Þjóðviljinn - 14.06.1945, Síða 5
ÞJÓÐVILJINN — Fiinmtudagur 14. júní 1945
þlÓÐVILIINN
ÚtgefanHi: Sameiningarflokk::i alþýðu — SósíaUstaflokkurtnn.
Ritstióri og ábyrgóarmaður: Sig'*Tður Guðmundsaon.
Stjórnmálari ? 'tjórar: Einár Olgeirsson, Sigfús Sigurhjariarson.
Ritstjórnarsknfstofa: Austurstrœti 12, fími 2270.
Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 2181'h
Áskriftarverð: 1 Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði.
^ Uti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentamiðja: Vikxngsyyrent h.f., Garðastrœti 17.
Neyðarástandið í húsnæðismálunum
Neyð sú, sem hundruð reykvískra fjölskyldna búa við í
húsnæðismálunum, verður með hverjum deginum tilfinnanlegri.
Það kemur nú niður á þeim, sem sízt skyldi, hve lítið var byggt
á þeim árum, sem Framsókn gat dregið úr innflutningi bygg-
ingarefna og bæjarstjórnarmeirihlutinn felldi tillögur sósíalista
um í'búðarhúsabyggingar.
En aðalatriðið nú er þó ekki að deila um það, sem orðið er,
heldur hitt að tryggja að allt, sem auðið er, sé gert til þess að
bæta úr neyðinni.
Hvað eftir annað hefur verið bent á leiðir í þessu máli hér
í blaðinu. Ýtarlegar tillögur sósíalista í bæjarráði og bæjarstjórn
hafa verið birtar hér. Nokkuð hefur unnizt á, en það er langt
frá því að vera nóg. Enn er auðvitað óútkljáð hvaða stefna
verður ráðandi í byggingarmálunum framvegis, en hvað sem því
líður, þá þarf strax að gera ráðstaíanir til þess að bæta úr hús-
næðisskortinum nú:
Það þarf að tryggja að af byggingarefninu, sem til landsins
fæst, sé það, sem fer á annað borð til ibúðarhúsabygginga, fyrst
og fremst notað til, þess að byggja yfir það fólk, sem nú hýrist
í gömlum hermanna„bröggum“ í Reykjavík og annarsstaðar,
því yfir því fólki, og flest af því er barrtafólk, vofir beinlínis
heilsutjón af vistinni þar, svo ekki sé talað um skortinn á sjálf-
sögðustu heilbrigðisaðstöðu og lífsþægindum.
Það þarf að tryggja að íbúðarhúsin, sem reist eru í Reykja-
vík, séu fyrst og fremst miðuð við það að fullnægja þörfum
hinna húsnæðislausu, bæta úr bráðustu neyð. Og þótt allmikið
verði.nú byggt af smærn íbúðum .(1—2 herbergja með eldhúsi),
þá verða nóg not af þeim síðar, þótt velmegun landsmanna
vonandi vaxi svo að fjölskyldum af meðalstærð verði kleift að
búa í 3—4 herbergja íbúðum.
Og það þarf — með lækkun vaxta og hagnýtingu fullkom-
inna tækja í byggingariðnaðinum — að reyna að tryggja að
byggingarkostnaðurinn verði viðráðanlegur.
Og þessar aðgerðir þola ekki bið.
*
Fulltrúar auðmannanna ráða álögunum
á reykvíska borgara
Það er fullkonilega réttlát reiði, seni þessa dagana beinist að bæj-
arstjórnarnieirihluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik fyrir álögurn-
ar á reykvíska borgara.
Það er stefna Sjálfstæðigflokksins í bæjarstjórn, sem kemur fram
í því, að sá mikli fjöldi bæjarbúa, sem hefuT ekki meiri tekjur en
það sem nefna mætti þurftartekjur, skuli bera sívaxandi hluta út-
svarábyrðarinnar. Fulltrúi Sóáíalistaflokksins í niðurjöfnunarnefnd
lagði til að útsvarssrtiginn yrði hækkaður á hátekjum, en lækkaður
á þurftartekjum, upp að 20 þúsund kr., en því var ekki sinnt. Það
eitt vannst á. að nú er ekki lagt á lægri tekjur en 4 þúsund kr.
