Þjóðviljinn - 06.10.1945, Qupperneq 4
ÞJÓÐ VI.L JIUK
'i-':1 toíB
ísk.
Laugardagur ft. okt. 1945.
Otgefandi: Sameiiúngarfiokkur aiþýðu — Sósialistaflokkurinn
Kitstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson.
Stjómmálaritstjórar: -Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson.
Bitstjómarskrifstoía: Austurstræti 12, sími 2270. (Eftir kl.
19.00 2184).
. Afgreiðsla: Skólavörðustíg 19,. sími 2184.
■ Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399.
Prentsmiðjusimi 2184.
Askriftarverð: í Beykjavík og nágrenni: Xr. 6.00 á mánuðL
Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðjá Þjóðviljans h. f.
Rumskað í svefni
Þær hafa verið lærdómsríkar umræðurnar sem fram
hafa farið um húsnæðismál á tveimur síðustu fundum
bæjarstjómar.
Árum saman hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksíns í
bæjarstjóm talið það sitt hlutverk að koma í veg fj rir
að „einkaframtákið“ væri truflað í því „ágæta“- starfi
að „leýsa húsnæðismálin“. Fyrir nokkrum árum sagði
borgarstjóri, að húsnæðismálin væru baenum óviðkomandi,
og á bæjarstjórnarfundi í fyrradag hélt Gunnar Þor-
steinsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna, því fram að
einkaframtakið leysti húsnæðisvandamálin á öllum venju-
legum tímum. Við þennan óð um einkaframtakið hafa
bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sofið, og látið sig
dreyma um glæsilegt atvinnulíf og góðar íbúðir, meðan
hinn vakandi fjöldi hefur háð baráttu sína við atvinnu-
leysi og húsnæðisskort.
•
Svo bar það við að bæjarfulltrúar Sósíalista fluttu
eftirfarandi tillögu á næst síðasta fundi bæjarstjórnar.
„Bæjarstjóm ákveðuf að láta hú þegar hefja undir-
búning að.byggingu eigi færri en 500 íbúða, með það fyrir
augum að hafist verði handa með byggingaframkvæmdir
á komandi vori.“
Þessa raunhæfu tillögu, sem sannanlega er framkvæm-
anleg, og sem mundi á næstu tveimur árum leysa vanda-.
mál braggábúanna og fleiri þeirra, sem við óhæft hús-
næði búa, . létu blöð aftunhaldsins sér sæma að kalla
skýjaborgir. Borgarstjóri slóst svo í för með þessum blöð-
um, og .valdi tillögunum sama heiti á fundi bæjarstjórn-
ar í fyrradag, þó honum hljóti að vera ljóst, að ef bærinn léti
nú þegar hefja undirbúning, væri auðvelt að byrja á
framkvæmdum að vori, en það þýðir að íbúðirnar verði
tilbúnar á árunum 1946 og 47. Enginn efi er á því að bær-
inn hefur aðstöðu til að ganga fyrir öðrum með bygg-
ingarefni og vinnuafl, ef svo fer að annað hvort eða
hvort tveggja bresti, til að fullnægja eftirspurnum, og
vissulega eiga framkvæmir bæjarins, á þessu sviði, að hafa
forgangsrétt.
Eitt af því sem „skýjaborgamennirnir“ færðu fram
til afsökunnar andstöðu sinni við að bærinn undirbyggi
byggingu þessara 500 íbúða, var bað að margháttaða
löggjöf vantaði um byggingamálin. Einkum voru það
fulltrúar Alþýðuflokksins í bæjarstjórn, sem báru þess-
ar röksemdir fram. Yfirleitt voru þær bendingar sem fram
komu um vantandi löggjöf réttmætar, út af fyrir sig,
þó þær vörðuðu ekkí það mál, sem fyrir lá nema að
litlu ley.ti.
