Þjóðviljinn - 07.07.1945, Blaðsíða 4
4
ÞJÓÐVILJINN
Laugardagui* 7. jiilí 1945.
r
Útgefandi: Sameiningarflokkur. alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guð'mundsson.
Stjórnmálaritstjórar: l'Ánar Olgcirsson, Sigfús Sigurhjartarson.
Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270.
Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 2181
Áskriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði.
Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðjur: Víkingsprent h.f. og Prentsmiðja Þjóðviljans.
<.----------------------------------------------------——----/
Vinna sumir embættismenn Fram-
sóknar skipulagsbundin skemmdar-
störf í þjóðfélaginu ?
íslendingar eiga bágt með að trú því, að nokkrir embættis-
menn hins opimbera vildu verða til þess að vinna beinlínis
skemmdarstörf gagnvart almenningi. Menn 'nafa í lengstu lög
viljað koma sér hjá því að trúa því að flokksofstæki gæti leitt
menn svo langt að valda þjóðfélaginu beinlínis skaða með þess-
háttar aðferðum.
En hvað eiga menn að halda?
Slífellt fjölgar þeim kærum, sem berast á hendur ofstækis-
fullum Framsóknarembættismönnum, sem sitja í trúnaðarstöð-
um þjóðfélagsins.
Látlaust dynja yfir kvartanirnar yfir stjórnarfarinu i mjólk-
urmálunum. Og ekki verður betur séð en helztu Framsóknar-
leiðtogunum, sem ráða þar, þyki heiður að þvi að Mjólkursam-
sa'lan fullnægi sem verst þörfum neytenda og þeim sé beinlínis
skemmt, þegar mjólk skortir í Reykjavík, — svo ekki sé nú
talað um það, að þeir láti það aðgeralaust viðgangast að mjólkin
frá Samsölunni sé svo léleg að hún þoli ekki einu sinni geymslu
til kvöldsins.
1 vetur sýndi það sig að forstjóri Grænmetisverzlunar ríkis-
ins, Framsóknarmaðurinn Jón ívarsson, hafði gefið alveg vill-
andi upplýsingar um kartöfluforða landsmanna í haust og reyndi
síðan að snúa sig út úr þeim málum með allskonar vífilengjum
í vetur, þegar kartöfluskortur varð.
Og nú sætir þessi sami maður sem forstjóri Áburðareinka-
sölu ríkisins hörðum ákúrum frá bændum fyrir að hafa ekki
gert skyldu sína í starfi sínu til þess að útvcga áburð handa
landbúnaðinum.
Þegar þessar ákærur á hendur Framsóknarleiðtogum í trún-
aðarstöðum ríkisins bætast ofan á grunsamleg eða dularfull fyr-
irbrigði af hálfu málsmetandi Framsóknarmanna í öðrum stofn-
unum, þá er ekki nema von að a'lmenningur sþyrji, hvort engin
takmörk séu fyrir því hvað Framsóknarlegátum geti haldkt
uppi. — Vitað er að margir heiðarlegir Framsóknarmenn eru í
em'bættiskerfi ríkisins og mun ekki laust við að hinar hatrömmu
foringjar Framsóknar hafi horn í síðu slíkra, sökum þess að
þessir ofstækisfullu leiðtogar hafi hugsað sér að nota einmitt
ítök sín í ríkiskerfinu til þess að spilla fyrir ríkisstjórninni og
framgangi á’hugamála hennar.
Það er nauðsynlegt að taka suma Framsóknarpeijana undir
smásjá almennings og jafnvel rannsókn af hálfu ríkisstjórnar-
innar.
Togarasmíðar í Bretlandi
Það, mun hafa glatt marga, er þeir lásu tilkynningu ríkis-
stjórnarinnar um að byggingaleyfi og útflutningsleyfi væri feng-
ið fyrir sex togurum í Bretlandi. Eru það fyrstu byggingaleyfin
fyrir togurum handa íslendingum í Bretlandi.
