Þjóðviljinn - 29.06.1945, Side 6
6
Þ JÓÐ VILJINN
Föstudagur 29. júní 1945.
Selma Lagerlöf:
Lappi og Gráfeldur
„Lappi! Lappi!“ var kallað. Það var rödd Grá-
felds, en hún var ekki sjálfri sér lík.
„Eg kem, ég kem. Hvar ert þú?“ svaraði Lappi.
„Lappi, sérðu ekki, hvernig allt hrynur?“ spurði
Gráfeldur. Lappi sá, að barrið féll af trjánum eins
og skæðadrífa.
„Jú, ég sé, að það hrynur“, svaraði Lappi en
hélt áfram á eftir Gráfeldi.
„Lappi, Lappi“, kallaði Gráfeldur aftur fyrir
sig. „Finnurðu ekki vondan þef í skóginum?“
Lappi nam staðar og þefaði. Hann hafði ekki
tekið eftir því fyrr, að ilmurinn af greninu var
orðinn miklu sterkari en hann var vanur. „Jú,
ég finn það“, svaraði hann og flýtti sér á eftir
Gráfeldi.
Elgurinn hljóp svo hratt, að hundurinn hafði
varla við honum. „Lappi! Lappi!“ kallaði hann.
„Heyrirðu hvarnig tístir í trjánum?“ Nú varð rödd
hans svo raunaleg, að hún hefði getað komið steini
til að vikna. Lappi stanzaði og hlustaði. Hann
heyrði greinilega eitthvert tíst uppi í trjánum. það
var líkast tísti í úri.
„Já, ég heyri það“, kallaði Lappi og hélt áfram.
Hann skildi, að Gráfeldur vildi, að hann tæki eftir
öllu, sem fram fór í skóginum.
Lappi stóð*undir grenitré, sem hafði úfnar hang
andi greinar og gróft, dökkgrænt barr. Þegar hann
gætti betur að, sýndist honum barrið hreyfa sig.
Þá sá hann fjölda grárra maðka, sem skriðu fram
og aftur um greinarnar og voru að éta barrið. Þeir
átu og átu. Og tístið, sem heyrðist, var naghljóð.
Barrið féll í sífellu til jarðar. Greinarnar urðu
naktar eftir og þá gufaði svo mikið út úr veslings
trénu, að ilmurinn fannst langar leiðir. Hundinum
féll hann illa.
„Það verður ekki mikið barr eftir á þessu tré“,
---- -------3 -----: ---------—^
PEARL S. BUCK:
ÆTTJARÐARVINUR
Þó að einvígi væru oft háð
út af alvarlegum þrætum og
ástarmálum, voru þau stund
um tij þess eins að berjast,
því-einvígi þóttu í sjálfu sér
hetjulegt ævintýri meðal
'heidri rnanna. Einnig þótti
það mjcg mikili frami að
vera einv.gisvottur og fengu
íærri en vildu, þannig er sagt
að franskur aðalsmaður, sem
æílaði að heyja einvígi, hafi
fengið heimsókn einhvers að-
alsmanns, sem hann þekkti
ekki og bauð sá honum að
verða einvígisvottur. Hinn
þakkaði boðið og hafði þeg-
ar úr mörgu að velja. Gest-
urinn bað hann þá kurteis-
lega að misvirða ekki, þó
að hann yrði einvígisvottur
andstæðings hans í staðinn.
Cg aðalsmaðurinn svaraði
jafnkurteislega, að það væri
auðvitað þykkjulaust frá
sinni hálfu. Aaðalatriðið var
að fá að vera með í leikn-
um.
*
Richelieu kardínáli gerði al
varlegar tilraunir til að koma
í veg fyrir einvígi. Hann
gerði eignir sigurvegaranna
upptækar.
'k
Tveir liðsforingjar Gustafs
AdolfS Svíakonungs beiddust
þess einu sinni að fá að heyja
einvígi. Hann leyfði það og
sagði: „Berjist þið? þar til
annarhvor liggur dauður Þá
verður.hinn, sem lifir, um-
svifalaust hengdur". Þeim
le.izt ekki á ‘blikuna og hættu
þeir við að berjast
laugarnar. Hann hafði
gleymt' því í augnabliksæs-
ingu.
