Þjóðviljinn - 06.10.1945, Blaðsíða 6
6 _____ .____, At1.,...... ÞJOÐVILJINN Laugardagur 6. okt. 1945.
Gösta Knutsson:
......• ■■■-«
John Galsworthy:
Bræðralag
Brandur skottlausi
/
FYRSTI KAFLI
Allir kettir í nágrenninu fréttu, hvernig hann
háfði misst rófuna og var mikið hlegið að því.
Stundum slógu allir kettirnir hring um Brand
litla og sungu:
„Hafið þið séð köttinn, sem hefur ekkert skott?
Hlægilegur er. hann. En það er bara gott“.
Þetta var ekki fallegt af köttunum, en þeir gerðu
það samt. Brandur litli sat í miðjum hringnum og
sleikti út um. Honum lá við gráti. Stundum reyndi
hann að hvæsa að þeim. En þá hlógu þeir bara enn
meira og héldu áfram að syngja:
„Það var bara rotta, sem rófuna af honum sleit.
Rottan var svo gráðug og kattargreyið beit“.
Það var ekki gaman að vera í sporum Brands.
En einn góðan veðurdag — það var á sjö vikna af-
mælinu hans — þá gerðist dálítið:
Það kom maður akandi í bíl, heim að bænum,
þar sem kettlingurinn átti heima. Hann skildi við
bílinn á hlaðinu en gætti þess ekki að loka hurð-
inni.
Kettlingurinn sá þetta. Hann trítlaði að bílnum
og gægðist inn í hann. Hann hafði aldrei séð inn
í bíl fyrr, en honum leizt vel á hvað sætin voru
rrijúk. Þess vegna stökk hann inn og hreiðraði um
sig. Hér var bærilegt að vera.
Þá sá hann skúf, sem hékk í bandi yfir aftur-
glugga bílsins. Hann stökk á fætur, krækti klón-
um í skúfinn, togaði í hann og beit.
Þá kom rennitjaldið niður og byrgði gluggann.
Kisi varð hissa og sleppti. En þá rann tjaldið upp
aftur með háum smelli.
Málverkasýning
Jóns Þorleifssonar
í sýningarskála myndlistarmanna opnuð í
dag, laugardaginn 6. okt. kl. 10 f. h.
Opin daglega frá kl. 10—10.,
NY BÖK.
Sagnaþættir
eftir Vigfús Kristjánsson frá Hafnarnesi.
Efni: Þáttur af Þorsteini frá Úthlíð.
Er þar leiðrétt það sem rangt er í bókinni
;! Pabbi og mamma. Frá Guðmundi Vigfússyni
hómópata. Merkilegir draumar og fleira.
Eignist þessa fróðlegu og skemmtilegu
bók. Verð 20 krónur í bókabúðunum í Reykja-
vík og Hafnarfirði.
!L
„Eg vil ekki eiga fleira sam
an við þetta fólk að sælda“,
sagði hún. Eg hef gert allt,
sem mér hefur verið unnt
fvrir frú Hughs. Eg þekki
saumakonu, sem er alveg eins
góð og mundi verða lifandi
fegin að fá vinnu. Og það
getur hvaða stúlka sem er
skrifað fyrir pabba. Ef þú
'vilt fara að mínum ráðum,
Hilary, leggurðu líka árar í
bát við að hjálpa þessu fólki“
Hilary brosti.
Það gerði hana vandræða
lega og vakti reiði hennar. En
hún hefði átt að vit'a, að það
var þetta bros, sem eyðilagði
sambúð þeirra Biöncu og
hans.
„Það getur vel verið, að þú
hafir rétt fyrir þér“, sagði
hann og yppti öxlum.
„Eg hef að minnsta kosti
gert það, sem í mínu valdi
stóð. En nú verð ég að fara.
Vertu sæll“.
Hún leit um öxl, þegar hún
gekk til dyra og sá hann
standa frammi fyrir mynd
Sokratesar. Hana tók sárt sð
sjá, hve dapur hann var, en
hún sá enn í anda, hvar
systir hennar gekk einmana
og eirðarlaus um heimili sitt,
raunalega kaldhæðin á svip-
inn.
Og Cecilia hélt áfram út
úr stofunni.
„Góðan daginn, frá Dalli-
son. Er systir yðar heima?“
Það var mr. Purcey, sem
spurði. Hann var að stíga út
úr bifreið sinni.
Cecilia talaði lágt, eins og
farsótt eða önnur ógæfa væri
á heimiliu.
' „Nei, hún er því miður
ekki heima“.
„Það var leiðinlegt11, sagði
mr. Purcey og svipur hans
lýsti eins miklum vonbrigð-
um og yfirleitt gátu sast á
jáfn sællegu og sómasamlegu
andliti. „Mig langaði til að
aka með þau dálítinn snöl.
Bíllinn þarf að hreyfa Sig“.‘
Mr; Purcey lágði höndina á
bílinn.
„Þér kannist við þessa teg-
und, frú Dallison. Það er
Daimler — fyrsta flokks
Daimler. Það er það bezta
sem hægt er að fá fyrir pen-
inga sína. Alveg einstakir
vagnar! Það væri gaman, ef
bér vilduð reyna hann“.
„Fyrsta flokks Daimler-
bifreiðin“ blés fínustu tegund
af benzíngufu, hristi sig og
skók, eins og hún væri upp-
véðruð af lofi eiganda síhs.
Ceciiia horfði á hana
„Þetta er allra fallegasti
bíll“, sagði hún.
