Þjóðviljinn - 09.08.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.08.1945, Blaðsíða 1
Samkomulag um reísingu stríðs- glæpainauua Verða dæmdir í herrétti Samkomulag hefur verið undirritað milli stjórna Sovét- ríkjanna, Frakklands, Bret- lands og Bandaríkjanna um refsingu stríðsglæpamanna. Stríðsglæpamennirnir munu verða dæmdir af herrétti, sem mun hafa aðalbækistöðvar sínar í Berlín og munu full- trúar stórveldanna fjögurra sitja í réttinum. Þeir stríðs- glæpamenn, sem brotið hafa af sér gagnvart einstökum ríkjum, munu þó verða dregn- ir fyrir dóm í viðeigandi ríkj- um og dæmdir samkvæmt lög um þeirra. Fyrstu réttarhöldin yfir stríðsglæpamönnum munu hefjast í Nurnberg 1. septem- ber n. k. og verða Ribbentrop og fleiri háttsettir nazistafor- ingjar þar dregnir fyrir dóm. Potsdamsamþykkt- inni fagnað Kristinn Andrésson alþing- ismaður fór nýlega flugleiðis til Norðurlanda til þess að sitja þing norrænna þing- manna. Þjóðviljinn fékk eft- irfarandi skeyti frá honum í gær, var hann þá staddur í Stokkhólmi: „Flugferðin unaður. Sól- skinshiti daglega. Umræðu- efnið í dag: atomsprengjan. Potsdamráðstefnunni fagnað hér; Finnar sérstaklega á- nœgðir. Pieck ritar að Þjóð- v.erjar hafi ékki getað búizt við jafnvœgum skilmálum. Fljúgum á morgun til Kaup- mannahafnar“. 10. árgangar. CMBfflMOBBMHI Fhnmtudagur 9. ágúst 1945 175. tölublað. Sovétríkin lýsa yfir styrjöld á hendur Japönum Stríðsyfirlýsingin gekk í gildi á miðnætti í nótt. Yfirlýsingunni fagiíað mjög í Bretlandi og Bandaríkjunum Páll Sigurðsson verk- fræðingur látinn laus Páll Sigurðsson verkfræð- inyur, einn hinna 10 manna sem Bandaríkjamenn af- hentu sakadómara hinn 3. þ. m. var látinn laus úr gæzluvarðhaldi í morgun. Moskvuútvarpið tilkynnti í gær, að Molo- toff, utanríkisþjóðfulltrúi Sovétríkjanna, hefði kalíað sendiherra Japans í Moskvu á sinn fund í Kreml og tilkynnt honum, að Sovétríkin hefðu lýst yfir styrjöld á hendur Japönum og gengi yfirlýsingin í gildi frá og með miðnætti á aðfaranótt 9. ágúst samkvæmt Moskvutíma. Eftir að þetta hafði verið tilkynnt, var stríðs- yfirlýsingin lesin upp í útvarpið. Á sama tíma var stríðsyfirlýsingin kunngerð í London og Washington. Hefur henni verið fagnað mjög í löndum Bandamanna, þar sem þátttaka Sovétríkjanna í Kyrráhafsstyrjöldinni hlýtur að verða til þess að stytta stríðið mjög, jafnvel þó að svo fari ekki, sem margir búast við, að Japanar muni nú sjá sitt óvænna og gefast upp skilyrðis- laust, þegar í stað. í yfirlýsingunni segir, að Sovétríkin hafi ákveðið að segja Japan stríð á hendur samkvæmt ósk bandamanna þeirra í styrjöldinni gegn Þýzkalandi, en þeir hafi farið fram á það, eftir að Japan hafði hafnað tilboði Bretlands Bandaríkjanna og Kína um skilyrðislausa uppgjöf, sem gefið var út á Potsdamráð- stefnunni 26. júlí sl. Sovétrík- in geri þetta til þess að tryggja að allsherjar friður komizt á sem fyrst í heimin- um með sem minnstu tjóni á mannslífum og verðmætum og til þess að koma í veg fyrir það, að Japan verði 'fyrir sömu hörmungum og þýzka þjóðin varð fyrir í lokaátök- unum í Evrópustríðinu. Jap- anska stjórnin geti því sam- kvæmt ofanrituðu skoðað sig í stríði við Sovétríkin frá og með fimmtudeginum 9. ágúst. Kort, sem sýnir afstöðu Kína, Síberíu, Mansjúríu og Japanseyja Milli 10 og 20 mænuvdkitilfelli í Rvík. Veikin væg eiin - þó eitt dauðs- íall af völdum hennar Milli 10 og 20 manns hafa sýkzt af mœnusótt hér í Reykjavík. Veikin er vœg enn, en þó hefur ein kona látizt af völdum mænusóttar. Fyrsta tilfellisins