Þjóðviljinn - 04.10.1945, Page 4

Þjóðviljinn - 04.10.1945, Page 4
4 þlÓÐVILJINM Utgefandi: Sameiningarfiokkur alþýðu ■— Sósíalistaflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Oigeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl. 19.00 2184). Afgreiðsla; Skólavörðustig 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusimi 2184. Askriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja t>jóðviljans h. f. -----------------------------------------------------> Trygging framleiðslu atvinnu- veganna Það er nú verið að athuga möguleika á að koma upp tryggingu fyrir sjávarútveginn, þannig að komizt verði fram hjá hinum alvarlegustu afleiðingum aflabrests, eins og þeim, er varð á síldveiðunum í sumar. Jafnhliða því að slíkum tryggingum væri á komið, yrði að sjálfsögðu krafizt kauptryggingar fyrir sjómenn, ekki lægri en svo að þeim væri ætíð tryggt jafn hátt kaup og landverkamönnum, og að þeir ættu von í betri af- komu þegar vel gengur með afla og afurðaverð. Allir eru sammála um að slíkar tryggingar, bæði fyrir útgerðarmenn og sjómenn séu eitt hið mesta nauðsynja- mál, en sumum finnst að erfitt muni að koma þeim í framkvæmd. Ekki sýnist þetta vera á verulegum rök- um reist. Sjávarútvegurinn virðist vera fær um að tryggja sig gegn afleiðingum aflabrests, og hann er vissulega fær um að borga sjómönnum góð laun. Þessar staðreyndir verða ljósar þegar litið er á út- gerðina sem heild, og ekki sízt ef einnig er tekið tillit til þess iðnaðar, sem rekinn er 1 sambandi við sjávarút- veginn. Sé litið þannig á þessa atvinnugrein, kemur í ljós, að á nær öllum árum hefur hún ekki aðeins getað b'orið sig, heldur hefur hún beinlínis aukið þjóðarauðinn, og jafnvel þó komið hafi ár sem hafa verið mjög erfið fyrir sjávarútveginn sem heild. Þá er einnig ljóst, að ef litið er yfir lengri tíma, þá hefur sjávarútvegurinn ætíð verið sá atvinnuvegur, sem fært hefur þjóðarbúinu síaukin verðmæti. Hann hefur verið gróða atvinnuvegur þjóðar- innar. Til að koma í veg fyfir þær truflanir á framleiðslunni, sem af aflabresti leiða, væri einfaldast og eðlilegast að reka íslenzkan sjávarútveg sem eina heild, þannig að góð þorskvertíð bætti, með eðlilegum hætti, upp lélega síld- arvertíð, góð afkoma síldarverksmiðjanna bætti á sama hátt upp lélega afkomu hraðfrystihúsa o. s. frv. Því sjaldan ber það við, að hvorttveggja bregðist sama árið, síldin og þorskurinn. En inn á þessa braut verður ekki farið um sinn, en auðvelt ætti að vera fyrir sjávarútveg- inn að koma sér upp tryggingum með þeim hætti að þær greinar útgerðarinnar, sem vel ganga á hverjum tíma, leggi nokkuð í tryggingarsjóð er jafni metin þegar illa gengur. Allar tryggingar eru raunverulega byggðar á því, að dreifa áhættunni ýmist á lengri tíma eða milli fleiri en einnar starfsgreinar, og virðist furðulegt hve lengi hefur dregizt að aðalframleiðsluatvinnuvegur þjóðarinnar taki úrræði þeirra í sína þjónustu, svo augljóst sem það er að þau henta honum. En í þessu sambandi er ekki úr vegi að minnast einnig á landbúnaðinn. Svo virðist sem hann ætti einnig að geta komið sér upp tryggingum gegn uppskerubresti og fári í fénaði. í sumar urðu bændur á Suðurlandi fyrir hinum mestu búsifjum vegna óþurrka. Heyfengur brast þeim verulega af þessum sökum, og alkunna er hvernig sauðfjárpestirnar hafa herjað í flestum héruðum landsins. Mundu ekki víð- tækar tryggingar, sem landbúnaðurinn sjálfur stæði að, hafa getað dregið verulega úr þeim óþægindum sem þessi skakkaföll hafa valdið bændum og þjóðarheildinni? Fimmtudagur 4. okt. 1945 ÞJÓÐVILJINN NY BÓK Strokudrengurinn Siguröur Helgason rithöf- undur hefur nýlega gefiö út stutta sögu, sem hann hef- ur þýtt úr sænsku. Sagan heitir í þýöingu Siguröar: „Strokudrengurinn“. ÞýÖ- ingin var upphaflega gerö fyrir barnablaðiö ,,Unga ís- land“ og