Hann kom til sjálfs sín aft-
ur. Brúðkaupið var um garð
gengið. Þegar Tama og hann
væru orðin ein, þá fyrst voru
þau gift. Hann gleymdi öllu
öðru við þá tilhugsun og
flýtti sé.r inn í herbergi sitt
þar sem hann hafði lagt nýju,
dökkbláu fötin á rúmið um
morguninn. Það, var siður,
að brúðgumi klæddist Ev-
rópufatnaði. Allt var nýtt, —
jafnvel rauða hálsbindið, sem
lá hjá fötunum, var nýtt. —
Hann flýtti sér að hafa fata-
skipti, greip hattinn og hrað-
aði sér út. Tama beið hans
inni í bílnum. Gluggatjöldin
voru dregin fyrir. Einhver
opnaði hurðina fyrir honum,
hann steig inn og hurðinni
var skellt aftur. Bíllinn rann
sams'tundis af stað, og fók
kipp um leið, svo að þau rák-
ust hvort á annað. Hún hló,
og þegar hann heyrði hlátur
hennar, breyttist allt á svip-
stundu og heimurinn varð
eins og hann átti að sér.
„Tama“ gagði hann.
Iiún hafði þvegið hvíta og
rauða litinn af andlitinu. —
Hárið var greitt slétt upp frá
enninu og hún var í látlaus-
um, bláum kjól með vestur-
lenzku sniði og á leðurskóm.
„Þekkirði mig?“ spurði hún
brosandi. Þetta var andlit
hennar, eins og það átti að
vera, brúnleitt, með roða 1
vöngum.
Hann breiddi út faðminn
og hún hjúfraði sig að hon-
um. Þetta var í annað sinn,
sem hann tók hana í faðm
sér og fann þrekmikinn,
grannan líkama hennar und-
ir höndum sínurn. ITún var
veruleiki lífsins, eðlileg og ó-
fölsuð. Iiún notaði ekki einu
sinni ilmvatn. Þegar hann
lagði kinnina að vanga henn-
ilm af sápuþvegnu, hreinu
hörundinu.
„Tama“, hvíslaði hann. —
, Erum við gift?“
„Já, auðvitað11, svaraði hún
með sinni" venjulegu, rólegu
og tilgerðarlausu rödd.
„I-wan“, sagði Tama á-
kveðið. „Nú er það nauðsyn-
legt vegna hjónabandsins að
þú minnist þess alltaf, að ég I
er — nútímakona“.
Hann hló og hún leit glettn,
islega á hann. „Trúirðu því
ekki?“ spurði hún.
„Jú, ég trúi öllu sem þú
segir“.
„Það er góð byrjun“, svar-
aði hún.
Hann hló og lá aftur á bak
í rúmjnu og horfði á hana.
Hún var að greiða síða, svarta
hárið, sem var vott eftir bað-
ið. Þau höfðu baðað sig í
volgu lauginni. Þau höfðu
ausið vatni hvort á annað í
gamni og þá hafði hárið blótn
að, þó að hún vefði því vand-
lega um höfuðið.
Nú voru -þau komin inn í
herbergi sitt og hann hafði
sent baðþernuna burt. Hann
vissi, ' að allar stúlkurnar
mundu hlæja að honum, en
honum var sama. Hann hafði
gefið þeirn peninga til að sjá
um að ekki kæmu fleiri bað-
gestir í laugina, meðan þau
voru þar. Og hann hafði á-
kveðið, að Tama skyldi aldr-
ei vera í baði með öðrum en
honum. Hann var Kínverji,
og vildi hafa það þannig.
Hún stóð nakin á gólfinu
og greiddi hár sitt. Nekt henn
ar var svo barnslega saklaus,
að það var engu líkara en
hún fyndi engan mun á því
að vera klædd og nakin. Hún
minnti hann á sveitastúlk-
una, sem þau höfðu séð, þeg-
ar þau fóru upp í fjöllin ár-
ið áður. Hann var ofurlítið
afbrýðisamur út af þessu
barnslega blygðunarleysi.
leysi. Og hann gat ekki hugs-
að til þess, að baðþernurnar
hefðu séð hana þannig. En
hann gat ekki sagt henni
það. Hann vissi, að hún
mundi ekki skilja það.
