Þjóðviljinn - 16.05.1945, Síða 5

Þjóðviljinn - 16.05.1945, Síða 5
ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 16. maá 1945 * ------------------------------------------ gUÓffinUINM Útgefandi: Sameiningarjlokkur alþýðu — Sósíalistajlokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigjús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17. Hvaðveldurhúsnæðisleysinu? Eigum við að skrifa langar lýsingar af húsnæðisástandinu eins og það er í Reykjavík í dag? * Nei. Eitt orð segir allt sem segja þarf, það er orðið: óþolandi. Ástandið í húsnæðismálum bæjarbúa er — óþolandi. Hvað veldur? Það er skylda hvers hugsandi manns að spyrja sjálfan sig þessarar spumingar, og svara henni. Hugsunarleysi kæruleysisins má ekki hindra neinn að svara. Að hugsa ekki er stærstu svikin við menninguna. Þyngstu steinarnir í götunni til framfara, til farsælla og betra lífs, eru steinar hugsunar- leysisins. Við snúum okkur svo aftur að spurningunni. Hvað veldur hinu óþolandi ástandi í húsnæðismálum Reykja- víkur? • Hver sá sem í alvöru fer að hugsa um orsakir húsnæðisleys- isins, hlýtur að byrja að gera sér grein fyrir eftirfarandi ástæð- um: 1) Hefur fólkinu fjölgað á þeim stað sem um ræðir, án þess að íbúðum hafi fjölgað að sama skapi? 2) Hefur íbúðum fækkað án þess að íbúum hafi fækkað að sama skapi? Hvað fyrri spuminguna snertir þá hefur þeim er skráðir eru á manntal í Reykjavík fjölgað um því sem næst. 6700 fjögur síðustu árin. Sé þessum hóp skipt í fimm manna fjöl- skyldur verða þær 1340, og hefði samkvæmt því þurft að reisa 1340 nýjar íbúðir þessi ár vegna fjölgunarinnar. Eftir því sem næst verður komist hafa á þessum árum verið reistar rúmlega 120 varanlegar íbúðir, og ætti því ekki að vanta nema um 140 íbúðir til þess að ástandið í húsnæðismálunum hefði ekki versn- að frá því fyrir stríð, ef íbúðir hafa ekki fallið úr notkun á þessu árabili. Að sjálfsögðu hefur eitthvað af íbúðum verið lagt nið- ur á tímabilinu, en mikill fjöldi er það ekki, og má því telja víst, að þær staðreyndir sem hér hefur verið drepið á skýra ekki nema að litlu leyti þá gífurlegu afturför, sem orðið hefur á svíði húsnæðismálanna hm síðustu ár. Hvar er þá skýringa að leita? Fyrst. má benda á, að fólksfjöldinn einn saman er ekki fullnægjandi mælikvarði um íbuðaþörfina. Tala fjölskyldna kemur þar fremur til greina, og á síðustu árum hafa verið stofnaðar fleiri fjölskyldur en um langt skeið áður, rætur þess mun mega rekja til bættrar afkomu almennings. Hver ný fjölskylda kallar á nýja íbúð, og sú íbúðaþörf sem þannig hefur skapast er meiti en ætla mætti þegar litið er á fjölgun íbúanna. f öðru lagi má benda á, að fjöldi manna býr nú rýmra en þeir gerðu fyrir stríð, og 1 þriðja lagi, að flestir þeir, sem byggt hafa síðustu' árin munu búa rúmt. Allar þessar orsakir samanlagðar munu valda því óþolandi húsnæðisástandi, sem við búum við. En var hægt að koma í veg fyrir að þetta óþolandi ástand skapaðist? Vissulega. Það var hægt með þessu móti:: 1) Að skrá allt íbúðarhúsnæði í bænum og skammta það eins og aðrar lífsnauðsynjar sem lítið er til af. 2) Að taka byggingastarfsemina að verulegu leyti í hendur bæjarfélagsins og tryggja þannig að allt byggingarefni yrði