Þjóðviljinn - 09.08.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.08.1945, Blaðsíða 8
Fjórir af fremstu her shöfðingjum Bandamanna í Berlín. w Frá vinstri: Montgomery, Ei senho'wer, Súkoff og de Tassigny. — Þeir undirrituðu upp- gjafarsamninginn í Berlin þJÓÐVILJINN „Auðna fylgi íslenzka þjóðvsldinu66 Fólkaflokkiirinn og Sjálfstýrisflokkurinn mót- mæla ummælum tveggja færeyskra stjórnmála- manna um viðhorf Færeyinga til lýðveldisstofn- unar á íslandi Joanhes Patursson, formað ur Fólkaflokksins og Ricliard Long, formaður Sjálfstýrisflokksins hafa sent Færeyingafé- laginu í Reykjavík svohljóðandi skeyti: Aukakosningar í N.-Þingeyjarsýslu Gísli Guðmundsson segir af sér þingmennsku vegna vanheilsu. — Framboðsfrestur er til 17. þ. m. Samkvæmt frétt frá ríkisstjórninni hefur Gísli Guðmundsson al- þingismaður sagt af sér þing'mennsku sakir vanheilsu, og skal kosn- ing alþingismanns í hans stað fyrir Norður-Þingeyjarsýslu fara fram á þriðjudaginn 18. september n. k. Framboðsfrestur er til 17. þ. m. Notaðar hafa verið heim-* ildir í lögum til. að fella niður auglýsingafrest, og frestur til að ieggja fram kjörskrár hefur verið stytt- ur, þannig að þær skulu fram lagðar 5 vikum fýrir kjördag. Lagt hefur verið fyrir hlutaðeigandi yfirkjör stjórn að undirbúa kosning una, og sjá um að hún fari fram lögum samkvæmt. Söltun undirbúin á Raufarhöín Fréttaritari Þjóöviljans á Raufarhöfn símaði í gærkveldi: Veðurblíða á Nmiðunum undanfarna daga, en engin síld hefur borizt hér að landi. Skipin öll fyrii- vest- an. Fengu eitthvað af síld í gær en mjög lítið í dag. — Komið er hér salt og tunnur frá Óskari Halldórs- syni, og ætlar liann að salta hér ef einhver síld fæst. „Verksmiðjukarlinn“, blað verkamanna við verksmiðj- una kom út á laugardag- inn. Fiytur hann greinar og ýmsan fróðleik. Rilstjóri er Gunnar Finnbogason. Ekki er brætt í verksmiðj unum, en verkamenn vinna að vegalagningu í þoi'pinu. Landssíminn hefur sent hingað talstöð, svo hægt sé aö hafa samband við skip úr landi. Talstööina rekur Björn Ólafsson loftskeyta- maður r r Oskar Jónsson (l.R.) setur nýtt met í 1500 metra hlaupi Á innanfélagsmóti IR í fyrrakvöld, setti Óskar Jóns son nýtt íslandsmet í 1500 m. hlaupi. Hljóp vegalengd- ina á 4:9,4 mín. Gamla metið setti Geir Gígja árið 1927 og var það 4:11 mín. Sigurgeir Ársæls- son úr Ármanni hefur áður hlaupið þessa vegalengd á sama tíma og Geir Gígja Fifflm menn brenn- ast í Olafsvík Fimm menn brenndust í fyrrakvöld er sprenging varð í vélarúmi báts í Ólafs- vík. Báturinn ætlaði að leggja af stað til Hellissands, er sprengingin varð í vélinni. Pétur Hjartarson, eigandi bátsins, brendist mest, var hann niðri í vélarrúminu þegar sprengingin varð. Hinir mennirnir fjórir voru uppi og brendust þeir á andliti og höndum. Voru þaö þeir Guöbjartur Berg- þórsson, Björgvin Sigurðs- son, báðir héðan úr bænum og Guölaugur GuömundSr son og Leó Guðbrandsson, báðir 'írá Ólafsvík. Gert var að sárum þeirra í Ólafsvík, en fengin flug- vél til aö flytja þá Pétur Hjartarson og Reykvíking- ana tvo hingaö til bæjarins. Kjötverðlagsnefnd ræðir væntanlegt kjötverð Kjötverðlagsnefnd situr nú á rökstólum til að ræða væntanlegt verð á nýslátr- uðu dilkakjöti. Nefndin hefur haldið tvo fundi um málið, en engar ákvarðanir munu hafa verið teknar enn. Knattspyrnumót íslands: Valur sigraði Víking með 9:0 Knattspyrnumót íslands hélt áfram í gærkveldi og kepptu þá Valur og Víking- ur. Leikar fóru þannig að Valur vann með 9 mörkum gegn engu. í lok fyrri hálf- leiks hafði Valur sett eitt mark en Víkingur ekkert. Fulltrúar Alþýðu- sambandsins og Búnaðarfélags- ins ræðast við Alþýðusambandið til- nefndi í gær fulltrúa sína til þess að ræða við fulltrúa þá er auka-búnaðarþingið kaus í fyrradag. Fulltrúar Álþýöusam- bandsins eru þeir Hermann GuÖmundsson Þorsteinn Pétursson og Gunnar Bene- diktsson. Fulltrúar Búnaðarfélags- ins eru, eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá, þeir Hafsteinn Pétursson, Sig. Jónsson frá Arnarvatni og Þorsteinn Þorsteinsson. Áttu þeir einn viðræðu- fund í gær og munu senni- lega ræðast við aftur í dag. Islenzkir fulltrúar á ráðstefnu norrænna bankamanna Tveir fulltrúar íslenzkra bankamanna fóru nýlega til Norðurlanda til að sitja ráðstefnu