Þjóðviljinn - 22.01.1946, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 22.01.1946, Qupperneq 10
10 ÞJÓÐVILJINN Snjókarlinn Nóttina eftir gerðist dálítið undarlegt: Fúsi lá í rúmi sínu og heyrði allt í einu, að ein- hver kallaði: „Fúsi! Fúsi! Nú skulum við koma út og leika okkur“ Þáð var enginn annar en snjókarlinn, sem stóð við rúmið hans. „Þér fórst vel við mig, Fúsi“, sagði karlinn. ,.Þú bjóst til á mig augu, eyru, nef og rnunn. Þess vegna er ég svona myndarlegur. Og riú ætla ég að lofa þér með mér heim til pabba míns“. „Hver er pabbi þinn?“ spurði Fúsi. Tennurnar skulfu í munni hans af kulda og hræðslu. „Vetrarkóngurinn er pabbi minn“, svaraði snjókarlinn. „Það er hann, sem sendir ykkur kuld- ann og snjóinn“. Fúsa langaði ekki til að fara upp úr volgu rúm- inu og eitthvað út í kuldann. En hann þorði ekki að neita, því dð þegar snjókarl er á annað borð kominn á kreik og farinn að tala mannamál, þá er ekki hægt að gizka á, hvaða kraftaverk gerast næst. „Flýttu þér“, sagði snjókarlinn. „annars bráðn- ar af mér nefið“ Fúsi klæddi sig og hafði aldrei á ævi sinni ver- ið jafn handfljótur. Snjókarlinn ýtti honum út úr ayrunum. Það var heiður himinn, stjörnubirta og tungls- ljós. Snjórinn glitraði og hvergi heyrðist hljóð. Fúsi hafði aldrei komið út um vetrarnótt og var hrifinn af því, sem hann sá. „Nú skulum við glíma“, sagði Fúsi, „en ekki skil ég annað en ég handleggsbrjóti þig — þú, sem ort bara úr snjó. Og ég hlóð þig sjálfur“. Snjókarlinn sneri andlitinu í norður og saug að sér norðanvindinn í þremur djúpum teygum. Síð- an tókust þeir á. Fyrst hélt Fúsi. að hann mundi fella snjókarl- inn. En allt í einu greip snjókarlinn í hálsmálið hans og fleygði honum í fönnina. Fúsi stökk á fæt- ur og hristi af sér snjóinn. Snjókarlinn hló dátt, og þá gat Fúsi ekki annað en hlegið líka. En það einkennilegasta var, að honum varð svo hlýtt og notalegt af að veltast í snjónum. Það var miklu notalegri hlýja en þegar hann sat við eldinn heima hjá sér. „Nú ætla ég að sýna þér, hvernig snjókarl fer að búa til vagn“, sagði snjókarlinn. Hann hnoðaði snjókúlu og fór að velta henni í mjöllinni. „Þú getur hjálpað mér“, sagði hann við Fúsa. „Þa veiztu, hvar þú átt að hafa hendurnar“. IJomorkumál Framh. af bls. 9. áhrifa hennar er gætti um 10 km. í loft upp. Hitinn sem myndaðist nam mörgum millj- •cr.um gráða á Celsíus. Armatto kvaðst álíta að vís- indamennirnir gætu haft eyð- ingarsvæðið stærra eða minna •en þetta eftir vild. Einnig myndi þeim takast að hag- nýfa kjarnorkuna við verkfræði leg viðfangsefni, t.d. spreng- ingar fyrir skurðum. Tilraunun- um verður haldið áfram í af- skekktum fjallahéruðum í Sovét ríkjunum. Armatto þessi er erlendur meðlimur bandaríska mann- fræðingafélagsins og meðlimur vísindafélags New York-borg- ar . Ilann vill engar upplýs- ingar gefa um heimildarmenn sína. Þriðjudagur 22. janúar 1946 Richard Aldington: Vegna geðveild I V. . ... , — IJ I jhana með sér heim til sín — ! til Magdalen, Capri eða Ta- orrnina. Ilvað „eyðileggingunni“ við