Þjóðviljinn - 19.06.1945, Side 1

Þjóðviljinn - 19.06.1945, Side 1
10. árgangur. Þriðjudagur 19. júní 1945. 134. töhiblað. Réttarhöld í máli þeirra hófust í Réttarhöldin í máli hinna 16 pólsku stjórnmála- manna, er sovétstjórnin ákærði fyrir flugumennsku og skemmdarverkastarfsemi að baki víglínu rauða hersins í Póllandi, hófust í Moskvu í gær. Þeir játuðu allir ákærur sovétstjómarinnar nema einn. 12 þeirra játuðu allar ákærumar, og 3 sumar þeirra, en einn neitaði þeim öllum. Réttarhöldin fara fram fyrir opnum dynim og hlýddi fjöldi fréttaritara á þau í gær. Það, sem kom fram í réttarhöld- unum í gær, er í stuttu máli þetta: Pólska stjórnin í London hafði skipulagða leynihreyfingu heima í Póllandi, sem vann gegn Þjóðverj- um. Þessi leynihreyfing var undir s'tjót'u Bor Komarowski hershöfð- ingja, en þegar hann gafsi upp fyrir Þjóðverjum eftir hina mis- hcppnuðu Varsjáruppreisn i haust tók Okulicki hershöfðingi við for- ystunni. Þegar rauði herinn leysti Pól'land undan oki nazista, gaf Okuiieki út fyrirskipun um að leysa hreyfinguna upp. En fyrir- skipun hans kom ekki til fram- kvæ.n’da. Allar meginsveitirnar héldu áfram að vera til og þær héldu öllum vopnum sínum og út- varpssendistöðvum. Hreyfingin tók sér nýtt nafn ,.Sjálfstæði“, sem var skammstafað N.E. Okulicki og Jankowski, fulltrúi pó'lsku Londonarstjórnarinnar í Varsjá, skipuðu þessum sveitum fyrir "hönd Londonarstjórnarinnar að ráðast á hersv'eitir rauða hersins og gera þeim í öllu eins erfitt fvrir og unnt væri. Dagskipun hefur fundizt, útgef- in í marz þ. á. af Okulicki til Paal Berg hættir við tilraunir til stjórnarmynd- unar Paal Berg, leiðtogi norsku „heimavígstöðvanna“, hef- ur hætt tilraunum sínum til að mynda stjóm. Hann hefur hent á formann þingflokks Verkamanna- flokksins sem líklegan mann til að geta myndað stjóm. Brezka útvarpið skýrði frá þessu í gær eftir frétt frá norsku fréttastofunni. Það gat þess, að talið væri að stjómarmyndun Bergs hefði strandað á þvi, hve marga fulltrúa norska stjórnin fyrrverandi ætti að fá í stjóminni. hreyfingarinnar, þar sem hann fyr- irskipar henni að berjast með öll- um ráðum gegn rauða hernum og Sovétríkjunum. í dagskipuninni er talað um þá „hættu“. sem sig- ur Sovétríkjanna yfir Þýzkalandi mundi hafa í för með sér og sagt. að pólsku þjóðinni sé lífsnauðsyn- legt að taka upp baráttuna gegn Sovétríkjunum ásamt þýzku þjóð- inni. Pari myndar stjóra á Ítalío Pari, leiðtogi þjóðfrelsishreyf- ingarinnar á Norður-ítalíu, hef- ur myndað stjórn. Kommúnista- flokkurinn, Sósíalistaflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Kristi legi lýðrœðisflokkurinn eiga all- ir fulltrúa í stjórninni og skipa þeir mikilvœgustu ráðherra- sætin. Pari er forsætisráðherra, er. sósíalistinn Nenni og foringi Frjálslynda flokksins eru vara- forsætisráðherrar. Togliatti, leið togi Kommúnistaflokksins er dómsmálaráðherra og annar kommúnistí landbúnaðarráð- herra. De Gasperi, leiðtogi Kristi lega lýðræðisflokksins er utan ríkisráðherra. Pari forsætisráðherra er 55 ára að aldri, hagfræðingur að menntun. Hann hefur verið pró- fessor og blaðamaður, og er kunnur andfasisti. Hann sat sam tals 6 ár í fangelsi á valdaskeiði fasista. Gandhi vill fresta Simlafundinom Gandhi hefur nú farið fram á það við Wavell, varakonung Ind- lands, að ráðstefnunni, sem á að halda í Simla 25. júní verði frest- að. Jinnah, foringi indverskra múhameðstrúarmanna, hafði áð- ur farið fram á það. Wavell hef- ur svarað málaleitan þeirra neit andi. Hann sagði að líkurnar til þess að sdmkomulag náist mundu ekki aukast, ef ráðstefn- unni yrði frestað. Loftárásir á Japan Risaflugvirki gerðu loftáfásir á J japanskar iðnaðarborgir í gœr og vörpuðu niður 3000 smálestum eldsprengna á þœr. A'.'iiold, vfirmaður