Þjóðviljinn - 06.05.1945, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.05.1945, Blaðsíða 2
2 ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 6. maí 1945. Vorsýning Handída- og myndlisiaskólans Handíða- og myndlistaskólinn opnaði vor-sýiúngu í sýningarsal Hótel Heklu s.l. þriðjudag. Á sýrúngunrá er jjöldi útskorinna muna, teikningar, vatnslitamynd- ir nokkur málverk, U’ðurvörur, smíðagripir o.fl. Mun sýning þessi verða opin í tiu daga, kl. U— 10 daglega. Skólinn starfar 7 mánuði árs- ins, og er kennt í þremur deildum: Kennaradeild, myndlistadeild (í þeirri deild haí’a verið 17 nemend ur í vetur) og ýmsir námsflokk- ar, er mynda þriðju deildina. Rúmlega 380 nemendur hafa stundað nám við Handiðaskólann í vetur. Eru húsakynni þau er skólinn hefur til umráða orðin alltof þröng. í vetur hafa verið kenndar tekniskar teiknin.gar í tveimur námáflokkum innan skólSns, er það einskonar framhaldsnám fyrir húsasmíði og hefui; Skarphéðinn Jóhannesson annast þá kennslu. Verða ráðningarskrif- stofa Reýkjavíkur og vinnumiðlunarskrifsofan sameinaðar? Verkamannafélagið Dagsbrún hefur sent bæjarráði eftirfar- andi fundarsamþykkt sína, sem gerð var fyrir skömmu: „Fuod ur 1 Verkamannafélaginu Dags- brún, haldinn 24. apríl 1945, skorar á ríkisstjórnina og bæj- arstjórn Reykjavíkur að sameina Ráðningarskrifstof'j Reykjavíkurbæjar og Vinn;- miðlunarskrifstofuna í Reykja vík í eina vinnumiðlunarskrif stofu, er starfi í samræmi við nýsköpunarþarfir atvinnuveg- anna og hafi náið samstarf /ið verkalýðinn“< Verða sett upp umferða ljós? Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur lagt til að keypt verði umferðarljósatæki, er sett yrðu upp á gatnamótum í bænum. þar sem umferð er mest. Um- ferðarljós hafa verið notuð flestum erlendum borgum um margr^ ára skeið og talin auka öiyggi í umferðinní. Bæjarráð ákvað að óska eftir nánari greinargerð um þetta, en lá fvr ir fundinum. Kosning í stjórn Spari- sjóðs Reykjavíkur og nágrennis A síðasta bæjarstjórnarfundi voru kosnir tvoir mcnn í stjórn Spari- sjóðs Reykjaivíkur og nágrennis. Voru kosnir þeir Ólafur H. Guð- mundsson og Helgi H. Eiríksson. Endurskoðendur voru kosnir Björn Steffensen og Halidór Jako'bsson. Kosning í mjólkursölu- nefnd Á síðasta bæiarstjórnanfundi var Gunnar Thorodd'e kosinn í mjólk- ursölunefnd o<r sem ".iramaðr. } ans M:..'ía Mmck. Stjórn Handíðaskólans hefur í undirbúningi útgáfu á Þryms- kviðu, cr væntanlegum styrktar- mönnum skólans verður gefinn kostur á að eignast gegn ákveðnu gjaldi. Útgáfan verður skreytt myndum af málverkum til skýr- ingar efninu. Á sýningunni eni 6 af 12 mál- verkum seim ákveðið er að taka myndir af i bókina. Er sýningin var opnuð, ávarpaði skólastjóri Handíðaskólans, Lúð- víg Guðmundsson, sýningargest- ina með ræðu, þar sem hann rakti að nokkru sögu skólans og gerði grein fyrir starfi hans eins og það er n ú. Skólinn var stofnaður haustið 1939, af Lúðvíg Guðmundssyni er var ' eigandi og skólastjóri hans fyrstu þrjú árin. Árið 1941 keypti Lúðvíg