór. Þýzkur varðmaður varnaði konu að kom ást inn i byggingu. Hún sýndi honirm úr sitt og sagði: Ivlukkan er orðin 8. Hún komst inn. Nokkr ir þýzkir hermenn neituðu þó að I.vist döniku þjóðfrelsrssinnana Frh. á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.