Það er engin von til að þetta ástand lagist, meðan Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur meirihluta i bæjarstjórn Reykjavrkur. Þessi bæjar-
stjómarnreirihlnti og trúnaðarmenn hans í niðurjöfnunarnefnd og
annarsstaðar skoða sig sem fuíitrúa hátekjumanna, og sýna það
alstaðar, hvar sem þeim gefst færi á, að það er stefna þeirra að
hlífa auðmönnum við gjöldum en láta allþýðufólkið bera þyngstu
byrðarnar.
Og það er einmitt vegna þessarar afstöðu, vegna þess að bæjar-
stjórnarméirihluti Sjáifstæðisflokksins í Reykjavfk skoðar sig sem
fulltrúa auðmanna gegn aiþýðunni, að nú er í ráði að skipta um, og
láta þetta vera síðasta kjörtímabilið, sem sú flokkur fer með völd-
in í höfuðborginni.
Alagningin, sem reykvísk alþýða er reið yfir þessa daga. er aðeins
eitt minnisatriðið fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í janúar næstkom-
andi. Þá er tækifærið til að breyta um stefnu í bæjarmálum Reykja-
víkur, einnig á þeSsu sviði.
\
Særð jörðin brosir við vorinu
geginum gleðitár. Maðurinn brosir
einnig. Það tókst nærri að tortíma
honum.
Við skulum ekki gera of lítið úr
hættunni, sem við yfirstigum. O-
vinirnir voru mjög sterkir. Þeir
börðust af æði og gáfust ekki upp
fyrr en allt annað var óhugsandi.
Við sigruðum ekki, við sóttum
ekki fram frá Volga til Spree af
því að slíkt væri auðvelt. Nei,
við komumst þa/ngað vegna þess
að sannleiki er sterkari en lygi.
Þegar fulltrúi þýzku herstjórn-
arinnar var spurður hvort hann
vildi samþykkja uppgjöf, svaraði
hann já. Það var 8. maá 194.5. Þeir
hugsuðu öðruvísi Þjóðverjar, 1941
og 1942. Afl herja okkar hjálpaði
þeim til að taka ákvörðun.
Gyðja réttlætisins er sein í svif-
um. Vegir hennar eru margvís-
legir og stundum ókannanlegir.
En stundin rann upp og réttlætið
bar sigur úr býtum. í okkar dýr-
legu Moskvu, á Trafalgartorgi
Lundúna, í Champs Elees París-
ar, i New York, í hinni fögru
Prag, í hinni rústuðu en lifa.ndi
Varsjá, í endurreistri Zagreb, í
Málano, sem sýndi hugarfar sitt
með því að refsa „il Duce“ á þann
hátt, sem hann verðskuldaði, í
Osló og Briissels, alls staðar er
sigrinum fagnað. Þjóðir Evrópu
hafa kynnzt hörmungonum eins
miklum og þær geta orðið, auð-
mýkingu sárari en dæmi voru til.
Norðmaður einn sagði: „Það veld-
ur mér bæði gleði og sársauka að
sjá dagsins Ijós, því að ég er ris-
inn úr giöfinni“.
En verri en gröfin var „nýskip-
un“ Hitlers. Barnaböm okkar
munu segja með undrun i rómn-
um, þegar þau lesa um þessi hræði
legu ár: „Getur það verið satt að
millj. manna hafi verið rifnar upp
með rótum eins og tré og að aðr-
ar milljónir manna verið myrtar?
Er það satt, að verið hafi til ríki.
