Þjóðviljinn - 23.08.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.08.1945, Blaðsíða 8
Nýr Gunnar Lambason segir erlendis frá vopnaviðskiptum Stefán jóhann ber sig borginmannlega hjá sænskum dús-bræðrum og ber íslenzkum sósí- alistum illa söauna! Morgon-Tidningen birti þessa mynd af þeim Stef- áni Jóhann og Finni Jónssyni. TJndir henni stendur m. a.: „Stefan Stefansson, tycker Stockholm verkar rena tropikema i jámförelse med hemlandet. I skjortármarna pustade han ut pá en láda vid Ny- brokajen och gjorde dármed en paus i stockholms- promenaden ... “ Flugbáturinn fór héð- an í gær Catalinaflugbátur Flugfé- lags Islands fór héðan í gærmorgun kl. 9,22, áleiðis til Skotlands. Kom hann til Largs í Skotlandi eftir 6 klst. og 12 m. flug. Mun báturinn hafa dvalið í Largs í nótt, en heldur væntanlega til Kaupmanna hafnar í dag, ef flugskil- yrði eru hagstæö. Unglingspiltur uppvís að þjófnuðum 15 ára drengur hér í bæn- um heíur nýlega oröið upp- vís aö allmörgum þjófn- uðum. Hefur hann meðal annars brotizt inn í skála við Hálogaland og stolið þaðan smíðaáhöidum, út- varpstæki, grammófón og! fleiri munum. Auk þess j hafði hann stolið fatnaöi, reiðhjólum og ýmsu öðru. Nýtt kjöt komið í kjötverzlanir Deilu þeirri sem staðið hef- ur yfir undanfarna daga milli Kjötverðlagsnefndar og Félags kjötverzlana í Reykjavík er nú lokið, og nýtt kjöt þess vegna til sölu í kjötverzlunum bæjar- ins. Var deilan leyst með til- kynningu Kjötverölags- nefndar, sem birt var í blað- inu í gær, er var svohljóð- andi: „Meðan sumarslátrun helzt, vill Kjötverðlagsnefnd vekja athygli á því, aö nýr mör verði ekki hafður í skrokkunum, frekar en ver- ið hefur úr sumarslátrun áður, þar sem ekki er um útflutning á þvi kjöti að ræða. Nefndin mun ekki gefa fyrirmæli um afslátt á heild söiuveröi, en hefur þó ekk- ert viö það að athuga, frem ur en áöur, og mælir með því að afsláttur sá frá heild sölu verði 2%, sem oft hef- ur verið gefinn, verði gefinn nú meðan sumarslátrun helzt.“ _________ Kjötmáltíðir á graðasölustöðum hækka í verði Vegna núgildandi verðs á nýju dilkakjöti hefur fviðskiptai'áö ákveðið að hqimila greiðasölustöðum að reikna 2.00 kr. til viðbót- ar leyföu hámarksveröi fyr- ir hverja kjötmáltíð, sem framleidd er úr hinu nýja kjöti, meðan núgildandi verö helzt. Sænska blaðið Morgon-Tidn- ingen birti 13. júlí s. 1. viðtal við þá Finn Jónsson fclagsmála- ráðherra og Stefán Jóh. Stefáns- son, undir fyrirsögninni: fslenzk- ir kommúnistar gleyptu við borgaralegri ríkisstjórnarstefnu- skrá. Stefáni Jóhanni virðist hafa farið líkt og smaladreng sem hefur týnt úr hjásetunni, þegar hann fór að gefa sænsku sósíal- demókrötunum skýrslu. Honum vefst auðsjáanlega tunga um tönn, þegar hann á að afsaka ófarir Alþýðuflokksins, en hann reynir þó að bera sig mannalega. Það getur margt gerzt fram að næsta Alþýðusam- bandsþingi, segir hann, og þótt „kommúnistar“ eigi nú 10 þing- menn, en Alþýðuflokkurinn að- eins 7 — þá er það þó huggun að það verða kosningar aftur! Viðtal þetta fer hér á eftir: „íslenzku kommúnistarnir voru mjög áfram um að kom- ast í ríkisstjórn, og þegar borgaraflokkurinn lagði fram "drög að stefnuskrá fyrir rík- isstjórn, samþykktu kommún istarninr þau hiklaust og án breytinga. Aftur á móti settu sócíaldemókratar viss skilyrði fyrir þátttöku sinni í stjórn- inni og frá þeim komu þær breytingar sem gerðar voru, svo sem auknar alþýðutrygg ingar, endurskoðun stjórnar- skrárinnar og nokkur áætlun um fjármálin“. Það er formaður Alþýðu- flokksins á íslandi sem segir þessi orð í viðtali við Mor- gon-Tidningen. Hann er kom inn til Stokkhólms ásamt Finni Jónssyni félags- og dómsmálaráðherra, til þess að taka þátt í ráðstefnu nor- rænu flokkanna. — Það væri synd að segja að sambúðin milli sósíal- demókrata og kommúnista á íslandi sé hjartanleg, segir hr. Stefánsson, en samt sem áður vinnum við saman í rík- isstjórninni. Enda þótt sam- starfið sé ekki upp á það allra fullkomnasta gen^ur það þó sæmilega. Þannig er mál með vexti að um hin stóru innanlandsmál greinir okkur ekki svo mjög á. Báðir flokkarnir eru verka- lýðsflokkar sem vilja stefna saman alþýðunni. Það sem okkur greinir aftur á móti algerlega á um er