not- að á hagkvæman hátt, þannig að eins mikið húsnæði fengist og mögulegt er fyrir hverja einingu efnis og vinnu, og að þeir gengju fyrir íbúðum sem mesta hefðu þess þörfina. Á þessi tvö meginatriði hafa sósialistar lagt áherzlu, alja stund síðan húsnæðisskortur fór að gera vart við sig, ef, þeirra ráðum hefði verið fylgt .væri hér ekkert húsnæðisleysi. Menniamálaráðherra veiiir Gagnfræðaskóla Reykvíkinga prófréiiindi Gagnfrœðaskóla Reykvíkinga liefur, samkvœmt ákvörðun mennta- málaráðherra, verið veitt mikilsverð prófréttincLi er koma til fram- kvœmda á yfirstandandi starfsári skólans. ' Átti skólastjóri Gagnfrœðaskóla Reykvíkinga, Knútur Amgríms- son, tal við blaðamenn í gœr, ,og lét þeim í té eftirfarandi upplýsingar um skólann: Með bréfi dags. 27. apríl hefur menntamálgráðherra, Brynjólfur Bjarnason, tilkynnt mér þá ákvórð un ráðuneytisins, að gagnfrœða- próf við Gagnfrœðaskóla Reykvík inga nú í vor skuli veita sama rétt til að ganga undir stúdents- próf og gagnfrœðapróf við mennta skóla. Jafnframt skidi próf í bók- fœrslu og lcristnum frœðum upp úr S. bekk skólans og próf í dönslcu og eðlisfrœði upp úr 4- bpkk hans teljast fullgilt stúdentspróf í þeim greinum. Gagnfræðaskóli Reykvíkinga hefur, frá því hann var stofnaður 1928, ha'ft algera sérstöðu með- al þeirra skóla landsins, sem kall- aðir eru gagnfræðaskólar. Þegar Menntaskólinn í Reykjavík hætti að taka inn í I. bekk sinn árlega fleiri nemendur en rúmazt gátu í einni kennslustofu (þ.e. 25—30), gengust nokkrir bovgarar bæjarins fyrir því að stofna Gagnfræða- skóla Reykvíkinga til þess að veita sömu kennslu og Mennta- skólinn. Inntökuskilyrði hans,* 9 mánaða skólaár, r.ámsgreinar og öil námstilihögun hefur því alltaf miðazt við menntaskóla en ekki við hina ahnennu gagnfræðaskóla. Þegar G.R. hafði starfaðií þrjú ár, iöggilti menntamálaráðherra gagnfræðapróf hans þannig, að j>að gæfi rétt til að taka stúdents- próf. Samdist þá urn það við þá- verandi menntaniáianáðherra, að Menntaskólinn tæki í lærdóms- deild sína þá af gagnfræðingum írá G.R. er næðu ákveðinni lág- markseinkunn. Starfaði skólinn þannig allt til ársins 1938, að hann var sjálfstæð þriggja bekkja gagn fræðadeild menntaskóla með burt fararprófi, er gáf rétt til að sitja í lærdónvsdeild og ganga síðan indir stúdentspróf. En með nýrri reglugerð, sem Menntaskólanum í Reykjavík var sett, og kom til framkvæmdar á árunum 1937, 1938 og næstu ár- um, var svo ákveðið, að gagn- fræðadeild hans-yrði aðeins tveir bekkir og gagnfræðapróf hans upp úr 2. bekk gért að óhjákvæmi- legu skilyrði stúdentsprófs. Atti G.R. þá um það að velja, annars vegar að taka upp lærdómsdeild- arkennslu og krefjast réttinda til að útskrifa stúdenta, eða hitt, að láta nemendur sína úr 2. bekk ganga sem utanskólanemendur undir gagnfrœðapráf Menntaskól- ans. Var þessi síðari kostur val- inn. Skóla, senv starfað hafði við góðan orðstír í áratug, var þann- ig í reyndinni ætlað að starfa sem tveggja ára undirbúningsdeild und ir próf annars skóla. sem, að vissu leyti, ha'fði getað litið á hann sem keppinaut sinn. Það kom brátt í ljós, að við þetta ‘varð ekki unað. Vegna þeirra nomenda G.R., sem náðu gagn- íræðaprófi, en hlutu samt ekki sæti í