Þjóðviljinn - 14.06.1945, Page 3

Þjóðviljinn - 14.06.1945, Page 3
3 Fimmtudagur 14. jiiní 1945. Þ JÓÐVILJIXN EUnar Bragi Sigurdsson: Ræða flutt á Eskiíirði, friðardaginn 8. maí 194S „De 0ket det livet de gikk fra. De spflker i nye vienn. Pá deres grav skal skrives: De beste blir altid igjen Upp yfir hafsvalt Lundúimhimi- ið hefur sig sviflétt flugvél að- faranótt hins 3. desember 1943. Förinni er beint inn yfir Berlín. í flugvélinni situr ástsælasta skáld Noregs. Tæp tvö ár eru liðin, síð- an það sendi frá sér eitt hið dá- samlegasta styrjaldarkvæði sitt, kvæði, sem nú stendur grópað í hjarta hvers einasta frelsisunnandi Norðmanns: Bréfið heim: aldrei ætla að linna. Þegar þeim lýkur, hvíla þessi sérstæðu áugu ennþá á fólkinu, augu, sem tjá harin og þjáningu heillar þjóðar, söknuð hennar og sigurvissu. — Síðan mælir hann fram hið heims- kunna kvæði sitt: „17. maí 1940“. — R-addbrigðin, sviphvörfin og breytileiki hrynjandinnar, er hann flyitur kvæðið, eru af slíkri snilld, að við heyrum ekki kvæðið, við lifum efni þess. Að skammri stund liðinni er tjaldið fallið, en frelsis- hetjan norska stendur mér jafn- lifandi fyrir hugarsjónum nú og þá. „Vér lendum á nýársnóttu við Noreg, í birtu af mjöll, og dreifum oss. hundrað hundruð, á heimleið um dali og fjöll“. Ennþá er nýársnótt í nánd, og ennþá er norska skáldið á heim- Jeið með liundrúðum Jiundraða landa sinna, þó að leið þess liggi í þetta skipti inn yfir Berlín. Leið úitlagans til ættjarðarinnar, sem hann ann af öllu hjarta, en hefur verið rændur, getur legið um öll þjóðlönd heims og verið milljónir mílna, en engin leið er svo torfær né löng, að vængir sáknandi sálar .spanni hana ekki jafnliæglega og vængstyrkur farfugl viku sjávar. Flugvélin, 1 sem norska skáldið settisl upp í aðfaranótt hins 3. desember, kemur aldrei framar til bækistöðvar sinnar. — Nottfalil Grieg er fallinn. Þegar mér barst þessi dapra fregn, þá vitjaði mín enn á ný stund, Sem ég hafði oft endurlifað áður, stund, sem mér glevmist aldrei, þóbt aðrar fyrnist. Það er sólbjartur sumardagur og hægur sunnanandvari, — seytjándi júní 1942. Ég er nýkominn frá því að horfa á hálft hundrað ungra stúd- onta brautskráða frá Menntaskól- .anum á Akureyri, og það er sem til- veran öll andi frá sér heiðum helgi- blæ. Skömmu síðar sit ég við hlið ■eins af bekkjunautum mínuip niðri í samkomuhúsi. Húsið er þéttskip- að fólki. Tjaldið er dregið frá leik- sviðinu. Oðrum megin á ræðu- stólnum stendur lítill, íslenzkur fáni á gullinni stöng, hinum meg- in norski þjóðfáninn. Aldrei hef ég fundið jafn vel og þá, hvílíkt fimb- ulafl er falið í sameign heilíár þjóðar. Það var sem þessir tveir litlu fánar töluðu til hjartnanna oitthvað á þessa leið: „Hvor um sig erum vér tákn alls þess, sem þjóð vor hefur átt göfgast og bezt, en hér, þar sem nú stöndum vér hvor við annars hlið. érum vér tákn þeirra órofa sifjabanda, sem um aldir hafa tengt þjóðir vorar“. — Sviðið stendur autt um stund, i en þá gengur hægt fram hár mað- ur og tígulegur. Hann er klæddtir einkennisbúningi norskra her- manna. Yfirbragðið er hánorrœnt og göfugmannlegt. Atigun leyna slíku seiðmagni, að samkomugestir eru sem dáleiddir um stund. Loks brjótast fram fagnaðarlæti, sem Það er sennilegt, að Noregur liafi alið meiri skáld en Nordahl Grieg, en sannara skáld getur vart meðal nokkurrar þjóðar. í boðun hans og breytni gætir fyllra sam- ræmis en títt er um önnur stór- skáld, og mun það ekki hvað sízt tryggja honum ævarandi virðing- arsess í samlþjóðlegum bragasal, þó áð hann félli langt um aldur fram. Flestir munu dá hið látna skáld mest fyrir þá fölskvalausu ást til ættjarðarinnar, er það sýndi á ör- lagastund Noregs og svip sinn set- ur á öll hin síðustu kvæði þess. En hún er þó aðeins styrkur þáttur í frelsisást þess yfirleitt, réttlætis- kennd þess og mannvináttu, tak- markaiausri