Þjóðviljinn - 16.06.1945, Síða 3

Þjóðviljinn - 16.06.1945, Síða 3
Laugardagur 16. júní 194S. ÞJÓÐVILJINN 3 Landkynning Farfugladeiidar Rvíkur og önnur störf hennar Síðastliðin fimm ár hefur verið starfandi félag ungra pilta og stúlkna hér í bæ, sem Lítið hefur látið yfir sér; það hefur þó þá íþrótt á stefnuskrá sinni sem nátt- úrlegust er af öllum íþróttum, en það er ganga — fjallgöngur — og ferðalög. Þessi félagsskapur nefnir sig Farfugla.Upphaflega var þetta deild í samtökum sem náðu viða um land, aðallega í skólum, en ftestar hafa nú hætt störfum nema í Reykjavík sameinuðust þær í eina deild, en henni hefur vaxið svo ásmegin, að hún telur nú 300 félaga meira og minna starfandi. í lögum þessarar hreyfingar seg- ir s vo: „Markmiðið er: a) Að beitast fyrir því, að æsku- lýðu'.' landsins taki upp ódýr og óibrotin ferðalög fótgangandi eða hjólandi. b) Að efla kynning, félagsþroska, starfsþrótt og lífsgleði æskulýðs- ins með útivist og heilbrigðu sam- Jífi við náttúru landsins. c) Að auka þekkingu æskunnar á landinu, opna augu hennar fyrir fegui'ð þess og ótæmandi mögu- leikum“. í samræmi við þessa stefnuskrá hefui' félagið lialdið uppi sumarferð um öll þessi ár og aukið það að mun með hverju ári sem líður. Uafa þessar ferðir verið farnar gangandi, hjólandi og í bílum, og ráðgert er að taka flugvélina í notkun í sumar. Verður nánar vik ið að því síðar. Aldrei hefur ferðahugurinn ver- ið eins mikill og í sumar og hefur deildin gefið út myndarlega ferða áætlun vfir ferðir þær sem farnar verða. Adalferðirnar verða sumarleyf- isferðir norður og austur um land. Þó farið verði í bílum er ráðgert að ganga úr Mývatnssveit með Jökulsá um Hólmatungur, sem er mjög fagurt land, og að Asbyrgi. Verður þetta tveggja daga ganga. Er ferðinni síðan heitið til Fljóts- dalshéraðs. Hafa „fuglarnir" feng- ið leigða flugvél sem sækir hóp- inn og kemur með annan og fara þeir í bílum til baka. í hvorum hóp verða um 20 manns. Verður þetta án efa skemmtileg ferð, og er ráðgert að hún taki 14 daga P‘ða 28 daga fram og til baka. Auk þessa eru ákveðnar sumar- leyfisferðir á Þórsmörk, Snæfells- nes og Vestfirði. Farnar verða því alls 4 lengri strmarleyfisferðir auk um 20 styttri ferðalaga. Síðastliðið sumar boru farnar 35 ferðir lengri eða skemmri leið- ir. Merkilegust þessara ferða var hópferð á hjólum til Norðurlands. Var farið upp í Borgarnes á skipi, en þaðan sem leið liggur til Blöndu óss. Þaðan yfir Gönguskai-ð til Sauðarkróks, síðan farin Heljar- dalsheiði og mun það fyrsta sinn sem hún hefur verið farin á hjól- um. Áfram var haldið þótt við og við þyrfti að stanza og „bæta“, og afla leið að Mývatni, þaðan að Jökulsá og á ferju yfir hjá Grímsstöðum, síðan farið um Ás- byrgi til Akureyrar, og í bíl heim. Tólf tóku þátt í förinni og voru 4 stúlkur með. Mest liefur verið ferðastt í ná- grenni Reykjavíkur, og til þess að geta notið þess sem bezt, hef- ur félagið komið sér upp skála til viðlegu við Selfjallsháls. Hafa fé- lagarnir sjálfir byggt hann í þegn- skaparvinnu og hafa sýnt þar mikirin vilja og dugnað, og heitir þar Heiðarból. Annað „hiJeiður“ hafa þeir gert sér skammt frá Kaldárseli er það manngengur hellir sem þeir hafa sett í trégólf og gert dyraumbún- að. Iíafa þeir girt þar í kring og gróður sett þar tré og jurtir, en það er eitt af markmiðum þeirra að fegra og liirða þessi „hreiður“ sín og kringum Jrau. Þetta heitir