lærdómsdeild 'Menntaskól- ans, var bætt við G.R. tveimur lærdómsdeildarbekkjum (3. og 4. bekk). Ilafa nemendur jvaðan, að tilhlutan - menntamálaráðherra. verið teknir ifln í 5 bek'k Mennta skólans þrjú undangengin ár, — þó með því skilyrði, settu af rekt- or, að próf upp úr 3. bekk í tveim ur greinum, og próf upp úr 4. bekk í öðrum tveimur greinum, skyldu tekin sem utanskólapróf við Menntaskólann. En þessar fjórar námsgreinir teljast til stúdents- prófsgreina. Með áðurnefndu bréfi mennta- málaráðherra er G.R. því skilað aftur þgim gagnfræðaprófsréttind um, er hann -var sviftur 1938, og hann hafði þá notið í sjö ár. Vegna samræmis við Menntaskólann er gagnfræðapró'fið tekið upp úr 2. bekk nú, ekki 3. bekk eins og j)á. En eins og á árunum 1931 — 1938, eru sameiginlegir prófdómendur og sameiginleg verkefni í ólesnum greinum sett því til tryggingar, aá gagnfræðapx'óf G.R. jafngildi að öllu leyti gagnfræðaprófi Ménnta- skólans. En þessu til viðbótar verða nú próf í fjórum námsgreinum 3. og 4. bekkjar G.R fullgild stúd- entspróf, svo að skólinn er nú leystur undan allri íhlutun Mennta skólans, og starfar því, sem stend ui', sem sjálfstæður skóli, með tveggja bekkja gagnfræðadeild og tveggja bekkja lærdómsdeild (saim svarandi máladeild Menntaskól- ans), og vantar því aðeins 5. og 6. be"kk til þess að veita kennslu allt til stúdentspx-ofs. Með því að veita G.R. þessa réttarbót, héfu'r menntamálaráð- herra, greitt úr vandamáli, sem varðar fjölmennan hóp skólanem enda í borginni (nemendur G.R. eru nú 180). Meðan Menntaskól- inn tekur ekki inn í 1. bekk sinn nema í hœsta lagi 30 af um 100 unglingum, sem stíindast inntöku próf hans, cn G.R. sér hins vegar 50—60 af þeim hópi fyrir kennslu í 1. og 2. bekk, hefur það mátt heita updarleg tilhögun, að Menntaskólinn ætti svo að prófa jxetta fólk alftur við gagnfræða- próf, til þess eins, að vinsa úr því 8—14 nemendur, taka síðan upp úr 3. bekk G.R. 1—3 og loks 18— 20 úr 4. bekk hans inn í 5. bekk sinn. Rektor Menntaskólans tjáði mér nú snemma,í vor, að ef hann xetti að geta tryggt 4. bekkingum G.R. sæti í 5. bekk hjá sér á næsta hausti, yrði ég að gera ráð fyrir því, að hafa 3. bekk hjá mér í tveimur deildum. Mátti þá telja íneð öllu ástæðulaust að láta 58 nemendur 2. bekkjar G.R. verða að ganga undir gagnfræðapróf Menntaskólans sem utanskólanem endur úr því að jxað^ var fyrir- fram vitað, að fæstir þeii-ra ættu neina von um sæti þar. Við Gunn- ar E. Benediktsson lög'fx-æðingur, formaður skólanefndar G.R., fór- um þess þá.á leit við menntamála ráðherra, að hann veitti skólanum Aífurnefnd prófréttindi, ug varð hann við ósk okkar, að vandlega athuguðu máli. *• Þessi réttarbót á að leiða af sér fyllri og rðttlát'ari nýtingu þess takmai'kaða húsrúms, sem skólarnir tveir, Menntaskólinn og G.R. hafa nú til umráða, — rétt- látari í þeirri merkingu, að úr því húisrúm verður að skera úr því, hve margir unglingar borgarinnar fái árlega að komast til hærri mennta, þá séu það fyrst og fremst duiglegustu nemendurnir í hvorum skólanum fyrir sig, sem sitji fyrir skólavistinni. Því til frekari tryggingar ætti svo að setja lág- markseinkunn, sem skilyrði fyrir inngöngu í 3. bekk (1. bekk lær- dómisdeildar), — sömu lágmarks- einkunn fyrir báða skólana. Af jiessu leiðir að sjálfsögðu, að G.R. sér þeim nemendum sínum, sem Ijúka gagnfræðaprcfi hans, fvrir skólavist í lærdómsdeildarbekkj- um sínum, eftir því sem húsrúm leyfir, en áskilur sér þó, að láta einkuiyi skera úr því, hverjum verði vísað frá, ef þess þarf vagna þrengsla, á sama hátt og Mennta skólinn gerir. Er.