Þjóðviljinn - 14.06.1945, Síða 7
Fimmtudagxir 14. júní 1945.
ÞJOÐ VILJINN
7
Selma Lagerlöf.
Lappi og Gráfeldur
hann hefði verið hræddur. Gat það verið að hann ætti
að fá að lifa, vegna þess, að hann hefði verið hræddur
við elgina?
Húsbóndanum þótti Lappi hafa komið vel fram, en
þó vildi hann helzt ekki eiga hann áfram og hugsaði
sig um litla stund.
„Ef þú vilt taka hann að þér og sjá um að hann hagi
sér betur en hingað til, er bezt, að hann fái að lifa“,
sagði hann að síðustu við skógarvörðinn.
Skógarvörðurinn féllst á það og fór með Lappa heim
til sín.
Lappi hætti alveg veiðiferðum sínum út í skóginn,
eftir að hann kom til skógarvarðarins. Það var ekki að-
eins vegna þess, að hann væri hræddur, heldur af því að
hann vildi ekki, að skógarvörðurinn yrði reiður. Lappa
þótti svo vænt um hann, eftir að hann bjargaði lífi hans,
að hann fylgdi honum, hvert sem hann fór. Færi hanr
að heiman, hljóp Lappi alltaf spölkom á undan, tíl þess
að athuga hvort engar torfærur væru á veginum. En
þegar skógarvörðurinn var heima, lá Lappi úti á hlaðinu
og leit rannsakandi á alla, sem komu og fóru.
Þegar kyrrlátt var heima, engin umferð úti á vegin-
um og húsbóndinn var að hlynna að trjáplöntunum sín-
um, lék Lappi sér við elgkálfinn.
í fyrstu hafði Lappi ekki skipt sér af honum. En hann
fylgdi húsbónda sínum, þegar hann var að færa kálfin-
um mjólkina út í fjósið, og sat þá alltaf utan við dymar
og horfði á hann.
Skógarvörðurinn kallaði kálfinn Gráfeld. Honum
þótti það víst fullgott nafn handa honum og Lappi hugs-
aði með sér í hvert skipti, sem hann sá kálfinn, að ljót-
ari og ólánlegri skepna væri ekki til. Hann var háfættur
og skjögraði í hverju spori. Höfuðið var stórt og elli-
legt, og kálfurinn hallaði alltaf undir flatt. Húðin var
hrukkótt,, eins og hún væri of stór utan um skrokkinn.
Hann var óánægður og raunalegur á svipinn. En það
var undarlegt, að í hvert skipti, sem hann sá Lappa, lifn -
aði svolítið yfir honum.
Elgkálfurinn varð vesældarlegri með hverjum degi,
sem leið. Seinast var hann orðinn svo atimur, að hann
0$ I’ETTA
Það þótti tíðindum sæta í þorp ,
inu Glozel, nálægt Vichy í
Frakklandi, fyrir tuttugu árum,
að þar fundust í jörðu leirtöflúr,
guðamyndir og vopn, sem virt-
ust ævagömul. Fornfræðingar
flykktust þangað og brátt reis
harðvítug deila um, frá hvaða
tímabili þessir munir væru. Sum
ir töldu, að þeir væru frá tímum
Fönikumanna, aðrir, að þeir
væru þrjátíu til fjörutíu þúsund
ára gamlir. Bóndinn, sem átti
jörðina, Emile Fraden, reisti hús
til að geyma gripina, og var safn
ið mikið sótt í tvö ár.
En þá komst það upp að mað-
urinn hafði sjálfur búið til þessa
hluti.
Sænski marskálkurinn, Hans
Köningspiark, tók í þrjátíu ára
stríðinu heim með sér upptroðna
slöngu af altari kirkju einnar í
Prag. Hún var með sjö höfðum,
eins og drekinn í opinberunar-
bókinni.
Undradýr þetta gekk í arf til
eftirkomenda hans en lenti síð-
ar á náttúrugripasafni í Ham-
borg. Sænski náttúrufræðingur-
inn, Linné, sá slöhgu þessa árið
1777. Sýndi hann fram á, að haus
arnir og klærnar væru af hreysi
ketti en slönguhúð límd utan um
allt saman.
Friðrik 4. á að hafa boðið of
fjár í slönguna en ekki fengið
hana.
f?'~. . ^ 1,1 --. .. 7
PEARL S. BUCK:
’ÆTTJARÐARVINUR
i —
„Verið þér nú ekki alltoí
japönsk, Tama. Við skulum
bara vera eins og okkur er eðli-
legast_ Vera eins og gamlir góð-
ir vinir. Var ekki gaman uppi í
fjöllunum? Og það er ekki
lengra síðan en í gær“.
