Þjóðviljinn - 22.03.1946, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.03.1946, Blaðsíða 4
ÞJÖÐ VIL JINN Fðstudagur 22. marz 1946. þlÓÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Kristinn E. Andrésson, Sigurður Guðmundsson, áb. Fréttaritstjóri:. Jón Bjamason. Ritstjómarskrifstofur: Aiusturstræti 12 og Skólavörðustíg 19. Sími 2270 (Eftir kl. 19.00 einnig sími 2184). Afgreiðsla: Skólavörðustig 19, sími 2184. Auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 6399. Prentsmiðjusimi 2184. Áskriftarverð: f Reykjavik og nágrenrai: kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja Þjóðviljaras h. f. _________________________________________________a Rússagrýlan: efnið, sem quisl- ingar eru búnir til úr Sókn fasismans í heiminum 1933—41 var á sínum tíma skipulögð af ágengasta auðvaldi heims þá, þýzku auðmanna- stéttinni, og n'aut hún til þess lengst af aðstoðar frá aftur- haldssamasta auðvaldi nokkurra annarra landa, sérstaklega Englands. Þessari sókn var beint gegn ríkjum sósíalismans og þeim öðrum ríkjum, sem fasistarnir ætluðu að standa mundu í vegi fyrir sér. Það átti að ráða niðurlögum sósíal- ismans í heiminum og bæla niður alla frelsishreyfingu þjóð- anna, en koma á algeru alræði voldugustu auðmannastétt- anna um heim allan. Flestar þjóðir Evrópu áttu að verða kúgaðar nýlenduþjóðir, eins og þjóðir Asíu og Afríku voru fyrir. Áður en fasisminn hóf hina grimmilegu styrjöld sína, — þann blóðugasta grimmdarverkaferil, sem mannkynssagan þekkir, — hafði hann haldið uppi látlausum áróðri, til þess að villa fólkið og ginna með hverskyns lygum. Einhver skæðasta lygin var Rússagrýlan, þetta agn aft- urhaldsins fyrir heimskasta hluta þjóðanna, — þetta yfir- skin, sem auðmannastétt hvers lands léði föðurlandssvikum sínum. Hver einasti quislingur Evrópu þóttist vera sjálfkjörinn forustumáður í föðurlandi sínu með tilstyrk Rússagrýlunn- ar, — hver þjóðníðingur barði sér á brjóst og kvaðst vera af guði kjörinn til krossferðar gegn bolsévismanum. Nú hafa quislingarnir víðast hvar fengið makleg mála- gjöld og Rússagrýlan hefur verið afhjúpuð sem skaðlegasta biekkingaraðferð allra alda. Vitkun Quisling er dauður, Laval hefur verið skotinn og quislingar annarra landa eru nú að fara sömu leiðina. Morðvargurinn Franco lafir þó enn við völd og myrðir dag- lega lýðræðissinna, — í skjóli engilsaxneska afturhaldsins. • Og nú hefur svæsnasta afturhaldið í auðmannasíéttum Bandaríkjanna og Bretlands tekið upp aftur þráðinn þar, sem Hitler sleppti honum. Rússagrýlan á að duga enn. Það á nú að búa til úr henni quislingana handa auðdrottnum Ameriku, svo hnötturinn geti tilheyrt Morgan, Rockefeller & Co. Heimsyfirráðastefna engilsaxneska afturhaldsins hefur þegar hafið kúgunarherferð sína gegn frjálshuga þjóðum og verkalýðshreyfingu heimsins- Einræðisstjórn er studd til valda í Grikklandi með brezkum byssustingjum og einræðis- kosningar látnar fara þar fram, þrátt fyrir mótmæli allra lýðræðissinna. Brezkir herir eru í Egyptalandi, Palestínu, Irak, Indlandi, Indonesíu og víðar í óþökk íbúanna og til þess að bæla niður frelsishreyfingar þessara þjóða. Amerískir afturhaldsseggir heimta herstöðvar um heim allan og sitja með heri í löndum eins og íslandi, þótt þeir ættu að vera farnir, — og ógna jafnframt heiminum með atómsprengjum, ef mannkynið ekki beygi sig fyrir amer- ískum auðkýfingum, sem ekki geta stjórnað sínu eigín landi án þess að leiða yfir það kreppu og atvinnuleysi. Og hverjir eru mennirnir hér á íslandi, sem