birtist sagan þar sem framhaldssaga árin 1942—1943. Þetta er saga umkomulítils drengs, móöurleysingja, sem gengið hefur refilstigu uisheppnaös uppeldis og er síöan ráðstafað á hæli fyrir vandræöa drengi. Honum leiöist á hælinu og strýkur hann þaöan ásamt tveim pörupiltum á hans reki. Ekki veröur þó samfylgd þeirra langvinn. En snáöi þessi lendir í margskonar ævintýrum og ekki öllum sem þægilegustum. En hann er úrræöagóöur og kjarkmikill. Hann svífst einskis og er þó ekki í sínu insta eöli vondur. Um þetta fjallar sagan og svo um hitt, hvernig þessi sami drengur í erfiöleikum sín- um öðlast nýjan skilning á hlutverki sínu, sem einstakl ings í samfélagi mannanna. Það er flest gott um þessa sögu aö segja. Hún er skemmtilega rituð. Hún er mjög viöburðarík og heldur því áhuga lesandans vak- andi. Hún er hispurslaus og gjörsneidd prédikunaranda. Sú boöun, er hún flytv*', er eðlileg og kemur af sjálfu sér. Þess vegna er þetta góö saga. Góö saga, þaö er meira en hægt er aö segja um mikinn fjölda þeirra mörgu sagna, sem þýddar hafa verið á íslenzkt mái síðustu árin og ætiaðar börnum og unglingum til lesturs. Flest eru það reyf- ar af lélegri tegund Manni verður ósjálfrátt aö álykta, aö þýöendumir hafi smekk heldur neöan við þaö, sem í hófi er. Nema annáö hafi fremur vakaö fyrir þeim en áhugi fyrir barnabókmenntum? Það er auðvitað þakkarvert, þegar góð bók er þýdd á íslenzku, hvort sem sú bók er ætluð unglingum eða öðrum. Sig- urður Helgason má gjarnan taka þær þakkir til sín, því að hann hefur valið vel og honum vel tekizt. Hitt er annaö mál, aö íslenzkar barnabókmenntir munu halda áfram aö vera ærið fáskrúöugar svo lengi, sem íslenzkir rithöfundar álíta það niöur fyrir sig tekiö aö leggja þeim eitthvaö af mörkum annað en þýðing ar. Stefán Jónsson. U tanríkisráðherramir Framhald af 1. síðu. herrarnir væru staöráönir í því, aö taka aftur til starfa, þar sem frá var horfið viö friöarsamningana, strax og mögulegt væri. ÞAÐ ÞARF NÚ ÞEGAR AÐ GERA RÁÐSTAFANIR TIL AÐ SKAMMTA MJÓLKINA „Húsmóðir" sendi Bæjarpóstin- um eftirfarandi bréf í gær: „Nú þegar er farið að bera á því, að mjólkin sem til bæj- arins flyzt sé ekki næg. Síð- ustu dagana hafa margir orðið að sætta sig við það að fá minni mjólk en þeir báðu um. í morgun var tekið upp það fyrirkomulag, í búðinni sem ég verzla við; að láta alla fá 2 lítra. Eg ætlaði að sækja mjólk fyrir tvö heimili, en var ekki nema með einn mjólkurbrúsa; Mér var sagt að ef ég vildi fá mjólk fyrir tvö heimili, yrði ég að koma með annað ílát, og koma aftur kl. 10. Nú gat ég ekki sótt mjólkina kl. 10 og afleið- ingin varð, að tvö heimili urðu að láta sér nægja þann skammt sem einu var ætlað. Þessi skömmtunaraðferð er ó- þolandi. Með því móti að ætla öllum jafnt, fá fámennt' heim- ili, þar sem aðeins er fullorðið fólk, jafnmikið og heimili þar sem eru mörg börn. Samkvæmt því sem mér var sagt, virðist einnig hægt að fá tvöfaldan skammt, ef komið er með tvö ílát. Þá vitum við einnig öll að sumt fólk fer búð úr búð og fær sinn skammt á fleiri stöðum, meðan aðrir fá ekki neitt. Okkur hefur skilizt á blöðum að mjólkin yrði skömmtuð í vet- ur. Hvers vegna er ekki hægt að framkvæma það strax? Svona skömmtun viljum við ekki. Við viljum að skammtað sé eftir fólksfjölda í heimili og tryggt sé að bamafjölskyldur gangi fyrir“. Það sem konan heldur fram i þessu bréfi er fyllilega rétt. Skömmtunin sem hún talar um er alveg tilgangslaus. Hinsvegar er það tilgangslaust og órótt- mætt — eins og þó mörgum Verður á — að ásaka afgreiðslu- stúlkurnar um þetta, þær hafa ekki aðstöðu til þess að skammt-a mjólkina rétt, nema því aðeins að afgreitt sé út á skömmtunar- seðla, samkvæmt tölu heimilis- fólks. Við slíka skömmtun verð- ur að gæta þess að börn og sjúklingar gangi fyrii\ Reynist mjólkin einhverntíma svo lítil, að allir