Þjóðviljinn - 19.09.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.09.1945, Blaðsíða 4
4 Þ'JÓDVILJINM . Miövikurdagur 19. sept. 1945 þJÓOVILJINN Utgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjérnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjómarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl. 19.00 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusími 2184. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. s_. iiíjléíMnj&r Það virðist svo sem ekki sé lengur1 að ræða um einn Sósial- demókrataflokk á íslandi, held- ur marga, eða að minnsta kosti •tvo eða þrjá. Einn „Alþýðuflokkurinn“ er í rúkisiitiÓT-ninni, stjórnarflokkur. Belsenmennirnir dulbúnir Þessa daga berast fregnir frá réttarhöldunum yfir for- stöðumönnum fangabúðanna í Belsen og Auswitz, fregnir svo hryllilegar, að margur trúir þeim ekki, vill ekki trúa því, að maðurinn geti lagzt svo lágt, sem fregnirnar herma. Og þó er þetta ægilegur veruleiki. Karlar og konur hafa í nafni nazismans varpað fró sér öllu því sem alda- löng siðmenning hefur fært nútímaþjóðum, og framið sldkar pyndingar og sMk morð á saklausu fólki, að hroðasögur fyrri tíma verða að engu í samanburði við þessar sönnu atburðafrásagnir tuttugustu aldarinnar. Menn reyna að hugga sig við það, að þessi viMimennska hafi komið í heiminn með Hitler og þýzka nazismanum. Sumir láta sér nægja þá skýringu, að grimmd sé séreigin- leiki þýzku þjóðarinnar. En máMð er ekki svo einfalt. Naz- isminn er aðeins eitt stig auðvaldsþjóðskipulagsins, örvænt- ingartilraun gjaldþrota þjóðskipulags til að halda völdunum um skeið. Það hefur ekki verið neitt leyndarmál, að víða í Evrópu risu upp fasistískar stjórnir eftir heimsstyrjöldina fyrri, og þær beittu margar sömu aðferðunum og þýzku nazistarnir síðar, þó þeir hafi vafalaust komizt lengst í því að skipuleggja þyndingar og grimmdarstjórn og í stærri mæli en nokkur auðvaldsstjórn áður. Með sigrinum yfir aðalvirkjum fasismans í Evrópu og Asíu hefur skapazt stórkostlegur möguleiki til þess að nú hefjist nýtt tímabil frelsis og lýðræðis. Aðeins eitt fas- Emil Jónsson og Finnur Jónsson eru fulltrúar þess Alþýðuflokks að því talið er. Annar „Alþýðuflokkur" stend- ur að Alþýðublaðinu, og eru þar fremstir Stefán Jóhann Stefáns- son lieildsali (rakblöð o. fl.) og Stefán Pétursson trotskisti. Blað- ið er yfirleitt í stjórnarandstöðu, en eyðir annars rúmi sínu (og áliti) í vonlausri „baráttu gegn kommúnismanum", og hefur ekk- ert látið sér segjast þó öflugustu bandamenn þess í þeirri baráttu, Hitler & Co, séu gjörsigraðir. Þriðji „Alþýðuflokkurinn" er í opinskárri stjórnarandstöðu. Málgagn hans er Skutull, „Al- þýðuflokksblaðið“ á ísafirði og foringinn er „Alþýðuflokksleið- toginn“ Hannibal Valdemarsson, en hans mun lengi minnzt fyrir afrek og skrif í sjálfstæðismál- inu. Tíminn prentar nú greinar eftir Hannibal, sem dæmi um það, hvernig „frjálshuga og sannsýnir verkalýðsleiðtogar“ líta á þjóðmálin. Og Jón nokkur Blöndal, hagfræðingur „Alþýðu- flokksins“, skrifar Skutli Reykja- víkurbréf, þar sem saman er hrúgað dylgjum og ásökunum í LÆKJARTORG MALBIKAÐ Þeir sem gengið hafa um mið- bæinn undanfarna daga, hafa sjálfsagt veitt því athygli að ver ið er að undirbúa malbikun á Lækjartorgi. Þegar því verki er lokið, ætti að vera fyrir það girt að vatn safnist þar í polla eins og verið hefur í votviðrum. Þetta er nú gott og blessað út. af fyrir sig. En það þarf að gera fleira fyrir