Þjóðviljinn - 06.05.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.05.1945, Blaðsíða 7
Sunnudtagur 6. maí 1945. ÞJCJVILJINII 7 Mikkjel Fönhus: Hrakningar bjóraf jölskyldunnar henni. Hópur lifandi dýra kom hlaupandi niður brekk- una. Þetta voru ákaflega stórar skepnur og þær báru skóginn á höfðinu. Þetta var reyndar enginn skógur. Hreindýrin runnu eins og grátt og úfið fljót niður brekkuna og niður að læknum. Hún ætlaði að fela sig en fann ekkert skjól. Þá ætlaði hún að stinga sér, en lækurinn var of grunnur. Dýrahópurinn kom nær og nær með miklu klaufa- sparki. Hún sneri baki að steini í læknum og rétti úr sér að framan og horfðist í augu við hættuna. Það var ekki hugrekki, heldur hræðsla og eðlishvötin að verja sig, sem kom henni til þess. Hreindýrin, sem voru á undan, sáu hana. Þau urðu logandi hrædd, hentust yfir lækinn, svo að gusurnar gengu í allar áttir. Og eftir litla stund hvarf allur hóp- urinn á harða spretti fyrir næsta leiti. Hún hélt áfram ferð sinni, lengra og lengra og svaf öðru hvoru 1 urðarholum. Súlturinn píndi hana og óljós hugmynd um, að hún væri á leið þangað sem hún fvndi skóg, dró hana áfram. Hún sá í huganum hávaxinn. skuggsýnan skóg, þar sem nógur trjábörkur var, svali og skjól. Nokkrum vikum seinna talaði presturinn í Vestur- dal við sýslumanninn í síma, og sagði honum merkileg tíðindi. Þessi prestur var alveg sérstakur í sinni röð. Þegar hann fór til kirkju sinnar eða annarra pres’tsstarfa, ók hann ekki í bíl eins og betri manna er siður. Hann fór alltaf á reiðhjóli á sumrin, en á veturna fór hann á skíðum. Þetta var ungur maður, grannvaxinn og hvikur í hreyfingum. Öllum var vel við hann, bæði fátæku kerl - ingunni, sem var komin í kör og kaupmanninum við fjörðinn, þangað kom presturinn oft, því að hann var mikill gleðimaður. mtogiETIA PEARL S. BUCK: ÆTTJARÐARVINUR Það er ekkert nýtt, að menn séu að eirihverju leyti dæmdir eftir útliti sínu. Alkunn eru orðatiltækin: Heimskur er jafn an höfuðstór, auðþekktur ei asninn á eyrunum, trúðu aldrei lágum manni rauðskeggjuðum. margir eru langir linir og stutt- ir stinnir o. s. frv. En svo tekur við fræðigrein sem með hálfum huga kallsr sig visindi. Þetta er til dæmis sagt um eyrun: Rétt skapað eyra á að vera jafn langt nefinu. Ef miklu munar,'á hvorn veginn sem cr, bendir það á eitthvað sérstakt í fari mannsins. Stór, vei löguð eyru hera vott um sannleiksást en litla fram- takssemi. Stór, útstandandi eyru bera vott um rott mir.nl - stu"d- um ’ ’-jómliir"áfu. Lítil eyru benda á að maður- inn sé ekki viljasterkur og jafn vel viðsjáll. , Þá koma augnabrúnirnar: Langt bil milli augmabrún anna: glöð og hreinskilin lund. Mjóar,-þráðbeinar augnabnín ir: athygli og drengilegt hugar- far. Ójafnar augnabrúnir: jðni og atorka. Skásettar augmabrúnir (hæ,ri þeim megin, sem veit að nef- inu) þunglyndi. Bogadregnar augnabrúnir (háar) viðkvæmni en vöntun á skarpskyggni. Stuttar, bogadregnar augna- brúnir: hugrekki og snarræð’ Loðnar augnabrúnir: Þrek og þrautseigja. Samvaxnar augnabrúnir: við- kvæmni. önuglyndi o% J i t/yggnl. hann aðeins von um að hrósa sigri og koma fram hefndum á þeim, sem þeir fyrirlitu mest. Þegar ein'hver móðgað: þá, kennari eða embættismað- ur, sem þeir gátu ekki rétt hlut sinn á, eða einhver hafði látið yfirvöldin múta sér, gert óleyfi lega samninga við útlendinga eða þess háttar, settu þeir nafn hans á listann. Pen Liu hafði mælst til þess- að enski náttúrufræðikennar- inn mr. Ranald yrði settur á listann, því að hann var vondur við Pen Liu. Einu sinni hafði kennarinn kallað til hans: „Sittu ekki í keng, eins og Hindúadrusla“. Peng Liu hafði hvorki skilið orðin að „sitja í keng né“ „Hindúadrusla“. En hann leit aði að þeim í orðabók á eftir og langaði hann til að fá nafn kennarans sett á „listann". „Það er óþarft, að setja út- lendinga á listann“ svaraði En- lan reiður. Útlendingar verða drepnir, þegar tíminn er kom- inn“. En hvenær „tíminn var kom inn“ vissi enginn. Allir félags menn voru orðnir órólegir um haustið og vildu láta skríða til skarar. Stjórn bvltingamanna i Hankow varð öflugri með hevrj um degi, sem leið Einn góðan veðurdag mundi Chiang Kai shek koma niður með Yangtse fljótinu. Enginn vissi, hvað þá gæti gerzt. Enginn minntist á það, nema í hálfum hljóðum. I-wan heyrði hvíslað um það í krókum og kimum milli vonar og ótta. Þeir ræddu um það 1 félaginu og voru vongóðir. Fað- ir hans talaði um það heima og var reiður. En-lan sagði félögum sínum að ekki væri nóg að tala. Þeir yrðu að taka þátt í starfinu. Allir félagár í borginni voru önnum kafnir við að undirbúa það sem átti að gerast. „Og starfið er það“, hafði hann sagt, „að undirbúa jarð- veginn meðal alþýðunnar. Það gerum við sem kunnum mál hennar. Og þú, I-wan, sem ert sonarsonur herforingja og hef ur lært heræfingar, þú verður að æfa verkamannaliðsveit við Ta-Tuan verksmiðjurnar“. I-wan varð orðlaus af undru i En-lan hafði alltaf vitað hverra manna hann var. En hvernig vissi hann, að afi hans hafði látið þýzkan liðsforingja kenna hortum heræfingar heima í þrjú sumur? Hann svaraði að- eins hátt og greinilega: „Já“. Skömmu seinna gekk ha m framhjá En-lan í ganginum og spurði: „Hvernig veizt þú, að ég hef lært heræfingar?“ En-lan brosti: ,.Eg sé það á j?önsrular*i ^ínu. [ göhgo.j i í röð hé”Uc. í skó’an- I um“. Og svo fór hann leiðar sinnar. Þannig gerðist það, að I-wan fór að skipuleggja leynilegan her meðal tærðra og horaða spunamanna í verksmiðjunum. Hann hafði farið daglega tix spunahúsanna í tvo mánuði. Þetta var ekki auðvelt starf. Hann fékk ekki að koma inn í sjálf spunahúsin, þaðan lagði þef af rotnuðum silkiormum og hitagufa kom á móti hon um. Hann reikaði innan um hreysi verkamannanna, kring ■ um spunahúsið, og beið þess að fólkið kæmi heim 1— menr, konur og börn. í fyrstu var hann óframfær- inn og ráðbrota. Það var næst- um því ótrúlegt, að þetta væru manneskjur — þessar keng- bognu, hrumu og hóstandi ver- ur, rauðeygðar með bólgnav hendur. Hendur kvennanna og barr. anna voru átakanleg sjón. Þær voru stirðar af bólgu og sáre auka. I-wan gat ekki að því gert, að hann spurði í fyrsta sinn, sem hann kpm: „Hvað er að höndunum á ykkur?“ Það var á að gizka tólf ára gömul stúlka, grönn og veiklu- leg, sem varð fyrir svörum. Rödd hennar var þýð og vin gjarnleg: „Það er heita vatnið". „Heita vatnið?