Þjóðviljinn - 04.10.1945, Side 1
þJÓÐVILJINN
10. árgangur
Fimmtudagur 4. okt. 1945
222. tölublað.
NYTT ALÞJOÐASAMBAND
VERKALÝÐSINS STOFNAÐ
*-----
Fulltrúar 50 milljón verkamanna frá 65
löndum samþykkja e i n r ó m a
skipulagsskrá sambandsins
Fyrsta verkefni sambandsins að tryggja að verkalýður heimsins
verði hafður með í ráðum um lausn alþjóðamála
Á alþjóðaþingi verkalýðsins í París var*
í gær stofnað nýtt alþjóðasamband verka-
lýðsins. Nær það til þvínær alls verkalýðs í
heiminum. Fulltrúar verkalýðssamtaka 65
þjóða með samtals yfir 50 milljón meðlimum
standa að stofnun bandalagsins.
Skipulagsskrá fyrir sambandið var sam-
þykkt einróma eftir 2V'4 klst. umræður.
Er skipulagsskráin hafði verið samþykkt,
var þegar sett fyrsta þing hins nýja banda-
lags, og fyrsta verk þess var að kjósa nefnd
til að semja ályktun um kröfur alþjóðasam-
bandsins til að verða viðurkennt sem aðili
að alþjóðasamstarfi.
Mikili fögnuður á þinginu.
Er síöasta grein skiþulags
skrárinnar haföi veriö sam-
þykkt meö samhljóða at-
kvæöum reis þingheimur úr
sætum, laust upp fagnaöar-
ópi, veifaði skjölum sínum
og fulltruamir óskuðu hver
öörum til hamingju.
Jauhaux, form. franska
verkalýössambandsins lýsti
því síöan yfir, að alþjóða
sambandiö væri stofnað, og
tæki þegar til starfa.
Fyrsta verkefni þingsins
veröur að kjósa formann al-
þjóðasambandsins. Stungiö
hefur verið upp á Saillant
ritara franska verkalyös-
sambandsins og Schevenels
formanni Amsterdamsam-
banusins
Fulltrúum meinað að
sækja þingið.
Fregnir bárust urn það
til þingsins, að stjómk
Grikklands og Transvaal
hefðu neitað fulltrúum frá
verkalýðssamböndum þess-
ara , landa, um leyfi til að
fara úr landi á þingiö í
París. Mun þingið rann-
saka hvernig málum þess-
um er varið.
Flokkurinn
Sósíaíistafélag
Hafnarfjarðar
heldur fund föstudaginn 4.
þ. m. kl. 814 síðdegis i
Templarahúsinu (uppi á
lofti).
Mjög áríðandi mál á
dasskrá.
Félagar, fjölmennið og
takið með nýja félaga.
Stjórnin.
Stuðningur við verkalýðinn
í nýlendunum.
Fulltrúi Trinidad hefur
lagt til aö verkalýössam-
bandiö skipi nefnd til aö
kynna sér vinnuskilyröi í
nýlendunum og athuga
meö hverju móti nýlendu-
bjóöir heimsins geti sem
fyrst öðlast sjálfstæði.
Einu meiriháttar verka-
lýössamtökin í heiminum,
sem standa utan hins nýja
alþjóðasamb., er hiö aftu-
urhaldssama verkalýðssam-
band Bandaríkjanna AFL.
Keppinautur þess CIO er
aftur á móti í sambandinu
og fulltrúi þess Sydney
Hillman var kosinn formaö-
ur nefndar þeirrar, sem á
að vinna að því, aö sam-
bandið fái hlutdeild í al-
bióðasamstarfi.
" • -'nn fulltrúi er á þing-
frá fasistalöndunum
* Spáni og Portúgal.
Barnaskóli Vest-
mannaeyja 200 ára
Barnaskóli Vestmannaeyja
var settur í fyrradag og
minntist skólastjórinn, Hall-
dór Guðjónsson, þess í setn-
ingarrœðu að skólinn á 200
ára afmæli á þessu hausti og
er talinn elzti harnaskóii
landsins.
Skipuð hefur verið nefnd
kennara og skólanemenda til
að undirbúa hátíðahöld í til-
efni þessa merkisafmælis.
íslendingamótið
í Tjarnareafé
annað kvöld
íslendingar sem dvalið hafa
á Norðurlöndum og megin-
landi Evrópu undanfarandi
ár og komu heim í sumar,
efna til móts í Tjarnarcafé
annað kvöld (föstudag), er
hefst kl. 8.30.
Skemmtiskrá mótsins verð-
ur fjölbreytt og skemmtileg.
Hefst hún með því að dr.
Magnús Sigurðsson flytur
ræðu. í>á verður einleikur á
slaghörpu, Hallgrímur Helga-
son leikur. Valur Nordahl og
Jóhann Svarfdælingur sýna
listir sína^ þarna og síðan
verður upplestur, Lárus Páls-
son leikari les. — Að lokum
verður svo dansað og leikur
hljómsveit Tjarnarcafé fyrir
dansinum. — Væntanlegur
ágóði af mótinu rennur til
Rauða kross íslands.