„Jú — jú — það var gaman'?
„Tama, ég heimsótti Aiko í
gærkvöldi. Bunji fór þangað
með mig. Eg dáist að Aikc.
Hann er hugrakkur og þorir að
elska Sumie, hvað sem hver
segir. Menn eiga alltaf að vera
hugrakkir, þegar þeir vita, að
þeir hafa rétt fyrir sér“.
Tama hélt annarri hendinni
um hárið og starði á hann með-
'an hann talaði. Náttkjóllinn
var rósrauður. ,
‘,,Er það? Eg veit það ekki“,
sagði hún.
„Eg ætla ekki áð koma inn“,
sagði hann og bar ótt á. „En
komið þér út í garðinn, svo að
við getum talað saman. — Eg ,
fer á morgun“.
Hún svaraði engu en sneri sér
við og slökkti ljósið.
„Eg er svo hrædd um að ein-
hver sjái yður“, hvíslaði hún
Hann heyrði að hún kom nær
, og settist á þröskuldinn. Og
hann fann öxl hennar strjúk-
ast við hönd sér.
„Tama“, hvíslaði hann og
hjarta hans tók viðbragð. Hann
langaði til að taka hana í faðm
sér. En hún færði sig fjær og
hann þorði ekki að snerta hana.
„Setjist þér hjá mér“, sagði
hún svo lágt, að hann heyrði
það varla. „Nei ;— I-wan, ekki
r svona nálægt. — Ef einhver
heyrði til okkar, mundi það hafa
voðalegar afleiðingar fyrir mig“.
Þetta var satt. Ef einhver
kæmi að þeim, mundi hegning-
in verða ægileg. I-wan hafði
heyrt afa sinn segja frá þvl,
að systir sín hefði verið líflát
in að boði föður þeirra, vegna
I þess að hún fannst á tali við
elskhuga sinn í mesta saklevsi
úti í garði. Og eflaust var
Muraki gamli strangari en nokk
ur Kínverji.
„Tama, þér megið ekki gift-
ast Seki herforingja“.
„Það geri ég aldrei“, svaraði
hún hörkulega. Og nú fann
hann herðar hennar strjúkast
við Handlegg sér.
Eg gæti ekki afborið það,
Tama. Og ég kem aftur -r- ein-
hvernveginn. Því lofa ég“.
„Og ég bíð hér“, hvíslaði hún.
„Þú mátt ekki — heyrirðu
það — ekki giftast neinum“.
Hann langaði til að segja „öðr-
um en mér“, en þorði það ekki.
Það var of djarft til að segja
það. Þau voru svo ung og svo
margir erfiðleikar á vegi þeirra.
Þetta var líka brot gegn öllu,
sem leyfilegt var.
Hann heyrði hana hvísla: „Eg
giftist engum“.
Hann var svo utan við sig af
fögnuði, að hann átti erfiít með
að sitja hreyfingarlaus. Hann
laut að eyra hennar:
„Þessi þoka er dásamleg. Hún
er eins og tjald til að vernda
okkur“.
„Góður andi hefur sent hana“,
svaraði hún.
„Má ég skrifa þér?“ spurði
hann. „Eg þarf að segja þér svo
margt. En hvernig get ég kom-
ið bréfunum til þín?“
„Sendu þau til Sumie. Eg kem
þar oft“, svaraði hún fljótt, eins
og þetta hefði verið ákveðið
fyrirfram.
„En hvað þetta kemur allt af
sjálfu sér“, sagði hann glaður.
„Ekki datt mér þetta í hug, þeg
ar ég var hjá þeim í gærkvöld.
Mér hugkvæmdist ekki að gera
neínar ráðstafanir“.
„Það hafa forlögin gert“,
svaraði hún hátíðlega.
„Eg vildi, að ég vissi, hvað
forlögin ætla okkur“.
„Það getum við ekki vitað
nú“, sagði Tama. „En þau bíða
okkar“. Hann langaði til að
segja: „Eg veit það. þau vilja að
við elskum hvort annað“. En
hann gat ekki sagt það.
Þetta orð hafði aldrei komið
yfir varir hans, upphátt, og
hann hafði aldrei hejrrt neinn
segja það af þeirri tilfinningu,
sem nú brann í hjarta hans.
