Þjóðviljinn - 23.08.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.08.1945, Blaðsíða 1
Quíslmg ætlaði að mnlima Noreg í Stór-Þýzkaland Ásakaður um morð Viggo Hansteens Réttarhöldin yfir Quisling hafa staðiö yfir að undan- förnu og mun dómur í máli hans sennilega falla um nœstu mánaðamót. Eins og áður hefur verið skýrt frá, er hann ákærður fyrir margskonar glæpi: landráð, morð, þjófnað o. s. frv. I réttarhöldunum hafa komið fram ýmiss konar skjöl, sem sanna samvinnu Quislings við nazista fyrir innrásina og vitneskju hans um hana, áður en hún var gerð. Qusling hefur yfirleitt borið sig aúmlega í réttar- höldunum og tilraunir hans til að verja sig hafa verið næsta hjákátlegar. í réttarhöldunum í gær var m. a. skýrt frá bréfi, sem Quisling hafði ritað til Hitl- ers, þar sem hann talar um nauðsyn þess, að Noregur sameinist Stór-Þýzkalandi, á- samt öðrum norrænum þjóð- um, og ýrði einræðisherra Þýzkalands forseti ríkjasam- bandsins. Hann var og ásak- aður fyrir að eiga sök á morði Viggo Hansteens, sem var fyrsti norski frelsissinn- inn, er hinir nazistisku böðlar myrtu. Hann neitaði því, og kvaðst einungis hafa farið fram á það við Þjóðverja, að þeir fjarlægðu Hansteen(!) 10. árgangur Fimmtud. 23. ágúst 1945. 184. tölublað. i hennn hefur handtekið hálfa millj. Japana Gunnar Myrdal lofar pólsku Skýrt frá endur- bótum á skor- dýraeitrinu DDT Brezka nýlendumálaráðu- neytið hefur hirt skýrslu um rannsóknir, sem. gerðar hafa verið á skordýraeitrinu DDT, sem fundið var upp fyrir stríð sem varnarlyf gegn möl- flugum. Á stríðsárunum hafa verið gerðar fjölmargar tilraunir með eitrið og hefur það verið endurbætt svo, að það mun koma að miklu gagni í bar- áttunni við ýmsa sjúkdóma í hitabeltislöndunum, sem berast með skordýrum. Þing Sósíalista- flokksins hald- irrana Miklir viðskiptasamn- ingar undirritaðir milli Svía og Pólverja Sænska viðskiptanefndin er að undanförnu hefur verið í Póllandi til viðrœðna við pólsku stjórnina, er nú kom- in aftur til Svíþjóðar. Nefndin samdi um mikil viðskipti milli Svía og Pól- verja á næstunni og hefur sænska stjórnin veitt Pólverj um mikið lán til vörukaupa í Svíþjóð. Svíar munu fá kol og olíu frá Póllandi, en Pólverjar alls konar iðnaðar- i vörur og vélar frá Svíþjóð. Gunnar Myrdal viskipta- málaráðherra Svía, sem var formaður nefndarinnar, hef- ur sagt í blaðaviðtali, að sér hefði virzt pólsku ráðherrarn ir vera mjög hæfir menn, sem hefðu komið geysilegum umbótum til leiðar þrátt fyr- ir gífurlega örðugleika. ið í októbt 5. þing Samemingarflokks alþýðu — Sósialistaflakksiiís, verður haldið í Reykjavík, síðari hluta októiarmánaðar næstkomandi. Dagrskrá þingsins verður til- kynnt síðar; ásamt nánari tímaákvörðun. Stórskáldið Theodor Dreiser gengur í banda- ríska Kommún- istaflokkinn Bandaríska stórskáldið Theodor Dreiser, serh al- mennt er talinn merkasti nú- lifandi rithöfundur Banda- ríkjanna, hefur nú gengið í handaríska Kotnmúnistaflokk inn. Dreiser segir í umsókn sinni til Fosters, hins ný- kjörna formanns bandaríska Kommúnistaflokksins, að uín- sókn sín um inngöngu í flokk inn sé í samræmi við allt líf sitt og starf. Dreiser er nú orðinn 74 ára að aldri og hefur allt sitt Mf barizt fyrir rétti smæMngjanna, bæði í skáldritum sínum, öðrum rit- verkum og á öðrum vett- vangi. Þjóðviljinn mun við tækifæri birta inntökuum- sókn Dreisers í Kommúnista- flokkinn, sem er merkilegt skjal margra hluta vegna. MACARTHUR hefur nú tilkynnt stjórninni á Filippseyj- um, að hún muni fá öll völd í hendur á eyjunum frá og með 1. septemher n. k. Myndin sýnir Osmena, forseta eyjanna taka