Þjóðviljinn - 16.05.1945, Blaðsíða 2
2
ÞJÓÐVIL JINN
Miðvikudagur 16. maí 1945»
Húsavíkurhöfn á að
verða fullgerð árið 1946
Þingey - fyrsta prentaða blaðið gefið út í Þingeyjarsýslu
Viðtal við Arnðr Kristjánsson, iormann Verkamannafél. Húsavíkur
Amór Kristjánsson, formaður Verkamannafélags Húsavíkur, var
nýlega staddwr hcr í bœnum. í eftirfarandi viðtali rœðir Amár um
ýmis mál og viðhorf á Húsavík.
Ákveðið hefur verið að hafnargerðinni á Húsavík verði lokið 1946,
en hafnargerðin er sú framkvœmd sem Húsvíkingar leggja nú mesta
áherzlu á.
Þingey, blað þingeyskra sósíalista, hóf göngu sína 1. mai, og er
hað fyrsta prentað blað, sem gefið er út t Þingeyjarsýslu.
HÚSAVÍKUR.HÖFN Á AÐ
VERÐA FULLGERÐ 1946.
Fyrsta spurningin verður vitan-
lega um ha'fnargerðina.
— Eruð þið byrjaðir aftur á
höfninni?
— Já, vinna hófst við hafnar-
gerðina 24. apríl s.i., en þá hafði
hún legið niðri frá því um mán-
aðamótin sept.—nóv. s.I. haust.
— Hvað ætlið þið að koma
henni langt áleiðis í'sumar?
— Það er ákveðið að 50 menn
vinni stöðugt að hafnargerðinni í
sumar, og ákveðið að vinna fyrir
900 þús. kr. Ætlunin er að vinna i
sumar það sem háfegt er að vinna
með stórstraumsfjöru, ennfremur
að steypa tvö kör — Meiningin
cr að hafnái’gerðinni verði lokið
árið 1946.
Hafnarbryggjan, sem er úr tré,
er orðin allmikið skemmd af
maðki og hefur nú verið sendur
kafari norður, og fór aðalverkstjór-
inn við hafnargerðina með honum.
ATVINNULEYSI
— FISKILEYSI.
— H'vað um atvinnu og afla?
— Það hefur verið mikið at-
vinnuleysi frá því á s.I. hausti og
fiskileysi í vetur en sæmilegar
gæftir. — Tveir bátar frá Húsavík
fóru til Sandgerðis á vertíðinni.
Á fundi, ,sem haklinn var í
Verkamannafélaginu, og oddviti
Húsavíkuixhrepps og Einar Reynis
verkstjóri við hafnargerðina voru
mættir á, bar stjórn Verkamanna-
félagsins frarn tillögu um vinnu-
skiptinigu þess éfnis, að ráðnir
væru 50 manns í vinnu við hafn-
argerðina, en að þeir sem ekki
kæmust að þar yrðu látnir sitja
fvrir allri bæjar- og skipavinnu.
Var sú tillaga einróma samþykkt.
HÚSVÍKINGAR ÆTLA AÐ
KAUPA 2 VÉLBÁTA HJÁ
NÝBYGGINGARRÁÐI.
— Þið fiafið ákveðið að kaupa
vélbáta?
—- Já, það var samþykkt á al-
mennum borgaraifundi 16. apríl,
að panta 2 vélibátíi af 55 tonna
stærð hjá nýibyggingarráði. Enn-
fremur var samlþykkt að leita eft-
ir hlutafé og að hrepptirinn legði
einnig fram hlutafé í bátakaupin.
Hreppsnefndin Kaus nefnd til þess
að héfja hlutafjársöfnun. Kaupfé-
lag Þingeyinga samþykkti á aðal-
fundi sínum að leggja fram 25 þús.
kr. í bátakaupin.
Arnór Kristjánsson.
Hlutaibráfin hljóða upp á 100
kr., 500 kr. og 1000 kr.
