Þjóðviljinn - 27.09.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.09.1945, Blaðsíða 5
Rmmtudagur "27. sept. 1945 “ 5*4 Ó Ð VIL JIN N 9 Li.■--.... ■!.— *. ■ . '...'SSSSST,1,.,.. ,i.. -i——.11 tb '* —r --—. ..." — ..-TTmTTS Ofsótt af Gestapo Franska verkalýðssambandið og heimsþingið í París jpYRSTU fregnirnar af heimsþingi verkalýðsfélag- anna í París eru farnar að berast, og er þeim fylgt af áhuga um allan heim. glNN af áhrifamestu mönnum ráðstefnunnar verð- ur án efa Frakkinn Louis Saillant, ritari franska verkalýðssambandsins (Confédération Generale du Travial) og forseti stjórnar frönsku þjóðfrelsishreyf- ingarinnar. í grein sem birtist í rússneska tímarit- inu „Nýir tímar“ nú í þessum mánuði ræðir Saillant um ■heimsþingið og segir m. a.: J^jTYRJÖLDINNI í Evrópu lauk í maí. í ágúst lauk styrjöldinni í Austur-Asíu og á Kyrrahafi með uppgjöf Japana. Þjóðir heimsins eiga ekki lengur r styrjöld. Næsta verkefnið er skipulagnmg friðarins. Sá friður verður því * aðeins raunverulegur, að bræðralag og traust ríki þjóða í milli, og þar geta verkalýðsfélögin lagt frám stóran skerf. Alþjóðasam- band verkalýðsfélaga hefur einmitt þar miklu hlut- verki að gegna. jpRANSKA verkalýðssambandið telur sér það mik- inn heiður að hafa verið falið að skipuleggj'a heimsþingið í París og bjóða velkomna hingað full- trúa allra landa. Fyrir ári var öllum kröftum franska verkalýðssambandsins einbeitt að uppreisn og frels- isbaráttu, með það markmið að reka þýzku nazist- ana burt úr Frakklandi. Fyrir ári voru götuvígi um álla Parísarborg og harðvítugir bardagar háðir á götunum. Fyrir ári gerðu verkamenn Frakklands stórfenglega uppreisn gegn innrásarhernum og hin- um innlendu þjónum hans og tryggðu >sér rétt til að mynda á ný frjáls verkalýðsfélög. jpJEIMSÞINGIÐ er haldið á fimmtíu ára afmæli franska verkalýðssambandsins. ■ Einunr mánuði eftir frelsun Frakklands- hafði’ sambandið nærri þrjár milljónir meðlima. Nú er meðlimatalan kom- in yfir fimm milljónir, og sýnir það vöxt samtak- anna, sem heldur stöðugt áfram. Heimsþingið kemur því saman í landi sem á lifandi og hraðvaxandi verkalýðshreyfingu'. Og Frakkar ætla sér að leggja fullan skerf til þess að hið nýja alþjóðasamband, sem felur í sér alþjóðlega einingu verkalýðsfélag- anna verði lífhæft. (^JTYRJÖLDIN hefur víða orðið til þess að koma á einingu í verkalýðshreyfingunum. Vönandi þarf ekki þriðju heimsstyrjöldina til að kenna þeim sem eru móti einingunni og reyna með öllum ráðum að hindra hana (eins og stjórnendur American Feder- ation of Labor) að alþjóðleg eining verkalýÖLireyf- ingarinnar er mikilvægt atriði til viðhalds heims- friðnum og hindra starf stríðsæsingamanna. J)ARÍSARÞINGIÐ verður að gefa alþýðu heims- ins meira en vonir, það verður að gefa henni vissu um að verkalýður heimsins ætli sér að verða ein öruggasta stoð heimsfriðarins; stofnun sem sé fær um að leysa þau miklu verkefni sem framund- an eru: Fréttaritari blaðsins átti nýlega tal við sænska konu, sem á heima í Gautaborg. Saga hennar er ein hinna mörgu sannana fyrir rétt- mæti þess, sem „Expressen“ hefur birt áður, sérstaklega í sambandi við mál Hanns Munzerts, sem nú liggur fyr- ir útlendinganefndinni. Frú Ragnhild Wendsehlag, sem nú er aftur órðin heimil- isföst í Gautaborg, getur af eigin raun borið um afLeið- ingarnar af njósnum Gest- apo í Svíþjóð, og meðferðina á þýzkum borgurum, sem