„Já, er það ekki? .Má ég
ekki aka yður dálítinn spöl
— minn er heiðurinn? Eg
er viss um, að yður fellur vel
við bílinn“.
Það var einhver vitund af
samvizkubiti ásamt dálítilli
forvitni og skyndileg upp-
reisn gegn öllu andstreyminu
og efasemdunum, sem varð
til þess, að hún leit mr.
Purcey óvenjulega mildum
augum og var, áður en hún
vissi, sezt inn í „fyrsta flokks
Daimler-bílinn“. Hann rann
af stað, rak upp tvö ýlfur og
spúði benzíngufu.
„Þetta var fallega gert af
yður“, sagð mr. Purcey.
Bifreiðin þaut framhjá bæjar
pósti, hundi og brauðvagni,
sem voru á fullri ferð, hver
á sinn hátt, en það var eins
og þeir stæðu kyrrir saman-
borið við bifreiðina. Cecilia
fann þægilegan vindblæ
leika um vangana. Ósjálfrátt
hló hún.
„Þér akið mér þá heim“.
Mr. Purcey kom við hand-
legg bílstjórans. „Við ökum
í kringum skemmtigarðinn“:.
sagði hann. „Og dragið þér
e'kki af ferðinni“.
„Fyrsta flokks Daimlerbill-
inn“ rak upp gól. Cecilia
hallaði sér aftur á bak í
mjúku sætinu og gaf mr.
Purcey hornauga. Hann hall-
aði sér líka aftur á bak. Glett
ið ánægjubros lék um varir
hennar.
„Hvað hef ég gert?“ hugs-
aði hún. „Hvernig fór hann
að fá mig til þess? Eg hef
aldrei vitað annað eins. En
nú er ég hingað komin, op
þá er ekki um annað að ræða
en njóta gæðanna“.
Hér var enginn Hughs.
Engin „Fyrirmynd11 — allt
betta ósmekklega var fc'kið
út í veður og vind. Blærmn
lék um vanga hennar. Og
„fyrsta flokks Daimle.r-bíll-
inn“ rann og rann.
Mr. Purcey tók til rnáls:
„Þetta er mér hrein og bein
nautn. Þetta styrkir taugar
minar“.
„Taugar!“ tautaði Cecilia.
„Hafið bér líka taugar?“
Mr. Purcy brosti og þá
drógust kinnarnar saman í
rauðar kúlur, yfirskegg'ð stóð
beint út í loftið og hrukkur
komu í ljós í kringum ljós-
grá augun.
„Hvo'rt ég hef taugar! Það
barf ekki mikið til að koma
nfeí úr jafnvægi. Eg þoli
ekki að sjá barn gráta, ef
ég held að það sé af sulti“.
Cecilia fann til einkenni-
legrar aðdáunar á þessum
manni. Hvernig stóð á því, að
hún sjálf, Thyme, Hilary,
Stefán og allir vinir þeirra,
gátu ekki verið eins og þessi
maður? Hann var sterkbyggð
ur og gat hrist af sér þessa
meðaumkun, sem ekki lét
þau í friði. Hann var sæll í
fáfræði sinni og hafði ekki
hugmynd um neitt sem heitir
„þjóðfélagsleg samvizka“.
„Fyrsta flokks Daimler-
bíllinn“ nam allt í einu stað-
ar af sjálfu sér, eins og hann
öfundaði eiganda sinn af að-
dáun hennar.
„Hvað er að? — Nei, nei,
verið þér rólegar. Þetta lag-
ast“.
„Já, þakka yður fyrir. En
ég verð hvort eð er að fara
út hérna. Verið þér sælir.
Þakka yður fyrir. Eg hef
skemmt mér í þessari ferð“.
Hún staðnæmdist í búðar-
dyrum'og horfði á hann, þar
sem hann stóð álútur yfir
„fyrsta flokks Daimler-bíln-
um“.-
NÍUNDI KAFLI
Á veiðum.
Maður eins og Hilary að-
hylltist ekki samskonar fag-
urfræði og mr. Purcey og
hans líkar. Fagurfræði þeirra
byggðist á meðvitund um
eignarrétt bæði i þessum
heimi og öðrum. Hann gat
heldur ekki talizt til hástétt-
arinnar. Trú hans og siðfræði
var önnur. Afstaða flestra
hástéttarmanna sem fundu til
yfirburða sinna gagnvart
jafnokum Purceys var í fám
orðum sagt: „Bölvaður
sértu!“ Hilary og hans líkar
voru í augum beggja þessara
manntegunda trúlausir og
sneyddir siðgæðishugmynd-
um. Þetta voru „prófessorar“,
listaoostular, umbótamenn og
aðnr Makkabear“, eins og
mr. Purcey orðaði það.
Hefði Hilarv verið krafinn
um trúarjátningu sína,
mundi hann hafa svarað
eittbvað á þá leíð: „Eg trúi
ekki kenningum kirkjunnar,
fer mldrei í kirkju og hef
engar ákveðnar hugmyndir
um líf eftir dauðann. En ég
reyndi að samrýmast því um-
hverfi, sem ég lifi í. Heppn-
rit mér einhvern tíma að
komast í fullt samræmi við
veröldina, verð ég hamingju-
samur. Eg treysti skynsenii
minni og skilningarvitum.
Og það, sem þau vilja ekki
fræða mig um álít ég að
ég þurfi ekki að vita, því að
ef maðurinn vissi crsakir
alls, væri hann orðinn alheim
urinn sjálfur. Eg álít bind-
indi dyggð að því leyti sem
það er þjóðfélaginu í heild
sinni til góðs. Eg lít ekki ,á