í samibandi við þetta mál má
geta þess, heldur Arnór áfram, að
sósíalistum á Húsavík þykir það
nokkuð langt gengið þegar odd-
viti Húsavíkur fer á opinberum
fundi að líkja mömnnu við hunda.
Þeim þótti það einnig nokkuð
langt gengið, að hann skyldi. eftir
margStrekaða áskorun hrepps-
ndfndarmanns, skorast undan að
lesa tillögu sem sambykkt var við
síðustu niðurjöfnun — eftir að
uppvíst er að búið er að birta í
opiniberum blöðum einkamál úr
bókum Húsavíkurhrepps. — En
við fyrrnefnda niðurjöfnun neit-
uðu tveir nefndarmenn að skrifa
undir útsvarsskrána eins og hún
var þá.
SLÍKRA VINNUBRAGÐA
EKKI A« VÆNTA AF ÖÐRUM
EN FRAMSÓKNARMÖNNUM.
— Þú sagðir áðan að birt hefðu
verið í blöðum einkamál úr bók-
um Húsavíkurhrepps. Hvenær var
það?
— Síðastliðið haust birtist grein
í Samvinnunni, sem Jónas frá
Hriflu skrifaði, en þvaðrið í grein-
inni var haft eftir kaupfélagsstjóra
K. Þ. og varaoddvita Húsavíkur-
hrepps. Það mun vera algert eins-
dæmi hér á landi, að oddvi'tar
hreppanna séu að gefa blöðum upp
lýsingar um einkamál sem geymd
eru í bókum hreopsins, aðeins
í því skyni ef verða mætti til þess
að ófrægja póþtískan andstæðing.
Enda mun óhætt að fullyrða að
slíkra vinnubraigða sé ekki að
vænta af öðrum en Framsóknar-
flokksmönnum.
Það, sem haft er eftir sama
manni, í fyrmefndri grein, um sjó- j
mannastétt Húsavikur og Pönt-
unarfélag verkamanna, er vægast
sagt ærulaust þvaður og mun hann
fá að svara fyrir það á öðrum vett-
vangi.
Þá koma aðfarirnar við Magnús
Jónsson, fyrrverandi skrifstofu-
mann K. Þ., mörgum Hxísvíking-
um spánskt fyrir sjónir, og ég veit
ekki betur en finna megi það ein-
hversstaðar í bókum K. Þ., að
auglýsa eigi starfið, en hef hins-
vegar hvergi séð það auglýst að
þessi staða væri laus.
ÞEGAR ODDVITINN
VEIFAÐI TÍMANUM.
— Það mun hafa verið sendi-
nefnd frá ykkur Húsvíkingum hér
í bænum í vetur en ég komst nú
raumar aldrei í kallfæri við þá
néfnd?
— Jiá, rétt er það, og mér kom
það skrftilega fyrir sjónir, þegar
néfnidin, sem fór til Reykjavíkur
vegna hafnarmála og i-afmagns-
m'ála Húsavíbur, var hér, að ekk-
ert skyldi heyrast frá nefndinni
um þessi mál í bæjarblöðunum
hér. Ég keypti öll dagblöðin i
Reykjavík þenna tíma sem nefnd-
in var hér og sá þar ekkert um
þessi mál, og ræddi um það við
varáfoi-mann Verkamannnfélags-
ins, þegar hann kom norður, hvers
vegna nefndin hefði ekki átt við-
tal við þlöðin. Oddviti Húsavíkur
frétti þetta og rak framan í mig
biað af Tímanirm(!) þar sem var
grein um Húsavíkurhöfn og við-
tal við oddvifiaún — sem var dag-
sett daginn eftir að nefndin fór úr
Reykjavík(l). Það sýnir einmitt
það sem sló mig lengi, að sam-
vinnan muni ekki hafa verið of
góð í þessum stóru málum okkar
Húsvíkiniga, enda mun honum
ekki hafa verið eins ljúft að fara
til viðræðna við þessa ríkisstjórn
eins og árinu áður. Nú hefur okkur
verið falið að vinna saman í at-
vinnumálum Húsavíkur og get ég
sagt að mér hefur þótt semjast vel.
