Þjóðviljinn - 23.12.1945, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.12.1945, Blaðsíða 6
. 22 Selma Lagerlöf: ÞJÓÐVILJ I N N Sunnudagur 23. deacmber 1945 John Galsworthy: Bræðralag Bernskuminningar En hvað er þetta? Hvernig getur þetta átt sér stað? Eg hljóða hátt, verð dauðhrædd og hleyp í burtu. En nornin kemur hlaupandi á eftir mér og hún þrífur fjöðrina úr Kýrhorninu og ætlar að smyrja mig með galdrasmyrslum. Hún hleypur yfir pollana á hlaðinu og gusurnar ganga um hana. Það er ekki nóg með að ég sé hrædd, heldur er þetta svo óskiljanlegt, að heypokinn skuli geta hreyft sig. Þegar ég sá kerlinguna standa upp af stólnum, fannst mér verða endaskipti á heimin- um. Og hugsanirnar hringsnúast í höfðinu á mér á meðan ég hleyp. Það eru skelfilegar hugsanir: Ef heypoki getur allt í einu orðið bráðlifandi, er alveg eins líklegt, að dauðir menn rísi upp úr gröfunum. Þá getur líka vel verið, að tröll og for- ynjur séu til. Og þá er ekkert svo ljótt og ægilegt, að það geti ekki verið satt. Eg hleyp hljóðandi upp dyraþrepin. Eg treys'ti því, að mér sé óhætt hjá fullorðna fólkinu. Anná Úóhann og Gerða hlaupa framhjá mér. Þau eru jafn hrædd og ég. En fullorðna fólkið stendur í dyrunum og skelli- hlær. „Verið þið ekki svona hrædd, börnin góð. Þe'tta ér bara hún Maja“. Þá sjáum við, hvað við höfum verið heimsk. Þetta er þá bara Maja barnfóstra, sem hefur klætt sig eins og páskanom. En að við skildum ekki skilja það undir eins! Það er svo leiðinlegt, að við skulum hafa látið hræða okkur. Það ér sérstaklega gremjulegt fyrir þann, sem hefur verið að reyna að venja sig á hugrekki í mörg ár. En það er enginn tírni til að vera hvorki sjálfum Sér né öðrum reiður, því að nú kemur páskanorn- in hlaupandi upp þrepin, ryðst að Wachenfeldt irænda og faðmar hann og kyssir. Wachenfeldt frændi er logandi hræddur við kvenfólk. Hann blótar og reiðir stafinn sinn. En ekkert dugir. Við sjáum svartan sótblétt á hvítu skegginu á hönum.- Páskanornin lætur ekki við svo búið standa. Hún sezt á bak á eldskörunginn, ríður burt og að éldhúsdyrunum. Dúfurnar sem hafa. verið að tína baunir og eru ákaflegat gæfar, verða logandi hræddar og flögra upp á þakið, þegar þær sjá páskanornina. Kötturinn hleypur upp þakrennuna ög Neró, sem er nærri því eins stór og bjarndýr, laumast burt með lafandi skottið. | • En ráðskonan, hún leggur ekki á flótta, eins og við hin. Hún hraðar sér að eldavélinni, grípur sjóðandi kaffiketilinn, veður á móti ófreskjunni, jum leið og hún kemur í dyrnar, og ætlar að steypa heitu kaffinu yfir hana. Galdranornin sér ekki annað ráð vænna en að snúa við, og fer á harða spretti íyrir húshornið. Sá fyrsti, sem sér hana að húsabaki, er Brúnn. Það er nýbúið að spretta af honum ’aktýgjunum og hann kemur labbandi í hægðum sínum að hesthúsdyrunum. Þá sér hann kerlinguna koma fyrir húshomið. skaplega hann var viðkvæm- ur fyrir öllu, sem ekki var nákvæmlega rétt. „í>ví í ósköpunum getur hún ekki hagað sér eins og aðrar manneskjur, jafnvel þó að hún hafi áhuga fyrir þessu?