Þjóðviljinn - 03.08.1945, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 03.08.1945, Qupperneq 5
Föstudagur 3. ágúst 1945 Þ JÓÐVILJINN 6 Framhaldsaðalfundur KRON: KRON opnar þrjár nýjar sölubúðir í Rvík Kosningalögunum breytt — Einn framkvæmda- stjóri — Skilnaður Hafnarfjarðar- og Keflavíkur- deildanna samþykktur — Viðskiptin aukast — KRON kaupir Fiðurhreinsunarstöð íslands Viðtal við Guðberg Kristinsson félagsmálafulltrúa KRON Framhaldsaðalfundur KRON var haldinn í Lista- mannaskálanum sl. þriðjudag. Á fundinum voru samþykktar ýmsar lagabreyt- ingar, m. a. varðandi deildaskiptinguna og fram- kvæmdastjórn, verður eftirleiðis einn framkvæmd- arstjóri fyrir félagið. KRON mun á næstunni opna þrjár nýjar verzl- unarbúðir og fleiri eru í undirbúningi. Þá hefur fé- 'lagið keypt Fiðurhreinsunarstöð íslands. Fréttamaður Þjóðviljans hitti Guðberg Kristins- son, félagsmálafulltrúa KRON og fer frásögn hans af gerðum fundarins hér á eftir: Breytingar á kosninga- lögunum. — Hvaða mál voru rædd á framhaldsaðalfundi KRON, sem haldinn var á þriðjudag- inn? — Það lágu fyrir ýmsar breytingatillögur við félags- lögin, einkum varðandi kosn- ingar og skipulag félagsins. — Hvaða breytingar voru gerðar á lögunum? — Þær breytingar sem mestu skipta voru: í fyrsta lagi að deildunum er fækkað til muna, þannig að hver bær eða hreppur verður ein deild. Þannig verður t. d. Reykjavík ein deild, í stað þess að áður voru 12 deildir í Reykjavík. Stærri deild unum verður svo skipt í hverfi utan um búðir félags- ins, þannig, að þeir sem sækja verzlun í sömu matvörubúð mynda hverfi utan um þá búð. í öðru lagi var gerð sú breyt ing að kosning á fulltrúum til aðalfundar fyrir deildirnar fer ekki fram á félagsfundi eins og verið hefur, heldur á þar til auglýstum kjörstað og mun þá kosning í f jölmennum deildum standa lengur en einn dag. Kosið verður um lista, sem eiga að leggjast fram á tíma- bilinu 20.—28. febrúar og er leyfilegt að kjósa menn af fleirum en einum lista, ef fé- lagsmönnum sýnist svo. í þriðja lagi var samþykkt að í stað þriggja manna fram- kvæmdarstjórnar, er skipuð var þrem framkvæmdastjór- um, komi einn framkvæmda- stjóri. Þeir sem ekki verzla við félagið — Fleiri lagabreytingar? — Já, þá er rétt að geta þess að samþykkt var svohljóðandi ný málsgrein í 12. gr. félags- laganna: „Stjórninni er heimilt að víkja félagsmanni úr félagipu: a. hafi hann í orði eða verki unnið gegn félaginu eða til- gangi þess. b. Hafi hann ekki lagt fram kvittanir fyrir viðskiptum sín um við félagið, eða fært sönn- ur á þau á annan hátt í eitt ár. \ c. Hafi hann að nauðsynja- lausu haft aðalviðskipti sín hjá öðrum en félaginu. Urskurði stjórnarinnar get- ur hann skotið til aðalfund- ar.“ Auk þessa voru gerðar fleiri breytingar, en þetta tel ég aðalbreytingarnar sem gerðar voru á félagslögunum, og tel ég nauðsynlegt að hver félags maður kynni sér lögin, en þau verða endurprentuð og send félagsmönnum. Skilnaður Hafnar- f j?rðar- og Keflavíkur- deildanna við KRON — Þið hélduð fulltrúafund strax eftir framhaldsaðal- fundinn, hvað gerðist þar? — Sá fundur var haldinn um hinn margumtalaða skiln- að Hafnarfjarðar- og Keflavík urdeildanna við KRON, en eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá ætla þessar deildir sér að verða sjálfstæð kaupíé- lög. Á fulltrúafundinum var sam þykkt heimild til stjórnarinn ar um þennan skilnað í sam- ræmi við tillögu er áður hafði verið samþykkt á aðalfundi og í deildum félagsins. Enn er þó ekki gengið endanlega frá samningum um skiptingu á eignum og lager. KRON opnar þrjár nýjar búðir — Eg hef heyrt að KRON ætli að opna nýjar búðir bráð- lega? — Já, það er verið að setja upp nýja matvörubúð í Laug- arneshverfi, á Hrísateig 19 (aður Laugaskálinn), og verð ur hún væntanlega opnuð um miðjan þennan mánuð. Þá hefur félagið keypt sölu- Guðberg Kristinsson búð á Njálsgötu 86 og mun fá hana til afnota í marzbyrjun næsta vetur. Þá er ennfremur í undirbún ingi að koma upp búð í Klepps holti og verður hún opnuð snemma á þessu hausti. Auk þess eru fyrirhugaðar búðir á fleiri stöðum í bæn- um, en að svo komnu máli er ekki tímabært að ræða það írekar. Sjálfsölubúðinni á Vesturgötu 15 breytt í venjulega sölubúð — Hvaða breytingu er verið að gera á búðinni á Vestur- götu 15? — Það