Valaból. Er ætlun félagsins að byggja „hreiður“ sín með dagleið- ar millibili. Á síðastliðnum vetri tók deild- in að efna til skíðaferða og eru Jrað skálarnir sem opna Jrann möguleika, og með fleiri skálum vex sú starfsemi i framtíðinni. Efnt hefur verið til fræðsluferða, þar sem sérfróðir menu ha-fa ver- ið fengnir til að lýsa jarðmyndun og öðru sem að því lýtur. Er mik- ill áhugi fyrir slíku. Hefur dr. Sig- urður I»órarinsson jarðfræðingur farið með félaginu í Jiessu augna- miði og' Pálmi Hannesson sem er forseti Farí’uglabandalagsins, hef- ur sérstaklega kennt að þekkja jurtir Sem rauður þráður gegnum allt Jretta starf og líf er glaðværðin, —- söngurinn og kvæðin sem flest ent lil orðin úr æfintýrum ferða- mannanna sjálfra, ýmist hetju- ljóð eða gamanvrsur sem geyma í minni og tónum atvikin. Ljós- lrfandi eru þau rifjuð upp með undirleik hljóðfæra sem þeir sjálf ir leika á í þjótandi bílum eða við bjarrna frá • „kamínunni“ á húm- dökkum vetrarkvöldum eftir göngur eða skíðaferð. Á veturna halda þeir uppi skemmtikvöldum einu sinni í mán uði, og eru það óskráð lög að eng inn mætir þar undir áhrifum víns. Skemmtiatriðiri annast þeir yfiríeitt sjálfir, og búa vel hvað J>að snertir. Þessa daganna stendur yfir námskeið þar sem kennd er hjálp í viðlögum, og mun annað verða í haust. Kennari er Jón O. Jónsson. Þegar á allt þetta er litið er það ekki lítið starf sem þetta félag hefur þegar afkastað. Þetta er einn þátturinn í Jjví að fá unga fólkið til að nota tómstundir sín- ar, til að hverfa úr rykinu, gefa því möguleika til að njóta þeirra í „faðmi blárra fjálla". Gefa þeim tækifæri tii að kynnast sínu fagra landi, kynnast gróðri þess og feg- urð. Alla slíka viðleitni ber að virða og bakka að verðleikum, og er á- stæða til að óska félaginu til ham ingju með þessi fyrstu fimm- ár sín og að hreiðrum fjölgi og ung- unuit; einnig svo Jreir fleygir fljúgi sem víðast um landið. Myndirnar hér að ofan eru frá ferðalögum ,iarfugla“' í Landmannaafrétt og Þórs- mörk. — Efsta myndin sýmr „farfugla“ á leið inn að Land- mannalaugum. — Myndin í rniðið sýnir þá vaða vatns- fall. Hann virðist vera traustur „reiðskjótinn“ fremst á mynd- inni, en félagi hans sem kemur á eftir, hefur sennilega „hnotið ‘ í straumnum. — Að neðan sjás* farfuglar slá upp tjöldum við Siippugil í Þórsmörk. Pað er vandi að velja . í' öllum íþróttafélögum, ráðum og samböndum. eru mörg vandamál sem leysa þarf. Flest af þessum störfum eru undirbúin að meira eða minna leyti af stjórnum J>essara aðila. Það veltur því ekki á litlu að vel takist til með val þeirra manna sem með völdin fara. En i lýðræðis- landi er það fjöldinn sem J>essu ræður; }>að er á hans valdi að ráða því hvort í þetta veljast hæfustu mennirnir. Félagarnir bera því ábyrgð á aðgerðum eða aðgerðaleysi þeirra sem með stjórnina fara. Þetta er því atriði sem ástæða er til að taka fyllilega alvarlega. Þvi miður kemur það oft fram að þessari kpsningu fylgir ekki sú alvara og sú ábyrgðartilfiiining sem vera ber. Oft er látin ráða íþróttaleg geta mannsins, én ekkert tillit tekið til hæfni hans.sem stjórnanda. Þá eru oft valdir í þessi störf of ungir menn, drengh'. Hyggilegt getur það ekki talizt að láta drengi -tjórna drengjum. Með J>ví fáum við ekki J>á festu og það öryggi sem íþrót taihreyfingin þarfnast og raunar allar hreyfingar sem Uppeldisáhrif eiga að veita. I þetta J>urfa J>ví að veljast athafnámenn; félagslega þroskaðir menn og menn sem hafa haldgóða reynslu til að byggja starfsemi sína á. Oft kemur það fyrir að menn eru kosnir hvað eftir annað; þeir vilja vera áfram, hafa áhuga og langar jafnvel til að láta bera á sér. Margir þessara manna eru til að byrja með athafnasamir og duglegir, þeir eru endurkosnir oft. Þegar lengra líður fer þetta að verða að vana, nema menn segi af sér störfunum. 