Þjóðviljinn - 19.09.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.09.1945, Blaðsíða 5
MiSvikurdaguflð.sept: 1945 ÞJÓÐVILJINN 5 Stefán Jóh. staðfestir gagnrýni á sænska samninginn Persónulegir kunningjar Stefáns undirbjuggu stofnun Sölumiðstöðvarinnar úti í Svíþjóð Skildi Stefán ekki samninginn eða blekkti hann ríkisstjórnina vísvitandi? Alþýðublaðið birti í gær langa grein eftir Stefán Jóh. Stefánsson um sænska samn- inginn og Sölumiðstöð sænskra framleiðenda. Sem yfirskrift greinarinnar setur blaðið: „Stefán Jóhann af- hjúpar i'óg kommúnista“, en betur hefði komið heim við efni greinarinnar að þar hefði staðið: „Stefán Jóhann stað- festir gagnrýni „kommún- ista“ á sænska samninginn“. Fyrri hluti greinarinnar fjall ar um Sölumiðstöðina, auð- vitað er hún efst í huga Stef- áns. Skal nú greinargerð Stef- áns um það efni tekin til athugunar. STOFNUN SÖLUMIÐ- STÖÐVARINNAR VAR UNDIRBÚIN í SVÍÞJÓÐ ÁÐUR EN SAMNINGA- NEFNDIN KOM ÞANGAD. Stefán hefur mál sitt um stofnun Sölumiðstöðvarinnar með þessum orðum: „Áður en sænsk-íslenzku samningarnir voru gerðir eða árinu áður, var í Svíþjóð stofnað verzlunarfélag, er nefndist Islandsbolaget A/B, með það fyrir augum, að selja sænskar vörur til Is- lands og kaupa íslenzkar vör ur til Svíþjóðar. Að baki þessa fyrirtækis stóðu mjög margir sænskir kaupsýslu- menn, er höfðu margskonar vörur á boðstólum“ ... „Eftir að sænsk-íslenzku samningarnir voru gerðir, eða röskum tveim mánuðum síðar, kom fulltrúi Islands- bolaget og fyrirtækja þeirra, er stóðu því að balci, hr, Sven-Eric Cornelius, hingað til landsins til þess að kynna sér á hvern hátt yrði bezt greitt fyrir sænskum vörum til íslands. Hr. Cornelius og tengdaföður hans, Norlander forstjóra, þekkti ég dálítið persónulega, og hafði nokkr- um sinnum komið á heimili þeirra, ásamt Per Albin Hansson forsætisráðherra, sem þar er húsvinur“. Þetta eru þær staðreyndir sem Stefán hefur fram að færa varðandi stofnun sænsku sölumiðstöðvarinnar, inn á milli þessara stað- reynda skýtur hann stað- hæfingum um að hann hafi ekki um þessi mál vitað fyrr en hann kom heim og hann þá fyrir þrábeiðni Cornelius- ar hafi tekið að sér að stofna hina marg umtöluðu Sölu- Tniðstöð. Allt' er\ þietta ' svo kryddað stóryrðum og svig- urmælum í garð „kommún- ista“. Til viðbótar því sem Þjóð- viljinn hefur áður sagt um Sölumiðstöð Stefáns, er þetta nú upplýst, og það af Stefáni Jóhanni sjálfum: 1) Stofnun Sölumiðstöðvar- innar var undirbúin úti í Svíþjóð og það jafnvel áður en þeir Stefán og Claessen komu þangað. 2) Herra Cornelius, sem fékk það hlutverk að vinna að stofnun Sölumiðstöðvar- innar hér heima, er persónu- lega kunnugur Stefáni og tengdafaðir hans, Norlander foi’stjóra, sem virðist vera einn af helztu hvatamönnum þessarar stofnunar, er einnig í vinfengi við Stefán og Stef- án hefur „nokkrum sinnum“ komið á heimili þessara heið- ursmanna, ásamt Per Albin Hansson. Nú geta þeir trúað því sem vilja að sakleysinginn Stefán Jóhann hafi alls ekki minnst á þessi mál við nokkurn mann í Svíþjóð og að hann hafi alls ekki vitað fyrr en hann kom heim um fyrirætl- anir Corneliusar og annarra sænskra iðjuhölda og