Þjóðviljinn - 07.07.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.07.1945, Blaðsíða 7
ÞJÓÐVILJINN 7 Laugardagur 7. júlí 1945. Knattspyrnuflokkur drengja, Fáskrúðsfirði. Sjá grein á 4. síðu. Noregur í stríði við Japan Noregsstjórn lýsti yfir i gœr- kvöld að Noregur œtti í stríði við Japan. Hefði raunverulega verið stríðsástand milli Noregs og Japans frá 7. des. 1941, en stjórnin hafi ekki viljað gefa formlega sWíðsyfirlýsingu fyrr en hún væri komin heim til Noregs. Kaupið Þjóðviljann Æ. F. R. Æ. F. R. ÚTISKEMMTUN í RAUÐHÓLUM Æskulýðsfylkinffin í Reykjavík — félaff un^ra sósíal- ista, — heldur fyrstu útiskemmtun sína í Rauðhólum á morffun, sunnudag kl. 3 e. h. DAGSKRÁ: 1. Skemmtunin sett: Sigurður Jónsson formaður framkvæmdaráðsins. 2. Haraldur Steinþórsson, forseti Æskulýðsfylking- arinnar. 3. Upplestur: Stefán H. Grímsson. 4. Ræða: Björn Sigfússon, háskólabókavörður. 5. ?? 6. DANS á palli. Töframaður mun sýna listir sínar öðru hvoruj meðan á dansinum stendur. Ferðir verða með Strætisvögnum Reykiavíkur frá Lækjartorgi, og hefjast kl. 1 e. h. Veitingar á staðnum. Allt alþýðufólk velkomið Ölvun bönnuð. „Lífsgleði njóttu“ í sumarleyfinu er kjörorð allra þeirra, sem taka með sér hina nýju bók norsku skáldkonunnar Sigrid Boo, „Lífsgleði njóttu“ í sumar- ferðalagið (Sigrid Boo varð heimsfræg fyrir bók sína „Við sem vinnum eldhús- störfin“). Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju i ' " | Félag íslenzkra loftskeytamanna. Aðalfundur Ragnar Olafsson Hæstaréttarlög-maður Félags íslenzkra loftskeytamanna verður haldinn í 0 ’fellowhúsinu, þriðjudaginn 10. og löggiltur endurskoðandi | julí kl. 20.: Vonarstræti 12, sími 5999 Stjórnin. Skrifst.tími 9—12 og 1—5. Húsnæðismálin í Reykjavík Framhald af 5. síðu. rétt að svara fyrir sig og verja sig, ef á hann er ráðizt. En hvað er hægt að gera til þess að ráða bót á þessu? Þetta ástand, sem skapazt hefur síð- ustu árin, er beinn þjóðarvoði og þjóðarskömm. Sumir kvarta yfir skattaálögunum, að þær séu alltaf að þyngjast og séu að verða óþolandi. Það er rétt, að skattar cru of háir á lágum tekjum. En hvað eru skatta- byrðarnar hjá húsabraskinu, húsaleiguokri og öllu svindli í sambandi við húsnæðismál, sem allt er sett á reikning leigjend- anna? Losið ykkur við húsa- braskara, lóðabraskara, húsa- leigubraskara, þá verðum við færir um að greiða opinberu gjöldin. Þetta eru verstu skatt- kúgararnir. Kannski mætti nefna heiidsalana í sama flokki, en það er sérstakt mál út af fyrir sig og verður ekki gerð skil hér að sinni. En það ætti að vera iýðum ljóst, að þetta vandræðamál krefst einhverra aðgerða, og það fer þannig um þetta mál, sem önnur, að þau krefjast rót- tœlcra aðgerðar, ef von á að vera um vcrulegan árangur. Ein leiðin, sem ég held að þyrfti að fara ,er sú, að rann- saka hvert hús í bænum og ganga úr skugga um að ek'ki séu auðar fbúðir, sem standi óleigðar og sjá um að þær, sem auðar finnast, séu tafarlaust leigðar út. Ef til vill mætti taka þær íbúðir leigunámi, sem hús- eigendur ekki þurfa nauðsyn- lega að nota sjálfir, ef þeir hafa sýnt það, að þeir séu ekki færir um að umgangast leigjendur sína sem siðaðir menn. Það verður að losa leigjendurna við böðulöxina, sem þeir eiga stöð- ugt 'yfir höfðum sínum. Húseigendur vitna oft í það að mikið sé byggt af húsum. Þetta er rétt. Mörg hús hafa verið byggð og eru í smíðum. En það hefur bara gerzt með þeim hætti, að naumast getur talizt sæmandi hjá menningar- þjóð. Þar