þar sem litið var á manninn eins
og kynbótanaut, ríki, sem hneppti
í þrældómsviðjar tug annarra
ríkja? Er það satt, að vísinda-
mehn þess hafi lagt heila sinn í
bleyti til að finna upp aðferðir
til að slátra börnum og gamal-
mennum sem kvikfénaði, að fanga
verðirnir hafi borið ösku múg-
myrtra ungra stúlkna á kálgarða
sína?“
Við spyrjum ekki, hvort allt
þetta sé satt. Við munum það
allt og mundum ekki gleyma því,
jafnvel þótt við vildum, því að
það átti sér stað í landi okkar og
viriir okkar og vandamenn urðu
fyrir því:
Við áttum góða orustubræðuT.
Við viturn með hvað miklu hug-
rekki Lundúnarbúar báru ógnir
loftárásanna og hve hetiulega her
niflttn Bretaveldis börðust i Líbíu,
Ítalíu óg Hollandi. Við metum
mikils mátt og hugrekki banda-
rísku þjóðarinnar. Við vitum að
hið sanna Fraklaind gafst aldrei
upp og hermenn þess gengu hina
longu leið frá Bir Hakeim til
Úlm.
En saint skoðar allur heimurinn
okkur sem lausnarainn. Það er
ekki vegna þess, að land okkar
Þetta er fyrsta viyndin ,sem borizt hefur af hátíðahöldunum
í tilefni af friðnum í Evrópu í löndum Bandamanna. Hún er
frá New York.
Eftir Ilfa Ercnbúrg
sé stórt, þó að svo sé reyndar. Það
er vegna þess að það eru mjög
margar grafir í landi okkar
vegna þess að það var í þessu
landi, á litlum landskika hjá Stal-
íngrad, sem hið þýzka herveldi
var brotið á bak aftur.
Það var ekki vegna þess að við
erum margir, það býr margt fólk
á þessari jörð. Baráttan milli sann
leika og lygi var ekki ráðin eftir
talfræðmtTeikningum. Úrslitaþátt-
ur þeirrar baráttu var eðli sovét-
einstaklingsins.
Minnisvarði sigursins við Samo
þracíii hefur enga ásjónu. Hreyf-
ingar líkamans og vængjanna
bæta upp hina týndu ásjónu.
Sigur okkar hefur ásjónu, lát-
lausa, en lifandi og innblásna,
mannlega ásjónu. Sá, séro vill
skilja hvernig fasisminn var sigr-
aður ætti að athuga á'sjónu sig-
urs okkar. Við getum ekki skilið
árið 1945, nema við miinnumst árs
ins 1941. í þeim dimmu dög-
um finnst skýring þess, hve ham-
ingjusamir við erum í dag.
Við unnum af því að við létum
ekki bugast. Við unnurn vegna
þess .að fætur Þjóðverjanna flækt
ust í líkum þeirra eigin manna
á leið þeirra í austurátt, vegna
Jjoss að h ermenn o'kkar fóru gegn
skriðdrekunum með oliuflöskur
einar að vopni, vegna þess að
hinar ungu stúlkur okkar fórnuðu
lífi sínu til að kveikja í hernaðar-
birgðastöðvum, vegna þess að tíu
stórskotaliðar vörðust gegn heilum
her í einn dag.
Við unnum vegna þess að þjóð
okkar lifði aðeins fvrir eitt —
sigur. Við unntun vegna þess að
eimreiðarstjórar okkar nnnu í
þrjá daga án þess að hvila sig.
vegna þess að konur okkar öfluðu
matvæla handa hersveitum okkar.
Ef einhverjir út'Iendingar spyrja,
hvernig þjóð okkar stóðst þetta
allt, munum við útskýra fyrir
þerm, að við erum margar þjóð-
ir, en þó ein — sovétþjóðm, það
er lau'sn gátunnar.