nú gerast hiýðnir erindrekar þessara auðdrottna og reyna nú að hræða með Rússagrýlu á ný að hætti Hitlers? Það eru menn eins og hræðslupeningamaðurinn frá Hriflu, sem heimtaði að hér væri „gert í smáum stíl það, sem Hitler gerði í stórum stíl“, — að hér væri komið upp 'ct'PfðáótnriH'H VANREIKNAÐUR TEKJU- SKATTUR. Maður nokkur kom að máli við Bæjarpóstinn núna á dög- unum, og skýrði honum frá við- skiptum sínum við tollstjóraskrif stofuna út af kjötuppbótagreiðsl unni. Þessi maður hafði greitt skattareikning sinn að fullu s.l. haust og kom þvi nokkuð á ó- vart þegar hann fékk kvittun fyrir því, að hluti af uppbótinni hefði verið tekinn upp í vangold- inn skatt. Óskaði hann eftir skýr- ingum á þessu og fékk þau svör að hetta myndu vera eftirstöðv ar af tekjuskatti. Hefði skatt- stofan komist að þeirri niður- stöðu, seint og síðarmeir, að þessi maður ætti að greiða ofur- lítið haerri tekjuskatt og sent tollstjóraskrifstofunni tilkynn- ingu um það í vetur, eða nokkru eftir að viðkomandi skattgreið- andi var búin að greiða skatta sina að fullu samkvæmt fyrri reikningi skattstofunnar. Taldi sögumaður vafasamt að sér bæri skylda til að taka mark á svo furðulegum vinnubrögðum opin- berra stofnana. SJÓMANNASKÓLINN. Einhver fallegasta bygging þessa bæjar er sjómannaskólinn. Hann er ekki aðeins fallegur sem bygging, heldur hefur honum verið valinn fallegur staður, þar sem hann ber hátt og sézt víða að. Hann er því fallegur, þegar. maður sér hann álengdar, en þegar komið er að honum, þá blasir við ein af stærstu. smekk- leysunum í þessum bæ. Hví í dauðanum leyfa bæjarvöldin, að hlaðið sé allrahanda verksmiðju- kumböldum svo að segja upp að veggjum skólans. Erum við ís- lendingar í raun og veru svona smekklausir í okkur. — Fyrst borum við þjóðleikhúsinu niður á milli gamalla húsa- kumbalda, og nú, þegar okkur hefur loksins tekizt að finna fallegan stað fyrir aðra stór- byggingu, þá þurfum við endi- lega að byggja kumbaldana i kringum hana. Það er ekki of- sögum sagt af skipulagskunnáttu okkar. Og svo hefur jafnvel kom- ið til mála að byggja ráðhúsið út í Tjörninni (!). RÁÐHÚSIÐ. Það hefur mikið verið rætt um það undanfarið, hvar velja ætti því samastað. Meðal ann- ars hef ég séð á prenti, að því skyldi fyrirkomið á Amarhóli. Arnarhóll er einn af þeim fáu grasblettum, sem eftir eru í bæn- um, svo að aðeins af þeim sök- um einum finnst mér sú tillaga ekki koma til mála. Auk þess er þar aftur verið að fara inn á þessa „kumibaldastefnu“, en þó hefur verið gengið hér öllu lengra, því að nú eiga kolabing- irnir lika að fá að vera við hús- vegginn. Hvenœr skyldu þeir stinga upp á þvi að byggja eitt stórhýsið í Slippnum?? En að öllu gamni slepptu, þá hafa komið fram skynsamlegri tillögur en þessi. Ein er sú að reisa ráðhúsið á Skólavörðuhæð- inni. Önnur er sú og hana á Sigurður Guðmundsson arki- tekt, að byggja ráðhúsið þar sem nú stendur hið svokallaða Grjótahverfi. Báðar hafa þó þessar tillögur galla. Skóla- vörðuhæðin er sem óðast að byggjast, og í Grjótahverfinu yrði að rifa fjölda húsa til þess að byggingin nyti sín. Annars væri Bæjarpóstinum sönn ánægja að fá tillögur imi þessi byggingamál. Myndu þær beztu verða birtar hér í dálk- HREINLÆTIÐ í BÆNUM. Eg er nýbúinn að lesa yfir til- lögur 'um heilbrigðismál, sem samþykktar voru á aðalfundi Bandalags kvenna núna í vetur. í þeim er margt, sem gott er og væri betur, að yfirvöld bæjar- ins vildu ljá þeim eyra. Það er margt sem aflaga íer í heil- brigðismálum bæjarins, og