geti ekki.fengið eitthvað, verður fullhraust fólk að sætta sig við það að fá ekki neitt, til þess að þeir sem mesta þörfina hafa, geti fengið sinn skammt. Og skömmtunin virðist óneitan- lega þurfa að koma strax. HVERSVEGNA VAR SUMAR- VERÐ LANDAFURÐA TEKIÐ ÚT ÚR VÍSITÖLUNNI? „Verkamaður“ sendir mér svo- hljóðandi fyrirspurn: „Eg sé að blaðið „Neisti“ á Siglufirði ræðst harkalega á ríkisstjórnina fyrir að taka sumarverð landafurða út úr vísitöluútreikningnum. Þar sem hér er um mjög viðkvæmt mál að ræða, sem leyniskyttur stjórnarandstöðunnar reyna ó- spart að nota sér til að skgpa óvild gegn ríkisstjqrninni, langar mig til að Þjóðviljinn geri grein fyrir hversvegna ríkisstjórnin tók þessa ákvörðun“. ÞETTA VAR VANDRÆÐA- LAUSN Þjóðviljinn hefur áður sýnt fram á, hvaðá rök lágu til þess, að þessi leið vár valin til að hindra að vísitalan hækkaði ekki upp úr öllu valdi, þó að nokkrir dilkskrokkar og fáeinir kartöflu- pokar kæmu á markaðinn fyrir 15. sept.,. enda þótt gamlar birgðir væru einnig á markaðnum. í leiðara blaðsins 4. ágúst s. 1. seg- ir svo um þetta mál: „Það má vissulega um þessa lausn málsins deila. En eins er rétt að minnast og það er, að ríkisstjórnin telur það eitt af sínum megin verk- efnum að koma í veg fyrir að visitalan hækki, enda er ljóst að erlent markaðsverð á íslenzkri framleiðslu ber ekki meiri dýr- tíð en nú er. Þetta er ríkisstjórn- inni ljóst, enda er það fyrst síð- an hún tók við völdum að verð- 1-ag hefur mátt heita fast, vísi- talan hefur mátt heita óbreytt allan tímann. Til þess að halda henni enn ó- breyttri, var því um þrennt að velja: að leyfa sumarafurðir ekki á markaðnum, að borga verðið niður með stórfé úr rikissjóði, að gefa verðmyndunina frjálsa og láta hana ekki hafa áhrif á vísitöluna. Enginn þessara kosta var góð- ur, sá síðasti var valinn sem FKárstur, og orkar þó vissuléga tvímælis. Hér er að sjálfsögðu um enga lausn að ræða á þeim vanda, sem verðlag landbúnaðarafurða sífellt skapar. Staðreyndin er, að framleiðsluhættir landbúnaðar- ins eru svo úreltir að með þeim er ekki hægt að framleiða vörur til að selja á verðlagsgrundvelli, er sé sambærilegur við annað verðlag í landinu. Auðvitað tekur langan tímá að koma landbún- aðinum á það stig tækniþróunar, að hann verið samkeppnisfær við aðrar atvinnugreinar, það er sein legt að þurrka út Framsóknar- sporin, en meðan verið er að því verður verðlag landbúnaðaraf- urðanna vandræðamál, og sér- hver bráðabirgðalausn á því verður vandræðalausn". Þetta munu hafa verið ástæð- urnar fyrir þvi að ráðherrar Al- þýðuflokksins féllust á þessa lausn. Dómurinn um þá afstöðu þeirra hefur flokksblað þeirra, ,Neisti“, birt, og geta menn svo velt þeirri spurningu fyrir sér, sem sett var fram í blaðinu í gær, hvort Alþýðuflokkurinn sé í stjóm-arandstöðu eða „Neisti“ í andstöðu við flokkinn. VANDAMÁL DAGBLADANNÁ Hinir sífelldu erfiðleikar á að koma dagblöðunum til kaupenda þeirra í Reykjavík á réttum tíma, eru áhyggjuefni sem þeir, ■er vinna við útgáfu blaðanna, eiga sínkt og heilagt við að stríða. Aldrei eru þó þessir erfiðleik- ar meiri en yfir vetrarmánuðina og byrja fyrir alvöru um mán- aðamótin sept.—okt., þegar barnaskólarnir byrja. Dreifing dagblaðanna eru störf, sem unnin eru mestmegnis af börnum á skólaskyldualdri og sem eðlilega eru flest bundin við námið á þeim tíma sem dagblöð- in þurfa á starfskröftum þeirra að halda, þ. e. á morgnana. HOLL VINNA FYRIR BÖRN Margir foreldrar eru tregir til að leyfa börnum sínum að bera út blöð, sérstaklega á vetuma. Þessu veldur einkum ótti við að börnin vanræki námið í skólan- um ef þau sinna jafnframt öðr- um störfum. Það mun þó óhætt að fullyrða að slíkur ótti er áslæðulaus. Hraustu bami er áreiðanlega mjög hollt að hafa eitthvað fyrir Frh. á 7. síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.