Þessi þjóð sigraði vegna þess að
hún var innblásin háleitum til-
finningum ástar og sannleika,
vegna þess 'að manuvonzka naz-
istanna særði samvizku hennar,
vegna þess að maðurinn gat ekki
þolað slík brot gegn mannlegum
verðmætum.
Við unnum þetta stríð vegna
þess að við hötuðum landvinn-
ingastríð og vildum tortima á-
höldum þeirra, tortíma upphafs-
mönnum þeirra og áhangendum.
Okkur heppnaðist að koma Hitlers
Þýzkalandi á kné vc*gna þess að
við erum látlaust fólk án nokk-
urrar löngunar til að auðmýkja,
undiroka eða meiða nokkuim
manri.
Hermenn okkar komust til Berl-
inar vegna þess að þeir höfðu trú
á bökum, en ekki á hernaðarvopn-
um. vegna þess að skólakennarinn
friá Penza, sem^nú er hcrstjóri í
saxmeskri borg. hrópaði ekki að
Púsjkin væri góður en Göthe sla:m
íir, en var hreykinn af því, að
Púsjkin unni Göthe.
Látleysi og réttlætistilfinning
reyndist biturri vopn en hroka-
fullt stolt. Þegar árásarmenriirn-
ir réðust á lamd okkar, stóðum við
einir. Englendingar voru enn á
eylandi sínu. Bandaríkin voru
ekki enn . komin í styrjöldina.
Frakkland hafði verið auðmýkt
í duftið.
I þá 'daga höfðu Þjóðverjarnir
marga bandamenn. Satt er það,
að seinna jöfnuðu Jressir „banda-
menn“, i Sofíu og Mílanó, í Brat-
islava og Zagreb. reikninganna
mjög rækilega við þýzku fasistana.
Við sigruðum vegna þess að
sambandaríki okkar er raunveru-
legt þjóða'bandalag og í okkar
landi eru ckki neinir æðri eða
lægri kynþættir. Við möluðum
hina furðusterku hernaðarvél
Þýzkalands vegna þess að vélin
er skrapajárn eitt og ekkert ann-
að. án mannsins. Tæknin kemur
aldrei í stað amdans,
Við höfðum okkar megin það
áræði og hugrekki, sem íornþjóð-
irnar létu í Ijós í sögunni um
Promtþeus. Við héldum ú loft
blysi aldarinnar og við björguðum
því undan myrkvaöflunum.
Bandalag frjálsra þjóða hefur
sigrað. I fylkíngarbrjósti gekk
þjóð okkar. Það er trygging þess,
að sigurinn verður ekki aðeins
eiinn þáttur í hernaðarsögunni.
Það er trygging þess, að lögmál
frelsis og bræðralags muni sígra í
Evrópu.
Ef sigur okkar væri aðeins sig-
ur einnar þjóðar, þá mundu aðr—
ar þjóðir ekki gleðjast svo mjög.
Hvers vegna fagna námsmenn í
London, verkamenn í París og
skrifstofumenin í New York sigri
Stalíns? Vegna þess að fyrir þá
þýðir sigurinn að börnum þeirra
er bjargað frá nýjum Maidanfek-
ógnum og nýjum hermdarvopn-
um, frá- he'fnd þýzku hernaðar-
sinnanna, frá endurtekningu fas-
ismans, frá öðrum fimm hræðileg-
um árum blóðs og tára.
Eg veit ekki hvort er mikilvæg-
ara. — fögnuður þjóðanna. eða
hræðsla Francós, slátrarans í Mad-
rid, sem sér að aska Guerniea
er orðin að ösku Berlínar. að fas-
istadvergurimn mun ekki haldast
lengi við völd eftir jfa.ll fasistaris-
ans.
Hinn nýi dagur friðarims er
runninn upp. Hann verður ekki
auðveldur, því að veröldin hefur
þjáðst of niikið. Grasið mun gróa
yfir grafirnar, en gínandi sár hjart
ans mun ekki gróa. Þeim föllnu
verður ekki gleymt.