1 sambandi við þessa menn koma oft fyrir vandamál sem eru viðkvæm og erfitt að taka á. Þeir verða hluti af því sem þeir starfa fvrir, hvort sem það er nú félag, ráð eða samlband. Það verður J>eim s-vo hjartfólgið að það verður eins og J>eirra einkaeign, sem enginn niá skerða, hvorki utan að komandi eða innan frá. Þegar afstaðan er komin á þetta stig þá fara menn að fara sínar eigin götur, gerast ósamvinnuþýðir; hugsanaferill þeirra verður stað- 'bundinn og miðast mikið við }>eirra persónulegu velferð. Þarna eins og alstaðar er }>að þetta gullna meðalhóf sem þarf að finna. Hér má ekki sknpast vanafesta i vali stjórna. J>að leiðir af sér deyfð, afturför og þröngsýni. Þarna verður að vera vakandi líf um vel- ferð þess sem unnið er fvrir, án þess að teknir séu til gi'eina persónu- hagsmunir einstakra manna. Þetta veldur oft sársauka þeim sem ævi- langt telja sig kjörna á ákveðnum stöðum. Á leikvanginum Jmrfnast íþróttafólkið éndurnýjúnar, nýir menn taka við af þeim gömlu, fullir af lífsgleði og krafti í keppni. Þannig þárf þetta alstaðar að vera. Þetta verða menn að skilja sjálfir, vita hvað sér líður, draga sig til baka þegar aðrir eru komnir snjallari. Þetta eiga menn að ger'a sjálfir þegar fólkið hefur ekki hjarta eða þor til að l'eysa J>á af liólmi. Skilji þeir þetta ekki verður að hreyfa við þeim. A þá verkar þetta sem uppreisn gegn venjunni og þeim sjálfum, en þetta er aðeins framfarahugur og fvrirboði nýs lífs. Það er lögmál íífsins, að }>að gamla verður að víkja fyrir því nýja. 17. júní 1945 Eins og kunnugt er hefur 17. júní verið lögskipaður þjóðhátíðardag ur, og í því sambandi hefur ríkis- stjórnin falið bæjar og sveitarfé- lögun; að efna til hátíðahalda í tilefni af deginum. 1 meira en þrjátíu ár hafa íþróttamenn hald ið þennan dag sem J>jóðhátíðar- dag > íðsvegar tun land. \ síðustu árum hefur viljað svo til að þessi dagur hefur verið valinn til merki legra athafna og má }>ar nefna kosningu ríkisstjórans og síðan stofnun lýðveldisins. Með löggildingu hans sem Jrjóð- hátíðadags er hann orðinn ai- þjóðai eign, og mega íþróttamenn vtera ánægðir með að það voru }>eir sem vöktu þennan dag úr gleymsku. Þrátt fyrir þessa breytingu munu iþróttamenn allstaðar þar sem ég hef til frétt taka mikinn þátt í peim hátíðahöldum ,sem fram fara, ’og er }>að að verðleik- um að þeir eru þar með og vissu lcga gott fyrir alla aðila að jafn fjöl menn hrej-fing meðal æskumanna landsins setji sinn svip á daginn, enda eiga þeir það fyllilega skilið fyrir þátttöku sina í því að hafa gért þann ljóma um þessa daga, sem alþjóð er kunn. íþróttamenn eiga því að fjölmenna til hátíða- Haldanna hvar sem þau eru, og halda áfram að minnast braut- ryjaudans, minnast sjálfstæðis ís- j lands j. ________ ’ FÉLAGSLÍF Allt íþrótafólk félagsins er beðið að mæta á gönguæf- ingu í kvöld kl. 6 við íþrótta- hús Jóns Þorsteinssonar. Mætið öll og réttstundis. Stjóm Ánnanns. I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.