Þjóðviljinn - 09.08.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.08.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 9. ágúst 1945 Þ JÓÐVILJINN Sameinmgarþing norsku verkalýðsflokkanna liefst í byrjun næsta mánaðar Kommúnistaflokkurinn og Verkamannaflokkurinn stilla sameig- inlega upp til Stórþingskosninganna íslenzku fulltrúarnir á norrænu verkalýðsráð- stefnunni í Stokkhólmi segja frá för sinni Þeir Hermann Guðmundsson forseti Alþýðusambandsins og' Eggert Þorbjarnarson, formaður fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, eru nýkomnir heim frá því að sitja ráðstefnu norrænu verkalýðsfélaganna í Stokkhólmi, eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær Aðaluiíiræðuefni ráðstefnunnar var stofnun hins nýja .alþjóða- sambands verkamanna, en stofnþing þess hefst væntanlega í París seint í næsta mánuði. Ráðstefnan samþykkti ályktun þar sem lýst var yfir stuðningi við tilraunir til að sameina verkalýð allra landa. Þeir félagar heimsóttu norska alþýðusambandið í Osló og láta mjög af bjartsýni og áhuga norskrar alþýðu fyrir sköpun betra þjóð- félags í Noregi úr rústum stríðsáranna. Hermann Guðmundsson Fréttamaður Þjóðviljans átti Hermann og Eggert. Ráðstefnan lýsti stuðn- ingi við sameiningu verkalýðs allra landa — Við fórum héðan 14. júlí í boði sænska alþýðu- sambandsins til þess að sitja ráðstefnu norrænna verkaiýðsfélaga, sem hófst í Stokkhólmi 15. júlí og stóð þann eina dag, sögðu þeir félagar. — Sænska alþýðusam- b.andið boðaði til ráöstefn- unnar og sóttu hana full- trúar irá Noregi, Finnlandi, Danmörku, Svíþjóð og ís- landi. Aðalverkefni ráöstefnunn ar var stofnun hins nýja alþjóðasambands verkalýðs- ins. Ráðstefnan samþykkti ályktun þar sem lýst var yfir stuöningi við þær til- raunir sem geröar eru til þess að sameina verkalýð ailra ianda. Þá var ennfremur rætt um alþjóðlegu verkamála- skrifstofuna, en vegná ó- vissu um framtíð hennar voru engar samþykktir gerð ar varðandi hana. Einnig varð aö samkomu- lagi að næsta sameiginleg ráðstefna verkalýðssamtak- anna á Noröurlöndum veröi í Danmörku. Skoðuðu skóla sænska alþýðusambandsins — Hvað er aö segja um dvölina í Svíþjóö? — Við nutum ágætrar gestrisni sænska alþýðu- sambandsins, bauð það okk ur í ferðalag til þess að skoða skóla er þaö hefur starfrækt síðan 1929, og er mjög fjölsótt- ur, bæði sumar og vetur. Námseíni á skóla þessum eru aðallega þjóöfélagsfræði og máiefni varöandi verka- lýöstéttina. Sænska alþýðu- sambandið hefur verið þess umkomið aö leggja alls um 900 þús. kr. fram til þessa skóla. Skóli þessi er inni í landi á eini.m af fegurstu stöð- í gær eftirfarandi viðtal við þá um Svíþjóöar, Brunnsvik í Dölum. I sænska alþýðusamband- inu eru nú rösklega 40 fag- sambönd og er meölimatal- an rúml. ein miiijón. — Útgáfustarfsemi sam- bandsins? — Sambandið gefur út blöð og tímarit, m. a. dag- blaðið Aftontidningen, enn- fremur gefa hin ýmsu fag- sambönd innan sambands- ins út blöö og timarit. Verkalýðssamtökin í Sví- þjóð eru enn undir áhrifum sósíaldemókratanna sænsku en stefna kommúnista í verkalvðsmálum ryður sér nú mjög til rúms meðal verkamanna og kom það sérstaklega franr í hinu ný- afstaöna verkfalli málmiön- aðarmanna. Norski verkalýðurinn bjartsýnn — Endur- skipulagning verka- lýðsíireyfingarinnar — Hvaö er aö frétta af dvöl ykkar í Noregi? — Við fórum til Osló og heimsóttum norSka alþýöu- sambandið, dvöldum viö þar í viku. Þess sjást ákaflega glögg merki í öllu lífi fólksins i gegnum hvaða hörmungar norski verkalýðurinn og þjóðin öll hefur gengið á stríösárunum. Matvæli eru af ákornum skammti, þótt ástandið á því sviði sé þeg- ar orðið skárra en var. Miklum erfiðleikum veld- ur það við flesta fram- leiðslu hve framleiðslutæk- in eru orðin slitin, og mun það taka langan tíma að endurnýja þau. Norömenn hafa misst um þa.Y bil helming; af verzlun- arflota sínum á stríðsárun- um, og veiðiskipaflotinn hef ur einnig gengiö úr sér. Fólkiö er bjartsýnt á framtíöina, aö því muni tak ast að skapa sér ný og betri efnaleg og andleg kjör. En mörgum mönnum, sem við töluöum við og höfðu Eggert Þorbjarnarson setið lengri eða skemmri tíma í fangelsum nazista gekk ennþá erfiðlega að átta sig til fulls á því að þeir voru orðnir frjálsir. — Hvað um norsku verka lýösfélögin á hernámsárun- um? — Verkalýðsfélögin voru