kom, voru skiptar skoðanir. Víst var það, að mr. Constable var illa staddur. Það gat nefnilega komið til mála, að hann yrði að segja upp stöðu sinni cftir slíkt hneyksli Svo mikið og blessun- arríkt er va'ld almenningsálits- ins. Það voru gerðar göfugar til- raunir til að draga úr svívirð- ingunum. Sóknarpresturinn við Maríukirkjuna, hcfðarlegustu kirkjuna í Carchester, kom í heimsókn til hins æruverða manns, sem örlögin höfðu leik- ið svo illa, ætlaði að flytja hon- um huggun og aliiuga, hvort ekki væri unnt að færa neitt til betri vegar. Þetta var daginn eftir að Evelyn strauk. Og enn vissu það aðeins fáir meðal yfirstétt- ar bæjarins, hvað hafði komið fyrir. Prestur gekk inn í skóla- garðinn. Hann var stæðilegur, rauðbirkinn maður og varð að raka sig tvisvar á dag. Hann kunni að meta raddir náttúr- unnar, svo sem allikurnar sem skræktu í álmtrjánum og hrafn- ana sem sátu á kirkjuturninum, eins og þeirra er siður. Sömu- jleiðis var hann hrifinn af fín- 'gerðri húsagerðarlist í líkingu I við þá, sem tíðkaðist á tímum Elísabetar drottningar. Ilann hitti mr. Constable í lestrarstofu hans — stórri, skuggsýnni stofu. Loftið angaði af húsgagnagljáa og stofan var svo þétt.sett stórum timbur- húsgögnum, að ástæða var til að óttast yrði skort á rauðviði í náinni framtíð. Veggirnir voru þaktir myndum af gömlum nemendum, sem höfðu orðið prestar. Það var mjög svo átakanleg sjón að sjá mr. Constable, þar sem hann sat með höfuðið nið- ur á bringu og handleggina hangandi niður með stólbríkun- um. Hann ætlaði að rísa á fætur en presturinn gaf honum vin- gjarnlega bendingu um að sitja kyrr og rétti honum hönd- ina. Þar næst tók presturinn til máls í huggunarrómi, sem hann sótti langt niður í háls og var vanur að grípa til, þegar liann talaði við gamalmenni og sjúkl inga. „Stattu kyrr! Sittu kyrrh Sittu kyrr, kæri vinur. Þetta er ]>ung Sorg, en þér verðið að taka henni með hugprýði“. Mr Constable bar höndina upp að augunum. En prestur fékk sér stól, settist við hlið hans klappaði honum mildilega á herðarnar, ræskti sig tvisvar og hóf huggunarræðuna, sem hann hafði búið sig undir. Mr. Constable leit upp og var eins og um hann færu krampadrættir: 1 „Hvílík v.anhirða! Ég .er eyði lagður maður. Sárþjáður og eyð'ilagður maður!“ „Nei, nei! þér inegið ekki láta sorgina ná valdi á yður. Van- virðan snertir yður ekki. Það fullvissa ég yður um bæði sem pr.estur og leikiriaður. Vanvirð- an er mikil og hneykslið hróp- legt. En það kemur öðrum í koir. ,,Já — cn, staða mín! Onnur eins háðung og þetta hlýtur að skaða orstír skólans. Ég hef enn ekki haft kjark til að skrifa skólaráðinu. En ég or hræddur um, að ég verði að sækja um lausn frá starfi“. „Sækja um lausn! Kemur ekki til greina! þá mundi verða álitið, að þér ættuð sjálfur ein- hverja sök á þessu“. „En hvernig haldið ])ér, að skólameistari taki þessu?