Þjóðviljinn - 27.09.1945, Blaðsíða 4
Þ-JÖÐVIL.JI1I1*
Fimjatudagur 27. sept. .1945
XJtgefandi: Sameiningarfiokkur. alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson.
Stjémmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Siguxhjartarson.
Ritstjómarskrifstofa: Austuistræti 12, sími 2270. (Eftir kl.
18.00 2184).
Afgreiðsla: Skólavörðustíg .19, simi 2184.
Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399.
Prentsmiðjusimi 2184.
Áskriftarverð; í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði.
Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði:
Prentsmiðja. tjóðviljans h. f..
Á hvem hátt vilt þú leysa vandann?
í þessari vik-u verður- ríkisstjórnin að birta stefnu sína
í dýrtíðannál-unum, eða nánar tiltekið, hún verður að koma
með sína lausn á því vandamáli sem, verðlag landafurða
skapar. Það er mjög áríðandi að allur almenningur geri
sér ljósa grein þessara mála, geri sér í fyrsta lagi ljóst
hver vandi er á höndum, og í öðru lagi. hvernig hagkvæm-
ast og skynsamlegast sé að leysa hann. Slíkar hugleiðingar
eru undirstaða undir rétt og raunhæft mat þeirra aðgerða,
sem stjórnin grípur til, hverjar svo sem þær verða.
Fyrsta staðreyndm, sem hafa verður í huga er að búið
er að ákveða verð landafurðanna, það hefur verið gert-
með lögum og þetta verð verður óbreytt til 15. sept. næsta
ár, að- þeim lögum óbreyttum. Hækkun sú sem varð á
iþessum vörum er ekki nema 9.7%, er á því byggð, að
samkvæmt sexmannanefndar samkomulaginu, sem raunar
er úr sögunni að lögum, hefði verð landafurða átt áð
hækka um 9.4%- síðasta haust. Frá. þeirri hækkun var
fallið. Samkyæmt sama samkomulagi ætti verðið á þessu
hausti að hæ4ckar;um 9.7%. Sú hækkun hefur verið látin
koma til framkvæmda.Verð landafurða er þvr sem næst 10%
lægra nú, en það hefði orðið ef fylgt hefði verið sexmanna-
nefndar samkomulaginu út í æsar.
Síðustu. árin hefur verið varið milli 20 og 30 milljón-
um króna úr ríkissjóði til að lækka verð landafurðanna, eða
til niðurgreiðslna eins og það hefur yerið kallað. Þetta
hefur þýtt að hver mjólkurlíter hefur verið seldur í búð-
unum 25 aurum, og hvert kjötkíló 3.11 kr. fyrir neðan
raunverulegt verð. Með þessu. móti hefur vísitölunni verið
haldið í skefjum. Þær lagaheimildir sem stjórnin hafði til
að greiða verðið þannig niður, féllu úr gildi 15. þ. m. Rík-
isstjórnin varð því að hætta niðurgreiðslunum þann dag,
■eða afla sér nýrra lagaheimilda til að halda þeim áfram.
Niðurgreiðslunum var hætt, og sama dag hækkaði hið
raunverulega verð um 9.7% og verð landafurðanna kom
nú fram við búðarborð eins og það raunverulega er. Áður
en við hverfum frá þessum þætti málsins er rétt að taka
fram, það sem Þjóðviljinn hefur áður bent á, að bændur
yfirleitt eru ekki ofhaldnir af því sem þeir fá fyrir sína
vinnu, en hins vegar er það eitt af stærstu vandamálum
þjóðarinnar, að landbúnaðurinn getur ekki framleitt á
sambærilegum verðgrundvelli við aðrar atvinnugreinar,
og þetta stafar tvímælalaust fyrst og fremst af því að
tæknilega stendur hann að baki öðrum atvinnugreinum,
og þetta vandamál verður því ekki leyst nema þessi nauð-
synlegi atvinnuvegur fari að vinna með nútímatækjum.
Verði nú horfið frá niðurgreiðslunum með öllu, þýðir
það, að vísitalan hækkar upp í 308 til 310 stig.
Þjóðviljinn hefur haldið því fram og heldur því fram,
að slík hækkun á vísitölunni komi ekki til mála. Af henni
mundi leiða mjög margháttaða erfiðleika fyrir þjóðanheild-
ina, sem óþarfi er að rekja. Vísitalan má ekki hækka neitt
verulega frá því sem nú er.
Þjóðviljinn heldur því hinsvegar jafn ákveðið fram,
að ekki komi til mála að taka verð landafurðanna að ein-
hverju leyti út úr vísitölureikningnum, og gildir þar sama
hvort um lengri eða skemmri tíma væri að ræða.
Vandamálið sem leysa ber er því þetta. Verð land-
^furðanna er ákveðið, það hækkar vísitöluna um. full 30
mreMs
Lengi hefur oss verið ljóst, að
„kommar" eru fyrirmyndar menn •
og mestu dugnaðar og hörkutól.
Eigi fór hjá þvi að rakblað Al-
þýðuflokksins og Vísir að frétta-
blaði gætu fært oss fréttir af
dugnaði þeirra sem taka fram
jafnveí vorum stoltustu hug-
myndum.
