Þjóðviljinn - 23.08.1945, Page 4

Þjóðviljinn - 23.08.1945, Page 4
4 Fimmtud. 23. ágúst 1945. þJÓDVILJINN TJtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl. 19.00 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusimi 2184. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðj-a Þjóðviljans h. f. Ein ályktun og „gömul grsin“ Morgunblaðið er í öngum sínum yfir þessari dauðans slysni, að ungir Sjálfstæðismenn skyldu fara að troða kenn- ingum Hayeks á síður þess. Ritstjórar blaðsins vita afar vel að þeir menn eru hrein viðundur, sem halda því fram, eins og Hayek þessi, að hagkerfi sósíalismans hljóti að leiða til ánauðar og megi því einu gilda hvort þjóðirnar velji veg sósíalisma eða fasisma, hvort tveggja leiði að sama mark- inu — ánauð lýðsins. En það hefur nú hent vesalings Morgunblaðið að halda þessari firru fram, og ritstjórunum fer eins og við er að búast, þeir reyna að krafsa í bakkann, ef vera kynni að þar fyndist sinustrá, sem hægt væri að festa hönd á. Og sjá, í gær fundu þeir þrjú sinustrá: Samþykkt frá síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, „eina gamla grein í Stefni eftir prófessor Magnús Jónsson11 og umræður, sem fóru fram „undir forustu Jóhanns Möllers um ágóðahlutdeild verkamanna". Áður en við förum að lýsa þessum þremur sinustráum, skulum við rifja upp hvernig umræður um málið standa. Morgunblaðið heldur því fram, að nauðsynlegt sé að dreifa valdinu yfir framleiðslutækjunum til þess að vernda frelsi og lýðræði. Nú hefur Þjóðviljinn bent á að tækniþróun leiði alveg óhjákvæmilega til þess gagnstæða, ef starfað er á grund- velli „sjálfstæðisstefnunnar“, þ. e. grundvelli séreignar- skipulagsins og einkarekstursins. Þetta er svo augljóst og alkunnugt að naumast þarf að nefna dæmi. Eftir því sem fiskiskipin verða stærri færi^f sjávarútvegurinn á færri og færri hendur, og þeir fáu menn, sem eiga stærstu og beztu skipin, mynda méð sér hagsmunasamtök, svo öll stjórn þessara framleiðslutækja er raunverulega komin á örfárra manna hendur. Á öllum sviðum fer þróunín hraðfara í þessa átt. Fyrir fáum árum voru hér nokkrar sjálfstæðar smjörlíkisverksmiðjur, nú hafa þær myndað „hring“. Valdið yfir þessari framleiðslu ■ er í höndum sárfárra manna. Líku máli gegnir um járn- iðnaðinn og mætti þannig lengi telja. Auðvitað þýðir þessi þróun þverrandi lýðræði. Vinnu- veitendurnir verða færri og stærri, launþegarnir fleiri og launþegarnir eiga atvinnu sína og afkomu að öllu leyti undir geðþótta vinnuveitendanna. Það þarf heims-viðundur eins og Hayek, til að mótmæla þessu, eða kannski það nægi lands-viðundur eins og Ólaf Björnsson. Nú kemur auðvitað engum lifandi manni í hug að reyna að snúa hinni tæknilegu hlið þessarar þróunar við. Það vill enginn fá árabáta í stað togara, eða smiðjur í hlað- varpa í stað Héðins og Hamars. Þróun séreignaskipulags- ins, eða „Sjálfstæðisstefnunnar“ eins og Morgunblaðinu er tamast að kalla það, hlýtur að leiða til þess að „valdið“ færist á færri og færri hendur og þar með til þverrandi lýðræðis, þetta er „leiðin til ánauðar“ eins og dærrii for- ustulandanna sýna. Gegn þessu hefur ekki verið bent á nema'eitt ráð, sem að haldi gæti komið, og það er að gefa hinum vinnandi fjölda tækifæri til að stjórna hinum stóru atvinnufyrir- tækjum á sama eða svipaðan hátt og hann stjórnar