bandaríska loftt’lotans, hefur sagt að Banda- meim mundu geta varpað rúml. á millj. smál. sprengna á Japan á næsta ári, ef stríðið væri ekki bú- ið þá. Tékkar munu ekki æskja inntöku í Sovétsambandið Firlinger, forsœtisráðherra Tékkoslovakíu, átti tal við brezka og bandaríska blaðamenn í gœr. Aðspurður sagði hann, að Tekkar væru víðs fjarri því að œskja inntöku í Sovétsam- bandið. Hann sagði, að sósíalistaflokk- arnir þrír mundu ganga sam- einaðir til kosninga og ef þeir sigruðu í kosningunum, mundu þeir hefja gagngera breytingu á stjórnskipulagi Tékkoslóvakíu í átt til sósíalismans. Forseti íslands leggur blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar. Jónsmessumót sósíalista á Þingvöllum Aki Jakobsson atvinnumála ráðherra. Jónsmessumót sósíalista hefst á Þingvöllum á laugardaginn kemur. Auk fjölmargra skemmtiatriða báða dagana fara þar einnig fram ræðuhöld. Seinni dag mótsins — sunnudag- inn — flytur Áki Jakobsson atvinnu- málaráðherra ræðu. Á annarri siðu Þjóðviljans í dag er birt dagskrá Jónsmessumótsins. — Þegar hefur mikil þátttaka verið tilkynnt, og þurfa sósíalistar, sem ætla á mótið að tilkynna þátttöku sína eem fyrst, til þessS að hægt verði að útvega þeim nægan farkost. Mikil ólga í Belgíu vegna væulanlegrar heimkomu Leopolds konungs Mikil óiga er nú í Belgíu vegna þess að Leopold konungur hefur ákveðið að koma heim. Van Acker hefur lýst því yfir að stjórn hans muni segja af sér um leið og konungur kemur til Belgíu. Van Acker hefur tvívegis skorað á konxmginn að hætta við heimkomuna og segja af sér. Allir stjórnmálaflokkar Belgiu nema katólski flokkurinn eru sammála um það að konungurinu eigi að segja af sér. Frank Gillard, fréttaritari brezka útvarpsins, segir að enda þótt sú skoðun sé ríkjandi i Belgíu að Leopold kanungur eigi að segja af sér. þýði það ekki að Belgir yfirleitt séu á móti konungsstjórn. Leopold konungur varð strax mjög óvinsæll þegar hann gafst upp með allan her sinn í maí 1941 fyrir Þjóðverjum. Síðan hafa vinsældir hans ekki aukizt. Belgir ákæra hann fyrir að hafa umkringt sig með þýzk-sinnuð- um ráðgjöfum. Hann kvæntist leynilega á hernámsárunum, enda þótt hann hefði gefið lcf- orð um að sama mundi ganga yfir sig og alla belgiska stríðs- fanga, en beim var ekki leyft að kvænast. Tengdafaðir ha.ns situr nú í fangelsi, ákærður fyr- ir samvinnu við Þjóðverja. íiin mmn- ast þjóðhátíðar- dags Isí mdinga Flaggað var á öllum opin- berum byggingum i Noregi 17. júní í tilefni af þjóðhátíð- arcLegi Islendinga. iYorslcu blöðin birtu grein- ar í tilefni af deginum og fóru .nj'óg lofsamlcgum orðum um Islendinga, og vœnta mikils u} samvinnu Norðmanna og Ixlendinga í framtíðinni. Nygaardsvold forsœtisráð- herra sagði á þmgfundi á laugardaginn: ,,Islendingar hafa sýnt mikið brœðraþel gagnvart norshu þjóðimii, oeitt henni míkla hjálp, og samvinna þjóðanna hefur v(r- ið með ágœtum“.. Tveir danskir kvislingar játuðu í (ja-i, að þeir hefðu œtlað að myrða Montgomery er hann kom til Kaupmannahafna r, en hœtt við það er þeir sáu hve vel ham var gœtt. Undirbiinmgur hafinn að byggingu nýs meimtaskólahúss Menntaskólanum var slitið s.l. mmnudag, 17. júní. Við skóla- slitin flutti Páhni Hanncsson rektor rœðu, þar sem hann rœddi aUýtaríega. urn. fyrirjmgaða endurl>yggingu Menntaskólans, en þann 13. þ. m. skipaði Brynjóljur Bjarhason rnenntanuílaráð- herra þriggja manna nefnd til að annast undirbúning að bygg- ingu nýs háss fyrir Menntaskólann í Reykjavík, i samráði við rúðuneytið. 1 nefndinni eru: Páhni Ilannesson rektor, formaður nefnd- arinnar. Sigfús Sigurhjartarson alþingismaður og Hörður Bjama- sön arkitekt. — Þjóðviljirm mun birta nvðu rektors.á morgun. *

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.