Guðmundsson hús við Grundarstíg sem notáð hefur ver ið sem aðsetúrstaður skólans síð- an. Að .sjálf.seignarstofnun var skól inn garður árið 1942 og á nú eng- inn einistaklihgur eyrisvirði í hon- um, en 15 menn standa að skól- anum sem jafnréttháir samstarfs- menn. Eignir skólans eru metnar á 300 þúsund krónur, en aftur á móti hvíla á honum skuldir sem noma að upphæð 70 þúsundum króna. Þrír fastir kennarar starfa við Handíðaskólann, eru það þeir Kurt Zier. sem er yfirkennari skólans, Gunnar Klængsson, smíða- og teiknikennari og Lúðvíg Guðm- | undsson, sem er skólastjóri. Auk þeirra hefur skólinn 11 stunda ' kennara og eru því kennararnir 14 al ls. Holræsa- og vatnslagnir / gangi fyrir Bæjarráð hefur ákveðið að leggja áherzlu á, að holræsa- og vatnslagnir vegna nýrra byggingalóða í bænum, verði í látnar ganga fyrir annari vinnu við gatnagerð; ef hörgull skyldl verða á vinnuafli á sumri kom- anda. Er mikil eftirspurn eftir byggingarlóðum og úthlutaði bæjarráð fyrir skömmu um 80 lóðum í Kaplaskjóli og síðan meira en 100 lóðum í Norður- mýri og nálega 50 lóðum í Kleppsholti. Starfsskipting KRON- stjómar Meinlega villur höfðu slæðst inn í frásögn blaðsins um fyrsta fund hinnar nýju stjóm ar KRON í gær. Á fundinum skipti stjómin með sér verkum. Formaður var kjörinn Sigfús Sigurhjartarscn, varaformaður Þorlákur Ot+err'- og ri’.r.ri Tbeodór B Línda'. I.maí hátíðarhöld Sandur Verklýðsfélagið Afturelding hóf 1. maí hátíðahöldin með kvöldskemmtun 30. apríl s. 1- Þar fluttu ræður Hjálmar Elías son formaður félagsins og Guð- mundur Vigfússon erindreki Alþýðusambands íslands. Skemmt var með gamanvísum. kvartett söng og rimur voru kveðnar. Síðan var stigiun dans fram eftir nóttunni Sam- komuna sóttu um 100 manns 1. maímerki voru seld daginn eftir. Ölafsvík Verklýðsfélagið Jökull gekkst fyrir merkjasölu og kvöld- skemmtun, sem hófst kl. 6 síð- degis 1. maí. Ræður fluttu Kristján Jensson formaður fé- lagsins og Guðmundur Vigfus son erindreki Alþýðusambands íslands. Þorgils Stefánsson og Gústaf Lárusson lásu upp og fjöldasöngur var sunginn með undirleik Bjargar Ólafsdóttur kennara. Síðan var stigh.n dans. Á samkomunni voru um 200 manns. Hvammstangi Verklýðsfélagið Hvöt gekkst fyrir kvöldskemmtun 1. mj.í Ræður fluttu formaður félags- ins, Björn Guðmundsson og Hannes Stephensen fyrir hönd Alþýðusambands íslands. Björn Jónsson kennari las upp. Verk- lýðs- og baráttusöngvar voiu sungnir. Dansað var fram eftir nóttunni. Skúli Magnússon stjórnaði samkomunni og fór hún vel fram. Er þetta í fyrsta skipti sem verkamenn á Hvammstanga efna til hátíða halda 1. maí. Hér með skal leiðrétt sú missögi að Magnús H. Jónsson hafi talað i Listamannaskálanum 1. maí. Það var Guðgeir Jónsson, sem talaði í hans stað. Pálmi Jósefsson settur yfirkennari Bæjarstjórn hefur samþykkt að Pá'inii Jóscfsson verði settnr yfir- kennari við Miðbæjarskólann í stað Elísar Bjarnasonar, sem hef- ur látið af störfum fyrir aldurs sakir. Bærinn kaupir hlutabréf fyrir 100 þús. kr. í