virðingu fyrir lífs- helgi alls, sem andann dregur: „Sjálfgert að sprengja saki, en sú þykir blessun hlaðin, sem brýzt inn í gotneskt guðshús, en geigar hjá barni í staðinn“. Ekkert var honum skapi fjær en „elska hið dauðvona og dauða“. Hann sá flestum betur þörfina á því að bæta hag þeirra, sem enn- þá lifa eða óbornir eru, og þeirri hugsjón lifði hann — og dó'. Þeirri staðreynd verður ekki haggað, að aðfaranótt hins 3. des- ember 1943 var sá svanur skotinn niður yfir Berlín, er styrkast og hljómfegurst hefur sungið um Norðurlönd um langan aldur. En söngelskum sálum allra landa má þó vera það mikil fróun, að lögin, sem hann söng, munu hljóma heimskauta milli, svo lengi sem norrænt kyn dregur andann. og bera glæst vitni hinum frjálsa, norræna anda, sem vann sér það ekki til’lífs að bregðast því. sem honum var helgast, og kyssa .á hné kúgarans. ★ Við minnumst Nordahls Grieg sem ^ins- bezta ljóðskálds, sem okkar öld hefur alið. En þó að hann hefði aldrei nokkurt stef ort, myndi hann þó hafa lifað í hug- um norrænna þjóða og heimsins alls um aldir sem mannvinurinn mikli, er aldrei þreyttist á að vara heiminn við hinni ægilegu hættu nazismans, og helgaði sig óskipt- an baráttunni gegn honum, þegar hann hafði orðið fyrir þeirri þuhgu raun, að sjá þjóðirnar, sem hann unni einskis fremur en friðar og fyllstu hamingju, daufheyrast við aðvörunum hans og ráðum um að taka fyrir kverkar nazismans, áð- ur en það væri komið í eindaga. Hann liafði staðið við hlið hins fremsta baráttuliðs gegn nazism- anum utan ættjarðar sinnar, áður en heimsstyrjöldin brauzt út, bæði í Kína og á Spáni. Og heima fyrir var hann stöðugt á verði og lét aðvaranirnar dynja yfir þjóð sma og hvatti hana til raunhæfra at- hafna gegn hættunni í tímariti sínu Veien frem“. Ég held okkur sé hollt á þessari stund að veita athygli afstöðu Norðmanna fyrir stríð til tveggja norskra skálda, vegna þess, hvað hún sýnir ljóslega fordóma og glámskyggni almennings oft og einatt, er liann á að greina hinn góða málm frá soranum, gullið frá leirnum. Allt fram til þess, er þessi styrjöld brauzt út, var hið heims- fræga skáld, Knut Ilamsun, mest dáð allra norskra rithöfunda, og það var metnaðarmál flestra Norð- manna að eiga öll verk Hamsun’s helzt í skrautbandi í húsum sín- um. Hanú var hinn viðurkenndi snillingur í norskum bókmennta- heimi. En einn var sá maður, er jafnan ga;lt varhugar við hylli Knut Hamsun, og þó einkum per- sónunni sjálfri. Iíann var einnig skáld, en ungur að árum og minna kunnur; þetta' var Nordahl Grieg. Hann benti hvað 'eftir annað á véikleika í skapgerð Hamsun’s, er sýndu ljóslega andlegan skyld- leika hans við nazistaforingjana, einkum Hitler. Það var eitt með öðru, að bæði Hitler og Hamsun afneituðu upprunav sínum, er þeir. voru orðnir heimskunnir, neituðu að viðurkenna foreldra sína og nánustu skyldmenni. Aðeins mjög fáir sinntu þessum viðvörunum Nordahls Grieg. Almenningi fannst auðfundin skýringin: Hann öfund- aði liinn aldna skáldjöfur af lýð- hyljinni. Óg Nordahl Grieg var settur utangarðs í heimalandi sínu, en Knut Ilamsun dáður sem fyrr. En svo rann upp hinn ör- •lagai'iki dagur, 9. apríl 1940, dag- urinn, sem þýzku nazistarnir hófu innrásina í Noreg. Þá var það, að gullið varð greint frá soranum: Þá snerist Knut Ilamsun í lið með nazistum. Nordahl Grieg tók sér vopn í hönd og varði ættland sitt við hlið óbreyttra hermanna. Knut Ilamsun helgaði þýzku nazistun- um beztu verk sín-: Viktoríu og Gróður jarðar, en Norðmönnum helgaði hann bókina Sult. Nordahl Grieg helgaði skáidgáfu ;>ina alla frebisliaráttu norsku þjóðarinnar. AJlir heiðvirðir Norðmenn hreins- uðu \-erk Hamsuns burt úr húsum sínum og komu þeim fyrir i sorp- tunnunum. Styrjaldarkvæði Nor- clahls Grieg voru lærð af hverju norsku barni, sem freisi unni. I fyrrada'g birti Knut Hamsun á- varp i tilefni af