Þjóðviljinn - 22.11.1945, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 22.11.1945, Qupperneq 3
Fimmtudagur 22. nóv. 1945 ÞJÓÐVILJINK Alyktun 5. þings Sósíalista- flokksins um verkalýðsmál Hin stéttarlega eining verkalýðsins innan Alþýðusaim- bands íslands hefur leitt til mikilla sigra í hagsmunabar- áttu alþýðunnar. Þessi eining hefur orðið undirstaða vax- andi áhrifa vinnandi fólks um gang þjóðmálanna í seinni tíð og þeirra árangra er þegar hafa náðzt með núverandi stjórnarsamvinnu á sviði nýsköpunar atvinnuveganna. Þessi stéttareining vinnandi fólks innan Aiþýðusambands íslands, vöxtur hennar og efling, er grundvallarskilyrði þess, að tilætluðum árangri verði náð með núverandi stjórnarsamvinnu. Þetta sjá andstæðingar verkalýðsins og féndur nýsköpunarinnar. Þess vegna lætur stjórnar- andstaðan einskis ófreistað til þess að lama stéttarlega einingu alþýðunnar með margvíslegum tilraunum til sundrungar og skemmdarstarfs í verkalýðsfélögunum víðs vegar um land. í þessu skemmdarstarfi beitir hinn opin- beri stjórnarandstæðingur einkum fyrir sig ráðamönnum Alþýðuflokksins, hvar sem- þeir hafa ítök í verkalýðsfé- lögum og nota óspart í þessu skyni Alþýðublaðið, Skutul og Alþýðumanninn. Þingið telur að í verkalýðsmálum liggi fyrir m. a. eft- irfarandi verkefn': 1. Til þess að vernda og efla stéttareiningu verkalýðs- ins er nauðsynlegt að skerpa sem bezt baráttuna gegn fulltrúum sundrungarinnar og skemmdarstarfs- ins í verkalýðssamtökunum jafnframt því sem auk- in er fræðsla meðal verkalýðsins, um núverandi hlutverk stéttarsamtaka hans og þýðingu hinnar stéttarlegu einingar um hagsmunamálin, með það fyrir augum að afla verkalýðssamtökunum sem öruggastrar forustu og nægra starfskrafta úr eigin röðum. 2. Haldið verði áfram á sömu braut í baráttunni fyrir samræmingu og lagfæringu á kjörum verkafólks í landinu. Unnið verði að því að mánaðarkaupsráðn- ing verði tekin upp í stað tímavinnu, þar sem þvi verður við komið 3- Lögð verði sérstök áherzla á að verkalýðssam- tökin verði sem virkust í baráttunni fyrir nýsköp- un atvinnuveganna til að fyrirbyggja atvinnuleysi í framtíð'nni og viil þingið í því samtbandi undir- strika ályktun miðstjórnar Alþýðusambands ís- lands frá því 21. sept. um það, að komið verði á stofn atvinnumálanefnd í sem allra flestum verka- lýðsfélögum. 4. Þingið lýsir eindregnum stuðningi við ályktanir ný- afstaðins sambandsstjórnarfundar Alþýðusambands Islands í hagsmunamálum alþýðunnar, en vill þó leggja sérstaka áherzlu á þessi mál: A. Bátasjómönnum og hlutamönnum verði tryggðar tekjur, sem að minnsta kosti jafngildi verkamanna- launum á hverjum tíma. B. Séð verði um með íhlutun þess opinbera að bátafiski verði komið á þá markaði, þar sem bezt verð fæst og möguleikar eru að ná t:l. C. Gerðar verði þær ráðstafanir, sem tryggja að sú hækkun, sem kynni að fást á erlendum markaði á fiskafurðum komi að öllu leyti fram í verði aflans til þeiiTa ér framleiða hann; og gerðar ráðstafanir t'l að létta af útgerðinni okrinu á olíu og öðrum útgerðarvörum. D. Komið .verði á hafnarbótum, þar sem bezt eru skilyrði til fiskveiða og