kaup- manna um að koma hér upp umboðsfélagi. En Stefáni er bezt að gera sér það ljóst að það er ekki litið á hann sem alveg hlutlausan mann, það er búizt við að hann hafi ef til vill einhverja tilhneigingu til að verja skinn stjórnmála- mannsins Stefáns Jóhanns, og það verður 1 ekki varið nema með því að neita stað- reyndum. Þetta reynir Stefán þó illa takist. Forsaga og til- drög Sænsku sölumiðstöðvar- innar er nú betur kunn en áður, og hún sýnir ótvíræð- ara en okkurn hafði grunað hve blygðunarlaus eiginhags- munabraskari Stefán er. ANNAÐ HVORT HEFUR STEFÁN FARIÐ MEÐ VÍS- VITANDI BLEKKINGAR EÐA HANN HEFUR EKKI VITAÐ HVAÐ HANN UND- IRRITAÐI FYRIR HÖND RÍKISINS Ekki farnast Stefáni betur þegar hann kemur að öðru meginatriðinu í þeirri ádeilu, sem upp hefur verið höfð gegn honum og Claessen út af sænsku samningunum. Um það segir Stefán svo: „Þjóðviljinn heldur því fram að við íslenzku nefndar mennirnir höfuð blekkt stjórn ina í frásögn okkar um skyldu íslenzkra vfirvalda til þess að gefa innflutningsleyfi fyr- ir öllu því vörumagni frá Sví þjóð, sem samningarnir ræða um. En hér er farið með stað- lausa stafi og örgustu blekk- ingar. í fundargerð samnings ncfndarinnar frá 26. marz s.l. stendur eftirfarandi bókað: Hann (þ. e. St. J. St.) nefndi að þaö væri mjög erfitt fyrir íslenzku stjórn- ina á þessu stigi málsins að ákveöa hvað mikiö magn íslendingar þyrftu á að halda af þeim vöru- tegundum, er þeir óskuðu eftir að kaupa. Það færi meðal annars eftir því, hve mikið Svíar keyptu af ís- lendingum, það væri ein- ungis útflutningsleyfi á péssum vörum sem íslend- ingar óskuöu að fá. Eriksson (þ. e. formaður sænsku samninganefndar- innar) sagöist hafa búizt við þessu svari, en þó að íslendingar gæfu upp eitt- hvað magn, þá væri það ekki bindandi fyrir þá að nokkru leyti. Þessu var gengið út frá við samningsgerðina og þessu skýrðum við að sjálf sögðu rétt frá.“ Það er alveg rétt hjá Stefáni að þannig skýrði hann og Claessen samning- inn fyrir rikisstjórninni og það er alveg rétt að með þennan skilning í huga féll ust fjórir ráöherrar af sex á að heimila þeim félögum að undirrita samninginn. Hvað er svo sagt um þetta atriði í þeirn samningi sem Stefán kom heim með und irritaðann. Fyrsta grein samningsin.s cr bannig: „Sænska ríkisstjórnin leyf ir útflutning til ílands og íslenzka ríkisstjórnin léyflr innflutning á þeim vörum frá Svíþjóð, sem ncfndar eru í meðfylgjandi skrá I. ‘ Fjórðagrein samningsins er þannig: „Báðar ríkisstjórnirnar lýsa því yfir, að þær séu reiðubúnar gagnkvæmt að veita gjaldeyrisleyfi til greiðslu á þeim vörum sem um er getið í þessum samn- ingi.“ Þarna er, því miöur, skýrt fram tekið að íslendingar séu skuldbundnir til að veita innflutnings- og gjáld eyrisleyfi fyrir þeim vörum, sem í samningnum greinir, og væntanlega veit Stefán að það er samningurinn Framh, á T. siðu. Brezka stjórnin reynir að sam- ræma framfarapólitík innanlands af turhaldsstefnu í utanríkismálum jpYRSTA ræða Mr. Bevins um utanríkismál vakti ” djúptæk vonbrigði“, segir Harrý > Pollitt, leið- togi brezka Kommúnistaflokksins í viðtali við norskan blaðamann. (Fyrri hluti viðtalsins var birtur hér í