utanríkis- málastefnan. Kommúnistar álíta allt rétt sem Rússland gerir og allt annað rangt. Það er gengið fram hjá því að hafa samband við hina stóru verkamannaflokka á Norður- löndum og það eru einungis skoðanabræður manns sem maður getur náð til. Áróður- inn gegn Svíþjóð hefur verið hatramur, en hann er okkur sósíaldemókrötum framandi. KOMMÚNISTAR OG SÓSÍ- ALDEMÓKRATAR JAFN- STERKIR Sem stendur ráða kommún- istar Alþýðusambandinu, en það gefur ekki rétta hug- mynd um styrkleikahlutföll- in milli þessara tveggja flokka innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Á síðasta Al- þýðusambandíþingi fengum við 102 atkvæði en kommún- istar 104, svo meirihlutinn var ekki mikill. Okkur var boðið að vera með í stjórn Alþýðusambandsins með því skilyrði að kommúnistarnir mættu tilnefna fulltrúa okk- ar. Auðvitað afþökkuðum við það. En við höfum nú Al- þýðusambandsþing annað hvort ár, svo það getur margt gerzt þangað tíl. Sósíaldemokrataflokkurinn hefur ekki tekið miklum breytingum á stríðsárunum. Meðlimatalam er svipúð og áður, en skipulagningin er fremur léleg. Aðeins fimmti hluti kjósenda okkar er í flokknum og það þykir okk- ur heldur lítið. Afstaðan er allt önnur hjá okkur en hér í Svíþjóð, þar eð verka- mannaflokkarnir ennþá eru í andstöðu. (dá arbetarparti- erna ánnu stár í opposition). DÝRTÍÐIN VEX Á ÍSLANDI — Eitt mest aðkallandi vandamálið eftir stríðið er að endurnýja fljótt þau veiði- tæki og báta sem hafa eyði- lagzt á stríðsárunum, segir félags- og dómsmálaráðherr- ann, Finnur Jónsson. Lífs- kjör okkar eru há og til þess að halda þeim og hækka þau þurfum við ný- tízku framleiðslutæki. Vinnu aflsvandamálið er einnig mikið hjá okkur og vöntun í ýmsum atvinnugreinum. Það þarf því að auka skipu- lagninguna á mörgum svið- um. Annað vandamál sem leysa þarf er að halda verð- og launahækkunum í skefj- um þangað til eðlilegir tím- ar koma aftur. Vísitalan er nú 276 stig. Árið 1939 var hún 100 stig og hefur því auk izt um 176 stig á fimm ár- um. SÖGUEYJAN Á SJÁLF FLUGVÉLAR Samgöngurnar hafa tekið miklum framförum á stríðs- árunum, og nú fljúgum við þvert og endilangt um eyna. Við eigum bæði land- og sjó- flugvélar og nú er auðvelt að komast milli landshluta á nokkrum klukkustundum. Áður var farið í bílum og gat tekið nokkra daga. Flug- samgöngurnar við Ameríku flytja okkur einnig nær tveim meginlöndum og við erum ekki lengur einangruð sögueyja. — Heyra landvarnirnar ekki einnig undir dómsmála- ráðuneytið? — Jú, það er rétt, en við köllum það ekki landvarnir. Við höfum um 300 manna „her“, en það eru aðeins lög- regluþjónar og nokkrir menn á varðbátum við strendurnar. — Jæja, hvenær eigum við von á feitu síldinni? Svíi get- ur - ekki stillt sig um að spyrja. — Síldveiðarnar hefjast 25. júlí og ekki virðist ætla að standa á tunnunum hjá Svíum, segir Finnur Jónsson að • lokum. Hvað sem öðru líður, verður eitthvað til handa Svíum“. • Þáttur Stefáns Jóhanns í þessu samtali er táknrænn fyrir það hve lúpulegir þeir Alþýðuflokksmenn eru, gagn- vart erlendum sósíaldemó- krötum, sem börðust gegn myndun núverandi ríkis- stjórnar, en eru að reyna að dylja skemmdarverk sín fyr- ir þeim mönnum utanlands, er þá langar til þess að telja flokksbræður sína! En svona söguburður hjálpar ekki frekar en hjá Gunnari Lambasyni forðum daga er hann „hallaði mjög til um allar sagnir, en ló víða frá“. En hvað skyldi þá þetta pólitíska höfuð stjórnarand- stöðunnar í Alþýðuflokknum segja Svíum ef íslenzkir kjósendur fyndu upp á því að höggva það í kosningum af bolnum. Málvefkasýnmg Svavars Guðnason- ar í Listamanna- skálanum Málverkasýning Svavars Guðnasonar í Listamanna- skálanum, er opin dagiega kl. 10—2. Þá fáu daga, sem sýningin hefur verið opin, Shafa 1600—1700 manns séð hana. 8 af málverkunum hafa verið seld. Sýningin veröur opin til 30. þ. m. r Otrúlegt en satt Framhuld af 5. siðu. fulltrúum og telur hvorki æskilegt né heppilegt að fela Alþýðusambandinu slíkt um- boð við í hönd farandi síld- veiðisamninga eins og sakir standa. Vinsamlegast, f.h. stjórnar Sjómannafélags Reykjavíkur, Sigjurjón Á. Ólafsson, form. (sign) Sigurður Ólafsson, gjaldkeri (sign).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.