verbúðir bættar svo að við megi una. E. Barist sé fyrir því að allir íslenzk'r sjómenn geti sem fyrst átt þess kost að sækja sjó á traustum og vel búnum skipum. F. Lög um öryggi sjófarenda verði endurbætt. Lög og reglugerðir um verksmiðju- og vélaeftirlit ríkis- ins verði endurskoðuð og framkv. þeirra gerð ör- uggari. Eftirlit með framkvæmd öryggislaganna Leysum þjóðfélagsvandamálin á grundvelli vísindanna Ávarp Brynjólfs Bjarnasonar menntamálaráðherra’ flutt í tilefni af alþj óðaþingi stúdenta í Prag 17. nóv. sl. Eg hef verið beðinn að1 segja nokkur orð í tilefni af alþjóðaþingi stúdenta, sem hefst í dag í Prag, höfuð- borg Tékkóslóvakíu. Það er mikill sómi fyrir íslenzka stúdenta, að þeir skuli eiga fulltrúa á þessu þingi og ekki láta hlut sinn eftir liggja að minnast dags- ins að nokkru hér heima, eins og gert er um flest lönd heims. í boðsbréfi frá undirbún- ingsnefndinni er gerð grein fyrir tilgangi þingsins á þessa leið: „Vér teljum skyldu vora og forréttind; að gera 17. nóvember í ár að mikilli minningarhátíð og gefa stúd entum frá öllum löndum heims tækifæri til að bera sigri andans vitni: Sigri frelsisins yfir villimennsku fasismans, er leitaðist við að leggja veröldina í þræl- dómsviðjar. Með sameigin- legu átaki frelsisunnandi manna er sigurinn unninn. Mikil eining hefur skapazt við hina sameiginlegu bar- áttu, og nú er það hlutverk vort að tryggja, að þessum dýrkeypta, en ákveðna sam- starfsvilja verði beint að bví sameiginlega marki að reisa á rústunum nýjan og betri heim. Sem stúdentar viljum vér bindast alþjóðasamtökum. Sumum yðar er þegar kunn undirbúningsvinna sú, er leyst var af hendi á alþjóða- móti stúdenta í London í síðastliðnum marzmánuði. Nefnd manna frá sjö þjóð- um var þar sett á laggirnar. í henni eiga sæti fulltrúar frá Kanada, Kína, Frakk- landi, Stóra-Bretlandi, Banda ríkjum Ameríku, Ráðstjórn- arríkjunum og Júgðslavíu- Þessari sjö manna nefnd var falið að undirbúa full- trúaþ'ng, er gæti stofnað varanlegt alþjóðasamband stúdenta. Slíkt formlegt full- trúaþing er enn eigi unnt að halda, en sjö manna nefnd in telur eigi að síður mikils- vert að nota tækifærið í Ev- rópu vegna alþjóðaráðstefnu æskulýðsins. Þar sem Lundúnaráðstefn- an og mótið í Prag er hvor- ugt skoðað sem fullgilt full- trúaþing, heldur til viðræðna og kynningar, getið þér sent eins marga fulltrúa og þér æskið. Að lokum þetta: Mótið í Prag hefst með samkomu 17- nóvember hjá Charles-há- skólanum. Þar var það sem stúdentarnir fórnuðu ldfi sínu árið 1939. Vér biðjum yður að und- irbúa einnig samkomu þenna dag í yðar eigin háskólum í samstarfi við félög æskulýðs ins, svo sem að undanförnu. blóðbað. 150 voru teknir af lífi, öðrum var misþyrmt svo, að þeir létu lífið. Talið er, að alls hafi eitt þúsund stúdentar verið drepnir og fjórar þúsundir teknar hönd- um. Margir prófessorar, sem! reyndu að skerast í le'kinn til bjargar stúdentum, voru ýmist myrtir eða sendir í fangabúðir. í opinberri tilkynningu lýstu Þjóðverjar yfir því, að öllum háskólum og æðri' menntastofnunum í Bæheiml og Mæri yrði lokað í 3 ár. Allt fór þetta fram eftir áætlun — að þýzkum sið- Hámenntaða þjóð eins og Tékka er ekki hægt að Hátíðahöldin verða að þessu | þrælka og undiroka. Ný- sl'nni þrujngin sigurgleði. Sýnum á þessum degi, að vér erum staðráðin 1 að vinna fyrir friðinn, að vinna að kynningu milli stúdenta allra landa, að hjálpa stúdentum í löndum þeim, sem hernað- urinn hefur þjakað, að vinna að efnalegri og andlegri við- reisn stúdentalífsins. Þörfin fyrir einingu á friðartímum er sízt minni en í ófriði.