Um síðustu helgi hafði Hermann Jónasson lýst því vfir á
fundinum á Hólmavík að engin Hkindi væru til þess að nokkrir
togarar fengjust byggðir í Bretlandi, — og þegar Einar Olgeirs-
son tók að malda í móinn og kvað möguleika vera á slíku, —
þá sló Hermann bara höndunum út og kvað allar togarabygg-
ingar í Bretlandi ekkert nema „rósrauð ský“!
Nú eru byggingaleyfin fyrir fyrstu 0 togurunum í Bretlandi
fengin, — og ekki mun skorta lysthafendur.
Samtímis er svo sendinefnd af hálfu Nýbygginaráðs í Sví-
þjóð og Danmörku að rannsaka hið sama og fer líka til Eng-
lands — og vonandi fæst einnig nolckur árangur af þeirri för.
Það er góð ádrepa handa Iirakspámönnunum, að fá þessa
tilkynningu ffm byggingu sex fyrstu togaranna í Bretlandi
handa íslendingum rétt ofan í frásögnina um að 90 vélbátar
,50—80 tonna myndu bætast við íslenzka vélbátaflotann fyrir
síldarvertíð 1946.
Við skulum vona að það haldi svo áfram að gæfu íslands
verði allt að vopni, en hrakspár andstæðinga þjóðnrinnar rætist
ahlrei.
Samningar um
leigu á Sæbjörgu
Fréttatilkynning frá ríkisstjórninni.
Dómsmálaráðherra hefur hinn
5. þ. m. falið forstjóra Skipaút-
gerðar ríkisins að gera uppkast
að samningi um leigu á björg-
unarskipinu „Sæbjörgu“ til rík-
issjóðs um 15 ára tímabil til
björgunarstarfsemi .og eftirlits
í Faxáflóa, að lokinni fyrirhug-
aðri stækkun og breytingum á
skipinu, enda gangi ríkissjóður
í ábyrgð fyrir láni til þessara
framkvæmda.
Frá Fáskrúðsfirði
Snemma í vor byrjuðu
nokkrir drengir hér að æfa,
bæði frjálsar íþróttir og
knattspyrnu, en voru fremur
fáir vegna þess, að margir
voru þá ókomnir úr skólum
og af vertíð. Eftir að líða
tók á maímánuð, fór ung-
viðið að streyma í kauptún-
ið og þaðan á íþróttavöllinn.
í kringum 20. mai kom til
okkar farkennari U.I.A. Und
anfarin ár hefur því starfi
gengt, sem kunnugt er, Gutt
orrnur Sigurbjörnsson frá
Gilsárteigi, en hann er nú
kominn vestur á ísafjörð og
ráðinn hjá Í.B.Í. í sumar.
Hefur U.I.A. misst þar ágæt-
an leiðtoga. En þó að Gutt-
ormur sé góður, hefur U.I.A.
ráðið til sín kennara, sem
ég og fleiri halda fram að
standi honum á sporði, en
það er Björn Magnússon
íþróttakennari. Þann tíma,
sem hann kenndi hér eða til
7. júní, höfum við mjög mikið
lært, og hefðum gjarna vilj-
að hafa hann lengur. Björn
kenndi frjálsar íþróttir 3svar
í viku,knattspyrnu fyrir full-
orðna alla virka daga, knatt-
spyrnu fyrir drengi innan
fermingar 3svar í viku, hand
knattleik fyir stu.kur alla
virka daga. Varlega áætlað
hafa þátttakendur verið í
kringum 150 eða 14 af öllurr
þoipsbúum og er það geysi-
mikið. Árangurinn af
kennslu Björns hefur eins og
fyrr segir verið mjög mik-
ill, og áhugi vaxið, sérstak-
lega hjá þeim, yngstu. Að
loknu námskeiðinu átti að
fara fram keppni, en bæði
veður og annað hamlaði, svo
að það fór að mestu leyti
út um þúfur. I vor keypti
Ungmennafélágið girðingar-
staura og vír, og girtu félag-
ar íþróttavöllinn í sjálfboða-
vinnu. Er það nú orðið mjög
stórt svæði með allgóðum
knattspyrnuvelli, handknatt-
leiksvelli og þolanlegum
hlaupabrautum og gryfju,
,sem mikið á þó eftir að bæta
ennþá. Nú er Björn nýfarinn,
en við munum samt sem áð-
ur æfa áfram, því að áform-
að er að keppt verði mikið
í sumar.