mál- efnum ríkis og sveitarfélaga, sem sé méð því að kjósa full- trua til þessara starfa. Að þessu marki geta legið þrjár ÞJÖÐVILJINN Tíma-Tóti er tindilfættur þessa dagana, og má hann auðsjáan- lega hafa sig allan við, því það er engrum heiglum hent að þreyta þá pólitísku „gymnastik“ Fram- sóknar að vera vinstra megin við verkamannastéttina í dag og hægra megin við atvinnurekend- ur á morgun. En Þórarinn litli gerir það sem sem hann getur og verður víst eigi um það sakaður þótt lesend- ur Tímans liafi ódýra skemmtun af að horfa á tilburðina. • Á þriðjudaginn var gerðist Tíminn allt í einu málsvari hús- næðisleysingjanna: Hann hefur fundið ráðið gegn húsnæðisleys- inu. Og ráðið er: f guðanna bæn- um látið Framsókn fá völdin aftur! Það er hætt við því að dauf- heyrzt verði við því neyðarkalii Framsóknarmanna. Húsnæðisleys ingjarnir eru minnisbetri en Tím- inn heldur, þeir hafa ekki gleymt því enn, að á gullaldartímabili sínu átti Framsóknarflokkurinn ráðherra sem Eysteinn hét, og þessi ágæti Framsóknarráðherra gerði allt sem hann mátti til þess að hindra auknar byggingarfram kvæmdir í Reykjavik — það var eitt af hómaþata-aðgerðum hinna vísu Framsóknarleiðtoga til þess að „stöðva flóttann úr sveitun- um“. Hverjar afieiðingar þetta hafði fyrir reykvíska alþýðu vita hús- næðisleysingjarnir betur í dag en nokkru sinni fyrr, og því krefjast þeir ailt annarra aðgerða í hús- næðismálunum en þess að ein- hverjum Framsóknar-eysteini verði fengin völdin til þess að NÝSTÁREEGUR „FRÓÐLEIK- UR“ UM FRELSISBARÁTTU SERBA „Útvarpshlustandi“ skrifar bæj arpóstinum: „íslenzk alþýða hefur löngum haft yndi af því að heyra sagt frá siðum og háttum fjarlægra þjóða. í vitund um þetta mun Útvarpsráð hafa tekið upp þátt- inn „Lönd og lýðir“. Jafnfrajnt mun Útvarpsráð hafa ætlazt til þess að efni það er flutt væri undir þessu nafni væri sannur fróðleikur um lönd og lýði, en ekki pólitískur áróður af lak- asta tagi. Það mun því hafa látið kyn- lega í eyrum ýmsra hlustenda : að heyra Menntaskólakennarann I Einar Magnússon flytja hlustend- um þann fróðleik að frelsisbar- átta Serba hafi verið háð undir forystu Mihailowiteh þar til Tito hafi bolað honum burtu, og sé hann nú raunverulegur einræðisherra í landinu, undir yfirstjórn Rússa. Það má teljast meira en m!eðal ósvífni af kenn- aranum að bera annað eins og þetta á borð fyrir hlustendur, þar sem hvert mannsbarn veit að Mihailowitch var erindreki þýzku nazistanna og sannkallað- ur böðull sinnar eígin þjóðar“. SAUÐFÉ VELDUR SKEMMD- UM í GÖRÐUM S. B. skrifar um ágengni sauð- fjár í bæjarlandinu: „Sauðfjáreign manna í Rvík hefur um langt skeið verið vanda- og vandræðamál. Ekki svo mjög fyrir þá fáu dýravini, sem vernda sauðkindina hér í Reykjavík sér til auðs og á- nægju, heldur fyrir hina mörgu, sem eiga hér garða, bæði í bæn- um sjálfum, en þó sérstaklega í nágrenni hans. Þeir eiga enga sauðkind en verða þó með angur í huga að sjá kindum hinna fyrir beitilandi. Ein hundraðkrónu kind eyðileggur oft margra ára árangur í trjágörðum á einni nóttu. 