“ Þetta er ágrip af greinar- gerð uncVrbúningsnefndar-' innar. Það er vel til fallið að velja þennan dag, 17. nóv- ember, sem alþjóðadag stúd- enta til þess að minnast beirra atburða, er gerðust þann dag í höfuðborg Tékkó slóvakíu fyrir sex árum síð- an. Nazistar höfðu drepið læknisfræðistúdent, Jan Oppletan að nafni, á afmæl- isdegi tékknesku lýðveldis- ins, þegar tilraun var gerð til að minnast dagsins í Prag. Jarðarför hans var gerð að hátíðlegri þjóðlegri athöfn. En það tækifæri notuðu Þjóðverjar til þess að láta til skarar skríða. Aðfaranótt hins 17. nóv. voru fjölmargar Stormsveit- ir og vélahersveitir úr þýzka hernum sendar til Prag. Há- skólabyggingarnar og heim- ili stúdenta voru umkringd og síðan hófst ægilegasta verði fengið í hendur stéttarsamtökum sjómanna. 5. Unnið skal að því, að konur fái sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu með það fyrir augum að nýting alls vinnuafls þjóðarinnar sé nauðsynlegt, en án fullkomins jafnréttis verður konan aldrei virkur þátttakandi í atvinnulífi- 6. Séð verði um, að ekki flytjist inn í landið erlent vinnuafl án samráðs við viðkomandi verkalýðsfé- lög í landinu, iðnaðarmannafélög og Alþýðusam- band íslands. lenduþjóðir eiga að vera fá- fróðar og menningarsnauð- ar. Þess vegna dugði ekki að loka skólunum. Það átti blátt áfram að uppræta menntamannastéttina með öllu, gjöreyða henni líkam- lega. Þetta er aðeins lítið atvik úr sögu þessa hryllilega tímabils, lítið atvik úr hetju- sögu þess fólks, sem öllu hefur fórnað til þess að mannkynið og menning þess megi lifa. Við þetta fólk í Tékkóslóvakíu, Ráðstjórnar- ríkjunum, Júgóslavíu, á Norðurlöndum, í Vestur- Evrópu og Kína stöndum við sem búum á þessará jörð, í meiri þakklætisskuld en orð fá túlkað. En það er hollt að minnast þess, að fasisminn, þessi erkióvinur vísindanna, not- aði samt vísindin í sína þjónustu. Jafnvel hagnýting lýginnar, útbreiðsla blekk- inga og kerfisbundinn hug- takaruglingur var gert að sérstakri „vísindagrein“. Þetta er mótsögn í sjálfu sér. Vísindin, leitin að þekkingu, eru gerð að tæki í baráttunni gegn mannlegri þekkingu, til' að rugla hugmyndir manna. Nazistar voru komnir vel á veg með að hagnýta atom- orkuna. Það munaði minnstu, að þessi stærsti sigur vísind- anna yrði notaður til þess að tortíma mannkyninu, og enn erum við ekki örugg um nema að svo kunni að fara. Það voru því orð í tíma töluð, sem Albert Einstein mælti í ávarpi til stúdenta í verkfræðiháskóla í Califor- níu árið 1938. Hann lauk máli sínu á þessa leið: „Til þess að störf yðar megi auka á farsæld mannanna, er ekki nóg, að þér skiljið 'og Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.