á ég við gerð þeirra húsa, sem byggð hafa verið. Mikið af þessum húsum eru smáhýsi eða lúxusbyggingar, með einni eða tveimur ibúðum hvert hús. Stórríkir menn, sem eiga glæsileg hús, hafa fengið leyfi til að byggja önnur ennþá flottari. Svona er bvggingarefn- inu sólundað gengdarlaust, í stað þess að byggja stórar húsa- samstæður handa þeim húsnæð islausu þangað til allir hafa orðið sómasamlegt þak yfir höfuðið. Þá förum við kannski að hafa efni á því að láta pen- ingamennina búa í heilum hús- um. Byggingamálin eru þegar orðin þjóðinni til minnkunar og verða það betur, ef ekki verð ur skjótlega gripið í taumana. En nú er skammt til næsta vetrar og er hann vafalaust farinn að verða áhyggjuefni þeim, sem verða að hafast við í lélegum kofum með ung börn, eða sitja í ónáð og geta alltaf átt von á árásum frá hinum svokölluðum húseigendum. Þó að konurnar geti farið úr bært- um um tíma á surnrin, cr það þó mjög takmarkaður tími, sem þær geta verið burtu frá heimilum sínum og þegar sumri fer að halla, verða þær þó að hverfa heim aftur. enda þótt þær eigi ekki í vændum ein- skæra ánægju. Nú er fyrir nokkru liafin bygging verkamannabústaða hér í bænum, en það hefði bara ekki mátt verða neitt hlé á þeim byggingum, því að 'nundr- uð fjölskyldna bíða eftir því að komast í góðar íbúðir, sem þeim er ekki um megn að standa straum af. Það eru svona íbúð- ir, sem okkur vantar, annað- hvort með sams konar sniði og verkamannabústaðirnir hafa verið, eða þá eins og bæjarbygg ingarnar á Melunum. Við krefjumst stórvirkra að- gerðar af hálfu bæjaryfirvald- anna og ríkisstjórnarinnar og réttlátrar og skynsamlegrar ráð stöfunar á því byggingarefni, sem fáanlegt er og flutt verður til landsins. Okkur var gcfið sérstætt tækifæri til þess að láta öllum þegnum landsins líða vel, hafa íbúðir við sitt hæfi, hæfi- leg þurftarlaun til þess að geta lifað menningarlífi, meðan marg ar aðrar þjóðir urðu að leggja á sig ógurlegt erfiði og áþján svo árum skipti. En þetta tæki færi létum við ónotað. Að vísu streymdu peningarnir inn í landið, en þeir söfnuðust á fárra manna hendur að allveru legu leyti. Heildsalar og aðrir braskarar spruttu upp eins og gorkúlur í óþurrkatíð og þeir söfnuðu saman fé á kostnað vísitölunnar og neytendanna. Það er eins og ríkið hafi falið þeim skattheimtun að nokkru leyti. En það er ekki vilji þjóð arinnar. Bjöm' Guðmundsson. Bæ j arpóstur inn Framhald af 4. síðu. virðist öðru nær en svo sé. Hér virðist skjóta upp kollinum fá- heyrð peningaleið og sennilegt að hér sé á ferðinni enginn við- vaningur í peninga, slætti“. Reikningur þessi frá trúnaðar- manni réttvjsinnar kom hjónun- unum mjög á óvart. Hann kom heim til þeirra með reikninginn í fullum embættisskrúða og á- minnti að borga fljótt og refja- laust, því þetta væru hundsbæt- ur hjá því sem aðrir tækju fyr- ir vik sín. — Til dæmis væru venjulega teknar 500.00 krónur fýrir að selja eitt bílskrifli. Vesalings hjónunum leizt ekki á að standa frammi fyrir hinum velbúna og risavaxna manni, með neitt röfl. Þau stóðu þv£ ráðþrota yfir þessari óvæntu heimsókn. í sakleysi sínu gátu þau ekki fundið að þessi rétt- vísinnar maður hefði neitt fyrir þau gert, og hitt var þeim ó- skiljanlegt ef roaður í svona hárri trúnaðarstöðu levfði sér að koma með reikning sem ekkí væri algóður og réttvís að öllu leyti. Þau greiddu því reikninginn orðalaust í herrans nafni rétt- visinnar!"

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.