“ sagði harrn. „Hún gat sannarlega komizt í sam- band við eittíhvert mannúðar- félag. Eg skyldi ekki hafa sagt orð við því. En þessi strákglópur!“ „Eg held,“ sagði Cecilia hikandi, að Marteinn sé í einhverju þessháttar féíagi. „Það eru einhver samtök til að líta eftir heilsufari al- mennings, held ég. Hann hef- ur fjarskaleg^i mikið álit á þeirri starfsemi.“ Stefán glotti háðslega. „Mér er sama, hverju hann hefur álit á,“ sagði hann með þeirri stillingu, sem var ein- hver bezti kostur hans. „Mér er sama, bara ef hann kemur engum grillum inn hjá dótt- ur rninni,“ .. „Æ, Stefán, hvað eigum við að gera? Á ég að fara þangað í kvöld?“ Stefán varð alvarlegur, eins og honum væri nú fyrst ljóst, hve víðtækur atburður þetta var. Hann þagði um stund. Svo sagði hann: , „Við skulum bíða eftir bréfi frá henni. Hann er þó að minnsta kosti náskyldur frændi hennar, og nú er allt hæt-t að vekja hneyksli — að minnsta kosti í Easton Road.“ Þannig reyndu þau að hugga og hressa hvort ann- að, gættu þess, aö- þjónustu fólkið yrði ekki vart við, að neitt væri á seiði, borðuðu kvöldverð og fóru að hátta. Stefán vaknaði fyrir dag- mál — á þeirri stundu sól- arhringsins, þegar lífsorka mannsins liggur í dvala og sálin flögrar hvíldarlaus, eins og illspár fugl og ber vængjunum um höfuð hans. Það var hljótt. Gráleit dagsbirtan rauf myrkrið og seytlaði inn um. lausofið gluggatjaldið, sem bærðist eins og andardráttur sof- andi manns léki um það. Vmdurinn. sem táknaði sál mannkynsins í ímyndun Stones gamla, lék hægt um, bar sem mennirnir sváfu milljónum saman og vissu ekki um nálægð hans. Æða- slátíur lífs;ns var svo hæg- ur á þessum tíma sólar- hrirgsins, að mennirnir og skug’gar beirra urðu hver öðrum líkir. Steián fann á dularfull- an l.'átt í sjálfum sér áhrif- in af ölduhreyfingu vinds- in.s. eins og hann dragist dypra og dýpra, þangað, scm einstaklingseðli og stéttamunur var ekki til, og sjVfbjargarhvöt hans fóm- aði höndum og hrópaði á hjá'.p. Það var ægileg til- 1 ugsun að gleyma sjálfum sér und«r þessum hvítgráa hluliausa himni. Hér voru engin takmörk allar reglur í óraijar’-c-.Ö, eins og þær v.eru skriiaöar í stjörnu;'- um meö ósynilegu rúnaletrt Náttúran sjálf vav oröin eins og hvit, endalaus móða. sem rann og rann. Hvert mundu þeir bera bamiö hans? Átti það að hverfa í þessa móðu sjálfgleymsk- unnar, þar sem hvorki ein- staklingur né stétt eða neinn vottur um óhjákvæmi legan mannamun er til? Hann reis upp viö- oln- boga og horfði á hana, sem hafði gefið honum dóttur hans. Hann var að hyggja að ættarmóti milli Stones gamla og konunnai’, sem var honum kærari en allt annað. Hann sá þaö ekki, varð rólegur og hallaði sér út af aftur. „Karlinn er sér- vitringur, gerir sér skrítnar hugmyndir — um bræðra- lag. Hann hvorki sér né heyrir neitt annað. Mér er ómögulegt að sjá, að Ceci- lía sé lík honum“, hugsaði Stefán. , Skyndilega datt honum nýtt í hug, sem vakti óró hans á ný: Gamli maöurinn var svo sokkinn niður í