ekki bönnuð á hernámsár- um Þjóðverja, en þau voru vængstýfð og nazistar og kvislingar reyndu að nota félögin og sjóði þeirra eftir föngum, en meölimir félág- anna svöruðu með því að neita að greiða gjöldin til þeirra. Nú er verkalýðshreyfing- in í fullum gangi með aö endurskipuleggja sig. Víðs- veger er verið að halda aðal fundl í fé’öqunum og kjósa nýjar stjórnir. Næsta bing norska alþýöusam b andsins verður væntanlem Iialdið í marz næsta vetur. [iommúnisíaflokkurinn og Verkamannaflokk- urinn stilla sameigin- lega upp við kosning- arnar í haust — Hvað er aö segja um stjórnmálahorfur í Noregi? — Það sem mest ber á í pólitísku lífi þjóðarinnar er sameining Kommúnista- flokksins og Verkamanna- flokksins, en þessir flokkar hafa nú þegar ákveðiö að stilla sameiginlega upp til Framhald, á 7. síðu Straumurinn til vinstri verður ekki stöðvaður JjRlR MÁNUÐIR eru liðnir síðan langþjáðar þjóðir Evrópu fögnuðu fengnu frelsi. Fyrir aðeins eih- um ársfjórðungi var að velli lögð sú voðalegasta ó- freskja, sem ógnað hefur alþýðu veraldar frá upp- hafi vega. Þá gall sigurlúður siðmenningarinnar við svo hátt, að bergmálaði frá hverju frelsisunnandi hjarta heims. En þær þjóðir, sem eflzt hafa og magn- azt af fimm ára þjáningum, voru ekki líklegar til að sitja auðum höndum að þessum sigri unnum. Þær hafa ekki látið henda sig að fljóta sofandi að feigðar- ósi, svífa aðgerðarlausar áfram í vímu unnins sigurs. Samstundis og þeim gafst ráðrúm til, tóku þær til við að leggja grunninn að framtíðarskipan þjóðmálanna hver í sínu landi. Það er alveg sýnt, að þjóðir Evrópu ætla ekki að láta sér nægja að leggja höfuðvígi nazismans, þýzka hernaðarbáknið, í rúst. ^ær stefna markvisst að því að rífa nazismann upp með rótum af þeirri ná- kvæmni, sem þeim einum er unnt, sem skilið hafa eðli nazismans. Þeim hefur skilizt, að án þess að af- nema hið sundurvirka auðvaldsskipulag, sem komið er á það þróunarstig, að eðli sínu samkvæmt getur það ekki annað en leitt yfir mannkynið styrjaldir og kreppur með- háttbundnu millibili, verður naz- ismahættunni ekki bægt frá dyrum þjóðanna. í auð- valdsskipulaginu liggja rætur nazismans, þessa hræði lega krabbameins mannfélagslíkamans, og því streyma þjóðfylkingarnar nú hröðum skrefum frá auðvaldsskipulaginu yfir til sósíalismans. O ^ ÞESSUM ÁRSFJÓRÐUNGI hefur margt skýrzt, sem staðfestir það, sem að framan hefur verið sagt. Hreppsnefnda- og bæjarstjórnakosningarnar í Frakklandi urðu fyrstar til að vekja athygli heims- ins á því, hve gjörsamlega hægri flokkarnir voru heillum horfnir meðal þeirra þjóða, sem staðið höfðu í eldlínu þessarar síðustu styrjaldar milli villimennsk- unnar og siðmenningarinnar. — Hin hálfnazistíska Londonstjórn Póllands er fallin og framsýn vinstri stjórn komin þar til valda. Nazistaklíkunni á Finn- landi hefur verið þokað af stjórnarbekkjum har í landi. Kommúnistaflokkurinn og Verkamannaflokk- urinn í Noregi hafa ákveðið að sameinast og tryggt þannig, að fulltrúar launþeganna verði í hreinum meirihluta í Stórþinginu að loknum næstu kosning- um. Vinstri öflin í Danmörku virðast eiga öllu fylgi að fagna þar í landi. Verkamannaflokkurinn í Bret- landi, sem gekk til kosninganna brynjaður fjölmörg- um alsósíölskum stefnuskráratriðum, vann á þau einn hinn glæstasta kosningasigur, sem um getur. Alþýðu- stéttum Evrópu er nú ljóst, að alþýðuríkið í austri er hinn voldugasti og tryggasti bandamaður, sem þær geta valið sér til tryggingar friði í heiminum og þeirri stjórnarfarsbót, sem þær nú stefna að til að efla al- hliða öryggi þjóðanna. Og því hafa- þær nú allar tekið upp vinsamleg skipti við Sovétríkin, © ^UÐVALDSRÍKIN og auðvaldssinnar allra landa hafa þegar séð, hvert alþýðan stefnir. Þeim dylzt ekki, að það er stórhuga, frjálslynd og þrautreynd alþýða, sem nú treður blóðstigu frá vígvöllv.r.um og tekur sér ekki aðeins stöðu við stýrið og plóginn, en ætlar einnig að taka í sínar hendur þann stjórnvöl, sem mestu varðar, hvernig um er haldið: stjórnvölinn á þjóðarskútunni sjálfri. Og auðvaldssinnarnir óttast þessa alþýðu og munu reyna í lengstu lög að halda örlögum hennar í hendi sér. En hversu mjög sem móti verður staðið mun ekkert geta hindrað hina þroskuðu og frjálshuga alþýðu Evrópu í því að skipa málum sínum að eigin vild.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.