sumt, sem auðvelt væri að bæta úr, eins og til dæmis hrækingar á götunum. Það er svo ljótur ósið- ur, og engum upplýstum manni samboðið, svo hver maður ætti að taka það upp hjá sjálfum sér að hætta slikum ósið. Annars hef ég í sambandi við hreinlæti í bænum tekið eftir einni gleðilegri nýbreytni. Það eru menn sem ganga um götur bæjarins, með poka í hönd og hirða pappírsrusl af götunum. Þeir mœttu að visu vera fleiri, og gera það oftar, en hvað um það, nú sér maður ekki eins mik- íð rusl á götunum og var fyrir nokkrum árum. Hvers virði er Morgunblaðinu r hinn „heilagi réttur“ Islands? Það var árið 1939. Þá hófst Finnagaldurinn, einn svart- asti bletturinn í ofsóknasögu borgaraflokkanna gegn Sósí- alistaflokknum. Þá var lýð- ræðisást Morgunblaðsins svo mikil, að það hlakkaði yfir útskúfun þingmanna sósíal- ista. Þá átti að láta kné fylgja kviði: þurrka út borg- aralega lýðræðið á íslandi. — Agnið var jafn fjarlægt land og Finnland. En íslenzka þjóðin spyrnti vopnuðum ríkisher til þess að skjóta niður verkamenn í verkföllum að amerískum sið. Það eru menn eins og Stefán Pétursson eða Jónas Guð- ■mundsson, — menn. sem heimtuðu Sósíalistaflokkinn bann- aðan á ísl'andi, eftir að Franc o sigraði á Spáni, — menn sem hvöttu erlendan innrásarher á íslandi til ofbeldisað- gerða gegn íslendingum og Alþingi íslendinga, — menn, sem hafa heimtað lýðræðið brotið á bak aftur á íslandi og virt það að vettugi í verkalýðssamtökunum, meðan þeir réðu, — menn, sem óskuðu Hitler sigurs yfir Sovétríkjun- um, svo hægt væri að þurrka út sósíalismann af jörðunni. • íslenzka. þjóÖ! Þessir herrar eru nú orðnir herskáir aftur. Þeir sækja í sig veðriðt þeir beita harðstjórnaraðgerðum í Indlandi og Indónesíu til að kæfa í blóði frelsishreyfingu þessara landa. Þeir halda að tími afturhaldsins sé aftur runninn upp. En þeim skjátlast. Þjóðfrelsishreyfing Asíu og verka- lýðshreyfing Evrópu munu mola imperialismann, yfirdrottn- unarstefnu auðvaldsins, ef hún leggur til atlögu. En það mun auðvaldið ekki þora. En, íslenzká ■ þjóðin þarf að vera á verði. Hættan, sem yfir henni vofir, er fyrst og fremst frá voru eigin afturhaldi, sem ógnar. með Rússagrýlunni. til þess að vita^ hvort. hægt sé enn að trylia fólk eins. og í Finnagaldri og leika í slíks try-Uipgs quislingahlutverk sín. fótum við. Hún sá auðvalds- úlfinn í sauðargæru Morgun- blaðsins. Sósíalistaflokkurinn kom margfallt sterkari út úr Finnagaldrinum. Margir hrekklausir íslendingar, sem höfðu mistekið sig á hinum ,,heilaga“ málstað Mbl., auðg- uðust um mikla reynslu. * Enn á ný á að höggva í sama knérunn. í stað hins heilaga leppríkis Þýzkalands og auðvaldsríkja Vestur- landa, er nú komið hið mið- aldalega einræðisland Iran, þar sem olíuliringar auðvalds i ins eiga hagsmuna að gæta. Það stendur yfir deila á milli Sovétríkjanna og Irans. Sovétríkin ásaka keisara- stjórnina í Iran um að hafa svikið gerða samninga. Keis- arastjórnin ásakar Sovétríkin um brot á gerðum samning- um. Morgunblaðið var ekki lengi að gera hinn heilaga málstað íranska aðalsins og olíuhringanna að sínum. Þó er það svo, að orð Mbl. í þessu máli vegur ekki þungt á alþjóðlegan mælikvarða. — Orð Mbl. er hins vegar öllu þyngra á metunum varðandi annan málstað, sem er okkur öllu nákomnari en málstað- ur miðaldayfirstéttar austur í Iran: það er hinn heilagi réttúr íslands. ísland hefur aldrei svikið gerðan samning. Það hefyx þvert á móti alltaf sett stolt Framhald i 6. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.