neituðu að taka þátt í naz- istasamiökum Þjóðverja hér á landi. Saga hennar er lýs- ing á baráttu einmana en hug rakkrar konu við þýzku leyni lögregluna bæði í Þýzkalandi óg hér 1 Svíbjóð, yfirheyrsl- um hjá Gcstapo, ofsóknum og taugaæsandi flótta á síð- ustu stundu heim til Svíþjóð- ar. Aðeins þessi lýsing væri nægileg til þess að réttlæta hina vaxandi gremj.u manna yfir, að þýzkir njósnarar skuli enn fá að ganga lausir hér í Svíþjóð. ÞAU AFNEITUÐU NAZISTUM — Maðurinn minn var þýzkur og átti verksmiðju í Berlín, segir frú Ragnhild Wendschlag. — Hann neitaði að taka þátt í nokkrum naz- istasamtökum, alveg eins og' ég hér í Gautaborg mótmælti því að vera talin af „þýzkri þjóð“ og verndaði son minn gegn öllum tilraunum naz- istalegátanna í Gautaborg til að innlima hann í „Hitlerju- gend“-félag sitt. Árið 1942 fékk ég vitneskju nm, að maðurinn minn væti veikui. og vildi ég þá fara til Berlínar til þess að hjúkra honum. Eg sneri mér til þýzku ræðismannsskrifstof- unnar í Gautaborg til að fá vegabrét mitt áritað. Ræðis- maðurinn þóttist ekki geta gert það, en vísaði mér í stað- rnr. til dr. Hanns Munzerts, sem heima í íbúð sinni hafði komið sér upp skrifstofu fyr- ir starfsemi sína sem æðsti fulltrúi nazista í Gautaborg. Dr. Munzert yfirheyrði mig mjög nákvæmlega, og sagði mér að lokum, að hann gæti aðeins veitt mér leyfi til að ferðast inn í Þýzkaland, en ekki til áð fara þaðan aftur. Hann lagði fast að mér að undirrita beiðni um að flytj- ast til Þýzkalands aftur og setjast þar að. En því neitaði ég. Eg komst samt sem áður til Berlínar og heim aftur. Átti ég það að þakka þeim góðu samböndum, sem maður inn minn hafði. Árið eftir 1943 fékk mað- urinn minn taugaáfall. — Hann var eins og ég undir stöðugu1 eftirliti Gestapo. Eg Eftirfarandi blaðaviðtal er tek- ið úr sænsku biaði, ,JEXPKESS- EN“. — Frú Ragnhild Wends- chlag, sem viðtalið er við, er sænsk, fædd og uppalin í Gauta- borg, en var gift þýzkum manni. Rétt áður en stríðið byrjaði fór hún ásamt. syni sínum til Gautaborgar og settist þar að. En maður hennar varð eftir í Berlín. reyndi þá aftur að fá leyfi til að fara til Þýzkalands. í þetta sinn varð ég að snúa mér til Herberts nokkurs Patzelts, sem þá var keppi- nautur di1. Munzerts um völd in en nú situr í sænskum fangabúðum. Patzelt var enn verri viðureignar en Munz- ert. Hann tók mig þegar til yfirheyrslu, vildi fá upplýs- ingar um efnahag minn og fleira, sem ég taldi, að hon- um kæmi ekkert við. Niður- staðan varð, að hann taldi sig heldur ekki geta gefið mér leyfi til annafs en að komast inn í Þýzkalmd, og bætti við í ögrunartón, að með þeim góðu samböndum, sem ég hefði haft síðast, ætti mér ekki að verða skotaskuld úr því að komast aftur til Svíþjóðar. Að lokum lofaði hann þó, að hann skyldi sím- leiðis útvega mér heimfarar- leyfi. Varð ég að greiða hon- um fyrir. þetta. — Síðar fékk ég að komast að raun um, hvers virði loforð hans var. BRÉFIN VORU OPNUÐ OG LESIN Ekki leið á löngu áður en við hjónin vorum bæði tekin til yfirheyrslu hjá Gestapo í Berlín. Eg var ákærð fyrir að hafa sýnt andnazistiskt hugarfar með þvi að hafa ekki verið með í felagsskap Þjóðverja í Gautaborg, fyrir að hafa neitað að taka þátt í samkomum í „Deutsches Heim“, — miðstöð nazista í Gautaborg — og fyrir að ég veitti syni mínum uppeldi í anda, sem væri fjandsamleg- ur hagsmunum nazista. Sam- tímis reyndi Gestapo að