Lækjartorg. Það ætti að taka burtu klukkuturn- inn með Pepsi-cola flöskunni, og setja höggmynd eftir einhvern af okkar ágætu myndhöggvurum í staðinn. Við skyldum bara sjá til hvort ykkur þætti það ekki til bóta. Klukkuna (en ekki turn- inn> mætti setja upp á öðrum stað, þar sem hún sæist vel af torginu, t. d. á Útvegsbankann. „EINS OG EYÐIBÝLI“ Maður nokkur sem ég mætti í Bankastræti um daginn, benti mér á að umgengninni um Stjóm arráðstúnið væri heldur að fara aftur. Túnið hefði að vísu verið slegið í sumar og þess gætt að rusl safnaðist ekki saman á því, en gras væri nú farið að gróa á gangstéttunum, umhverfis húsið. Undanfarin ár hefði þess verið gætt að það fengi ekki að þrif- ast þar, en nú væri hirðusem- inni þarna bersýnilega að hraka. Sagði hann að þetta minnti sig á eyðibýli þar sem spor mann- anna væru smátt og smátt að mást út. Eg fór að veita þessu athygli og sá að gagnrýni kunn- ingja míns var byggð á stað- reyndum. Þessi „afturför“ mun þó ekki stafa af því að núver- andi ábúendur í „Hvíta húsinu“ við Lækjartorg séu lakari bænd- ur en fyrirrennarar þeirra, held- ur því að enginn „fastráðinn“ maður hefur þann starfa á hönd- um að sjá um hirðingu á Stjórn- arráðstúninu í sumar, en svo hef ur víst verið á undanförnum ár- um. GJALDMÆLAR í BIFREIÐAR Það hefur nú heyrzt að von sé á gjaldmælum í leigúbifreið- ar. Eg held að það verði vin- sæl ráðstöfun, svo vinsæl að ekki líði á löngu þar til engum leigu- bílstjóra helzt það uppi að hafa bíl sinn án gjaldmælis. Að sögn skapa þessir gjaldmælar fuilkom ið öryggi fyrir því að ekki sé okrað á farþegum og byggjast vinsældir þeirra hjá almenningi að sjálfsögðu á því. Allir heiðar- legir bílstjórar munu líka fagna komu þessara gjaldmæla, því svo sem kunhugt er hefur breiðst út þrálátur orðrómur, sem því mið- ur mun alloft hafa við rök að styðjast, um taxtabrot leigubíl- stjóra. Vill þá stundum svo verða að saklausir liggi undir grun um brot á ökutaxtanum. Stéttarfélagi bílstjóranna er það mikið áhugamál að komið verði í veg fyrir slíkt athæfi inn- an stéttarinnar, eins og forganga þess um útvegun gjaldmælanna bezt sýnir. Landsmótin í knattspyrnu istaríki er eftir í Evrópu — Spánn, — og hálffasistísk stjórn í öðru — Grikklandi, — en bessar stjórnir hafa notið furðu- lega stuðnings frá ýmsum lýðræðisríkjum. Um allan heim er alþýðan í sókn, hin sósíalistísku Sovétríki urðu vold- ugasta stórveldi Evrópu og Asíu, og verkalýðsflokkar áhrifamiklir um stjórn í nær öllum Evrópuríkjum. En enginn skyldi ætla, að heimsauðvaldið sé aðgerða- laust, haldi að sér höndum og horfi á það með velþóknun, að róttækar alþýðustjórnir taki völd í hverju landinu af öðru, þar sem fasistískt auðvald var áður allsráðandi. Um allan auðvaldsheiminn eru sterk öfl að verki, sem einskis láta ófreistað til að blanda sér í stjórnmál til þess að hindra sókn alþýðunnar og styðja afturhaldsflokka og fasistavini til valda. Það er ekki lengur hægt að ganga beint til verks, eins og þegar auðvaldsöflin, meira að segja hér á landi, dáðu nazismann og töldu velferð heimsins við Mggja, að honum tækist það „menningarhlutverk“, að „bjarga“ heiminum frá sósíalismanum. Það er ekki hægt að halda þessu fram sömu dagana og fréttirnar berast um framferði nazistanna í Belsenfangabúðunum. En hvernig er hægt að þekkja þessi dulbúnu öfl, þessa dulbúnu fasista? Óvíða hefur þeirri spurningu verið svarað eins snjallt og í friðardagsræðu Halldórs Kiljans Laxness. Það er