Þetta var allt svo nýtt og við-
kvæmt, að hann átti engin orð
til að lýsa því á þessarri fleygu
og hættulegu stund.
„Við getum ekki flýtt fyrir
forlögunum og ekki flúið frá
þeim“, sagði hún.
„Trúir þú því þá ekki líka, að
maður og kona geti verið fædd
til — til að verða hjón?“ spurði
hann hikandi.
„Jú“, hvíslaði hún.
Þau þögðu um stund og sátu
hlið við hlið svo að axlir þeirra
snertu hvor aðra. Hann fann
skjálfta líða um handlegginn og
fram í höndina.
Þau vissu ekki fyrr en þau
héldust í hendur.
„Nú verðurðu að fara“, sagði
hún. „Eg skrifa þér, þegar ég
hef fengið bréf frá þér — og við
sjáumst aftur ef forlögin vilja
það“.
„Það eru forlög okkar“, svar-
aði hann ákveðið.
Þau héldust enn í hendur litla
stund. En þá stóð hann skyndi-
lega á fætur og fór. Hann þreif-
aði sig áfram aleinn í þokunni
og heyrði að hún dró renni-
hurðina fyrir.
Nú gat hann farið rólegur til
Yokohama. En hann ætlaði ekki
að sofna það sem eftir'var næt-
urinnar, heldur vaka og hugsa
um hana.
Eftir fáein augnablik var
hann sofnaður.
Hann sat hjá Aiko í flugvél-
inni. Þetta var stór þrigg^a
hreyfla vél. En þeir áttu ekki að
fara með henni nema aðeins
yfir hafið, sagði Aiko. Þá áttu
þeir að halda áfram til Yoko-
hama í minni flugyél. Nú sá
hann niður yfir Kyushu eyna. '
„Þarna er Tama“, hugsaði
hann og virti fyrir sér fagur-
græna eyna. Þokunni hafði létt.
Hann hafði vaknað af værum
svefni við það að sólin skein
inn í herbergið. Þokan hafði að-
eins komið um nóttiná, eins og
af himnum send. Nú hafði hún
lokið hlutverki sínu.
Aiko horfði til jarðar í sjón-
auka.
„Sjáið þér þessa röð af gráum
húsum og virkjum“, sagði hann
og rétti I-wan sjónaukann.
I-wan sá eitthvað, sem líktist
deplalínu frá austri til vesturs,
í hálf hring.
„Það e.r eins og þið eigið von
á fjandmönnum úr öllum átt-
um“, sagði hann.
„Smáþjóð innan um tómar
stórþjóðir verður að vera við’
öllu búin“, sagði Aiko.
„En þið eigið þó ekki von á
ófriði?“
„Eg held“, svaraði Aiko hik-
andi“, að við Japanir séum allt-
af við ófriði búnir. Okkur er
kennt það“. Andlit hans var al-
varlegt.
I-wan gaf orðum hans ekki
frekari gaum. Hann horfði í
sjónaukann og reyndi að koma
auga á húsið — garðinn. Ef
Litla krossgátan
2. væli — 4. hatur — 6. hlaupið
— 8. þjappaði — 9. þreyta — 10.
grein — 12. hreifast — 14. mikil
fvrir sér •— 15. mikil ónægja —
17. slitið — 19. heiður — 22. sýn<ti
gleðilæti — 24. óhamingja — 25.
forfeður — 26. leiða — 2.7. kraftur.
LÓÖRÉTT :
1. les — 2.verkfæri (til hey-
skapar) — 3. forað —• 4. faldi —
7. væta — 11. skartgripur — 12.
lykt — 13. tóm — 14. ekki sýnileg
— 16. læt í svefni — 18. óska —
20. íödd — 21. fóstra — 22. sleip
— 23. gruna.
RÁÐNING Á SÍÐUSTU KROSS-
GÁTU
Lárétt: 2. agn — 4. sló — 6. æf;
— 8. elna — 9. nót — 10 úða —
12. sat — 14. anna — 15. átta — 17.
lak — 19. gat — 22. fló — 24. mar-t
— 25. ugg — 26. rak — 27. arm.
Lóðrétt: 1. kæn 2. att — 3
nema — 4. snú — 5. tað — 7. fom
— 11. ala — 12. sal — 13. tók — 14
arg — 16. tólg — 18. aska — 20
ana — 21. tak — 22. fum — 2'1.
ógn.