það í alla staði eðlilegast, að G.R. Iialdi leng'st á- fram með þá nemendur s'ína, sem bezt nota sér kennslu hans, og séu þeir þá samfleytt í skólaríum, svo langt sem bekkir hans ná upp eftir lærdómsdeild. Þó verða þeir, sem ætla í stærðfræðideild, að flytjast yfir í Menntaskólann að afloknu prófi í 3. bekk. Verði einhverjir að víkja vegna þrengsla, sem ekki er ástæðúlaust að óttast, jiá séu það nemendur hvers bekkjar, sem hafa lægstar einkunnir, við árspróf og gagn- fræðapróf. Hitt hefur alltaf verið óeðlilegt, og haft truflandi áhrif á skólaihaldið, að duglegustu nem- endur hvers bekkjar væru fliuttir yfir í Menntaskólann jafnóðum og éin'hver smuga losnaði þar fyr- ir þá. Þetta ætti að gera Menntaskól- anum auðveldara að veit/i aðgang fleiruim en áður af jxeim mikla fjölda utanskólanemenda, sem Jiyrpast að gagnfræðaprófi hans. En yfirgnæfandi ípeirihluti þeirra eru Reykvíkingar, eins og nem- endur G.R., og hafa. stundað nám í Gagnfræðaskólanum í Reykja- x’ík (,,Ingimarsskólanum“). og síð an fengið undiirbúning undir gagn iræðapróf Menntaskólans á sér- stöku niámskeiði, sem Menntaskól inn heldur uppi. Prófréttindi G.R. verða því ó- beinlínis til að greiða hinum dug- legustu úr þessum 'hópi náms- íólks götu til hærri mennta. Má því segja, að þrír skólar í borg- inni hafi, hver á sinn hátt, hag af ofangreindri ákvörðun mennta- málaráðherra, og með benni sé, innan jieirra takmarka sem hús- rúm skólans setur, tryggt víð- tækara jafnrétti fyrir ungmenni borgarinnar til framhaldsnáms, en þau halfa notið • að minnsta kosti allan síðastliðinn áratug. ¥ Nú mun Jiað vera tilætlun ýniissa af forráðamönnum Reykja víkurbæjar, að, þegar tillögur miilíþinganefndar í skólanmlum verða lögleiddar verði G.R. ætl- að sæti í skólakerfinu, sem al- mennum gagnfræðaskóla, við hlið Gagnfræðaskólans í Reykjavík („Ingimarsskólans“L Um það er í sjálfu sér gott eitt að segja, því að borginni mun })i hvergi nærri nægja einn almenr.ur gagnfræða- skóli. En þó tel ég fulla ástæðu til að minna á þetta: Brottvísun 16 nemenda frá 1. bekk Menntaskólans, að afstöðnu innitökuprófi 1928, gaf tilefni til j>ess að G.R. yrði stofnaður og honum ætlað það hlutverk, að sjá um ínenntaskólakennslu að ein- hverju leyti. Verður ekki lengur dregið í efa, að þessi ráðstöfun átti fullan rétt á sér, þar sem G.R. hefur komið áleiðis á mennta- brautinni, hálfa leið eða lengra, tveimur af hverjum fimm stúd- cntum, sem útskrifast hafa frá Menntaskólanum í Reykjavík síð ustu ellefu ár, og nakkrum að auki, sem tekið hafa stúcLents- próf Menntaskólans á Akureyri. Getur £t.R. J)á hlaupið frá þessu blutverki sínu nú, þegar Mennta- ■ kólinn víisar frá 1. bekk sínum 70 til 100 nemendum árlega, sem staðizt hafa inntökupróf hans? Með tillöa'um milliþinganefndar í skólamiálum, er að vísu gert ráð tyrir því að gagnfræðadeild Menntaskólans verði bráðíega lögð niður. Við það losna aðeins tvær kennslustofur í Menntaskól- anum.