ástæða til að rifja það svar upp nú. Hann segir: „En hversu fagurt sem þeir mæla, og þó þeir kenni sig við sósíalisma, alþýðu, bændur, þjóðerni og framfarir, jafnvel mannúð og réttlæti, jafnvel tónlist, þá munu verka- menn^og menntamenn heimsins geta þekkt þá á einu, á því hvert þeir beina skeytum sínum fyrst og fremst. Við munum þekkja þá hér eftir sem hingað til á því, að stefna þeirra er svar víð sósíalismanum. Þéir munu hér eftir sem hingað til fyrst og fremst beina skeýtum sínum að þeim öflum sósíalismans, sem sterkust eru og virkust bæði í landi þeirra sjálfra og á alþjóðlegum vettvangi. Innan lands garð ríkisstjórnarinnar. • Sagt er að rottur yfirgefi feig skip. Svo er um flokksskútu Stefáns Jóhanns & Co. Foringj- arnir hafa nær allir krækt sér í stöður ríkisins, sumir fara í iðulaust brask eins og Stefán hinn sænski, — vegna þess, að þeir finna hvernig fylgið hryn- ur af þeim, finna að þeim er ekki lengur treyst til stjórnmála- forustu. Enginn efast um að við næstu kosningar hrynur „Al- þýðuflokkurinn“ og hrun hans verður mikið. En „foringjarnir“ hafa sitt á þurru, orðnir heild- salar og háir embættismenn, sumir hvort tveggja. Iicimili og skóli, tímarit um uppeldismál, sem gefið er út á Akureyri, befur borizt blaðinu. Efni: Hannes J. Magnússon: For- dæmið. Sigurður Gunnarsson: Vertu trúr, kafli úr skólaslita- ræðu. Viðtal við Þorstein M. Jónsson skólastjóra sektugann. Fjórði ársfundur presta og kenn- ara, o. fl. Fjögur landsmót í knatt- ápyrnu voru háð hér í Rvík í ágústmánuði. Til gamans fyrir þá sem safna og fylgj- ast með úrslitum einstakra leikja verða þau birt hér i einu lagi. Meistaraflokkur. Meistari: Valur. KR—Fram 6:0. Valur—Víkingur 9:0. Valur—Fram 5:0. KR—Víkingur 4:0. Fram—Vikingur 1:1. Valur—KR 1:0. Er markatala Vals mjög góð í þessu móti þar sem 15 mörk eru sett en ekk ert fengið. I. flokkur. Meistari: KR. Akranes—Valur 4:1. KR—Fram 2:1. KH—Víkingur 7:1. KR—Akranes 2:1. KR—KH 2:0. Þessi keppni var útsláttar keppnfi. en 6 félög tóku þátt í henni . munu þeir koma upp tim sig á því, að baráttu þeirra mun fyrst og fremst verða beint gegn verkalýðsflokkunum, kommúnistum og sósíalistum, I utanríkismálum munu þeir koma upp um sig með hatri sínu gegn því ríki þar sem sósíalisminn enn er sterkastur og virkastur, Ráðstjórnar- lýðveldunum“. Það er holt aö hafa þessa snjöllu leiðbeiningu í huga fyrir íslenzka. blaðalesendur. Einnig hér eru hinir dulbúnu vinir fasismans að verki. Meistari: KR. Fram—KH 1:0. KR—Valur 3:1. KV—Víkingur 2:0. Akranes—Fram 1:0. KR—KV 1:0. KR—Akranes 3:2. Þetta var einnig útslátt- ar keppni og því eru leik- irnir ekki fieiri. í þessum flokki voru 7 sveitir 3 utan af landinu. III. flokkur. Meistari: Fram. Akranes—KV 5:2. Fram—KR 2:1. Valur—Víkingur 3:2. Akranes—Valur 3:1. Fram—Akranes 2:1. Þetta var einnig útslátt- arkeppni þar sem 6 félög voru í keppninni. Var Hafn firðinga saknað, en þeir hafa oft átt góða sveit i þessum aldursflokki. Árangur sveitanna frá Akranesi v&r mjög góður, Þær komust í úrslit í II. og III. fl. og leikurinn við meistarana í I. fl. var mjög jafn svo að ekki mátti á milli sjá ,enda kom sigur- markið á síðustu augnablik um leiksins. Leikjunum tapa þeir með aðeins eins marks mun. Þetta gefur til- efni til að álíta að næsta ár verði þeir erfiðir viðureign- ar ef þeir æfa vel, sérstak- lega í yngri flokkunum. Þess má líka geta að fyrir Framhald á 8. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.