er verið að breyta sjálfsölubúðinni, sem svo var kölluð, í venjulega sölubúð, og er það gert að fenginni þeirri reynzlu, að búðin hefur ekki gefið þann árangur, er reiknað var með. Nú verður þarna venjuleg matvöru- og kjötbúð og er gengið inn í hana frá Vest- urgötunni, en á horninu á Vesturgötu og Garðastræti, þar sem áður var gengið inn í búðina kemur einhverskon- ar sérvöruverzlun, cn ennþá er ekki búið að ákveða hvaða varningur það verður. KRON hefur keypt fiðurhreinsunarstöð íslands — Eg hef heyrt að KRON hafi sett á laggirnar fiður- hreinsun? — Já, KRON hefur keypt Fiðurhreinsunarstöð íslands og hafið starfrækslu hennar og jtel ég að félagsmenn og bæjarbúar almennt muni, að fenginni reynzlu nota sér mjög mikið að láta hreinsa sængur sínar þar. Eg hef séð sængur, þegar þær hafa komið Frh. á 7. síðu Tangier gORGIN TANGIER í Marokkó, mikilvægasta hafn- arborg við mynni Miðjarðarhafsins, hefur um langt skeið verið stjórnað af alþjóðlegri eftirlitsnefnd, þar til nú fyrir nokkrum árum að spánska fasista- stjórnin lét hernema borgina, í skjóli fasistastórveld- anna, er þá voru mestu ráðandi við Miðjarðarhaf vestanvert. J SUMAR hafa Bandamenn gefið Franco til kynna að þetta ástand verði ekki þolað lengur. Ísvestía, aðalmálgagn sovétstjórnarinnar, ræðir mál þetta og afstöðu Sovétríkjanna í ritstjórnargrein. JJINN 20. JÚNÍ birti utanríkisráðuneyti Banda- ^ ríkjanna yfirlýsingu þess efnis, að fulltrúar Bandaríkjanna Bretlands og Frakklands væru að hefja samkomúlagsumleitanir í París um framtíðar- stöðu alþjóðasvæðisins Tangier. Við viljum minna lesendur á hina miklu hern- aðarþýðingu Tangiers, sem áður hefur valdið árekstr- um milli ríkja, eins og Bretlands, Frakklands, Þýska- lands, Spánar o. fl. Þess mun minnzt, að 31.marz ' 1905, fór Vilhjálmur II. Þýzkalandskeisari áberandi ferð til Tangier og flutti þar ræðu, krafðist þess að Þýzkaland fengi hlutdeild í stjórn Tangiers. Þar sem svo mörg ríki höfðu hagsmuna að gæta í Tangier, var stjórn svæðisins lengi ákveðin með samkomulagi helztu ríkjanna, t. d. með samningum um Marókkomál 3, júní 1880, milli Rússlands Frakk- lands, Bretlands, Bandaríkjanna og Spánar, og Algier- as-samningnum 1906, sem Rússland, Þýzkaland, Bret- land, Ítalía, Marokkó, Holland, Portúgal og Svíþjóð stóðu að. Þannig var Rússland með í báðum þessum samningum um Tangiers, 1880 og 1906, og tekið var tillit til hagsmuna þess. Þessu var ekki þannig farið 1923. Hinn 18. desem- ber það ár var undirritað í París samkomulag milli Frakklands ,Bretlands og Spánar um stjórn Tangi- er-svæðisins. Var það lýst alþjóðasvæði og löggjafar- valdið fengið í hendur alþjóðlegri löggjafarsam- kundu, skipaðri fjórum Frökkum, fjórum Spánverj- um, þremur Bretum, tveim ítölum, Bandaríkja- manni, Hollending og Portúgalsmanni. jgNDA ÞÓTT samningurinn 1923 hefði inni að halda tilvitnanir í Algecirassáttmálann, sem Rússland var aðili að, var Sovétríkjunum ekki boðið að senda fulltrúa á ráðstefnuna 1923. Var það vegna þess," að 1923 hefðu tvö aðalríkin, sem að ráðstefnunni stóðu, ekki viðurkennt sovétstjórnina, og töldu sér því fært að láta hagsmuni hennar liggja milli hluta. Þess má einnig minnast, að 1926 bauð spánska stjórnin þeim ríkjum, sem aðilar voru að Algeciras- sáttmálanum að haldin skyldi ný ráðstefna t;l að endurskoða viss atriði sáttmálans, og var sovétstjórn- inni ekki heldur þá boðin þátttaka. Sovétstjórnin tilkynnti eftir diplómatískum leið- um, að hún áskildi sér rétt tjl að viðurkenna ekki ákvarðanir þessarar ráðstefnu, ef hún yrði haldin án þátttöku Sovétríkjanna. ÞESSU ÁRI, með algerum ósigri verndara Franc- os, Ilitler, byrjar nýr kafli í sögu Tangier. Franco taldi sig reiðubúinn til að semja um Tangier við Bretland, Frakkland og Bandaríkin. Hafa rík'sstjórn- ir þessara þriggja ríkja ákveðið að halda ráðstefnu um málið. Sovétstjórninni var tilkynnt að ráðstefnan ætti að hefjast í París 3. júlí, en ekki boðin þátttaka. En þar sem enginn efi getur leikið á lögmætum rétti Sovétríkjanna til aðildar í þessum málum, fór sovét- stjórnin fram á að ráðstefnunni yrði frestað þar til það mál hefði verið undirbúið. Það verður að leysa Tangier-málið með þátttöku Sovétríkjanna." Ráðstefnunni um Tangier var frestað.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.