30 punda dilkur, eyðilegg- ur nokkurra tunna uppskeru af kartöflum. Sárabæturnar verða sjaldan aðrar en þær, að fá að kaupa hið safamikla kjöt þess- ara úrvalsdýra á 14 kr kg“. SAMSKOT OG SÍÐAN FJÁR- GÆZLA Á HEIÐUM UPPI „Kvartanir manna yfir eyði- leggingu garða af völdum sauð- fjár eru óteljandi. Menn biðja um lögregluaðstoð, en þar eru helztu dýravinir höfuðstaðarins formenn í sauðfjárræktarfél. Rvíkinga (hverra?) og dugandi fjárbændur. Bæjarstjórnin hefur þrásinnis verið beðin að leysa vandamálið og menn hafa leyft að gera sér vonir um að þeir gætu á spaklegan hátt ráðið fram úr vandanum, en allt slikt hafa verið tálvonir einar. Málið stendur því enn eins og áður og enn er deilt um hvort fórna eigi sauðkindinni til ang- urs og tjóns fyrir sauðfjáreig- endur, eða hvort fórna skuli trjá- gróðri og garðávöxtum fyrir sauðféð. Þetta verður að líkind- um aldrei leyst svo báðir máls- aðilar uni vel. Virðist mér þvi, að nokkra lausn mætti fá með því að garðeigendur stofnuðu til samskota og kostuðu nokkra menn, og þá helzt lögreglu- þjóna úr fjáreigendafélaginu, til þess að gæta fjárins á heiðum uppi, þá mánuði sem görðum er hættast við ágengni, mundi þá margur garðeigandi fá værari svefn, þótt holdafar dilkanna rýrnaði nokkuð“. Skúli Þorsteinsson, skólastjóri: Furðuleg ráðstöíun hindra það að Reykvíkingar fái byggingarefni. Hins vegar mun lítt um það fengizt þótt Þórarinn litli sveitist áfram við að æfa sig í vend- ingunum. Trúaðir menn segja að and- skotinn breyti sér stundum í ljósengils líki. Austfiröingar hafa jafnan búiö við slæmar samgöng- ur,- Gengur þaö undrum næst, hversu þeir hafa þolað ým- ist afskiptaleysi eöa vafa- samar ráðstafanir þeirra, er ráðiö hafa á sviöum sam- göngumálanna. AÖ þessu sinni skal ekki rætt um samgöngumálin hér eystra í heild, þótt til pess væri full ástæöa. Skal hér vikið aöallega aö sér- stöku atriði. Sú nýbreytni hefur verið upp tekin aö hafa bát í för- um milli Kolmúla og Reyö- arfjarðar tvo daga vikunnar og þá í sambandi viö áætl- unarferöir milli Noröur- lands og Austurlands. Þaö furöulega skeður, aö báturinn kemur aldrei viö á Eskifirði, sem er þó enda- stöö áætlunarferöanna og nær helmingi fjölmennari en Reyðarfjöröur. Því mun til svarað, aö ferðir bátsins séu aöeins miðaðar viö áætl unarferðirnar aö noröan og noröur. Skal nú lítillega vik iö aö því, hve fávísleg þessi ráöstöfun er, jafnvel þó miö að sé eingöngu við land- ferðirnar milli fjóröung- anna, sem nær þó engri átt. Það fólk, sem notar bát- Framhald á 7. stðu. leiðir, sem allar eru viðurkenndar af sósíalistum. Þessar leiðir eru: 1) Að ríkið reki fyrirtækin. 2) Að sveitarfélögin reki þau. 3) Að þau séu rekin af félögum þeirra manna sem lifa eiga af framleiðslunni. Þetta eru leiðirnar til að dreifa því valdi á hendur fjöldanum, sem tæknin hlýtur að færa á fáar hendur, í þjóðfélögum séreignaskipulagsins. e En svo víkjum við að sinustráum Morgunblaðsins. Blaðið segir að það hafi „ávalt“ verið áhugamál ráðamanna Sjálfstæðisflokksins að gefa verkamönnum hlutdeild í rekstri átvinnufyrirtækjanna og nefna sem dæmi lands- fundarsamþykkt og gömlu greinina eftir Magnús. En því í ósköpunum er flokkurinn ekki búinn að fram- kvæma þetta áhugamál sitt? Ekki hefur hann vantað tæki- færin. Sánnleikurinn er sá að þetta eru -strá frá unglingsárum flokksins, marg kalin í hagsmunum hinna fáu og stóru. Það eru sinustrá frá gömlum tímum sem ritstjórarnir reyna að bjarga sér á, því ekki dettur þeim í hug það snjallræði að fleygja Hayek og ölafi fyrir borð. Þeir um það.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.