- Samtímis er gert ráð fyrir, að nemendur allra gagnfræða- skóla gangi undir sameiginlegt iandspróf, sem gefi hinuni dugleg ustu þeirra rétt til setu í mennta- skóla. Og er nú til athugunar hvort slíkt próf geti ekki komið til framkvæmda þegar á næsta ári. Og með tilliti til þess, eru gagnfræðaprófsréttindi G.R. mið- nð aðeins við prófið í vor. Eru nokkrar líkur til, að fólk sætti sig við Jiað, að frá því lands pró'fi komist ekki fleiri til mennta skólanáms en sá hópur, sem Menntaskólinn heffur þá enn hús- rúm fyrir? Og eru yfirleitt líkur til Jiess, að Reykjavík dugi einn menntaskóli í framtíðinni? Og loks þetta: Er það heillavænlegra í þessum mlálum, að koma upp einu feiknamiklu menntaskóla- bákni, en að hafa tvo mennta- skóla í borginni. viðráðanlega stóra? Þessum spurningum verður hver að reyna að svara, eftir beztu saimvizku, en þess vil ég að lokum geta, að frá því að G.R. var stofnaður, hefur þörfin fyrir starfsemi hans, sem menntaskóla, aldrei verið jafn brýn og nú. mið að við aðsókn, og sá vilji, sem lát mn var fyrst í Ijós á foreldrafundi vorið 1940 að skólinn tœki upp kennslu aUt til stúdentspróís, og fengi rétt til þess að útskrifa stúd enta, er enn ákveðnari og almenn ari nú, en nokkru sinni áður. * Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Sigrún Guð- jónsdóttir, Tjarnargötu 5, Hafnar- firði og Gestur Þorgrímsson, Laug- amesi. Aðalfundur íþróttafélags Reykja- víkur verður haldinn í kvöld kl 8,30 í Kaupþingssalnum. í þýzka bænum Ohrdruf, 13 km. norður af Gotha, fann 4. herfylki 3 Bandaríkahersins ægilegar fangabúðir, þar sem lík Tékka, Rússa, Belgíu- manna og Frakka lágu í hrúgum. Höfðu nazistar myrt þar hátt á 4. þús. Fangabiiir fyrir bðrn Eftír K. R. Sokolenko, ofursta, lækní í rauða hernum Fyrir nokkru kom sérstök sjúkra lest til Moskvu. Aðeins 24 farþeg- anna voru fullorðnir. Hinir voru börn á aldrmum frá 2-15 ára •— börn, sém höfðu verið rænd bernisku sinni. Þetta er saga þeirra: Þegar rauði herinn var að reka nazistana úr borgimii Konstantin off, vestan Lodz í Mið-Póllandi, heyrðu henmemiirnir skyndilega bartisraddir úr geysistórri, drauga legri byggingu. „Skjótið ekki“! hrópuðu þau. „Við erum rússnesk“. í þessari byggingu voru fanga- búðir fyrir börn. Hermennina l. ryllti meira en cö fá lýst við hinu hræðilega útliti hinna litlu fanga og flýttu sér að deila öllum matvælunum, sem Jieir höfðu, með al þeirra. Síðan sendu þeir boð til Moskvu og hópur liðsforingja, þ.á. m. ég, lagði þegar af stað með flugvél. Við fundum geysistóra, þriggja hæða verksmiðju'byggingu með brotnar rúður og molaða veggi um girta með gaddavír í liúsagarðinum voru hundruð fölra, horaðra barna, sem voru klædd í skítuga tö'tra. Sum voni í gömlum þýzkum einkennisbún- ingum. Sum höfðu litlar spýtur, sem Jiau bundu um fæturna tmeð baiHÍspotta, fyrir skó. Þegar við komum inn, hrópaði lítill fimm ára gamall drengur, sem fyrst tók eftir okkur, hátt upp: „Takið ykkur stöðu!