Þetta mót verður áreiðan-
lega kærkomið hinum mörgu
íslendingum, sem dvalið
hafa á Norðurlöndum á stríðs
árunum en eru nú komnir
heim aftur. Þeir hafa í út-
legðinni e. t. v. tengzt nánari
vináttuböndum en orðið hefðu
við kynningu hér heima.
Þetta tækifæri til endur-
funda, munu þeir kunningja-
hópar, óliklega láta fram hjá
sér fara.
.1
Æ. F. R.
Aðalfundur
Æskulýðsfylkingar-
innar í Reykjavík
verður haldinu í kvöld, fimmtu
daginn 4. okt. kl. 9 að Skóla-
vörðustíg 19.
DAGSKRÁ:
1. Venjuleg aðalfundar-
störf
2. Kosning fulltrúa á
sambandsþing Æ.F.
Félagar, mætið stundvís-
lega, og sýnið félagsskýrteini.
STJÓRNIN
Utanríkisráðherrarnir
vongóðir um skjóta lausn
vandamálanna
Molotoff og Byrnes ræddu við
blaðamenn í gær
Molotoff utanríkismálaþjóðfulltrúi Sovétríkj-
anna og Byrnes utanríkisráðherra Bandaríkjanna
ræddu við blaðamenn í London í gær um utan-
ríkisráðherrafundinn.
Skýrðu þeir frá tildrögum þess, að fundinum
var slitið, án þess að samkomulag hefði náðst.
Báðir létu þeir í ljós von um að Samkomulag
myndi bráðlega nást um ágreiningsatriðin.
Skilninjur Berlínarsam-
þykktanna.
ÞaÖ kom fram í .viötölum
þessum, aö meginágreining
urinn á fundinum var um
þaö, hvernig skilja bæri
samþykktir þær, sem gerð-
ar voru á Berlínarfundin-
um.
I samþykktum fundarins
segir ákveðiö, að þær þjóö-
ir einar skuli ræöa friðar-
skilmála við hin einstöku.
lönd, er hafi undirritaö
vopnahléssamninga viö þau.
Samkvæmt því átti Bret-
land, Sovétríkin, Bandarík
in og Frakkland að ræöa
friðarsamningana viö ítal •
íu, Bretland Sovétríkin og
Bandaríkin við Rúmeníu.
Búlgaríu og Ungverjaland
og Bretland og Sovétríkin
ein við Finnland. Molotoff
vildi aö farið væri algerlega
eftir samþykktum Berlínar
ráöstefnunnar og taldi ut-
anríkisráöherrana enga
Dössing, sendimaður
Dana í Moskva,
í framboði fyrir
kommúnista
Thomas Dössing, sendi-
maður Dana í Sovétríltjun-
um, mun brátt hverfa aftur
til Danmerkur.
Hann ætlar aö segja iausu
starfi sínu og bjóöa sig
fram í Suður-Jótlandi fyrir
Kommúnistaflokk Danmerk
ur, við væntanlegar kosning
ar í haust.
heimiJd hafa til að bregöa
út af þeim en Byrnes og
Bevin vildu að Frakkland
og Kína fengju einnig að
taka þátt í umræðunum
enda þótt þau heföu aldrei
átt í stríöi viö Austur-Ev-
rópuríkin og þar af leiöandi
aldrei undirritaö neina
vopnahlésskilmála við þau.
TiIIögur Molotoffs.
Á fundi nefndarinnar 2.
okt. lagði Molotoff loks til
aö undirritaöar væru
gjöröabækur funda þeirra,
sem þegar hefðu verið
haldnir og skyldu allir
fimm utanríkisráðherrarnir
undirrita þau mál, sem ekki
vörðuö'u friðarsamningana,
en gjörðir funda þeirra, er
um friöarsamninga fjöll-
uöu, skýldu aöeins undirrit
aðar af utanríkisráðherrum
þeirra ríkja, er áttu í stríði
viö ríkin, sem gera átti friö
arsamninga við. Næsta dag’
skyldu svo á ný hafnar um-
ræöur um ágreiningsatriðin
ef vera mætti aö auöveld-
ara yrði að ná samkomu-
lagi, ef gjöröabækur þeirra
funda, sem búiö var aö
aö halda, heföu þegar verið
undirritaðar. Þetta féllust
hinir ráðherrarnir ekki á og
lá þá ekki annaö fyrir en
aö slíta fundinum fyrst um
sinn.
Byrnes sagði, aö á loka-
fundinum heföi ríkt '~>iög
vinsamlegur andi, scm lof-
aöi góðu um, :'5 Irál'.
myndi nást samkorruag
um ágreiningatriðin. Molo-
toff sagði, að utanríkisráð-
Framhald á 4. síðu