Örn Eiðsson.
Andleg kvellisýki
Ef menn væru ekki löngu bún-
ir að misa alla trú á að aum-
ing j a Alþýðublaðsskriff innarni r
kynnu að fyrirverða sig, þá
mætti ætla að þeir rauluðu nú
tíðum fyrir munni sér þennan
vísuhelming Steingríms heitins
Einarssonar læknis: „Aumleg er
okkar rulla í þessu jarðlífi. ..“
Hvert æsingamálið af öðru hef-
ur verið reifað í blaðinu nú und-
anfarið í þeim tilgangi að klekkja
á kommúnistum, en öll þessi
skrif hafa orðið kommúnistum
til brautargengis, en Alþýðublaðs
skriffinnunum til háðungar. Vik-
um og mánuðum sarppn háði
aumingja blaðið harðvítugt einka
stríð við Sovétríkin út af hand-
töku 16 pólskra svikara, sem unn
ið höfðu skemmdarstörf að baki
víglínu rauða hersins og ijáð
þannig þýzku nazistunum lið.
Þegar blaðið hafði þjáðst af
þessu andlega harðlífi um ianga
hríð, hófust réttarhöld yfir hin-
um 16 Pólverjum. Og sjá, 12
þeirra voru sekir fundnir og
verðugir lífláts fyrir landráð, en
fengu þó að halda iífi Þrír voru
einnig að nokkru sekir fundnir,
en einn sýknaður. Eréttamenn
frá öllum stórþjóðum heims voru
viðstaddir réttarhöldin, og út
varpsstöðvar allra ianda sner-
ust gegn aumingja Alþýðublað-
inu og ráku hvern staí í haturs-
vaðli skriffinnanna afugan ofan
: þá. Við þetta „hljóp talsvert i
þá,“ andlega séð, og mun hafa.
fylgt hiti, því að slen dró á hetj-
urnar um hríð. En þegar verstu
píiurnar eru frá iiðnar, hrópar
það þó upp í angist sinni:
„Skammizt ykkar bara, bölvaðir
kommúnistarnir ykkar, sem
leyfðuð ekki pólsku „frelsishetj-
unum“ okkar að aðstoða nazist-
ana við að ljúka sínu sögulega
hlutverki að „útrýma sósíalisman
um“.
•
Annað í röðinni var það, að
hella úr sér haturspistlum yfir
„aumingja gamla útvarpsráð"
fyrir kommúnistiskan áróður í
fréttum og öðru. Og auðvitað var
það jafnseinheppið með „rökin“
hér sem annars staðar. Ein að-
alátyllan var sú, að fréttir
skyldu birtar frá Moskvu og
Helsingfors! Allt í lagi með Ber-
lín öll stríðsárin, hugsaði Alþýðu
blaðið. Þar eru mínir menn við
liljóðnemann. Og ég heimta, að
þið takið það til greina í út-
varpsráði, að Finnar eru ekki
frændur Alþýðublaðsins eftir að
þeir eru hættir ‘að hjálpa Þjóð-
verjum við sitt „sögulega hlut-
verk“. Þá var óskapazt yfir því.
að Gunnar Ben skyldi látinn tala
öðru hvoru um daginn og veg-
inn. En það vill svo illa til fyr-
ir Alþýðublaðið, að eina röddin,
scm eithvað hefur fundið að þess
um pistlum Gunnars í Útvarps-
tíðindum, kvartaði undan þvi
hvað hann væri hlutlaus. Slík
óraleið er milli Aalþýðublaðsins
og hlustendanna, sem það be:
svo mjög fyrir brjósti. Raunar
var V.S.V. þá ekki orðinn rit-
stjóri Úlvarpstíðinda, en úr því á
hann er minnzt, hvers vegna
kvartar þá Alþýðublaðið ekki
undan Alþj'ðuflokksáróðri út-
varpsins, að það r-kuli sífellt
vera að hleypa V.S.V. að hljóð-
nemanum?