“ Það, sem þá gerðist var einhvern veg- inn enn þá hræðilegra en hið lík amlega ástand barnanna. Því að við hróp drengsins stóðu þau öll grafkyrr. Með stirðnuðum hræð- 'slusvip sitóðu þau teinrétt með stífa handleggi. Félögum mínum, sem voru reyndir hermenn, varð bilt við. Þessar litlu verur voru ekki leng- ur börn, heldur gamalt fólk, sál_ þeirra i molum. Þau voru 862 í allt. Um það bil 300 sem eldri voru •hafði verið smalað saman stuttu áður en rauði herinn kom, og send burtu í áfftina til Berlínar. Þau, sem eftir voru. voru í gæzlu 24 kvenna, mæðra sumra yngstu barnanna. Meðal þeirra voru 463, scm nazistarnir höfðu flutt frá Mai- danek. Hin komu frá Salaspils fangábúðunum í Lettlandi. Þau voru öll fiá Sovétríkjunum, rúss- nesk, hvítrúsisnesk eða úkrönsk Þau sögðu okkur að foreldrar þeirra héfðu vérið brendir í ofnunum í Maidanek, að þau hefðu verið flutt Jiaðan í járnlbrautarlest, í lokuð- um vögnum, sem þeirn var leyft að yfirgéfa aðeins einu sinni á dag. Lestin stanzaði aðeins úti í sveit inni, sögðu Jiau, langt frá skóg- unum og aldrei á járn'brautar- stöðvunum. Maturinn, sem þau fengu var þunn súpa og gras, sem þau rifu upp. Þjóðverjarnir skutu á 15 börn, sem reyndu að flýja á einum viðkomustaðnum og drápu mörg þeirra. í Kons'tan tinoff sváfu þau á liörðum fjölum og höfðu skítugar tuskur fvrir ábreiður. Þau voru vakin snemma á morgnana og send í vinnu á þýzku landsetri. Sérhvert sjö ára gamalt barn og eldra fékk sitt ákveðið verk að vinna. Ef það lauk ekki við verk sitt fékk það ekki mat og var bar ið. Eg skoðaði börnin. Á öxl hvers þeirra var brennt núiiner. Mörg þjáðust af berklaveiki, og hiúðsjúkdómum. Mörg voru svo gersamlega útmáttuð að ekki var hægt að flytja þau í burtu þegar í Stað, enda þótt þau þörfnuðust mjög nauðsynlega sérstakrar I ;okin i s meðf er Ö ar. Þau urðu að ja'fna sig áður en þau gætu lagt af stað heim. Pólverjarnir í nágrenninu voru ekkert nema gæðin ein. Þeir komu með hveiti og sykur, og þótt við héfðum ekki beina þörí fyrir það — rauði herinn ha/fði nægar mat- vælábirgðir — þó lögðu þeir svo fast að okkur að þiggja gjafir sín ar að við urðum að taka við þeim og gerðum það með Jiakklæti. Loksins þegar börnin höfðu jafnað sig nokkuð lögðum við af stað. í sjúkralestinni, þar sem var gnægð góðs matar hreinna rúma og snjóíhvítra ábreiða, hresstust börnin mikið. Járnbrautarstjórinu sagði mér, að hann hefði aldrei tekið jafnmikið vatn með í neinni ferð. Börnin gátu ekki baðað sig ríögu mikið. Þau busluðu eins og cndur og héldu endalaust áfram að Jiv'o sér til að losna við óþrifa- til'finningu hinnar löngu fangels- unar. Eiftir því sem tíminn líður munu sár Jxeirra og sjúkdómar hverfa. Þau þyngjast stöðugt. En ég hugsa oft 'um andleg sár þeirra. Munu Jiau einnig gróa? Munu þau gleýma höggunum sem sköð- uðu sál þeirra? ÚrborglpDÍ Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum. Sími 5030. Næturakstur: Litla Bílastöðih, sími 1380. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. Útvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Söngvar úr óper um. 20.30 Frá útlöndum (Jón Magnús- son). 20.50 Hljómplötur: íslenzkir söngv- arar. 21.05 Sögur og sagnir (Guðni Jóns- son magister). 21.25 Hljómplötur: Þjóðlög frá ýms- um löndum. FÉLAGSLÍF FARFUGLAR! Um Hvítasunnuna verður farið austur undir Eyjafjöll og gengið á Eyjafjallajökul. Þeir, sem vilja, geta haft með sér skíði. Fólk þarf ekki að hafa með sér tjöld. Lagt verður af stað úr Shellport- inu kl. 18 á laugardag. Far- miðar verða seldir á skrifstof unni í dag (miðvikudag) kl. 20.30.