Þjóðviljinn - 23.12.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.12.1945, Blaðsíða 1
Einar Bragi Sigurðsson: Asýnd og eðli nazismans Það er frámun.alega lær- dómsríkt fyrir þann, sem ekki hefur kynnzt hinni raun verulegu ásýnd og eðli nazism ans nema af afspurn, að fá tækifæri til að standa aug- liti til auglits við helztu naz- istaskrípin og hlýða á íímáls- varnir“ þeirra fyrir rétti, en þó get ég ekki neitað því, að þegar tveir þeir fyrstu af hin um vesælu handbendum Quislings, „ráðherrarnir“ Irgens og Stang, voru leiddir inn í 6. réttarsalinn í gamla þinghúsinu í Osló, þá fannst mér, hinum friðsama frón- búa, sem það væri nánast ögrun við siðmenningu þessa heims, að slík manntetur skyldu ekki þegar hafa verið þurrkuð út af jörðinni og verða það jafnvel ekki,, fyrr en elli sæki þau heim. Þess þarf ekki að geta^ að enn þá meira hneyksli fannst. mér til vera þeirra og vægileg með- 7 ára fangelsi og Stang ævi- langt fangelsi, auk missis mannréttinda um tíu ,ár og allra eigna. Það er ekki að- eins erfitt, heldur ógerning- ur að gera Íslendingum fulla grein fyrir því,. hvefs. .kopar óumræðileg rangfhverfa mann legra einkenna það er, sem sérkennir þessar lífverur, sem í umboði hins þýzka „herrafólks" hafa farið með völd í þeim löndum,. sem her numin voru af Þjóðverjum. Það er ógemingur vegna þess, að góð sköp hlífðu okk- ur við heirnsókn þessa „herra fólks“, annars hefðum við nú vitað hvert hið rétta eðli sumra af okkar samlcndum er5 því að svo sannarlega átt um við og eigum „efni í Quislinga líka“. En eitt er ó- hætt að fullyrða: Þeir, sem skríða eins og skepnur í götu rennunum í Hafnarstræti og einatt eru kallaðir örmustu úrhrök þjóðfélagsins, eru allt of óvægilega dæmdir. Þeir eru sjúklingar. Það er stöðug von um að geta bætt sjúk- dóm þeirra. Þeir ógna lítt lífi’ heillar þjóðar né metiningu. Og það væri algerlega ó- verðug lítilsvirðing við þá að líkja þeim við þjónustulið nazistanna, því hversu himin gnæfandi er ekki reist þeirra í allri merkingu og mjallhvít samvizka, jafnvel í ári morg- unsins, áður en þeir eru risn ir af beði sínum í göturenn- unum, ef þeir eru bornir sam an við þessi tvifættu dýr, sem fengið hafa samheitið: Quislingar. Athafnir nazista stjórnast ekki af . neinum rnann-legum breyskleika. Það er yfileitt ekkert til í eðli þeirra né þankagangi, sem á skylt við það, sem áð- ur hefur verið nefnt mann- legt. Eðli þeirra er jafnvel langtum djöfullegra en blóð- þyrstustu villidýra. Þau drepa sér til matar og eru venjulega hættulítil, þegar þau eru södd. Nazistamir drepa, kvelja og kúga af ein- skærurn kvalaþorsta, sad- isma, og fá aldrei fullnægt morð- og pyndingahneigð sinni. Það er hinn mesti mis- skilningur^ að t. d. nazistarn- ir þýzku hafi barizt til landá til að tryggja þýzku þjóð- inni sem heild betri lífskjör eða að þeir hafi nokkra virð- hana sem afl til að fullnægjá kvala- og morðfýsnum sín- um, gerðu betur við hana- en aðra, til að hún reyndist þróttmeiri til manndrápa. Þeir fæddu hana og klæddu eftir föngum.af sömu orsök- um og reiðfantur stríðelur gæðing sinn, sem hann þó er albúinn að ríða í spretti, unz hann dettur niður dauður áf •* mæði, aðeins til að svala metnaðarfýsn sinni. Við íslendingar