norrænna banka- manna í Stokkhólmi. Mun ráðstefnunni nú lokiö. Fulltrúar þessir voru þeir Klemens Tryggvason hag- fræðingur og Þormóður Ög- mundsson lögfræðingur. Síld veidd í reknet á Faxaflóa í gær höfðu verið salt- aðar á Siglufirði 2650 tunn- ur síldar, en samtals á öllu landinu 5500 tunnur. Nokkur síld til söltunar barst til Siglufjarðar í gær. I gær höfðu borizt til Ðal víkur 450 tunnur til söltun- ar og er það fyrsta síld, sem þar er söltuð á sumrinu. í sumar eru þar starfandi tvær söltunarstöðvar, Sölt- unarstöð Dalvíkur og sölt- unarstöð Jóns Gíslasonar útgeröarmanns í Hafnar- firði, vinna á báðum stöðv- unum samtals 70 stúlkur. Fjórir vélbátar frá Akra- nesi hafa stundað síldveið- ar með reknet í Faxaflóa. Hafa þeir farið 4—7 ferð- jr ,og aflað frá 180 tunnur, hefur síld þessi verið fryst. til beitu. ú „Vegna þess að færeyskur stjórnmálamaður A. Samu- elsen og færeyskur blaða- maður Louis Zachariassen hafa í viötali við danska blaöið Politiken 17. júlí sagt, að allir Færeyingar teldu, að íslendingar hefðu átt að bíöa með að stofna íslenzka þjóöveldið, þar til Danmörk væri orðin frjálst land, senda færeyski Fólka- flokkurinn og Sjálfstýris- flokkurinn á lögþingi Fær- eyja ísienzku þjóöinni þessi boö: Það er óviðeigandi og ó' sæmilegt, að Færeyingar á- telji gerðir islendinga í sjálfstæðismálinu í útlend- um blöðum. Það eru rangar upplýsing ar, sem þessir menn hafa gefið um færeysku þjóðina. Fæi'eyingar yfirleitt telja, flafin bygging nýrrar rafstöðv- ar í Vestmanna- syjum Byrjað var á nýrri raf- stöðvarbyggingu í Vest- mannaeyjum um miðjan júlí s.l. Byggingin sjálf, án véla og innréttingar á að kosta 475 þús. kr. og á að vera lokið fyrir 1. sept. 1946. Fjórir eftirtaldir bygging armeistarar Óskar Kárason múrai’ameistari og trésmíða meistararnir Magnús Magn- ússon, Engilbert Jóhanns- son og Óskar Jósúason hafa tekið að sér aö koma hús- inu upp, gera þaö fok- helt, fyrir 475 þús. kr., en aðeins tvö tilboö bárust í bygginguna, hitt tilboðið var frá Ársæli Sveinssyni og var það á annað hundr- að þúsund krónum hærra en tilboð fjórmenninganna. — ÞórÖur Runólfsson Rvík gerði teikninguna ajð hús- inu. Ráðgert er aö í bygging- unni veröi, auk vélasala, nauðsynleg skrifstofuher- bergi og herbergi fyrir starfsmenn stöövarinnar. Vestmannaeyjabær hefur fest kaup á vélum til stöðv- anrrnar frá Englandi. Fram til þessa hafa Vest- mannaeyjar . aöeins haft raf magn til ljósa, en þegar nýja rafstööin hefur verið byggð á bærinn einnig að hafa rafmagn til suöu og til iönaöar. að íslendingar hafi haft full an og óskertan rétt til aö slita sambandslagasáttmál- anum og enduistofna þjóð- veldi og að íslendingar hafi fært sönnur á þennan rétt með þjóðaratkvæöagreiðsi- unni, með áður óþekktri þátttöku og að kalla sam- hljóða atkvæðum. Að þessi frásögn þeirra félaga er ósönn, sannar með al annai-s fagnaðarhátíðin, sem haldin var hér á landi 17. júní 1944 íslenzka þjóð- veldinu til heiðurs. Eins og Færeyingar fögn- uðu þá í birtingu íslenzka þjóðveidinu, þannig fagna þeir einnig nú og meta þann lífsmátt sem þetta unga þjóðveldi þegar hefur sýnt. Auðna fylgi íslenzka þjóö veldinu nú og á ókomnum öldum. Berið íslenzku blöðunum þessi boð okkar. Joannes Patursson. Richard Long.“ Héraðsmót í frjálsum íþróttum milli Borg- firðinga og Kjal- nesinga Frjálsíþróttakeppni miili Borgfirðinga og Kjalnes- inga fór fram sl. sunnudag að Fcrjukoti. — Sigruðu Borgfirðingar með 7943 stig um. Kjalnesingar hlutu 7497 stig. Voru þátttakendur fjórir í hverri íþróttagrein, tveir fra hvoru íþróttasambandi. Stig voru reiknuö eftir finnsku stigatöflunni. Keppt var í hlaupi, 100 m. og 400., hástökki, lang- stökki, þrístökki, spjótkasti, krxnglukasti og kúluvai’pi. Mótið gekk fremur greiö- lega þrátt fyrir óhagstætt veöur. Stríðsyfirlýsingin Framhald af 1. síðu. vegar höfum við aldrei efað, að Sovétríkin myndu ganga í lið með bandamönnum sínumN til þess að vinna bug á síðasta árásarríkinu, þegar er ástæð- ur leyfðu og þau gætu flutt herafla ' sinn frá Evrópuvíg- stöðvunum og austur að Kyrrahafi. Stríðsyfirlýsing Sovétríkjanna á hendur Jap- önum er enn ein sönnun fyrir þeirri einlægni og einingu, sem ríkir meðal Bándamanna- ríkjanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.