* i
Samkvæmt heimildum þessara
blaða ráða „koramav" flestu í
þessu voru ágæta landiir og í
stofnunum eins og Fiskimálanefnd
og Nýbyggingarráði ráða þeir
öllu. Sízt situr á oss að efast
um sannleiksgildi þessara frétta.
En þó höfum vér ekki komizt
hjá að taka oss rækilegan um-
hugsunartíma um málið. Eftir
miklar bollaleggingar hifum vér
komizt að þessum niðurstöðum.
*
í Fiskimálanefnd er Þorleifur
Jónsson formaður. Sagt hefur oss
verið að hann væri Sjálfstæð-
ismaður. Þá er í nefMinni Fálmi
Loftsson framkvæmdastjóri
Skipaútgerðarinnar, hann er
talinn Framsóknarmaðurv Loks
er þar Lúðvík Jósepsson, hann
er „kommi“.
Af þessu virðist oss mega
draga þá ályktun, að annað
hvort sé Lúðvík tveggja manna
maki, og þó heldur vel það, eða
að Þorleifur og Páimi, séu annar
hvor eða báðir „kommar“, og
hafi þá Lúðvík snúið þeim til
„komma-trúar“.
•
í Nýbyggingarráði er Jóhann
Jósepsson, kenndur við Eyjar,
formaður. Vér höfum fyrir satt
að hann sé Sjálfstæðismaður. Þar
er Erlendur Þorsteinsson, sá er
Siglfirðingur og talinn Alþýðn-
flokksmaður. Einnig er þar Stein
grímur Steinþórsson, búnaðar-
málastjóri er hann að atvinnu,
og haft er fyrir satt að hann
sé Framsóknarmaður. Loks er
þar Einar Olgeirsson, eitilharður
„kommi“.
Nú virðist oss að annað hvort
sé Einar þriggja manna maki,
eða að þeir Jóhann, Erlendur og
Steingrímur hafi allir eða að
minnsta kosti tveir þeirra gerzt
„kommar“. Sennilega hefur þá
Einar snúið þeim síðan hann. fðr
að vinna með þeim í Nýbygg-
ingarráði.
*
Já, það er eins og vér höfum
alltaf sagt, þeir eru liðtækir
„kommarnir“.
Sósíalistafélag Reykjavíkur
Lokaður félagsfundur verður haldinn í Lista-
mannaskálanum föstudaginn 28. sept. kí. 8.30 e. h.
DAGSKRÁ:
1. Félaganál.
2. Verðlagsmál. Framsögumaður Brynjólfur
Bjarnason menntamálaráðherra.
Stundvísi er æskileg! Félagsmenn eru áminntir
að taka með sér félagsskírteini.
Stjórnin.
Bækur til tækifærisgjafa!
Ljóð eftir þýzka stórskáldið Heine, í fallegu
rauðu bandi
Ástaljóð Heines þykja einhver þau feg-
urstu, sem ort hafa verið.
Ljóðmæli eftir norska stórskáldið Björn-
stjerne Björnson.
Úrvalsrit hins stórmerka þjóðsagnasafn-
ara og leikritaskálds Magnúsar
Grímssonar.
Sögur, I.—II., eftir snillinginn Davíð I>or-
valdsson.
Fást hjá öllum bóksölum.
Bókav. Guðm. Gamalíelssonar,
Lækjargötu 6. — Sími 3263.
AÐVÖRUN
s. V. R. S. V. R.
Vegna sívaxandi erfiðleika á að skipta
peningum í strætisvögnunum, er skorað á
alla, sem farmiða vilja kaupa, að greiða
vagnstjóra í hentugri mynt.
Peningaskipti tefja mjög afgreiðslu.
Þeir, sem framvísa 5 króna seðlum og þar
yfir, eiga á hættu að ekki sé hægt að skipta
og synjað verði um far.
Skilnings og velvildar bæjarbúa er
vænst hér um.
Reykjavík^ 26. sept. 1945.
STRÆTISVAGNAR REYKJAVÍKUR.
L______________________________________
Leiðrétting:. í greininni Hlustið | um sé trúandi“ átti-að vera: „Við
á ijóð í Kvennasíðunni þ. 26. ýestur kvæðanna virðist manni þó
sept. eru tvær prentviUur. í stað-
inn fyrir: „þessu myndarlega
hljóðfæri manna“ átti að vera:
„þessu undarlega næma hljóð-
færi ... “ Og í staðinn fyrir:
„Við lestur kvæðanna virtist
manni þó sem hvorugum rómn-
stig. Það verður að koma í veg fyrir þéssa hækkun. Á
hvern hátt' verður það hagkvæmast gert. fyrir rikissjóð,
fyrir þjóðarhéildina og fyirir launþegana? Þetta er um-
hugsunarefni og út frá þessum forsendum verður að dæma
þóílausn sem stjórnin mun leggja íram næstu daga.
sem hvorugum ritdómnum sé
trúandi ..
Kvenmaður
óskast til ræstingar.
Uppl. Vesturgötu 6.