eigum eina þjóðsagnapersónu, sem kanski væri hægt að líkja nazistunum við. Það er Gunn vör á Albogastöðum í Heiði, sem frá greinir meðal annars í upphafinu að fyrra bindi „Sjálfstæðs fólks“. Þar segir svo: „En er Gunnvör hús- freyja tekur að reskjast, þá hermir sagan? að hana hafi mjög þyrst til mannblóðs. Og hana svengdi til manns- mergjar. Er og mælt, að hún hafi tekið börnum sínum blóð, þeim er á legg komust og drukkið með manni sín- um. Bónda sinn barði hún grjóti og limlesti hræ hans, bar bein hans í hjall sinn, en skildi eftir hold og inn- ýfli... til átu handa fuglum, lét spyrjast um hérað, að hann hefði farizt í sauða- leit á fjalli. Drap húsfreyja gesti sína á næturþeli með þeim hætti, að hún lagði til þeirra með skálm. er . þeir sváfu, beit þá síðan á bark- ann, limaði þá sundur og gerði þeirra bein sér að. leik- föngum og fjandanum Kól- umkilla. Öðrum veitti hún eftirför í heiðina og lagði til þeirra skálm sinni og blik- aði fagurt eggin, og réð nið- urlögum þeirra, og var kröft um búin sem margir karlar og hafði að auki til sinna verka fulltingi andskotans ... En hræ þeirra bar hún í dal- inn, batt við grjót og sökkti í vatnið. Hún lagði síðan hald á farangur gesta sinna, klæði þeirra og hesta og peninga., ef nokkrir voru. En börn hennar ærðust öll og geltu sem aðrir hundár af bæjarþekjunni; eða sátu á dyrahellunni fávislega, með herfilegu glotti og bitu memn, en fjándinn hafði.tek- ið frá þeim mannlegt mál og almennilega vizku. Svo fór að lokum, að upp komust verk Gunnvarar hús- freyju.... Var hún dæmd af á héraðsþingi og beinbrotin í sáluhliðinu við Rauðsmýr'ar- kirkju á þrenningarhátíð og skornir af henni útlimirnir og loks höggvið af henni höf- uð, og var skrokk hennar, höfði og útlimum safnað sam an 1 eina skjóðu og dregin skjóðan upp á hálsinn fyrir vestan- Alibogastaði og dysjuð þar sem hæst ber á.“ * Sagan,.af .G.unnvöru, á-Al- bogastöðum greinir ekki frá neinum svo svívirðilegum ódæðisverkum, að nazistun- um hafi ekki verið trúandi til að leysa þau af hendi með sannri, hjartanlegri vinnu- gleði. Og ég er þeirrar skoð- unar, að það væri ekki aðeins réttlátt að skjóta allar þær tugþúsundir nazista, sem þátt haf a tekið í hinum villimann- legu ofsóknum, pyndingum og morðum á undanförnum árum, heldur væri það herfi- legt ranglæti og tilræði við mannlega samvizku, ef einn einasti þeirra yrði látinn lifa. Guð almáttugur varðveiti þig, barnið gott, að tala svona um mennina, sem guð hefur skapað, munu ýmsar hjarta- hreinar og frómar sálir segja, er þær lesa þessi orð, sem ferð, eftir því sem á réttar- ingu fyrir henni borið. Fyrir höldin leið, og út ýfrr tók,, litning þeirra á þýzku þjóð- þegar dómurinn féll: Irgenslinni var alger. En þéir mátu Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn óskar allri alþýðu Gleðilegra jóla. Æskulýðsfylkingin óskar öllu æskulýð GleðilegTa jóla. Scsíalistafélag Reykjavíkur óskar allri alþýðu Gleðilegra jóia. ÓSKUM öllum sambandsfélögum vorum og unnendum alþýðusamtak- % anna gleðilegra jóla og farsæls komandi árs ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS GLEÐILEG JÖL! Verkamannafélagið DAGSBRÚN i Framhald á bls. 18.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.