“ endurtók hann. Gömul kona tók fram í: „Ormarnir eru lagðir í heitt vatn til þess að drepa þá og gera silkið mýkra. Við verðum að taka þá upp úr með hönd unum og finna endann á silki þræðinum, sem ormurinn spinn ur utan um sig. Vatninu, e.- haldið heitu með rafmagni — þessu útlenda rafmagni. Þess vegna eru hendurnar á okkur svona“. I-wan svaraði engu. Honum varð ónotalegt innanbrjósts við að sjá þetta rauða, bólgr.a hold. Og þann dag fór hann heim, án þess að hafa tekið til starfa. Þegar hann var kominn heim og gekk inn í húsið, hugs- aði hann: „Það er þá til verra andrúmsloft, en ópíumþefurir,vi í þessu húsi“. Og' um kvöldið sagði hann við Peony: .Lofaðu mér að finna, hvað ilmvatnið þitt er gott“. Hún strauk hendinni urr. vanga hans og augu. „Já, ég finn það nú, að þetta er góður ilmur“, tautaði hann. Peony lagði höndina að vör- um hans, en hann hreyfði sig ekki. Það hafði sefandi áhrif á hann að finna hreina og ilm- andi hönd hennar við andlit sitt. „Hönd þín er eins og blóm“. sagði hann lágt. I wan elskaði peony Hann var viss um, að hann mundi aldrei geta elskað hana. En hönd hennar var hönd ungrar stúlku og hann fór að hugsa um þau ástaratlot, sem hann mundi einhvem tíma njóta. En það var ekki Peony, sem hann þráði. Hann hratt þessum hugsun- um burt. Hann hafði ekki tíma til að láta sig dreyma um ást- ina. Alþýðan beið hans. Það mundi Peony ekki skilja. Átti hann að segja henni það? Hún hallaði sér yfir herðar hans, þar sem hann sat álútur við borðið yfir bókunum og hann fann hjarta hennar slá En hugur hans var hjá verka- fólkinu sem hann hafði séð f fyrsta sinni í dag. Hann hafði séð hendur sem höfðu snortið tilfinningar hans dýpra én hendur ungrar stúlku hefðu get að. „Ferðu ekki að sofa?“ spurði Peony. Hún hafði alltaf, síðan hann rak hana út, komið snemma með teið og farið síð- an. Hann hristi höfuðið. „Þú átt ekki að vaka le^gi fram eftir“, sagði hún. „Þú vinnur allt of mikið. Þú ert ekki sonur fátæks manns“. „Eg get ekki sofið“. sagði hann. Og hann bætti við í hug- anum: ,Eg get ekki sofið vegm þess að ég er sonur auðug? manns“. Hann óskaði að kominn væri morgunn, svo að hann gæti lagt af stað aftur og reyn-1 að hjálpa fólkinu, sem hann sá í dag. „Farðu“, sagði hann við Pe ony. „Eg verð að vinna“. Hún andvarpaði og fór leið ar sinnar. En nú var hún hætt að stríða honum. Hún stað- næmdist eitt augnablik í dyi- unura, en hann leit ekki við og þá hélt hún áfram. Þegar hún var farin. ýtti hann bókunum frá sér, gekk út að glugganum og starði lengi út í myrkrið. Hann þekkti hvern blett í þessum garði. Garðurinn var frægur fyrir feg urð. Afi I-wans og faðir höfðu ekkert sparað til að prýða hann. Þeir höfðu látið flytja stórar hellur langt norðan úr landi dg mislitt smágrýti frá hæð skammt frá Nanking. Þ?ð var haft á götum og stígum í garðinum. Það var stöðuvatn í garðinum, lækir, brýr, bátar og sumarhús. Og í kringum allt þetta var múr, svo hár, að ekki sá út yfir hann úr gluggum hússins. Hvergi var hægt að komast út úr garðinum. nema frá liúsinu og gegnum litlar dyr á múrnum, sém enginr gekk um nema garðyrkjumað ir inn. Hann var sá ein.i. com þeim og bcr.t ekki. 1 hafði lykil

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.