fráfalli Hitlers og sagði meðal annars: „Við, sem honum stóðum næstir, lútum höfði v'ð fráfall þessa mikilmennis“. Ilamsun er í dag að verðugu fyrir- Nordald Grieg. litinn af hverjum sönnum Norð- manni. Allir beztu synir og dætur Noregs blessa nafn Nordahls Grieg. frelsishetjunnar, sem átti meiri })átt en flestir aðrir í því að veitu norskii þjóðinni siðferðis- þrék ög andlegan styrk til að þola hinar ægilegu þjáningar og ’halda fram stöðugri baráttu fyrir frelsi ættjarðar sinnar, þar til sigur var unninn. Betur varð ekki sýnt, hvílíkur reginmunur v.ar á þessum tveim manngérðum. Þetta er lærdóms- ríkt fyrir okkur Islendinga sem allar aðrar þjóðir. Og það væri fckki til of mikíls niælzt, áð við hefðum svo mikið af því lært, að við gerðum okkur glögga grein fyrir því, áður en við veljum okk- ur andlega leiðtoga, hvernig þeir myndu bregðast við á örlagastund- um þjóða sinna: Hvort þeir myndu velja sér hlutskipti ó- happamannsins Knut Hamsun eða þjóðhetjunnár Nordahls Grieg. Þegar við nii í stríðslok minn- úmsc baráttu Nordahls Grieg. ber okkur öðru fremur skylda til að ; minnast þess, að í röðum okkar j íslendinga eru því miður allt of j margir menn, sem bæði Ijóst og ' leynt hafa dáð herför nazistaafl- anna og hlakkað vfir villimann- legum hryðjuverkuvn þeirra. Og i jafnvel í dag sýna þcir hiklaust og kalt hu'g sinn á ýmsan hátt. Sá dagur, sem hiinar langþjáðu þjóð- ir Evrópu endurheimta frelsi sitt, skiptir þá ekki meiru máli en svo, að þeir telja hans bezt minnzt með . því að breta nokkrum tugum króna við illa fenginn auð^sinn með bak- j dyraverzlun á svörtum rnarkaði. j Sumir beina ganga um grátandi j nf rneðaumkim með’ hinum býzku | bófum og bófaforingjum, er nú bíða hefndarinnar. En þessir menn grétu burruni tárum eða hlökk- uðu yfir. begar börn. konur og gamaimenni voru limlest undir húsarústum Lundúnaborgar, rek- J in í gegn með byssustingjum þýzkra böðla í Noregi eða sökkt ! i Atlantsála. Þessir menn kveink- j uðu sér ekki lieldur yfir örlögum * þeirra barna, sem á þessum voða- legu áruin reikuðu örvilnuð um hernumin héruð Sovét-Rússlands í leit að mæðrum, sem þýzkir ó- aldarflokkar höfðu grafið lifandi. , Og því hljótum við að segja við þá, sem mi þykjast fullir samúðar með þýzku nazistunum „sem öll- um öðrUm, ei' Jijáningar þola!“: ,.Vei yður, þér hræsnarar”. Við verðum að vera vel á verði gegn hinum nazistasinnuðu í okkar eig- in röðum. Við niegum ekki dyljast þess, að einnig hér í landi er ekki lít.ill hópur manna, sem áreiðan- leggu-myndj hafa snúizt í lið með nazistum, ef góð örlög hefðu ekki hlíft okkur við því að verða fyrir heimsókn þeirra. Treystum þeim ekki. og i'elum þeim aldrei vald yfir örlögum okk.ar. Og. fyrirgef- um óvinum mannkynsins aldrei níðingsverk þeirra, því að þeir vissu vel, hvað þeir gerðu. Svo getum við bezt sýnt, að okkur hafi ekki verið til einskis gefin frelsishetjah, stórskáldið og mannvinurinn Nordahl Grieg. # Enska útgáfan af „Strfðið og verka- lýðsstéttin" fæst í Bókabúð Háls og menningar Timaritið „Stríðið.og verkalýðs- stéttin” hóf göngu sína í Moskva á stiíðsárunum, og hefur á þeim árum, sem það hefur komið út, orðið oitt frægasta tímarit heims- ins. Þar birtist varla grein svo að ekki sé til hennar vitnað í heims- blöðupum. eins fyrsta árið. seni einungis var tim útgáfu á niss- nesku að ræða. Frægð sína á tímaritið ekki sízt því að þakka, að það er talið opin- ber rödd Sovétríkjanna um al- þjþðamál. Tímaritið er þó ekki málgagn sovétstjórnarinnar held- ur gefið út af blaðinu Trúd, mál- i gagni Verkalýðssambands Sovét- ríkjanna. ' Sbríðið og verkalýðsstcttin er nú farið að koma út í enskri útgáfu, I og geta menn gerzt áskrifendur að j því í Bókabúð Máls og 'menning- | ar. bað mun einnig liggja frammi J á lestrarsal Landsbókasafnsins. Framhald á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.