Þjóðviljinn - 23.12.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.12.1945, Blaðsíða 3
Sunnudagur 423. desember 1945 - -^r^—- ---- i-- - - ÞJÓÐVILJINN 19 Eigendur einkabifreiða! Hafið þér athugað að tryggja farþeg- ana í bifreið yðar. Ef ekki, þá gerið það strax í dag. Á morgun getur það orðið um seinan. Trygginguna fáið þér hentugasta hjá oss. Kynnið yður skilmálana. Hvergi jafn ódýr trygging. Ferðafólk! Ferðist ekki án þess að hafa slysa- tryggt yður áður. Óhöppin geta komið fyrir hvenær sem er. Hjá oss \ fáið þér hentugasta ferðatryggingu, ódýra örorku- og dánartryggingu. Bezta öryggið gegn afleiðingum slysa er slysatrygging. Leitið upplýsinga hjá oss, síma 1074 Tryggingastofnun ríkisins Slysatryggingadeild .1- Sf s/ Viðgerðastofa útvarpsins Annast hvers konar viðgerðir og breytingar útvarpstækja, veitir leið- beiningar’og sér um viðgerðarferðir um landið. Ábyggileg vinna Fyrir kostnaðarverð Viðgerðastofa útvarpsins Ægisgötu 7. — Sími 4995 Útibú — AKUREYRI — Skipagötu 12 — Sími 377 Ásýnd nazismans véfengja þetta, verða að géra svo vel og kasfca réttarhöld- unum í Ntirnberg fyrir borð sem hverju öðru rúffi. „For- ingjanum“ hafði ekki auðn- azt að eyðileggja nema fátt eitt af leyndarskjölum sínum, áður en hann og fylgiflagð hans drápu sig, og þessi skjöl hafa nú verið lögð fram í réttinum í Núrnberg, sem sönnunargögn um sekt þess hluta bófaflokksins, sem þar verður dreginn til dóms. Danskur piltur, læknanemi, er daglegur heimagangur hér hjá okkur, íslendingunum í Lundi. Hann var'virkur þátt- takandi í frelsishreyfingunni dönsku; sat í fangabúðum nazista og kann frá ýmsu að segja frá þeim skiptum. Eg ætla ekki að greina neitt af því hér, því að það er ekkert sérstætt. Nærri því hver mað- ur, ssm maður hittir í Noregi og Danmörku hefur annað hvort sjálfur verið ofsóttur og pyndaður af nazistunum eða er persónulega nákunn- ugur einhverjum, sem hefur verið kvalinn eða drepinn af þessum villimönnum okkar aldar. Árið 1944 var þessum kunningja okkar komið hér yfir sundið til Svíþjóðar, eft- ir að Þjóðverjarnir höfðu misþyrmt honum svo, að hann missti meðal annars minnið um tima og vafi leik- ur á, hvort hann verður nokkurn tíma jafngóður af barsmíðunum. Hann lifir nú einn af 8 félögum, sem upp- hafrégá höfðu rnjög náið sam- starf í leyinibaráttunni. Eftir að hann hafði jafnað sig að rnestu, hélt hann áfram námi hér í Svíþjóð. Hann starfaði á sjúkralhúsi í Malmö. Þang- að voru fluttir nokkrir tugir bama á aldrinum frá tveggja mánaða til 15 ára, sem höfðu setið árum saman í fanga- búðunum í Belsen og komu beina leið þaðan. Öll þau yngstu voru fædd 1 fangaibúð- um og Vissu ekki, hvað mjólk var. Þau voru öll eitthvað veik. Berklabakteríum hafði verið sprautað í þau flest. Tvö systkini voru þar, 4 og 6 ára, að mig minnir. Að- spurð^ hvað væri orðið af foreldrum þeirra, hljóðaði svarið. „Mamma var sett í gasherbergið; pabbi var skot- inn“. Eitt barnanna, 13 ára piltur, átti erfitt með svefn, og hann var tregur til að láta uppi, hvers vegna hann gæti ekki sofið. Þegar á hann var gengið, sagði hann frá því, að sig væri alltaf að dreyma pabba sinn, og hann væri hræddur um, að hann væri reiður við sig. Og orsökin til þess, að hann hélt þetta, var þessi: Þeir höfðu sofið sam- an í fleti í fangabúðunum, feðgarnir. Svo dó faðirinn. En barnið leyndi líkinu á bak við sig í þrjá sólarhringa til að fá matarskammt föður síns. Reyndar er þetta engin nýlunda. Maður^ sem óg hitti GLEÐILEG JÓL! Félag blíkksmiða GLEÐILEG JÓL! Félag bifvélavirkja GLEÐILEG JÓL! Freyja Þvotíakvermaíélag GLEÐILEG JÓL! Hið íslenzka prentarafélag GLEÐILEGRA JÓLA! og farsæls komandi árs óskum við öllum Klæðskerasveinafélagið Skjaldborg GLEÐILEG JÓL! Iðja, félag verksmiðjufólks GLEÐILEG JÓL! Múrarafélag Reykjavíkur GLEÐILEG JÓL! Bókbindarafélag Reykjavíkur GLEÐILEG JÓL! Skipstjóra- og stýrimannaíélagið Grótta J.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.