Þjóðviljinn - 22.11.1945, Síða 8
Jeppabílar sem landbúnaðar-
vélar fluttir inn að tilhlutan
Nýbyggingarráðs
Fyrsta sendingin væntanleg upp úr
áramótunum
Á fundi sínum hinn 5. okt. s.l. geröi Nýbyggingarráð
samþykkt um aö fara þess á leit við landbúnaðarráðherra,
að hann beitti sér fyrir því í ríkisstjórninni, að innflutn-
ingur yrði leyfður á nýjum jeppabílum til afnota við-
landbúnaðarstörf.
þJÓÐVILJINN
Frá kosningaskrifstofunni.
> 66 dagar til kosninga
SAMKEPPNIN
1. deild kr. 167.94 pr. félaga
21. deild — 150.00 — —
16. deild — 83.93 — — •
12. deild — 82.14 — ’ —
28. deild — 79.23 — —
7. deild — 78.75 — —
23. deild — 70.25 — —
18. deild — 69.71 —
3. deild — 68.67 — —
6. deild — 59.12 — —
19. deild — 58.50 — —
20. deild 55.67 — —
5. deild 53.06 . — —
27. deild 52.50 — —
14. deild — 52.78 — —
4. deild — 46.19 — —
25. deild — 43.57 — —
24. deild — 42.50 — —
13. deild — 34.09 — —
10. deild — 28.25 — —•
9. deild — 22.22 — —
22. deild 14.67 — —
2. deild 13.24 — —-
15. deild — 12.50 — —
26. deild — 10.79 — —
11. deild — 4.29 — — ■
8. deild — 3.20 -— —
Ættingjar námsmanna, sem crlendis dvelja
eru minntir á að skrifa nöfn þeirra á manntalið, eða ef
það hefur gleymzt að tilkynna það í manntalsskrifstof-
una strax. Ef þetta gleymist falla nöfn þessara náms-
manna út af kjörskrá til Alþingiskosninga í júní næsta
ár. Gleymið ekki að minna fólk, sem dvelst fjarri heim-
ilum sínum við atvinnu, á að gefa sig fram við mann-
talsskrifstofuna, ef gleymst hefur að skrá það á mann-
talið.
---------------------------------------------------------.-------
Nýbyggingarráð lét þess
um leið getið, að það teldi
það óhjákvæmilegt, ef leyf-
ið yrði veitt, að það yrði
veítt með því skilyrði, að út •
hltitun bílanna fari ein-
göngu fram fyrir milligöngu
Búnaðarfélags Islands og
hreppsbúnaðarfélaganna,
sem tryggði það, að bílarnir
verði notaðir sem landbún-
aðartæki en gangi ekki
kaupum og sölum öðruvísi
en undir eftirliti og með
samþykki nefndra félags-
stofnana.
Formaður sölunefndar
setuliðsbifreiða hafði skyrt
form. Nýbyggingarráðs frá
þyí, að eftirspurn frá bænd
um eftir jeppabílum hefði
verið svo mikil, að mjög
skorti á, að sölunefndin
gæti fullnægt henni. Síðan
gerði Nýbyggingarráð sér
far úm aö afla upplýsmga
frá ýmsum, sem kunnugir
eru nothæfni jeppbílanna
við landbúnaðarvinnu, þar
á meöal fékk það vottorð
frá Kristjáni Karlssyni skóla
stjóra að Hólum, þar sem
hann tekur fram, að hann
hafi notað jeppbíl við slóða-
drátt, heysnúning, heydrátt,
vagnadrátt, herfun á hálf-
unnu landi og flutning í
tengikerru lengri og
skemmri leiöir og segir
hann þá reynslu sína af
þessari notkún, að jeppinn
sé sérstaklega lipurt og
hentugt vinnutæki, gang-
viss og sparneytinn. Vitnis-
burðir annarra voru mjðg á
sömu leið. Þess ber þó a:5
geta, aö skólastjórinn talar
hér um notaða jeppa, en
Nýbyggingarráð hefur feng-
ið upplýsingar um það, að
þeir jeppbílar, sem nú eru
framleiddir í Ameríku, séu
mun vandaðri en jeppbílar
hersins voru. — Jeppabíll-
inn virðist því vera mjög
hentugt landbúnaðarverk-
færi, auk þess sem bændur
geta notaö þá til flutn'nga
að og frá búum sínum og til
lengri og skemmri feröa-
laga.
26. október barst Nýbygg-
ingarráði síðan svar frá
landbúnaöarráðherra, þar
sem hann skýrir frá því, ao
ríkisstjómin fallist á, að
rétt sé að leyfa slikan inn-
flutning og væntir þess, að
þegar verði gerðar ráðstaf-
anir um kaup á bifreiðun-
um. Nú hefur Nýbyggingar-
ráð gert umræddar ráðstaf-
anir um útvegun þessara
bíla og má vænta fyrstu
sendingar upp . úr næstu
áramótum og veröur síðan
nánar auglýst um tilhögun
sölunnar.
Fyrsti sameiginlegi fundur
sóknarnefndanna í Reykja-
víkurprófastsdæmi á þessum
vetri var haldinn í húsi K.
F. U. M. á mánudagskveldið
var, 19. þ. m. Fundarboðandi
var sóknarnefnd Nessóknar,
en fundinn sátu, auk sóknar-
nefndarmanna, biskupinn,
dómprófastur, prestar pró-
fastsdæmisins og formaður
byggingarnefndar Neskirkju.