varð vart 31. júlí sl. og var sjúk- $ lingurinn nýkominn frá Selfossi. Veikinnar hefur orð- ið samtímis vart í austur- og vesturbænum, Klepps- holti og Seltjarnarnesi. Talið er að sumir sjúkling- anna muni hafa sýkzt fyrir hálfum mánuði. Mœnuveiki mun hafa orðið vart í Hafnarfirði í júnímánuði sl. Samtímis því að Molotoff las yfirlýsinguna fyrir jap- anska sendiherranum í Moskvu, gekk sendiherra Sovétríkjanna í Tokío á fund japanska utanríkisráðherrans og fékk honum stríðsyfirlýs- inguna í hendur. Molotoff kallaði síðan sendiherra Bretlands, Banda- ríkjanna og Kína á sinn fund í Kreml og skýrði þeim frá stríðsyfirlýsingunni. Sagði Moskvuútvarpið, að þeir hefðu fagnað henni mjög. Truman kallar saman blaðamannafund Síðdegis í gær kallaði Truman Bandaríkjaforseti saman blaðamannafund í hvíta hús- inu í Washington. Þegar blaða mennirnir komu, voru þar staddir fyrir yfirmenn héirs og flota, utanríkisráðherrann og ýmsir nánustu samstarfs- menn forsetans. Truman sagði brosandi við blaðamennina: „Eg hef aðeins eitt að segja ykkur: Sovétríkin hafa lýst yfir stríði á hendur Japönum. Annað er það ekki.“ Tilkynning frá Downing Street Attlee, forsætisráðherra Bretlands, gaf í gærkvöld út tilkynningu frá forsætisráð herrabústaðnum í Downing Street 10 varðandi stríðsyfir- lýsingu Sovétríkjanna. í til- kynningunni segir m. a.: Við Bretar höfum jafnan fyllilega skilið hina erfiðu aðstöðu Sov- étríkjanna, sem báru hitann og þungann 1 baráttunni gegn Þýzkalandi nazismans. Hins Frh. á 8. síðu. Hirosjimo að hálfu leyti í rústum Atómsprengjan hefur ekki verið reynd aftur Nákvæmar fréttir hafa enn ekki borizt um tjón- ið, sem varð í japönsku borginni Hirosjimo, þegar atómsprengjunni var varpað á hana á mánudag, en það mikið er vitað, að um helmingur borgarinnar, um 10 ferkílómetrar, er algerlega í rústum og fimm verksmiðjubáknum hefur verið jafnað við jörðu. En sagt er, að ekki sé hægt að lýsa því í orðum, hve áhrif sprengingarinnar hafa verið stórkostleg. Fjórar loftárásir voru gerð- ar á Japan í gær, en eingöngu venjulegar sprengjur voru not aðar. Risaflugvirki réðust á Tokío og nágrenni. Einnig Sameiginleg her- námsstjórn Banda- manna í Áusturríki Sovétríkin, Bretland, Banda ríkin og Frakkland hafa nú komizt að samkomulagi um hernámsstjórn Austurríkis. Eins og kunnugt er, var það eitt þeirra mála, sem um var rætt á Potsdamráðstefnunni og ekki náðist fullnaðarsam- komulag í. Hernámssvæði hvers ríkisins um sig hafa nú verið ákveðin. Þau munu öll í sameiningu sjá um hernám Vínarborgar. Hernámsstjórn Bandamanna í Austurríki mun leitast við að undirbúa algeran skilnað Austurríkis við Þýzkaland, koma á fót stjórn, sem geti voru gerðar loftárásir á borg- irnar Fúkojama og Javota. Truman forseta hefur verið afhent skýrsla um áhrif atóm- sprengjunnar, sem varpað var á Hirosjimo á mánudag, en hún hefur enn ekki verið gerð opinber. , Nánar um atómsprengj- una. Atómsprengjan var reynd í fyrsta sinni í Nýja-Mexíco í Bandaríkjunum. Vísindamenn irnir, sem viðstaddir voru, er sprengjan var reynd segja að mikill uggur hafi verið í þeim um það, hvernig fara mundi. Vissu þeir í rauninni ekkert um það, hve aflmikil sprengj- an væri. Þeir segjast hafa verið í algerri óvissu um það, hvort þeir myndu vera á lífi eftir sprenginguna, eða hvað það snerti, hvort Nýja-Mexico mundi ve.ra til. Allt gekk þó að óskum. ráðið öllum málum ríkisin- og undirbúa jarðveginn fyrir frjálsar kosningar 1 Austur- i ríki sem fvrst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.