handrit sitt, að hann hafði tæpast hugmynd um lifandi verur í kringum sig. Hvern- ig var hægt að vera hvers manns bróðir, án þess að sjá eða heyra nokkarn mann? Thyme hafði aftur 4 rnóti valið sér það hlutverk að vera systir allra. En til bess varö hún aö afneita sjiilfri sér. Drottinn nnnn! Það var enn fráleitarr en sér'izka karlsins. Stefáni varð aþ ár- lega órótt. Þegar fyrsta iuglakvaku'i heyröist utan ;ið gluggar.n, datt Stefáni ósjálfrátt í luig morguninn, sem hann kom heim úr fyrsta skólaleyfmn. Hann hafði vaknað vlð fuglakvak, st/jkkið á fætur og gripið slönguna og kast- kúlurnar undan koddanuxn sínum. Hann sá enn í hug- anum, hvernig blágráar b!ý kúlumar ultu í lófa hans. Og enn heyrði hann í anda, að Hilary kallaði til hans: „Hvað er þetta, Stefán? Ertu vaknaður?" Það vár ekki hægt að hugsa sér betri bróður en Hilary. Eini löstur hans var, að hann var allt of mikið góömenni. Góðmennskan hafði komið honum í koll í hjónabandinu. Harm hafði aldrei látið til skarar skríða gagnvart þessari makaluusu konu sinni. ,Stefán bylti sér í rúminu. „Allt þetta óþverramál er sprottið af vorkunnsemi hans“, hugsaði hann. „Það er sami veikleiki að Thyme og honum.“ Hann lá lengi og barðist við ónotalegar hugsanir, hlustaði á rólegan andar- drátt konu sinnar og beið birtunnar, sem varð smátt og smátt skýrari. Ekkert bréf kom frá Thyme með fyrsta pósti dagsins. Skömmu seinna fengu þau boð um, að Hil- ary væri kominn. Þeim þótti vænt um allt, sem dreifði áhyggjum þeirra og urðu komu hans fegin. Stefán flýtti sér niður í borðstofuna. Þar sat Hilary. Hann var alvarlegur og andlit hans bar vott um van líðan. Þó var það hann, sem fyrr tók til máls: „Hvað er að, Stefán?“ Stefán tók dagblaðið. Hönd hans skalf lítið eitt, þrátt fyrir alla sjálfstjórn hans. „Það er nú hlægileg saga að segja frá því. Þessi bless- aður heilbrigöispostuli okk- ar, er búinn að koma sömu sérvizkunni inn í höfuðið á Thyme, og hún er farin til Easton Road í því skyni að framkvæma þessar grillur“. Stefán þóttist sjá eitthvað sem líktist glettni í augum Hilarys og það reitti hann til reiði. „Þetta er ekki beinlínis til að brosa aö því, Hilary“, sagði hann. „Þaö er allt af sama toga spunnið og þessi fjandans óþarfa umhyggja þín fyrir Hughshjónunum og stelpunni. Eg vissi það alltaf, að þessu hlyti aö ljúka með einhverjum ó- sköpum“. Hilary svaraði þessum. ó- væntú ónotum með aUgna- ráði, sem kom Stefáni til að líta undan. Hann gat eklíi yarizt þeirrí tilfinninffu. sem oft greip hann í návist Hil- aiys, að bróðir hans væri honum fremri. „Mér fellur það illa“, sagði Hilary, „ef Thyme er eitthvað lík mér“. Stefán tók þétt um hönd bróður síns. í sama bili kom Cecilia og þau settust öll við borðið. . Gecilia tók óðar eftir pví, seni fariö hafði fram hjá Stefáni. En það var það, að Hilary var kominn til þess að segja þeim eitthvað. Hún kunni þó ekki við að spyrja hann að fyrra bragöi, þo að hún vissi, að Hilary, af nær-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.