h. f. Skipanaust Bæjarstjórn hefur samþykkt að verja 100 þús. kr. til hlutabréfa- ka.upa í h.f. Skipanaust, nteð því skilyrði að bæjarstjórn eigi jaifnan rétt til• að tilnafna 1 fulltrúa í stjórn félagsins. Mjólkursamsalan fær veitingaleyfi Mjólkursamsalan hefur sótt um veitingaleyfi í salnum á þakhæð J nýju mjólkurstöðvarinnar við Suð urlandsbraut. Var samþykkt á síðasta bæja rs tjórnarfundi. Salur þessi nær yfir alla þak- hæð nýju byggingarinnar og mun vera Aærsti samkomuralur í Ir'”- u:.t. Þetta er meira en aug- lýsingaskrum Það er að verða næsta algengt hér í Reykiavík að efna til sýninga á öllúm mögulegum hlutum. Bæi- arbúum er ekki einvörðungu boðið upp á málverkasýningár, heldur bygginga- bóka- bindindismála- ljósmynda- og skólasýningar, og er þó sennilega eitthvað ótalið. Sér- staklega hefur kveðið ramt að þessu sýningaflóði í vetur, og staf- ar það fyrst og fremst af því, að hentugt húsnæði hefur fengizt til þessara hluta, þar sem er sýninga- salurinn í Hótel Heklu. Sumt ai þessum sýnin'gum er vissulega sett fram í auglýsingaskyni, en þó má fullyrða að allar hafi þær haft menningar- og fróðleiksgildi, þrátt fyrir annan tilgang sem oft hefur verið auðsær. Meðan svo er, sýn- ist ekki vera ástæða til að amast við þeim. Heidur þvert á móti, við- urkenna það sem vel er gert í þessu efni, en gagnrýna það sem miður fer, í Irausti bess að þá verði betur gert í næsta sinni. Tvær sýningar t Einn góðkunningi Bæjarpóstsins hefur sent honum bréf um tvær af þessum sýningum, en það eru skóla sýningin í Austurbæjarskóla og vor sýning Handíða- og myndlistaskól- ans. Sú fyrrnefnda er að vísu af- staðin og verða þeir sem létu hana fara fram hjá sér að lifa í von- inni til næsta vors, í trausti þess að forráðamenn skólans sjái sér fært að efna þá til annarrar sýn- ingar ekki síðri. En hvað snertir sýningu Handíðaskólans. þá er hún ennþá opin almenningi í sýningar- salnum í Hótel Heklu. Opborglrmí Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Aústurbæjarskólanum. Næturvörður er í Reykjavíkurapó- teki. Næturakstur: Bifröst, sími 1508 Ljósatími ökntækja er frá kl. 21,15 til kl. 3,40. Útvarpið í dag: 14.00 Messa i Dómkirkjunni (séra Sigurjón Árnason). Ferming- armessa. 18.30 Barnatími (Pétur Pétursson, Brynjólfur Jóhannesson o. fl ) 20.35 Erindi: Japanski rithöfundu - inn Kagawa (Ólafur Ólafssoo kristniboði). 21.00 Hijómpltöur: Norðurlanda- söngvarar. 21.15 Upplestur: Kvæði (Snorri Hjartarson). 21.30 Hljómplötur: Klassiskir dans- ar. Útvarpið á mofgun: 20 30 Þýtt og endursagt (Andrés Björnsson). 21.00 Frá útlöndum (Axel Thor- steinson)). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Amerisk þjóðlög. Einsöngur (Vilhjálmur S. V Sigurjónsson): a) Nú andar suðrið (Ingi T Lárusson). b) Nú sefur jörðin (Þorvald- ur Blöndal). c) Vor og haust (Bjarni Þor steinsson). d) í fiarlægð (Karl O. Run- ólfsson). c) Kvöldljóð (Ctefán GiD ;v.:nds-;. Gaf skólanum beztu meðmæli Um sýninguna í Austurbæjar- skólanum skrifar bréfritari minn: „Eg var að hlusta á útvarpstil- kynningarnar hér um kvöldið og heyrði að lesin var tilkynning um sýningu nemenda í Austurbæjnr- skólanum. Mér varð strax forvitní á að vita hvað þarna væri að sjá„ þótt ég sé hvorki barnakennari né eigi börn í skóla og hafi þar af leiðandi ekki meiri áhuga fyrir barnaskólum en hverjum öðrunr skólum. Svo lét ég verða af þessu dagian eftir. Skoðaði gýninguna og reyndi að kynna mér hana sem bezt. Eg hafði einhvern pata af því, aé Austurbæjarskólinn væri alls ekkí svo slæmur skóli og ég verð að segja það, að þessi sýning gaf skól- anum hin beztu meðmæli í mínum augum. Hér var ekki um neitt úr val að ræða, af því bezta sem skólinn hafði að sýna, enda hefði slík úrvalssýning ekki náð þeim j tilgangi sem virtist hafa vakað fyr- ir forráðamönnum skólans, sem sé að gefa foreldrum barnanna kost á að íylgjast með starfi þeirra í j skólanum. Það þarf varla að taka fram að barna var margt prýði- lega vel gerðra muna, af svo ung- um nemendum að vera, er báru merki smekkvísi og kunnáttu. Eftir að hafa skoðað þessa sýn- ingu í Austurbæjarskólanum, býð ég þess með eftirvæntingu að aðr ir barnaskólar þessa bæjar efni til skólasýninga, svo við fáum að sjá hvað þeir hafa upp á að bjóða“. Vorsýning Handíðaskólans Þá víkur bréfritarinn að sýningi Handíða- og myndlistaskólans: „Ekki liðu nema nokkrir dagar þar til önnur sýning var opnuð hér í bænum og þar var ekki verið að sýna neitt barnameðfæri, held ir handaverk þroskaðra nemenda ei sumir hveriir eiga vonandi eftir að komast í tölu listamanna þjóða-- innar, er þeir hafa aflað sér frek- ari menntunar en kostur er hér innanlands. Þetta var vorsýning Handíða- og myndlistaskólans i Hótel Heklu. Nú væri fjarstæða að bera þessar tvær sýningar saman. svo fiarskyldar eru þær í eðli sínu En gaman hefði ég að vita hvo’T sumir nemendur Austurbæjarskól- ans eiga ekki eftir að verða meðal færustu nemenda Handíða- og mynd listaskólans, í tréskurði og teikn- ingu. Það sem mér þótti bera af á sýningu Handíðaskólans voru mynd irnar, einkum vatnslitamyndimer • sem klæddu eitt hornið í salnum. Kæmi mér ekki á óvart þó sýning- argestum yrði starsýnt á þær, og þa ekki síður að höfundur þeirra ætti eftir að valda stærri verkefnum. ef hann heldur áfram námi í list- inni. Annar aðalþáttur sýningarinna- er tréskurður og leðurvinna. Er þar margt fagurra muna.. Yfir það heila tekið hefur sýn- ingin tekizt með afbrigðum vel og ef vænta má jafns góðs árangurs árlega af starfi þessa skóla, leyfi ég mér að fara fram á að sú - regla verði upp tekin að skólinn gefi almenningi árlega kost á að sjá slíka sýningu sem þessa. ■ Er skömm til þess að vita að Handíða- og myndlistaskólinn skuli vera einn þeirra skóla hér í höf- uðstaðnum sem verður að búa við ófullnægjandi húsnæði. Mætti vel svo fara að þessi sýning og aðrar sem ég vona að skólinn eigi eftir að hafa, opni augu valdhafanr.a og alls almennings 'vrir beir'-i '•■■ , hæi.. og knýi fram leiðréttin„u t 1 hc. .4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.