“ „Ég hafði tal af honum í morgun. Hann bað mig að full- vissa yður um samúð sína og vill tala við yður. Ég veit, að honum mundi falla það mið- ur — hann yrði jafnvcl reiður, ?f þér segðuð upp stöðunni". Arthur Constable stundi við og hallaði sér aftur á bak í stólnum. Prestur hélt áfram: „Þér megið ekki minnast á þá fjarstæðu að segja upp stöðunni. Þér hafið ekkert brotið, það hefur verið brot- ið gegn yður. En — er ekki hægt að koma öllu í lag aft- ur? Konna hefur að vísu gert sig seka í fljótfærni, heimsku og glæpsamlegu athæfi. En allt er hægt að fyrirgefa. Fyrirgefningin er náðargáfa frá guði. Gætuð þár ekki — hugsað yður — að fyrirgefa henni — og fá hana til1 að koma heim aftur? Þá væri hægt að koma í veg fyrir kviksögur — og allt gæti orð- ið gott“. Mr. Constable hristi höfuð- ið sorgbitinn og tók saman- ■brotið bréf upp úr vasa sín- um. Presturinn lét á sig gler- augun og hrukkur komu á ennið af andagift. Charchesterskólanum, 11. maí 1911. Kæri Arthur! Ég læt þig vita, að nú hef ég yfirgefið þig að fullu og öllu og fer héðan með Ronald Cranton, því að mér þykir vænt um hann. Mér er mjög áfram um að fá skilnað, en ég efast ekki um, að þú verðir á móti því. Ég veit lika að þú verður mér reiður og að þú finnur þér nógar afsakanir, en áfell- ist mig. En þetta er það eina, sem gefur mér möguleika til uð Verða lánsö’m og frjáls. Ég hef verið unnusta Ronalds í þrjá mánuði, og jafnvel þessi stolna hamingja hefur veitt mér meiri gleði en ég hef notið alla mína ævi. Láttu bér ekki detta í hug, að ég korni til þin aftur. Jafnvel þó að svo færi, að Ronaid yfirgæfi mig, mundi ég frekar vilji deyja en að fara heim aftur. Ég gæti sagt margt að skilnaði, en hamingjan bíður eftir mér, og sá, sem er ást- fanginn, getur gleymt öllu sundurlyndi og beiskju. En að fara héðan er eins og að hverfa til ævilangrar sælu- vistar. Mér fellur illa, ef þetta særir þig. En ég segi það vegna þess, að sambúðin við þig var kvalræði. Þrátt fyrir það óska ég þér alls góðs. Elevyn. Presturinn lagði bréfið með hægð á hnéð á sér og tók af sér gleraugun. Síðan sagði hann með áherzlu: „Constaible! Þetta er viður- styggilegt og tilfinningalaust bréf. Svona bréf gæti engin kona með réttu ráði skrifað. Ég er sannfærður um,aðkon- an yðar er sinnisveik. Ég skal líka láta það í veðri vaka“. Það er líka hægt að líta á þessa atburði frá annarri hlið: Evelyn var fimmta bamið i röðinni og næstelzta dóttir skuldugra greifahjóna. Að hjón þessi höfðu eitthvað að bíta og brenna var venjuleg- um mönnum, sem kaupa nauðsynjar 9!nar á heiðarleg- an hátt, ráðgáta. Faðir hennar hafði verið í indverska hernum. En þegar hann kom til Englands, flutti hann á gamalt sveitasetur, sem hann hafði erft, kvæntist og eyddi því sem eftir var ævinnar við að fjölga ómegð, drepa fugla og veiða fisk. Evelyn var einmana barn. Það litla, sem hægt var að verja til að mennta börnin, gekk til drengjanna. Stúlk- urnar voru heima og lærðu hjá illa launaðri kennslu- konu. Foreldrarnir höfðu ekki efni á að bjóða heim gestum, og því varð fjöl- skyldan að afþakka flest heimboð. Drengirnir fylgdu föður sinum á veiðar um landar- eign hans, Stúlkumar voru

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.