Fyrir fundinum lá að ræða
um fjáröflun til nýrra kirkju
bygginga í Reykjar.dk. Fram-
sögumaður var formaður
sóknarnefndar Neb:óknar,
Lárus Sigurbjörnsson, serr.
lagðl fyrir fundinn breyt-
ingartillögur við lög frá 1907
og 1909, en atriði í þeim
taka til þessa efnis án þess
þó að skýra nægilega frá
meðferð málanna undir
þeim sérstöku kringumstæð-
um, sem skapast hafa með
vexti bæjarins-
Auk frummælanda tóku tr.l
móls: herra biskupinn, Sigur-
geir Sigurðsson, formaður
byggingarnefndar Neskirkju,
prófessor Alexander Jóhann-
esson, formaður sóknarnefnd-
ar Laugarneskirkju, Jón Ól-
afsson eftirlitsmaður, form.
sóknarnefndar Dómkirkju-
safnaðar, sra. Sigurbjörn Á.
Gíslason, Felix Guðmundsson
framkvæmdastjóri k'rkju-
garðanna, formaður sóknar-
nefndar Hallgrímskirkju,
Sigurbjörn Þorkelsson kaup-
maður og dómprófastur sra.
Friðrik Hallgrímsson.
Að loknum umræðum var
svohljóðandi fundarályktun
samþykkt einróma:
Sameigfnlegur fundur sókn
arnefndanna í Reykjavíkur-
prófastsdæmi haldinn 19.
nóv. 1945 ályktar, að nauð-
syn beri til að söfnuðirnir
geri sameiginlega nýtt átak
um fjáröflun til nýrra
kirkjubygginga í Reykjavík,
Handknattleiks-
mót Reykjavíkur
Urslit í gærkvöld urðu
þessi:
í meistarafl. karla:
ÍR—Víkingur 13:8.
í I. fl. karla:
ÍR—Víkingur 16:8.
II. fl. karla:
Víkingur—Fram 10:8.
Armann—KR 12:4.
Á morgun keppa:
í meistarflokki kvenna:
ÍR—KR.
í I, fl. karla:
Fram—ÍR.
í meistarafl. karla:
Ármann—Fram.
KR—Valur.
og vill fundurinn í því sam-
bandi benda á, að sóknar-
nefndum er að lögum heimilt
að jafna n'ður kirkjubygg-
ingarkostnaði á gjaldendur í
sóknum prófastsdæmisins. Á-
lyktar fundurinn að mynduð
verði 4 manna nefnd, þannig
skipuð, að hver sóknarnefnd
tilnefni einn mann í nefnd-
ina, til að undirbúa tillögur
í þessu efni, sem komi síðan
fyrir sameiginlegan sóknar-
nefndarfund að nýju.
Frá Fiskiþingimi
Frh. af 4. síðu.
að til sjávarútvegsnefndar..
6. Slysa- og stríðstryggingar.
Vísað til tryggingarmála-
nefndar. 7. Fiskveiðaréttindi
íslendinga við Grænland. Á-
kveðið að hafa aðra umræðu
um málið á næsta fundi. 8.
Frumvarp til laga um mótor
vélar í fiskiskip, frá stjórn
Fiskifélags íslands. Vísað til
sjávarútvegsnefndar. 9. Um
athugun á framleiðslu og
flutningum ísl. á stríðs-
árunum og manntjón þeirra
í styrjöldiAni. Vísað til stjórn
ar Fiskifélagsins. Tillagan
hljóðar svo: „Fiskiþingið á-
lyktar að skora á ríkisstjórn-
ina, að láta nú þegar fram
fara ath')gun á hver hafi
verið afköst íslendinga í
framleiðslu og flutningum á
styrjaldarárunum. Ennfrem-
ur að athuga um tjón ís-
lenzku þjóðarinnar á mönn-
um og skipum af völdum
styrjaldarinnar og verði
skýrsla um niðurstöður birt
að athugun lokinni.“ 10.
Starfssvið Fiskifélagsins og
framtíð þess. Vísað til laga-
og félagsmiálanefndar.
Á dagskrá næsta fundar
Fiskiþingsins, í dag 22. nóv.,
verða þessi mál: 1. Siglinga-
stöðvunin. Framsögum. Árni
Vilhjálmsson. 2. Bankamál.
Framsögum. Helgi Benedikts
son. 33. Útgerðin í vetur.
Framsögum. Helgi Bene-
diktsson- 4. Síldveiði með
vörpu í Faxaflóa og selveið-
ar í norðurhöfum. Framsögu
maður Ó. B. Björnsson. 5.
Um minnismerki drukknaðra
sjómanna í Vestmannaeyj-
um. Fiskimálastjóri Davíð
Ólafsson. 6. Fiskveiðaréttindi
við Grænland. Framhalds-
umræða, Arngr. Fr. Bjarna-
son. 7. Beitumál. Framsögu-
maður. Árni Vilhjálmsson.
8. Þegnréttindi Framsögum.
Kristján Jónsson.
Verkfall
Frh. af 1. síðu.
mobil Worker, sem stendur
að verkfallinu, er stærsta
verkamannafélag landsins.
Ný „blábók”
handa drengjum
KLÓI nefnist ný barna-
bók eftir Torry Gredsted,
sem nýlega er komin út frá
Bókfellsútgáfunni. Þetta er
spennandi saga af hugrökk
um útilegustrák, og er
þriðja drengjabókin sem
Bókfellsútgáfan gefur út
undir nafninu „bláu bæk-
urnar“. Hinar tvær, Perci-
val Keene eftir Marryat og
Daníel djarfi *eftir Hans
Kirk hafa verið með vin-
sældustu drengjabókum
undanfarandi ár. Ölafur
Einarsson hefur þýtt
„Klóa“.
Verður kostnaðinum við kirkju-
byggingar í Reykjavík jafnað
niður á borgarbúa?