embœttiseið af nýjum dómyrum á eyjunum. Ákveðið að byggja flugvöll í Vestmannaeyjum Mikil samgöngubót fyrir Veslmannaeyinga Ákveðið hefur verið að byggja flugvöll í Vestmanna- eyjum og hefur flugmálastjóri hoðið verk þetta út. Byggja á eina rennibraut 800x60 metra. Þegar verki þessu verður lokið hefst nýr þáttur í sam- göngumálum Vestmannaeyinga, en hingað til hafa þeir húið við mjög erfiðar samgöngur. Verk þetta hefur sem fyrr segfr verið boðið út og er útboðsfrestur 3 vikur. Byggja á eina rennibraut 800 metra langa og 60 m. breiða. Verð- ur rennibraut þessi milU Helgafells og SnæfeMs og liggur frá norðvestri til suð- austurs. Undir flugvölUnn Neíiid' skipuð til að ssmja við Dani Forseti Islands skipaði í dær nefnd til þess aö semja við ríkisstjórn Dan- merkur um þau mál, sem nauðsyn ber til að ganga frá vegna niðurfellingar dansk-íslenzka sambands- lagasamningsins. Nefndina skipa: Jakob Möller sendiherra, formaður. Stefán Jóhann. Stefáns- son, alþingismaöur. Eysteinn Jónsson, alþing- ismaöur. Kristinn Andrésson. al- þingismaöur. Prófessor Ölafur Lárusson dr. jur. veröur ráðunautur nefndarinnar og Baldur Möller cand. jur. ritari henn ar. mun- verða tekið 1300 ha. landsvæði. Ryðja þarf burt um 5400 teningsmeturm af grjóti og 19300 teningsm. af mold og möl. Á öðrum stöðum þarf að fylla upp, og mun uppmokst- ur og uppfylling standast nokkurn veginn á. Flugvöllur þessi verður malarflugvöllur. Er hann á hrauni og verður borin yfir hann rauðamöl. Síðasta alþingi veitti 300 þús. kr. til þessa verks. ,Skipiiir“ straodar en næst út Mótorskipiö Sleipnir frá Neskaupstað strandaði skammt frá Raufarhöfn í gærmorgun. Skipverjar björguöust. Botnvörpungurinn Ólafur Bjarnason var fenginn til að draga Sleipnir út, ár- degis í gær, og reyndist hann óbrotinn. Úrslit II. fl. mótsins Úrslit í II. fl. fór fram 1 gærkveldi og sigraöi KR Akurnesinga 3:2. Uppgjaí arskilmál" arnlr undirskrif- aðir 31. ágúst Það var tilkynnt í Moskvuútvarpinu í gær- kvölcl, að rauði herinn hefði þá tekið alls um hálfa milljón japanskra fanga. í gær tók hann 71 þús. fanga, þ. á m. 20 hershöfðingja. Meðal fanga þeirra, er rauði her inn hefur tekið í Man- sjúríu er leppstjóri Jap- ana þar. Það hefur nú verið stað- fest að uppgjafarskilmálarn- ir muni verða undirritaðir um borð í bandarísku her- skipi í Tókioflóa 31. ág. n.k. MacArthur gefur fyr- irskipanir MacArthur hefur sent Jap- anskeisara fyrirskipanir varð andi komu hernámssveitanna til Japans um næstu helgi. í fyrirskipunum hans segir meðal annars: Allar flugvélar eiga að vera á jörðu, öll skip í höfn, allir kafbátar á yfir- borði sjávar, öll vopn óvirk og öll tundurdufl hreinsuð í burtu á siglingaleiðinni inn Tokíóflóa. Enn fremur verði höfnin í Jokosjúko rýmd fyr ir bandarísku herskipin. Mikill viðbúnaður á Okinava Mikill viðbúnaður er nú á Okinava, en þaðan munu bandarískar flugvélar fljúga með hernámslið til Japan um næstu helgi, ef veður verður hagstætt, en undanfarna daga hefur það ekki verið svo. Á flugvelli einum á eynni er saman kominn mesti flutn- ingaflugvélafloti, sem um get ur. Fallhlífaliðið verður að öllu leyti útbúið þannig sem það eigi von á árás. Árásin á Hirosjima Nánari vitneskja hefur nú fengizt af árásinni á Hiro- sjima. Atomsprengjunni var varpað niður úr flugvélinni í 8 km hæð, og sprakk hún tveim mínútum síðar 600 metra frá jörðu. Mikið svæði, u. þ. b. 30 km í þvermái gsr eyðilagðist í borginni v'ð á- rásina og um 60 þin. man.is biðu bana. Eftir a; sprang- ingin varð streymdi svarta- regn úr lofti í 5—10 mínútur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.