„Lofaðu mér að sjá úlnlið-
inn á þér“, sagði hann allt í
eiriu.
Hún gekk til hans og rétti
hooum höndina. Það var
langt, rautt ör þvert yfir úln-
liðinn. Hann lagði vangann
að því! Kemur það oft fyrir,
að nútímakonur skeri sundur
slagæðina, til að koma fram
vilja sínum?“ spui’ði hann og
líklega færi, að Jiann ýrði
henni reiður, þyrfti hann ekki
annað en líta á þetta ör.
„Þetta voru þau einu mót-
mæli, sem faðir minn skildi“,
sagði hún rólega. „Þegar ég
gerði þetta, sá hann, að mér
var það alvara að giftast
þér“.
Þetta hefði átt að vera nóg
til þess að gera hvern mann
sælan, hugsaði hann.-En hann
krafðist þess, sem meira var.
„Hefðirðu ekki viljað eiga
mig, þó að til ófriðar hefði
komið?“ spurði hann í bæn-
arrómi. „Jú, ég veit, að þú
hsfðir viljað það“.
Hann horfði stöðugt á
hana, hélt um úlnlið hennar
og ætlaði ekki að sleppa
augnaráði hennar, fyrr en
hún hefði sagt það.
En hún hristi höfuðið. Og
hreinskilnin í augum hennar
bar ljósan vott um, að hún
sagði satt: „Hefði komið stríð
mjundi ég hafa gifzt Seki her-
foringja. Manstu ekki, að ég
sagði það?“
En hann trúði ekki einu-
sinni augum hennar. „Ég
trúi þér ekki“, sagði hann.
„Það er eitt, sem þú skilur
aldrei“, svaraði hún fljót-
mælt: „hefði komið stríð,
átti ég ekki ráð á sjálfri mér.
í ófriði verða allir að helga
sig föðurlandinu“.
„Seki gamli er ekki föður-
landið“, sagði hann reiður.
Hann hélt enn um úlflið
hennar, en hafði það á til-
finningunni, að eitthvað hefði-
breyzt. Hvers vegna háfði
hún sært sig þessu sári? Fyr
ir augnabliki síðan ha-fði hon-
um þótt unaðslegt að horfa
á rautt örið á gulbrúnu hör-
undinu.
„Hann er mikill herforingi“,
sagði hún blátt áfram. „Keis-
arinn treystir honum“.
Þegar hún sagði. „keisarinn“
var eins og hún nefndi alla
guðina. Enn fann hann ótta
við eitthvað, sem hann vissi
ekki hvað var.
„Þú átt að elska mig“, sagði
hann, sleppti hönd hennár,
dró hana til sín ogdagði höf-
uðið að brjósti hennar, svo að
hann fann hjartslátt hennar:
„Ég elska engan, nema þigí‘,
sagði hún rólega og tók höfuð
hans milli handa sér. < -
„Hvers vegna sagðirðu þá,
að ef komið hefði til ófriðar
—“ Hann langaði til að heyi'a
hana segja, að hún hefði fyi^t
honum, þó að jörðin hefði
klofnað á milli þeirra.
„Ég hefði alltaf haldið',^-
fram að elska þig“, sagði húp
og strauk hár hans. „En — þú
verður að skilja það, að ég.p)r
japönsk — og ég verð að.gei^a
skyldu mína“.
• „Iiættu!“ sagði hann bynsj-
ur. Hann þoldi ekki að hey-pja
hana stöðugt tala um þesga
skyldu. „Það er skylda bín,
að vera hjá mér“, sagði hapn
lægra. „Og þú hefur engar
aðrar skyldur“.
Hann greiþ úlflið hennar
aftur og snerti örið með vör-
unum. „Segðu ekki neitt“,
hvíslaði hann. „Við skulum
ekki tala um þetta“.
Hvers vegna áttu þau að
tala saman. Þau gátu fundið
til á sama hátt. Þá voru þau
hvort öðru lík og áttu sömu
þrá. Nú voru þau aðeins mað-
ur og kona. Hún hvarf til
ar, fann hann aðeins veik'an hugsaði með sér, að ef svo ó-