Þá er einnig mjög ótrúiegt,
að Alþýðublaðinu verði mikiðiið
að því að stefna fram t. d. pró-
fessor Hagalín og Skúla Þórðar-
syni móti Halldóri Kiljan og
Sverri Kristjánssyni, þó að hin-
ir fyrrnefndu séu vissulega bet-
ur menntir í rússahatri. Sværrir
er viðurkenndur sem einn allra
skemmtilegasti og hæfasti sagn-
fræðingur landsins auk þess sem
hann er að allra dómi sérlega
góður útvarpsfyrirlesari. Öllum
er nú að verða ljóst, að Halldór
Kiljan er einn snjallasti núlif-
andi skáldsagnahöfundur verald-
arinnar, þó að fáir nafi kveðið
svo skýrt upp úr með það og
Karl ísfeld, fyrrveiondi blaða-
maður við Alþýðublaðið.
Seinast átti svo að slá sig
til riddara með því að ráðast
dólgslega að útvarpsstjóra fyrir
að vilja ekki birta tilkynningu
frá Alþýðublaðinu, sem ekki var
leyfilegt að birta samkvæmt
reglugerð útvarpsins. Og þegar
Stefán Pétursson hefur remzt á
setum sínum, þar til hann er
þrútinn orðinn af hugarburðar-
harðlífi, haldið þið að útvarps-
stjóri og fréttastjóri útvarpsins
fái þá ekki birtar í sjálfu Al-
þýðublaðinu bannsettar stað-
reyndir, sem reka gersamlega
hvert einasta orð ofan í ritstjór-
ann á ný. Og þá fer sem fyrr,
að „á hann hleypur“, og nú hef-
ur hann hægt um sig, sárgramur
yfir erfiðleikunum. sem á þvi
eru, að hnekkja málstað þeirra,
sem alltaf hafa á réttu að
standa. E. B.
Fáheyrð peningaleið
K. L. sendir Bæjarpóstinum
bréf um f járplógsaðferð, sem
raunar er óvíst, að sé eins
sjaldgæf og yfirskriftin bendir
til. Ætti. almenningur ekki að
láta slíkar aðfiarir liggja í
láginni:
„í Reykjavík eru búsett hjón
sem áttu hús á erfðafestulandi
við Kársnesveg Fossvogi.
Fyrir nokkru síðan auglýsa þau
húsið til sölu. Gefur sig þá
fram lögregluþjónn hér í bæ
sem hefur í huga að kaupa hús-
ið handa venslafólki sínu vestur
á fjörðum.
Verður það að samkomulagi
að hjónin lofa að hinkra með
söluna þar til hann hefur náð
sambandi við fólk sitt þar vestra
og bjóst hann jafnframt við að
sú bið yrði aldrei löng.
Ýmsir komu, sem lék hugur á
að kaupa húsið. En hjón þessi,
sem viðurkennd eru fyrir sak-
leysi og heiðarleik í smáu sem
stóru, fundu sig bundin hinum
borðalagða manni og þorðu sig
hvergi að hreyfa, enda þótt þeim
væri ljóst, að sala á húsinu var
öll í óvissu frá hans hálfu.
Eftir þriggja vikna bið eftir
svari frá lögregluþjóninum kom
maður að vestan og keypti hús-
ið. Við söluna á húsinu höfðu
hjónin lögfræðing sem sá um
samningagerð og allt fór fram
eftir settum reglum.
Því eins vekur það óskiljan-
lega undrun rnargra að lög-
regluþjónn þessi, gæzluvörður
alls siðferðis og réttlætis, leyfir
sér að leggja fram 200 króna
reikning fyrir „sölu á húsi“. Af-
skipti þessa lögregluþjóns af
húsasölu þessari, voru engin
önnur en þau sem að framan
greinir, — að láta hjónin bíða í
óvissu eftir svari frá sér í full-
ai þrjár vikur!
Við vitum að margt er brogað
og ljótt í viðskiptalífinu, sem
gjaman mætti hverfa og annað
og«betra koma í staðinn. En hér
Framh. á 7. síðu.