—22 og í bókaverzlun Braga Brynjólfssonar á föstu- dag kl. 9—15. Allar nánari upplýsin'gar gefnar í skrifstofuríni. Nefndin. Glímuæfing verður í leik- fimishúsi Menntaskólans kl. 8 í kvöld. Áríðandi að allir mæti. Glímunefndin. Miðvikudagur 16. maí 1945 — ÞJÖÐVILJINN Biskupstungnamenn fylgjandi héraðsbanni Ahnennur fundur um áfengis mál var haldinn að Vatnsleysu í Biskupstungum s. 1. sunnudag'. Svolátandi fundarályktun var samþykkt einróma: „Fundur á Vatnsleysu í Bisk- upstungum, haldinn 13. mai 1945, telur ástandið í áfengis- málunum svo 'alvarlegt, að þessu megi ekki halda áfram. Má í því efni benda á þá stað- reynd, að Áfengisverzlun ríkis- ins seldi s. 1. ár áfengi fyrir um 36 milljónir króna, og er það nægilegt umhugsunarefni öllum þeim, sem ekki láta sér á sama standa drykkjuskapar- bölið og það siðleysi, sem því fylgir. Skorar fundurinn því á ríkis- stjórnina að gera nú þegar ráð- stafanir til að b(eta úr þessu, fyrst og fremst með því að láta lögin um héraðabönn nr. 26, 18. febr. 1943 koma tafar- laust til framkvæmda.“ Umdæmisstúkan nr. 1 hafði boðað til fundarins. Húsavíkurhöfn Framhald af 2. síðu. spyrjast fyrir um það, hvort það gæti átt sér stað að þet'ta blað væri í undirbúningi og þegar til- kynningin um útkoinu þess hafði verið birt sá ég að ýrnsir Fram- sóknarmenn voru ekki með öllu lausir við pólitískan ná'bít. Að öðru leyti var alinennur áhugi fyr- Sigurður H. Briera fimmtugur Fimmtugsafmæli á i dag Sig- urður H. Briem, fiðlukennan. Hann er fæddur 16. maí 1895 hér í Reykjavik. Fiðlunám sitt hóf hann hjá Óskari Johansen, en það nám var stutt, því Jo- hansen var um það leyti á för- um til útlanda. Hélt Sigurður þá áfram sjálfsmenntunarnámi, en lærði síðan hjá Þórarni Guð mundssyni í nokkra mánuði. Árið 1920, 25 ára gamall, réðist Sigurður' til utanfa’rar. Var hann í Kaupmannahöfn í 9 ár. Stundaði hann nám hjá ýms- um kennurum svo sem Peder Möller í fiðluleik, Oluf Brönd- berg í gítar- bg mandólínleik og Krammer-Petersen í cello- leik. Árið 1929 kom Sigurður heim til fslands aftur, og hóf þá kennslu, aðallega í mandólín gítar- og fiðluleik. Hefur hann kennt miklum fjölda nemenda og hafa allir lokið upp einum munni um hæfni hans sem kenn ara. Munu hinir mörgu nemend ur hans senda honum hugheilar ihamingjuóskir á fimmtugsaf- mælinu og þakka honum fyrir hið mikla starf hans í þágu ís- lenzks tónlistarlífs. H. K. G. ii blaðinu og margir Þingeyingar hér i Reykjavík hafa beðið mig um að sjá til þess að þeirn yrði sent það. Er ég sannfærður um að Þingev mun vinna framfara- málum Iiéraðsins mikið gagn. J.B. Gift eða ógift Skopleikur í 3 Jþáttum eftir J. B. Priestley. Frumsýning í kvöld kl. 8. Fasti.r frumsýningargestir sem ekki hafa enn vitj- að aðgöngumiða sinna vitji þeirra í dag kl. 2—3. 5 V.VJV^SW.VWVAWAV.W Sigurðar S. Thoroddsen verkfræðings. Opin í dag kl. 1—10 e. h. Síðan náestu daga kl. 10—12 og 1—10 e. h. Sýningarskálinn í Hótel Heklu, Hafnarstræti. W.WAV.VV/AW^V'.VW^.V" wvww WWWWVWVWi vwvw í

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.