EIGNARNÁM Á LÓÐ K. Þ.
— Nú hefur verið matin af ó-
vilhöllum mönnum hafnarlóðin
sem Kaupfélag Þingeyinga keypti
af Einairi Guðjohnsen, og heftir
hreppshefndin ákveðið að taka
hana eignarnámi í ár, en kaupfé-
lagsstjórinn lýsti því yfir á full-
ínúafundi K. Þ„ að hann myndi
ekki sleppa lóð þessari nema sam-
kvæmt dómi og kvaðst myndi fara
í mál.
Þogar hreppsnefndin sem nú sit-
ur kom sarnan á fyrsta fund sinn
lýsti Þórhallur kaupfélagsstjóri
því yfir, að hann væri aldursfor-
seti hreppsnefndar Húsavíkur og
lofaði því að vinna vel og óskaði
eftir góðri samvinnu, en í öllum
þeim málum, sem að hreppsmál-
um lúta segi ég fvrir mig, sem
Tuliníusarmótið
Hl. IMw i:i - M fru i:i
Fyrsti kappleikur sumarsins
milli K.R. og Víkmgs var yfir-
leitt mikið betri en búast hefði
mátt við, með tilliti til þess hve
snomma á sumrinu leikurinn var.
Það brá oft fyrir rnjög laglegum
samleik hjá báðuri liðum, þau
búa yfir furðu mikilli Ieikni, og
er Víkingur þar fullt svo stei-kur,
en aftur á mó'ti búa K.R.-ingar yf
ir meiri krafti og voru yfirleitt
sterkari í návígi. Hinsvegar var
leikux-inn svo jgifn. að það var
nokkur heppni hvor setti sigur-
rnarkið.
Fram'herjar og framverðir Vík-
ings voru driffjaðrir liðsins, aft-
asta vörnin var nokkuð sein í
vöfum en sæmilega örugg, þó Vík
ingur hafi fengið góðan liðsmann
þar sem er hinri kunni skíðakóng-
ur, Jónas Ásgeirsson frá Siglu-
firði.
K.R liðið féll vel saman bæði
í sókn og vörn. Bar Birgir höfuð-
þunga varnarinnar sem hefur nú
misst markmann undanfarinna
ára en hann er meiddur og lík-
legt hann verði það fram eftir
sumri. Hinn nýi markmaður er
ungur og enn óreyndur.
borgari Húsavíkúrhrepps, að mér
hefur þótt hann vinna „aðdáan-
Iega'‘ illa. Enda mun það þykja
einsdæmi að K. Þ. skuli selja
Húsavíkuiihöfn éfni (sement) í
'höfnina, en ac% höfnin skuli ekki
fá þessar vörur án milliliða.
BYGGINGAFÉLAG
VERKAMANNA
STOFNAÐ Á HÚSTVÍK.
Leikur Fram og Vals var ekki
nærri eins góður og fyrri leikur-
inn. í hann vantaði yfirleitt
hugsaðan og uppbyggðan sam-
leik. Sem sagt of mikil spörk og
hlaup, og var þetta atriði, eins
og allur leikurinn mjög svipaður-
á báða bóga. Valur átti fleiri
skot á mark, en flest þeirra voru
á of löngu færi og varði Magnús
það auðveldlega. Framarar sóttu
oft nokkuð jafnt á en flest þau:
áhlaup voru án þess að hafa,
hættulegan endir.
Bæði liðin báru rneira keim af
11 einstæðingum en einni heild. Af
einstaklibgum sýndu þeir Albert
hjá Val ágætan leik og einnig Karl
Guðmundsson hjá Frarn.
Leik þennan varð að tvífram-
lengja og náðust eigi að heldur
úrslit, svo heyja verður nýjan;
leik eitt'hvert næsta kvö'ld.