Þao verður erfitt að byggja
borgirnar upp aftur, það verður
erfitt fyrir æskuna að bæta það
upp, sem hún hefur misst.
Fimmtudagur 14. júni 1945 —dríÓÐVIL.IINN
Samkeppnfumijskáldsðgti
Leikt'élag: Reykjavíkur sýnir skop
leikinn „Gift eða ógift“, í kvöld k .
8. — Myndin: Lottlie Caracy (Inga
Laxness) og Henry Ormonroyd, liós
myndari og drykkjumaður (Brynj-
ólfur Jóhannesson).
Enska útgáfan
Franrh. af 3. síðu.
,Iívert hefti flytur ýtarlegar og
fróðlegar greinar um alþjóðamál.
i þeim tvcim heftum, sem nú eru
fáanleg í Bókabúð Máls og menn-
ingar, eru ágætar greinar um
vandamál stríðslokanna og stjóm
málaáistandið í einstökum löndum.
Allir sósíalistar, sem lesa ensku,
og aðrir, sem vilja fylgjast með
gangi alþjóðamála, ættu að gerast
áskrifendur að þessu merka tíma-
riti.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins hefur
ákveðið að efna til samkeppni um skáldsögu. Bókaútgáfan
mun greiða tíu þúsund krónur í verðlaun fyrir beztu skáld-
söguna, sem henni berst og áskilur sér rétt til útgáfu á
hexmi gegn ritlaunum auk v.erðlaunanna.
Stærð bókarinnar sé um 10—12 arkir, miðað við Skírn-
isbrot. Réttur er áskilinn til að .skipta verðlaununum milli
tveggja bóka, ef engin þykir hæf til fyrstu verðlauna, eða
láta verðlaunin niður falla, ef engin þykir verðlauna'hæf.
Handritum sé skilað í skrifstofu bókaútgáfunnar fyrir
árslok 1946 og séu þau vélrituð og merkt með einkenni ■
höfundarins, en nafn hans og heimilisfang fylgi í lokuðu
umslagi, merktu með sama einkenni.
Samt er þetta fagur morgunn.
Þ,vi að því, sem mestu máli skipti,
hefur verið bjargað — réttinum
til að þurfa ekki að anda eftir
fyrirskipunum fasista, réttinum
til að þurfa ekki að beygja sig
fyrir „æðri kynþætti“, réttinum
til að vera maður.
Þtvm rétti var bjargað með
blóði. svita og hreysti sovétþjóð-
arinnar.
Síðasta skotinu hefur verið
hleypt af, og við getum heyrt í
þögninni, sem við erum enn ek'ki
farin að venja okkur við. rödd
lævirkjaris og arndardrátt barns-
ins. Jörðin, brosir gegrium tárin
og fagnar sigri mannsins.
“»■ -----|iV• |-| n«|—i,TL~I i_l_Il_l
Bifvélavirkjar
Bifvélavirki óskast nú þegar til að veita bif-
reiðaverkstæði bæjarins forstöðu.
Umsóknir sendist skrifstofu minni fyrir kl.
12, miðvikudaginn 20. þ. m.
BÆJ ARV ERKFRÆÐÍN'GUR.
Hluthafafundur
verður haldinn í Skipanaust h.f. Reykjavík, í dag, finuntu-
dag, þann 14. júní 1945 kl. 17.30 í Oddfellowhöllinni (uppi).
STJÓRNIN.
\
FÉLAGSLÍF
Glímufélagið
Ármann
Þeir Ármenningar, er æft
hafa leikfimi í 2. flokk karla
í vetur, eru beðnir að mæta
kl. 10 í kvöld í íþróttahúsinu
við Lindargötu. Þeir, sem
ekki geta mætt á þessum
tíma, hafi samband við skrif-
stofuna milli kl. 8—9.