þessum dálkum í gær). ,-,R;æðan var alger andstaða þeirrar framfarastefnu í landsmálum, sem stjórnin hafði tilkynnt við þingsetninguna. Ræðu Bevins var tekið með miklum fögnuði af íhalds- flokknum, sem skildi hana sem tákn um framhald á afturhaldsstefnu sinni í utanríkismálum. E N ÞAÐ ER ALVEG ÁREIÐANLEGT, að í Verka- mannaflokknum, bæði innan þings og utan, fara fram alvarlegar umræður um þessa ræðu Bevins. Verkalýðshreyfingip mun krefjast þess, að loforð þau sem Verkamannaflokkurinn gaf 1 kosn- ingabaráttunni, varðandi utanríkismálin, verði efnd. Brezka alþýðan óskar fyrst og fremst eftir auknum skiptum við Sovétríkjn, — hún skilur að það er bezta fryggingin fyrir frelsi og velmegun í Bretlandi. Al- þýðan vill halda vináttu vió allar þjóðir, en ekki sízt þær nýju stjórnir, sem til valda hafa komið í Evrópu. Við erum gramir yfir þeirri óverjandi pólitík, sem Bretland hefur rekið gagnvart Grikk- landi. Við viljum að endi sé bundinn á fasista- stjórnina á Spáni, og fögnum þróuninni 1 Suðaustur- Evrópu. ^LÞÝÐAN BREZKA skilur, að verið er að reyna að sameina framfarapólitík innanlands og aft- urhaldspólitík í utanríkismálum. En það sem koma verður, er framfarapólitík bæði innanlands og gagn- vart öðrum löndum. Og þess mun alþýðan krefjast, bæði hvað snertir Evrópulöndin og nýlendurnar“. rpELUR ÞÚ LÍKLEGT að eining náist í alþjóða- samtökum verkalýðsfélaganna, og að alþjóða- samvinna takist með alþýðu og framfaraöflum heims- ins til að tortíma fasismanum og skapa varanleg- an frið? spyr blaðamaðurinn. P_G ER SANNFÆRÐUR UM að heimsþingið í París leysir það verkefni að stofna nýtt alþjóða- samband verkalýðsfélaga. Við erum stoltir af starfi brezku fulltrúanna í undirbúningsnefndinni, sem rijtt hefur brautina fyrir einingu á heimsmælikvarða. Einingarsamtök heimsverkalýðsins verður vorkalýð allra landa mikill styrkur og trygging fyrir því, að margt sem skeði eftir heimsstyrjöldina fyrri, geti ekki endurtekið sig“. Pollitt telur að samvinnan í verkalýðsfólögunum verði til þess að flýta fyrir sam- einingu vcrkalýðsflokkanna og auðvelda samvinnu alþýðunnar við önnur framfaraöfl. Ákvarðanirnar frá San Francisco og Potsdam komist ekki í fram- kvæmd nema í harðvítugri baráttu við afturhalds- öfl heimsins, er reyni að viðhalda valdi auðhring- anna, og sá tortryggni gegn Sovétríkjunum og nýju stjórnunum í Evrópu í því skyni að tryggja sér fram- haldandi gróðalindir. W' JJVAÐ ER AÐ SEGJA um brezka Kommúnistaflokkinn? ,,ÁRIÐ 1939 hafði Kommúnistaflokkurinn 14500 meðlimi. Nú eru í honum 50 þúsund meðlimir, og auk þess eigum við 7—10 þús. meðiimi í her og flota. Blaðið okkar, Daily Worker, er gefið út í 135 þús. eintökum, og meiri pappírsskammt höfum við ekki fengið. Við gefum út og seljum fleiri bæklinga og bækur en Verkamannaflokkur- inn, verkalýðsfélögin og samvinnuhreyfingin til samans. Bæði bækur um fræðileg efni og dagsins mál eru rifnar út. Kommúnistaflokkurinn hefur orðið mikil áhrif í mikil- vægustu -verkalýðsamböndunum, eru víða stjórnarmeðlimir þeirra og fcrustumenn. Barátta okkar fyrir einingu alþýð- unnar nýtur sívaxandi fylgis“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.