Báðir þessir leikir voru mjög;
prúðmannlega leiknir enda veitt-
ist dómurunum, Hrólfi Benedikts-
syni (K.R. - Vík.) og Sigurjóní
Jónssyni (Val - Fi*am) auðvelt að>
hafa vald á þeim
bvaða áriugamál verkamanna
hafa verið til umræðu á fundun-
um. En þrátt fyrir það, að Fram-
sókn sé alltaf að lirópa urn of-
beltli sósíalista í félaginu voru
kosnir !Franisóknar- og Alþýðú-
flokkgmenn í fulltrúaráð félagsins
á síðasta fundi, þrált fyrir það að
Framsóknarmenn hefðu lítinn á-
huga fyrir að sækja fundinn. Þann-
ig er nú „ofbeIdið“ í framkvæmd.
— Héfur ckki verið skortur á
húsnæði á Húsavík?
— Jú, það he'fur verið mikil
húsnæðisekla og er mikill áhugi
fyrir byggingu nýrra ibúða á
Húsavík og var stofnað þar bygg-
ingafélag verkamanna 23. apríl s.l.
Stöfnendur voru 28.
VANTAR GAGN-
FRÆÐASKÓLA.
— Hvernig er með skólabygg-
ingar?
— Það er mikill áhugi fyrir því
að íá gagnfi-æðaskóla á Húsavík. '•
Síðastliðinn vetur var starfrækt
þar gagnfræðaskóladeild, en það
stendur á húsnæði að hægt sé að
sfcarfi-ækja þar gagn'fræðaskóla og
menn óska eftir því að unnið verði
með krafti að hrinda þessu rnáli í
framkvæmd nú þegar.
ÞEGAR SALTIÐ DOFNAR.
— Verkaxnannafélagið á Húsa-
vílc gerði nýja samninga í vor?
— Já, það gerði nýja samninga
s.I. vor og gekk það ágætlega og
eru það að ýmsu levti bcztu samn-
ingar á landinu.
Og fyrst við minnumst á Verka-
mannaifélagið er rétt að minnast á
það, að eftirtektarvert er, að síð-
ain kosningar fóru fram til Al-
þýðusambandsþings á s.l. hausti
og Framsóknarmenn smöluðu inn
í félagið, hafa ekki margir Fram-
sóknanmenn sézt á fundum í fé- >
laginu, og hefur verið alveg sama |
NÝ BIFREIÐASTÖÐ.
— Hvað er fleira í fréttum af
Húsavík?
— Nú eru tvær vörubifreiða-
stöðvar á Húsavík. áður var ekki
nema ein. Framkvæmdastjóri fyr-
ir Bifreiðastöð Þingeyinga er
Valdimar Árnason. en Páll Kristj-
ánsson fyrir Biíeriðastöð Húsavík-
ur. Urðu nokkur átök utn það
h\-or stöðin skyldi halda gamla
naffninu: B. S. H.
Abvinnui'ekendur hafa viðui-
kennt jöfn vinnui'éttindi beggja
stöðvanna, en verði bílum sankað
inn í þoi-pið skulu Hiísvíkingar
ganga fyrir vinnu.
FYRiSTA PRENTAÐA BLAÐ-
1Ð í ÞINGEYJARSÝSLU.
,— Þið eruð farnir að gefa út
'blað á Húsavík?
— Já, Þingev. blaða sósíalista í
Þingeyjarsýslu, hóf göngu sína 1.
maí. Ákveðið er-að það verði mán-
aðarblað, er ræði um öll áhuga-
mál héraðsins og önnur mál. Út-
géfanidi eru sósíalistafélögin í
Þingeyjarsýslu. Ritstjórar eru Páll
Krirtjánsson og Valdimar Hólm
Haflstað.
Þetta er fyrsta prentaða blaðið
sem gefið er út í Þingcyjarsýslu.
— Hvernig var Þingey tekið?
— Blaðinu var biátt áfram
fagnað — en þó með einstaka
undantekningu. Framsóknarmenn
höfðu mikið lagt á sig við að
Framhald á 5. síðu.