MUNIÐ
Kaffisöluna
Hafnarstræti 16
■>«*<#*■« jkm*A*w ■
Erlendir verkamenn, sem fluttip höfðu verið í nanðungar-
vinnu til Þýzkalands lcoma saman í fyrsta sinn sem frjálsir
menn í Mesbaeh í Þýzkalandi til ftess að votta Bandamönn-
um þakklœti sitt. Þarna voru saman komnir Rússar, ítalar,
Pólverjar, Austurríkismenn og meim af öðru þjóðerni. Þeir
voru leystir úr haldi af hersvpit.um úr 7. bandariska hemum
þegar þœr toku Mesbach. ófí knt. suðaustan af Mannheim.
Einn af Rússunum, sem sáu um hátíðahöldin sést hér ávarpa
hópinn. Við hlið hans á rœðupallinum sést mynd af Staiín,
umvafin blúmum.
bÆjarpósturinn
Framhald af 2. síðu.
öld til að bvo slíkan smánarblett
af skildi sínum.
S
Það er vissulega full ástæða til
þess, að sú þjóð, sem á tilverurétt
sinn einmitt undir því, að aðrar
þjóðir sjái og viðurkenni, að þegn-
ar hennar standi öðrum tvífætling-
um, er uppréttir ganga, ekki að
baki, láti öðrum þjóðum fyrr af
þeim svívirðilega glæp, að ýta undir
hneigð þegna sinna til að hverfa
aftur til forfeðra sinna, ferfætling-
anna.
B.
T I L
iiggur leiðin
Rapar Ólafsson
Hæstaréttarlögmaður
og
löggiltur endurskoðandl
Vonarstræti 12, sími 5999
Skrifstofutími 9—12 og 1—5.
Pl
Fundir verða haldnir í öllum Reykjavíkurdeiid-
um KRON sem hér segir:
20. júní 10. deiíd Skólavörðustíg 12 kl. oo £
20. — 7. — Baðstofu Iðnaðarm. — —
21. — 4. — Baðstofu Iðnaðarm. — —
21. — 6. — Iðnó, uppi, Vonarstr. — —
21. — 3. — Iðnó, suðurdyr, niðri — —
25. — 5. — Kaupþingsalnum — —
25. — 2. — Baðstofu Iðnaðarm. — —
25. — 8. — Iðnó, uppi — —
25. — 9. — Iðnó, niðri — —
26. — 16. — Iðnó, uppi — —
26. — 1. — Iðnó, niðrl — —
26. — 11. — Baðstofu Iðnaðarm. — —
I
i
I í
I 5
DAGSKRÁ FUNDANNA:
1. Tekin afstaða til tillögu, sem samþykkt var á
aðalfundi, varðandi skilnað Hafnarfjarðar og
Keflavíkurdeilda KRON.
2. Önnur mál.
STJÓRNIN.
MANNTALSNNG
Hið árlega manntalsþing Reykjavíkur verður
haldið í tollstjóraskrifstofunni í Hafnarstræti 5
(Mjólkurfélagshúsinu) föstudaginn 15. þ. m. kl.
4 síðdegis.
Skattgreiðendum ber að sækja þingið og
greiðá þar skatta sína, sem þá falla allir í gjald-
daga, svo og önnur þinggjöld fyrir árið 1945.
Tollstjórinn í Reykjavík, 12. júní 1945.
TORFI HJARTARSON.
-w*.-
Vinna við jarðboranir
Menn vantar nú þegar til að vinna við jarðboranir í
nágrenni Reykjavíkur og úti á landi.
Allar frekari uþplýsingar hjá forstjóra
Rafmagnseftirlits ríkisins.
AÐALFUNDUR
í Skipanaust h.f. Reykjavík, verður haldinn þann
29. júní 1945 kl. 17.30 í Oddfellowhöllinni (uppi).
DAGSKRÁ:
1. Lagabreytingar.
2. Venjuleg aðaífundarstörf.
3. Önnur mál.
STJÓRNIN.
I
I