þvinga manninn minn til að kalla son okkar til Þýzka- lands. Þegar það gekk ekki með fögrum fyrirheitum — það var sýnt fram á, hvílíkan frama hann gæti átt í vænd- um í SS-sveitunum — þá var gripið til hótana. — Eg skrif- aði þá syni okkar og bað hann að gæta þess að koma aldrei á ræðismannsskrifstof- una í Gautaborg eða á neinn annan stað, sem Þjóðverjar réðu yfir. — Eg hafði visst hugboð um, hvað þá gæti komið fyrir. Þetta bréf sendi ég eftir leið, sem ég þóttist viss um að væri fullkomlega örugg. Öll bréf til mín voru gerð upptæk, og ég vissi, að í tvö ár hið sama mundi gert við hvert bréf, sem ég reyndi að senda eftir venjulegum leiðum. — Síðar fékk ég að vita, að sonur minn hafði verið tekinn og yfirheyrður af nazistafulltrúunum í Gautaborg á meðán mér var haldið í Þýzkalandi. Þegar þeir gátu . ekki komizt neitt áleiðis með hann, fékk hann skipun um að mæta til her- þjónustu í Þýzkalandi, þrátt fyrir að hann var ekki einu sinni fullra sextán ára að aldri. — Önnur slík skipun kom nokkru síðar, en þá skárust sænsk yfirvöld í leik- inn og veittu honum sænsk- an ríkisborgararétt, það bjarg aði honum. „VIÐ HÖFUM MENN í STOKKHÓLMI“ Við eina af yfirheyrslun- um, sem oft voru mjög nær- göngular, var ég ákærð fyrir að hafa áminnt son minn um að forðast nazistafélagsskap- inn og skrifstofur þeirra í Gautaborg. Þetta v.ar einmitt það, sem ég hafði. skrifað honum, en ég neitaði o.g fékk þá svarið: — Það borgar sig ekki fyr- ir yður að reyna að neita. Við höfum menn í Stokk- hólmi, sem geta komizt eftir öllu — einnig þvf, sem stend- ur í bréfunum yðar! Meðan á þessu stóð reyndi ég hvað eftir annað að fá leyfi til að fara aftur heim til Svíþjóðar og sænska ræð- ismannsskrifstofan í Berlín veitti mér alla þá aðstoð, sem hún gat. En þeir Munz- ert og Patzelt í Gautaborg komu jafnan í veg fyrir að mér vaéri veitt heimfarar- leyfi. Eg var nú elt. hvar sem ég fór, og undir ströngu eftir- liti bæði nótt og dag, og á- kærurnar gegn mér hrúguð- ust upp. — Ein var t. d. sú, að ég hefði átt að segja heima í Gautaborg, að „Stórþýzka- land gæti sennilega orðið lít- ið aftur“. Þessu svaraði ég með tilvitnun í grein Göbb- els í „Das Reich“, þar sem hann segir: „Mikilleikinn felst í hugsjóninni — hún getur sigrað jafnvel við múra Berlínar“, og bmtti við samanburði við Svíþjóð, sem einu sinni hefði verið megin- landsstórveldi, en fundið sjálfa sig innan núverandi landamæra sinna. Tvennt var það einkum, sem varð mér til mikillar hjálpar: Annað var það, að ég kom því svo fyrir að eiu- hver vina minna úr sænsku „nýlendunni“ í Berlín, eða sem hafði einhverja mikils- varðandi stöðu í Þýzkalandi, væri jafnan við hendina, þeg- ar ég var sótt til yfirheyrslu -eða fékk skipun um að mæta hjá Gestapo. — Þeim var alveg sérstaklega ■ illa við að sjá bíl með þekktu merki, eða með mikilsvirtum manni í, bíða mín við dyrnar. Dræg- ist það mjög lengi, að ég kæmi út, kom viðkomandi maður þá stundum inn og gerði fyrirspurn um, hvort ég færi ekki að koma. — Hitt var sú heppni mín, að þegar á ’ leið og fyrstu til- .raunirnar með að hræða mig höfðu strandað, var það frem- ur mannúðlegur maður, sem stjórnaði yfirheyrslunum. Eg talaði svo sannfærandi við hann, að vélritunarstúlkán hans fór að gráta, og ég fann það greinilega, að hann leit- aðist við að láta mig sleppa undaii ákærunum.' Frh. á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.