í fyrra dag fluttu svo bæjarfulltrúar sósíalista til-
lögur í bæjarstjórninni, um að bærinn léti undirbúa
löggjöf, um eignarnám á lóðum, og endurbyggingu gamla
bæjarins. Hvort tveggja eru þetta stórmerk mál, og mjög
þýðingarmikil fyrir framtíð bæjarins, þó ekki muni laga-
settning um þau leysa vandamál braggabúa, né annarra,
-sem í óhæfu húsriæði eru, eins fljótt og nauðsyn krefur.
Ennfremur fluttu sósíalistar tillögu um að bæjar-
stjórn óskaði samstarfs við Nýbyggingarráð um frumvarp
það, sem ráðið hefur í smiðum um húsnæðismál.
Það vlrtist koma hinum svefnþungu fulltrúum Sjálf-
stæðismanna í bæjarstjórn á óvart, að sósíalistar fylgdu
tillögum sínum- um úrlausn húsnæðismálanna eftir með
Útlendir
Hattar
Ný sending
Hattabúð
Reykjavíkur
Laugaveg 1 0.
1
Fjölbreytt úrval
af glervörum, búsáhöldum
og matvöru.
Verzlunin Nova
Barónsstíg 27. — Sfmi 4519
L---------------------
Fiðurhreinsun
KRON
Aðalstræti 9B. Sími 4520.
L
Daglega
NÝ EGG, soðin og hrá.
Kaffisalan
HAFNARSTKÆTI 16.
L„
Samkór Reykjavíkur
L
fyrir
Jóhann Tryggvason
söngstjóra.
Þórunn S. Jóhannsdóttir (6 ára) aðstoðar.
Hljómleikarnir verða í Gamla Bíó sunnu-
daginn 7. okt. kl. 3 s. d. Aðeins þetta eina
sinn.
Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sig-
fusar Eymundssonar.
Mótorvelstjórafélag íslands.
Dánsleikur
í Tjarnarcafé í kvöld kl. 10.
Öllum heimill aðgangur.
Sala á aðgöngumiðum frá kl. 8 í kvöld.
Skemmtinefndin.
Úthlufiunarskrifstofurnar.
L
þeim hætti, sem raun bar vitni um. Þeir byltu sér í
svefninum og tóku að skrifa tillögur á fundinum. Borg-
arstjóri skrifaði tillögu um að gera áætlanir um tæm-
ingu bragganna. Helgi Hermann og Gunnar Þorsteinsson
skrifuðu tillögu um að skora á ríkisstjórnina að útvega
sem mest byggingarefni: Hvorttveggja er þetta gott, en
óneitanlega hefði verið skemmtilegrá að bæjarfulltrúarnir
hefðu hugleitt þetta mál, ótilkvaddir af sósíalistum, áður
en þeir kcwnu á fundinn, en þeir um það, það var gott að
þeir. rumskuðu, en því miður er hætt við að þei.r velti
sér bara á hina hliðina og -haldi áfram að sofa.
Nýkomið
Afhentling skömmtunarseðla
fyrir mjólk
Eyðublöð, samkvæmt 2. gr. í reglum um
sölu á mjólk í Reykjavík og Hafnarfirði,
verða afhent í öllum mjólkurbúðum í
Reykjavík og Hafnarfirði laugardaginn 6.
okt.. og mánudaginn 8. okt., hvorttveggja
dagana þó aðeins eftir hádegi.
Úthlutun á mjólkurseðlum fer fram
þriðjudaginn 9. okt. í Reykjavík í barna-
skólunum og í Hafnarfirði í bæjarskrifstof-
unum kl. 10 f. h. til kl. 8 e. h.
Það skal sérstaklega tekið fram, að seðl-
arnír verða aðeins afhentir gegn framvísun
ofan nefndra skýrslueyðublaða> enda séu
þau greinilega útfyllt og undirrituð, svo sem
form þeirra segir til um. Eyðublöðin útfylii
fólk áður en það kemur með þau á af-
greiðslustaðinn.
Telpukápur 2—6 ára
Skólakápur 6—10 ára
Drengjafrakkar 3—6 ára
Skólakápur einnig saum-
aðar eftir pöntun.
Verzl. Barnafoss,
Skólavörðustíg 17.